Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 8
/ 22 júlí kvaddi Guðmundur Ein- arssoíi á Brekku á Ingjaldssandi þennan heim. Var hann 91 árs að aldri og 3 dögum betur. Það er langur tími að berjast fyrir tilverun sinni í hinni óblíðu ver- öld, við hin erfiðustu skilyrði, allt frá barnæsku. En sigurinn er líka mikill og mikilsverður, að geta kvatt veröldina sáttur við guð og menn, skulda engum neitt, og hafa hvarvetna haldið manndómi sínum, gætt skyldu sínnar við sig og sína, þjóðfélag sitt og sam- borgara. Hér verður ævisaga Guðmundar Einarssonar ekki rakin, nema í örfáum dráttum, en þeim sem vilja kynna sér hið merkilega lífs- skeið þessa aldna manns, sem nú er allur, skal bent á hina ágætu bók Theódórs Gunnlaussonar um Guðmund. Nú brosír nóttin. Þar er á látlausan og skýran hátt, lýst baráttu Guðmundar fyrir tilveru sinni og sinna, hinum óblíðu lífs- kjörum á æfiskeiði hans. Einnig er þar glögg grein gerð fyrír við- horfi Guðmundar til Guðs og til- verunnar frá eigin brjósti, þó mik íð í bókinni sé byggt á bréfum Guðmundar. Guðmundur Eínarsson var fædd ur og uppalinn á Heggstöðum í Andakíl 19. júlí 1873. Foreldrar hans voru Einar Guðmundsson hinn sterki, ættaður af Mýrum og Steinþóra Einarsdóttir, ættuð úr Kjós. Föður sinn missti Guðmundur þegar hann var 11 ára. Var hann elztur 6 systkina sinna og varð þá fyrirvinna heimilisins ásamt móður sinni. Voru æskuárin fá- dapma ströng og erfið, en hertu og stæltu hinn unga mann, sem hvorki bognaði eða brotnaði, enda af góðmálmi gjörður. Síðan varð Guðmundur vinnumaður hjá góð- bóndanum Tómasi á Skarði í Lundarreykjadal og var þar vinnu maður í nokkur ár og stundaði útróðra á vetrum, bæði á Akra- nesi og Suðurnesjum. Á Skarði eignaðist Guðmundur unnustu, Katrínu Gunnarsdótt- ur og eignuðust þau 4 börn sem öll eru á lífi. Ekki urðu þau tengsl til frambúðar. En 10. sept. 1899 kvæntist Guðmundur Guð- rúnu Magnúsdóttur frá Tungufelli í Lundarreykjadal, hinni ágætustu konu. Eignuðust þau 17 börn og eru 12 þeirra á lífí. Um aldamótin flyzt Guðmund- ur hingað vestur, og kom fyrst til starfa á hvaíveiðistöð EUef- sen á Stálbakka Önundafirði, vegna hinnar miklu góðu atvinnu- er þar var að fá, því að hann mun ekkí hafa fýst að gerast sjó- maður, þó djarfur væri og hepp- inn á sjó, eins og ævisaga hans ber með sér. BARCELONA Framhald af 7. síðu. endurtekið þrisvar til fjórum sinnum. NÚ get.ur fjórði þáttur hafizt sjálft di^pið (suerte de mu- erte). Matadorinn tekur sér nú minna klæði í hendur, mul- eta. Þegar hann iiefur sýnt leikni sína og látið nautið renna á muleta fast við hlið sína, stundum er hann líggur á hnjánum, og telur nautið bú- ið undir dauða, tekur hann sér stöðu beint fyrir framan nautið, sem nú er mjög farið að draga af. Hann heldur á sverði í hægri hendi, muleta í vinsíri og heldur athygli nautsins að dulunni þannig að það beygi niður hausinn. Því næst beyg- ir hann sig snöggt yfir horn nautsins og reynlr að leggja það á hínn „útvalda" stað. Það fer