Tíminn - 22.08.1964, Qupperneq 13

Tíminn - 22.08.1964, Qupperneq 13
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKUR1NN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar. Þórarmn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði 6. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta stjórl: Jómas Krlstjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305 Skrii stofur Bankastr. 7. Afgr.sfmi 12323 Augl. sími 19523 Aðrai skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 90,00 á mán innan- lands. — í lausasöiu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f ANT0NY TERRY: ' n m „Valtarinn frá Bayern” í valdastólinn að nýju? Umframálögurnar Frans Josef Strauss er oddviti hinnar nýju þjóðernisstefnu í Þýzkalandi og slær á sömu strengi og Hitler forðum. og skattráníð Svo virðist sem ríku mennirnir með lágu gjöidin, sem eiga Mbl. og reka SjálfstæðisfloKkinn, séu nú bún- ir að telja kjarkinn í leiðarahöfunda Mbl. að nýju, en í nokkra daga höfðu þeir sýnt snefil af sómatilfinn- ingu í skrifum sínum um skattamálin. Nú er sjónaukinn kominn aftur fyrir blinda augað. Gagnrýni launþega, sem bera drápsklyfjar skatta, á hinu svívirðilega rang- læti í álagningunni, þ. e. jöfrar viðskipta- og fram- kvæmdalífs eru skattlitlir og hinir fátækari verða að borga fyrir hina ríkari, kallar Mbl.: „fslenzka öfund“! í gær gælir blaðið svo við þá hugsun, að hæpið sé að unnt verði að lækka skattana nema draga úr fram- kvæmdum. Jafnframt ræðst það að venju á Framsóknar flokkinn fyrir afstöðu hans til mála. Orðrétt segir Mbl : „Formaður Framsóknarflokksins kom nýlega fram í útvarpsþætti. Þar sagði hann, að fella þyrfti niður eða stórlækka ýmis opinber gjöld. Ekki benti hann þó á það, hvað ætti að koma í staðinn eða á hvaða sviði ætti þá að draga úr framkvæmdum. Svo djúprist er speki Fram- sóknarstefnunnar af vörum formannsins.11 í nefndum útvarpsþætti játuðu ráðherrar, að skatta- álögurnar væru úr hófi fram og gera þyrfti þær breyting- ar á skatta- og útsvarslöggjöfinni, sem Framsóknarmenn höfðu lagt til í tillögum þeim, sem ráðherrarnir börðust gegn og voru felldar. Það var það sem þeir sögðu að ætti að koma í staðinn fyrir núgildandi löggjöf! Ekki minntust þeir á í spjalli sínu, að nauðsynlegt yrði að draga úr framkvæmdum vegna þess, þótt nú sé Mbl. farið að gefa slíkum hugmyndum undir fótinn. En í þessu sambandi er rétt að minna á, að ríkisstjórnin hef- ur þegar hafnað samstarfsboði stjórnarandstöðunnar um athugun og endurskoðun þessara mála, þar sem stjórn- arandstæðingar gætu lagt fram tillögur sínar og bær fengjust athugaðar í næði og öfgalaust af nefnd allra þingflokka. Tekjuafgangar og framkvæmdir Þótt skattaálögurnar væru lækkaðar verulega þyrfti ekki að draga að neinu leyti úr framkvæmdum, því að ríkissjóður er fleytifullur af peningum af umframálögum á þjóðina. Tekjuafgangur ríkissjóðs á árunum 1962 og 1963 nemur hátt á þriðja hundrað milljónum og sýni- legt er að tekjur fara langt fram úr áætlunum í ár. Það er því unnt að lækka álögurnar stórlega þegar í stað og þetta undirstrikaði Eysteinn Jónsson í útvarpinu jafn- framt því sem hann lagði áherzlu á nauðsyn þess að endurskoða skatta- og útsvarsmálin frá rótum og benti á margar hugsanlegar leiðir í því sambandi, sem hyggi- legt væri að rannsaka í nefnd allra þingflokka og sagði. „að einmitt þannig sé gott að taka fyrir vandasöm verJ- efni, enda mikið gert að því áður fyrr. Milliþinganefndir, sem þannig voru skipaðar, eru nú nálega niður lagðar og tel ég það mikið tjón.“ — Almenningi er ljós stefna Framsóknarflokksins í þess- um málum. Mbl. er það líka. En hvers vegna halda menn að Mbí. láti eins ,og það heyri ekki né sjái? SRAUSS er á hnotskóg eft- ir meira en tækifæri til að ná aftur því valdasæti, sem hann missti. Magnaður persónuleiki hans og kröftugar röksemdir ýta við áheyrendum á þann hátt, að það veldur hinum frjálslyndari Þjóðverjum nokkr um áhyggjum,- Strauss er sonur fyrrverandi slátrara og hann ólst upp í Schwabing, háskólahverfi Mun- chen, þar sem faðir hans rak verzlun. Hann var ávallt „fyrst ur“ allan sinn námstíma' við háskólann í Miinchen. Á stríðs- árunum var hann lengst af með hernum i Rússlandi og þar æfðist hann í að kafa gegnum klofdjúpan snjó, enda er hann með afbrigðum hraustur líkam- lega. Þetta hefir oftar eri einu sinni komið honum að góðum notum í kosningabaráttu í af skekktum þorpum Bæheims að vetri til, þegar bíll hans verður fastur í sköflum. Strauss er þá vanur að láta að- varanir lögreglufylgdar sinnar lönd og leið og skunda aleinn af stað í ófærðinni. SKOÐANAKANNANIR gefa