Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 1
24 SÍÐUR 189. tbl. — Laugardagur 22. ágúst 1964. — 48. árg. bilaleiga magnúsar skipholl 21 SNJÓKOMA FRÁ VESTFJÖRÐUM TIL AUSTFJARÐA Keiðar að lokast FÁ EKKERT EF SANNAN IR SKORTIR KJ-Eeykjavík, 21. ágúst. Frá því dómur féll í vet- ur í Hæstarétti um skaða- bótaskyldu tryggingafélag- anna vegna brotinna fram- rúðna í bíhim vegna stein- kasts frá öðrum bíl, hefur verið stöðugur straumur bif reiðaeigenda til trygginga- félaganna vegna slíkra tjóna. Blaðið hafði í dag tal af nokkrum starfsmönnum tryggingafélaganna, sem hafa með þessi mál að gera. Allir voru þeir á einu máli um að hér væru á ferðinni vandræðamál, sem bæði væru erfið viðureignar og leiðinleg. í flestum tilfell- unum veit sá er veldur ekki um tjónið, fyrr en trygg- ingafélagið tilkynnir hon- um það. Ef þeir hinir sömu eiga rétt á fullum bónus, er oft erfitt að eiga við mál- in, því menn vilja halda bónusum í lengstu lög. Nú er það svo að ekki fá 'nærri allir bætt tjón, sem þeir hafa orðið fyrir, vegna sann anaskorts. Eiginkona aðila er t.d. ekki tekin sem full- gilt vitni, því í langflestum tilfellum eru eiginkonurnar Framhald á 11. FB-Reykjavík, 21. ágúst. í nótt og dag hefur snjóað viSast um vestan-, norSanvert og austanvert landiS og nokkr- ir fjallvegir eru orSnir ófærir eða þungfærir. Um hádegi í dag var mokhríS á Akureyri, og þar gátu menn leikiS sér að því að skafa snjó af framrúSum bifreiða sinna og kastast á snjóboltum, en snjóinn tók fljótt upp aftur. Veðurstofan spáir áframhaldandi norðanátt og vafalaust verði hret á fjöllum, eða að minnsta kosti slydda, en tæplega snjói mikið í byggð. Samkvæmt upplýsingum ED á Akureyri, um ástand vega á Norð- urlandi, er Vaðlaheiði þungfær, og er þar verið að hreinsa veg- inn. Húsavíkurrútan, sem kom til Akureyrar í morgun, varð að setja upp keðjur í Dalsmynni, því þar var töluverður snjór og allsleipt. Ekki er snjókorn á Öxnadalsheiði, en frá Silfrastöðum og niður, er snjóföl og krap á veginum. Snjóföl og slabb er á Vatns- skarði og í Langadal, en Holta- vörðuheiði fær öllum bílum á keðjum. Möðrudalsöræfi hafa ver- ið þungfær í dag stórum bílum og ófær litlum. en þar eru staddir heflar og eiga að hreinsa veginn þegar stillist veður. Á Tjörnes- vegi er snjóföl og snjór á Hálsa- vegi. Á Akureyri snjóaði mikið í morgun en upp úr hádeginu stytti upp, og hefur snjólínan nú hækk- að aftur. Inn á skrifstofu Dags á Akureyri kom fannbarinn maður um hádegisbilið, og er það sann- arlega óvenjulegt á þessum tíma árs. Siglufjarðarskarð er nú alófært og einn bíll er fastur í skarðinu. Ýta og trukkur lögðu upp í skarð- ið í morgun, og var ætlunin að ryðja það, en ákveðið að gera það ekki, þar til síðar. Tvívegis hefur skarðið verið rutt síðustu dagana, og eru ruðningar nú orðnir í axl- arhæð. í morgun var hvítt niður að sjó á Siglufirði, en þar hefur snjóinn tekið upja aftur. . .-ngið hefur á með hryðjum í dag, en létt til og sólin jafnvel skinið á milli. Á Ólafsfirði var ökladjúpur snjór í morgun, en þar er mesti snjórinn horfinn. Þung færð var yfir Lágheiðina í morgun, þegar stór trukkur fór þar um, og ekki vitað til að bílar hafi farið þar í dag. Hvassviðrið og snjókoman byrj- uðu á Vestfjörðunum í morgun, og þar er Breiðadalsheiði algjör- lega teppt. Jarðýta fór með bfl þar yfir, en svo lokaðist heiðin alveg. Nú virðist vera að birta upp á fsafirði og kólna. Þorskafjarðar- heiði mun vera þungfær. Færð er góð yfir Fjarðarheiði, en snjórinn náði svo að segja niðtir í byggð á Seyðisfirði i morg- un. Erfitt var að aka um Fagra- dal í morgun, aðallega vegna snjó- komu, en sjóinn festi ekki á veg- inum. Leiðin yfir Oddsskarð var einnig fær í dag. Þannig var umhorfs á heiðum norð- aniands i gær. Mestu bardagar til þessa í Suður-Vietnam Stjórnarherinn í stór- sókn gegn skæruliðum A myndinni sjást HU-lb þyrlur fljúga áleiðis til vígstöðvanna kringun- Sáigon j S-Vietnam, þar sem einir mestu bardagar til þessa urðu í ga?r milli stjórnarherjanna og skæruliða kommúnista. Þessir herþyrluflutn ingar eru hinir mestu, sem sögur fara af. NTB-Saígon, 21. ágúst. 116 hermenn úr liði stjóniarinn ar í S-Vietnam og fjórir Banda- ríkjamenn féllu í gær í einuni mestu bardögum, sem orðið hafa til þessa við skæruliða kommún- ista í Vielnam. Yfir 60 hermenn særðust og 9 er saknað. Samtímis var tilkynnt í Saígon, að 400 stúdentar hefðu í dag farið í mótmælagöngu til bústaðar hins nýkjörna forseta, Khanh, með orð sendingu, þar sem m. a segir: Hernaðareinræði er verra en stjóm Diems. Rétt eftir fóru svo hundruð stúdenta í hópum um göturnar og máluðu slagorð á bíla, húsveggi og trjástofna. Hinir hörðu bardagar í gær hófust eftir að hersveítii stjórn arinnar réðust inn í víglínu komm únista um 70 km suð-vestur af Saigon. Segir í bandarískum heim ildum, að um 200 skæruliðar hafi fallið og fjöldi særzt. Eru þetta einir mestu bardagar, sem orðið hafa í Víetnam milli hersveita stjórnarinnar og skæruliða Viet- cong. Framhal/1 6 Ktc n

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.