illa ef nautið réttir þá einmitt upp hornin og þetta augnablik kalla Spánverjar m 2 □ Q G Guðmundur Einarsson refaskytta Síðan hafa ævispor hans og þeirra hjóna verið stigin hér. Bjuggu þau um nokkur ár á tveimur jörðum í Dýrafirðí, en fluttust vorið 1909 að Brekku á Ingjaldssandi og bjuggu þar til ársins 1946 er tveir synir þeirra tóku við búi. Ðvöldu þau síðan hjá Kristjáni syni sínum, unz slys og veikindi Guðrúnar, batt hana við sjúkrahús og nálægð læknis um nokkurt skeið, og dvaldi hún þá hjá dætrum sínum á Flateyri og við ísafjörð, og nú síðast hjá elztu dóttur sinni Halldóru á Sæ- bóli á Ingjaldssandi. Er hún far- in að heilsu, en hefur þó fótavist, en fylgist lítt með þvi sem ger- ist í nútímanum. Samlíf þeirra hjóna hefir verið með þeim ágætum, að þeim mun aldrei hafa fallíð styggðar- yrði hvort til annars, að sögn einnar dóttur þeirra, og er vart til fegurri vitnisburður um gott og innilegt samlíf hjóna. Ég mun ekki skrifa langt mál, eða nána mannlýsingu um hinn látna vin minn, enda er af svo miklu að taka, eftir nær 60 ára náin kynni, að ofviða er stuttri blaðagrein. Sá þáttur ævistarfs Guðmundar sem hann er þjóð- kunnur fyrir eru refaveiðar hans, og munu fáir núlifandi, eða látnir íslendingar, standa honum þar á spori. Hann var grenjaskytta um hálfra aldar skeið, og mun hafa legið útí á sjöunda ár samtals, og banað hátt á 3ja þúsund refum. Þegar Guðmundur kom hingað vestur var slíkur akur af refum, að þeir voru eins og fénaður, enda mun þá hafa verið hér fátt um góðar refaskyttur og meðferð skotvopna ekki mjög almenn. Mörg’ eru þau lambslífin sem Guðmundur hefur bjargað um æv- ina og fáir hygg ég hafi verið mörgum bóndanum meíri aufúsu- gestir en hann, þegar hann kom til að vinna greni, oft við örðugar kringumstæður einyrkja bónda frá vorönnunum heima og jafnvel heyönnum. Hygg ég að margur sauðfjáreigandi og unnandi hafi blessað hann þakklátum huga og hugsað til hans svipað og Bene- dikt Oddson, hreppstjóri í Fremri Hjarðardal, þegar hann kom út vormorgun einn um aldamótin og „stund sannleikans". Hinn „útvaldi“ staður er á herða- kambinum, lófastór blettur þar sem engin fyrirstaða er fyrir beint inn að hjarta nautsins. Nýliðunum, sem við sáum í Barcelona, tókst þetta ekki þót sex naut væru drepin og urðu þeir að gera margar at- rennur með sérstökum lens- um og kutum, sem ekki var beint lengur að „útvalda" staðn um heldur vissum stað á hálsi nautsins til að skera í sund ur mænuna, en sé rétt hitt drepst nautið þegar, eins og við hjartastunguna. Ef matadornum tekst sér- lega vel upp veifa áhorfendur hvítum klútum ákaft í átt til leikstjórans og hann ákveður hvort matadorinn skuli fá ann að eöa bæði eyrun, eða bæði eyrun og halann að auki, ef frmmistaða hans hefur verið með eindæmum góð. FYRIR nokkrum árum — 1958 eða 9 að mig minnir — skeði sá atburffur, sem aðeins . mun hafa hent einu sinni áð-1 Guðmundur hafi nýlagt unnin refshjón, mikla bitvarga, á dyra- hellu hans. Varð þá Benedikt að orði: „Miklar