enn til kynna að Strauss njóti iítils fylgis og flestir Vestur Þjóðverjar láta sér fátt um finnast þegar hann er nefndur á nafn. En svo undarlega bregður við, að þegar hann birtist á pólitískum fundum, getur hann innan klukkustund- ar snúið áheyrendum frá af- skiptaleysi eða jafnvel andúð til ákafs fylgis. Stuðningsmenn hans halda því fram, að þetta stafi af „líkamlegu aðdráttar- afli“, sem hann búi yfir, en reiður lesandi tímaritsins Spie- gel kvartar nýlega undan því í bréfi, að hann „áfrýjaði eins og Hitler til hins innra dýrs í Þjóðverjum, en það rís upp á afturfæturna þegar það heyrir setningar eins og „hinir rétt- mætu og veigamiklu þjóðar- hagsmunir okkar“ eða „yið er- um mikil þjóð“ eða „pólitísk nauðgun, sem framin hefir verið á okkur“ Waldemar von Knoeringen, hófsamur Sósíaldemókrati, sem einnig er frá Bæheimi, varaði Þjóðverja fyrir skömmu við „sjúklegri valdafýsn“ Strauss. í opinberri viðvörun Sósíal- demókrataflokks Vestur-Þýzka- lands er bent á, að hörmulegt væri fyrir Vestur-Þjóðverja ef þessi „samvizkulausi" maður tæki aftur við forustuhlutverki í ríkisstjórninni. Þetta segir Strauss að sé runnið undan rifjum kommúnista. BARÁTTA Strauss við blað- ið Spiegel heldur áfram. Eig- andi þess, Rudolph Augstein. hefir ekki fyrirgefið Strauss að verða valdur að því, að hann varð að sitja í fangelsi-í þrjá mánuði, meðan fram fór réttarrannsókn út af landráða- ákæru. Strauss hefir nú höfð að mál gegn Spiegel samkvæmt . . i il . \ mm Frans Josef Strauss vestur-þýzkum lögum, sem leggja allt að þriggja mánaða fangelsi við „óhróðri ura stjórnmálamann“. TEigandi tímaritsins reyndi að leggja fram gagnsök gegn Strauss fyrir að hafa kallað blaðið „nútíma-Gestapo“, en stjórnin í Bonn hefir nú komið í veg fyrir framgang þess máls. Þingfulltrúarnir, sem sæti eiga með Strauss, neituðu að svipta hann þinghelginni, svo að máls- höfðuninni yrði komið við. ALLT þetta jag og þau meið andi ummæli, sem því eru sam- fara, hefði unnið bug á kjark- minni manni. En þrátt fyrir þetta, hefir Strauss orðið nokk-’ uð ágengt í baráttu sinni fyrir endureflingu fransk-þýzkrar samvinnu með því að sá fræj- um efasemda í hugi fólks gagn- vart „Atlantshafssamfélags- stefnu“ Erhards kanslara. Bar- átturæða Strauss á flokksþing- inu í Munchen ávann honum ásakanir um að vera „sprengju fíkinn“ og ákafur í að stytta Þjóðverjum leið til yfirráða kjarnorkuvopna með því að öðlast þátttöku í kjarnorkuafla Frakka, jafnvel þó að sagt sé, að hann hafi í einkasamtali farið niðrandi orðum um þessa viðleitni Frakka Strauss hélt útvarpsræðu fyr- ir skömmu í Vestur-Þýzkalandi Þar vék hann aftur að þvi keppikefli, sem hann lýsti á flokksþinginu í Miinchen, sem sé að gera Evrópu að „öðru stórveldi í vestri“. Hann lýsti því sem ábugaefni sínu í kjarn orkumálum að byggja upp tvö aðskilin kjarnorkuveldi, evr- ópskt og bandarískt, en það evrópska ætti að „lúta „evr- ópskri stjórn." Og hann var ekki óskýrmálli en áður um hermálin yfirleitt: „Við getum ekki aðhyllzt gam- aldags stríð, sem hið skárra af tvennu illu, í von um að kom- ast þannig hjá kjarnorkuátök- um. Slíkar sjálfsblekkingar- kúnstir yrðu ekki til þess að granda kjarnorkuvopnunum". Þetta kemur heiir við skoðanir margra háttsettra, þýzkra her- foringja (og einnig hins franska herforingjaráðs að því er bezt verður séð.) Þeir trúa, að rétt sé að grípa til algers kjarnorkusvars umsvifalaust ef á verður leitað handan járn- tjaldsins, en hið fyrirhugaða stigbreytandi svar Bandaríkja- manna sé óheillavænlegra. í BONN hefir að undan- förnu verið á kreiki sá orðróm- ur, — sem að vísu hefir verið borinn til baka opinberlega — að Strauss og fylgifiskar hans séu að reyna að ná völdum í hinni áhrifamiklu leyniþjón- ustu í Vestur-Þýzkalandi, sem lýtur stjórn hins umtalaða Gehlens hershöfðingja, en hann lætur af störfum á næsta ári. Allt þar til Erhard tók við völdum, heyrði þessi stofnun undir Globke, sem var persónu- legur ráðunautur Adenauers, en segja má að stofnunin sé í senn augu og eyru Bo'nnstjórn- arinnar. Sagt er, að Bandaríkjamenn hafi komið upp um fyrirætl- anirnar um þessa valdatöku, þar sem þeir hafi óttazt, að fingur Gaulleista kynnu að seil ast til áhrifa í vestur-þýzku leyniþjónustunni ef úr henni yrði. Þrátt fyrir allt það pólitíska umtal, sem leitt hefir af við- I reisnarbaráttu Strauss, er ekki gert ráð fyrir að hinir þýzku Gaulleistar grípi til neinna ör- þrifaráða til þess að reyna að veikja aðstöðu Erhards kansl- ara frekar en orðið er, fyrri Framh. á 23. síðu. r í M I N N , laugardaginn 22. ágúst 1964 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.