heilla og happa- höndur eru á þér, Guðmundur". Guðmundur var lágur maður vexti, grannur og beinvaxinn, herðabreiður og vel á síg kom- inn. Rammur að afli, handfljótur og handviss, frár og léttur á fæti. Var hann ágætlega verkifarinn og jafnvígur á flest störf, bæði inni og úti við. Iðjumaður mikill og féll sjáldan verk úr hendi. Heilsu frægi Ordonez krafðizt þess, að lífi naustins yrði eírt. Orð ið var við kröfu hans, enda hafði nautið sýnt af sér sér- stæðan „kjark“. f staðinn fyrir að leggja nautið sverði á „út valda staðinn" lagðist Ordonez inn yfir horn þess og snerti staðinn með lófa sínum. Miklir nautabanar eru þjóð- hetjur á Spáni og þeir fá miklar fúlgur fyrir að elja við nautin. Ef þeir slasast í viður- eign við bola, leggst þjóðin á bæn og biður fyrir heilsu þeirra. Þannig var það í maí í vor, þegar hinn ungi E1 Cordobés frá Cordóva kom fyrst fram í Madríd. Ilann var frægur um allan Spán fyrir persónulegan stíl, hann fór sín ar eigin leiðir í viðskiptum við nautin, átti sinn eigin „skóla“. í Madrid fékk hann hin hvössu horn bola illa í læri og nára, svo stóð : beini. Menn lágu á bæn um Spán þveran og endilangan lengi á eftir og nú er E1 Cordobés að hress- ast . . . Tjeká. hraustur var hann lengstum og hélt sér vel fram á síðustu stund. Þó lá hann margar og þungar leg- ur í lungnabólgu og fór á gren í forboði lækna, áður en hann mátti að ráði þeirra yfirgefa rúm- ið. Þá lá hann lengi vetrar 1941 í íllvígu hnémeini sem engir lækn- ar kunnu ráð við og var helzt tal- að um að saga hnéliðinn burtu og græða beinstúfana saman, því fóturinn var orðinn krepptur og virtist vonlaust um bata. En Guð- mundur vildi ekkí missa fót sinn og varð ekki af aðgerð. En svo fór fóturinn undir vorið að smá- batna, án aðgerða jarðneskra lækna, og virtist það leikmanns- augum sannkallað kraftaverk. Fóturinn batnaði, hnéð réttlst, og allt af sjálfu sér, að því er virtist. Guðmundur varð aftur fleygur og frár og lá á grenjum, eftir endur- batann. Að síðustu varð hinn mikli lifs- þróttur að þrotna. Síðustu dagana lá hann á sjúkrahúsi á Flateyri, þar til yfir lauk. Börn eígnaðist Guðmundur 21 að tölu. Fimm þeirra dóu í bernsku. Öll eru börn hans þrótt- mikið og þroskavænlegt fólk, og fyllir með prýði stöðu sína og stétt í þjóðfélaginu. Er það mikill og mikilsverður auður, og mikinn skerf leggja slikir menn þjóð- félagsheild þessa fámenna lands. Börn Guðmundar sem á lífi eru, eru þessi: Börn Katrínar: Einar, kvæntur Rósamundu Jóns dóttur frá Sæbóli, bjuggu á Sæ- bóli og Bakka i Þingeyrarhreppi, nú í Reykjavík. Sigríður, gift Guðmundi Einars- syni, bjuggu m.a. í Garði suður. ur á s. 1. 300 árum, að hinn Hann er nú látinn. Gunnar, kvænt ur Guðmundu. Jónsdóttur úr Val- þjófsdal. Bjuggu nær 40 ór á Hofi í Dýrafirði. Herdís, tvíburasystir Gunnars, gift Guðbjarti Ásgeirs- syni bryta, ljósmyndari í Hafnar- firði. Börn Guðrúnar: Helgi eftirlitsmaður og smiður, á Brekku ókvæntur. Halldóra, gift Jóni Jónssyni, bróður Rósamundu. Þau búa á Sæbóli. Þóra, yfirsetulcona. Gift Þorláki Bernhardssyni í Hrauni, bjuggu þar og á Flateyri. Nú í Hafnarfirði. Guðmundur Óskar, bóndi á Seljalandi við ísafjörð, kvæntur Guðbjörgu Jónsdótt^ Jón Halldór, skólastjóri á ísa- fírði, kvæntur Sigríði Jóhannes- dóttur. Ragnar, bóndi á Brekku og víðar, nú starfsmaður Kaup- félags Önfirðinga, kvæntur Áróru Oddsdóttur. Kristján, bóndi á Brekku, kvæntur Árelíu Jóhann- esdóttur, systur Sigríðar, konu Jóns. Guðrún, tvígift. Seinni mað ur hennar er Hjörtur Sturlaugs- sonar, bóndi í Fagrahvammi. Guð- ríður, gift Bjarna Þórðarsyni tré- smiðameistara á Flateyri. Guðdís, gift Sigurvini Guðmundssyni bónda á Sæbólí. Magnúsína, tví- gift. Seinni maður hennar er Guð- mundur Oddson, bróðir Áróru, búa á Flateyri. Guðmunda, gift Jóni Oddssyni, bróður Guðmund ar og Áróru, bóndi og refaskytta á Alfadal. Á Ingjaldssandi eru sjö býli, og eru böm og barnabörn Guðmund- ar húsráðendur á fimm þeirra. Barnalán Guðmundar er mikið, og em afkomendur hans nú orðn- ir yfir 200 að tölu. Jarðarför hans fór fram 29. júlí að viðstöddum miklu fjöl- menni. Voru öll börn hans þar viðstödd. Sr. Eiríkur J. Eiríksson á Þingvöllum, fyrrverandi sóknar- prestur hér, flutti húskveðju og jarðsöng. Kirkjan á Sæbóli tók ekki nema söngflokkinn og aðstandendur, hitt fólkið sat í bílum úti fyrir kirkjunní. Var gjallarhorni kom- ið fyrir við sáluhliðið, og heyrðist ágætlega út í bílana, en þeir vora 200 talsins. Regn var á og ekki úti vært. Guðmundur hafði óskað þess, að hann fengi að kveðja þennan heim, þegar náttúran stæði í full- um blóma, og Sandurinn skartaði sínu fegursta skrúði. Sú bæn hans var heyrð. Hann var fæddur á sólskins- stund um hásumar. Hann var kvaddur af vinum og vandamönn- um, einnig um hásumar, en sólin var hulín þykkum regnskýjum. Það er táknrænt, því í lífi hans, eins og flestra manna, skiptust á skin og skúrir, og fer ekki bezt á því, að svo sé? Mynd sú er fylgir þessu grein- arkorni er tekin af Guðmundi fyr- ír réttum tveimur árum. Hann stendur úti á Brekkutúninu, sem hann hafði séð yfir 50 sumur. Hann er verkklæddur, eins og flesta daga ævi sinnar. Hann hafði sjaldan tíma til að vera spari- klæddur. Hann og kynslóð hans hafði ekkí tíma eða tækifæri til að þeysa um landið í dúnmjúk- um bílasætum árlega í skemmti- ferðum. Hann naut fegurðar um- hverfisins, meðan hann rétti úr bakinu og þurrkaði svitann af enninu og leít um leið til fjall- anna, sem sólin -'ar að kveðja, eða byrja að gylla og gullbrydda í morgunsárið. Hann sá nóttina brosa í kyrrðinni og logninu, meðan hann vakti og beið veiði- færis, og gafst þá tóm og tími til að hugleiða rök filverunnar og höfundar hennar. Þeir menn sem geta notið þess fábreytilega, sem fyrir augum ber, öfundarlaust, við vinnu sína mitt í dagsins önn, geta líka orðið sæl Ir og hafa kannski lært listina miklu, að kunna að njóta og sjá fegurð og mikilleika í hinu smáa. Jóhannes Davíðsson. 8 TÍMINN, laugardaginn 22. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.