Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 18
Ketill Indriðason, Fjalli: Viðnámið gegn áfenginu er einn af meginþáttum sjalfstæðis þjóðarinnar Síðustu útvarpsfréttir herma, að innan fárra daga komi af fjöl- menn nefnd úrvalsmanna saman í Reykjavík. Verkefni hennar er að ráðgast um helztu úrræði til að afstýra sívaxandi ófamaði af völd- um áfengisneyzlu þjóðarinnar. Sökum þess, að hér er að ræða um fyllstu sjálfskaparvítí, ætti lausnin ekki að vefjast lengi fyrir nefndinni. Algert aðflutningsbann myndi í einni svipan létta óteljandi hörm- ungum af hundruðum heimila, þúsundum manna, — skapa á skömmum tíma nýtt þjóðfélag mörgum sinnum farsælla en það, sem við búum nú við, tryggja þeirri ríkisstjóm, er hefði mann- dóm og áræði til þeirra aðgerða langa og farsæla ævitíð, jafnvel viðreisnarstj óminni, sem fáir mæla nú bót. Rétt hennar til slíkrar lagasetn- ingar þarf enginn að efa, þótt sumar lagasetningar hennar orki tvímælis. Fylgi við næstu kosn- ingar ætla ég að ykist drjúgum, nema svo færi að allir aðrir flokk- ar hétu hinu sama, og þó þeir gerðu það, því betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Öruggast að styðja þann, sem dáðina drýgði jafnt af bindindismönnum og fyrr verandi áfengisneytendum. Slæð- ingur betur megandi áfengisneyt- enda og úrkastslýður leitaði senni lega af landi brott. Þá bæðu allir heíla að fara, en fáir aftur koma. Að sjálfsögðu þyrfti aukna lög- gæzlu vegna bruggara og smygl- ara, en sennilega yrði tekjuauk- inn af bættri tollgæzlu meiri en næmi kostnaði. Sparnaður á ótal öðmm sviðum ómetanlegur og áfengistollatapið ynnist beint og óbeint upp með ýmsum hættí þeg- ar í stað og tvöfallt er frá liði í auknum framleiðsluafköstum, verzlun og viðskiptum. En hvað er um slíkt að ræða. Engum kemur í hug í alvöru, að nokkur stjóm og þingmeirihluti muni stíga slík manndómsspor, viðreisnarstjórnin allra sízt, nema að undanfarinni þjóðaratkvæða- greiðslu, og hana tekst ólíklega að fá fram, hvað þá að meiri- hluti þjóðarinnar hafi þrek til að afneita ófögnuðinum, fyrr en við höfum sokkið miklu dýpra, og goldið það afhroð í drykkjumanna dauða, ægilegum stórslysum, glæp- um og almennrí eymd og volæði, að ekki sæi útyfir, og þvj því að eins nú orðið, að einhver önnur þjóð hefði riðið á vaðið. íslendingar verða varla héðan af í fararbroddi þjóðfélagsumbóta, ef til vill eftirbátar, en senníleg- ast rekald eftir því sem nú horfir. Það má því óhætt telja það fyrir oss komið, að úrvalsmenn hugsi sér ekki aðflutningsbann sem bjargræði, en hvað er þá næst? Það er ótalmargt, sem gera mætti til umbóta, vonandi hittir nefndin á eitthvað, sem væri bet- ur gert en ógert. Að sjálfsögðu er eitt hið fyrsta það, að fylgt sé frafn þeim lögum, er nú gilda og sett hafa verið sem hemlar á áfengisnautnina, en beitt slælega. Ekki á að ljá máls á ánnarri eins fjarstæðu og þeirri undansláttareymd að leyfa ófull- veðja mönnum, 18-21 árs áfeng- iskaup. Herða stórum viðurlög brota á áfengislöggjöfinni, ekki sektum þar sem fé verður við komið, heldur láta sökudólgana vinna af sér brotin.. Ölvun við akstur á fortakslaust að refsa með vinnukvöðum samhliða ökuleyfis- sviptinga um tíma. Herða á hvoru tveggja við annað brot og láta , þriðja brot varða ævilöngum rétt- indamissi til aksturs á bfl eða öðrum aflvélum. Fræðsla um skað semi áfengís er rétt, en þar munu sýningar vænlegri til árangurs en bókfræðsla eða fyrirlestrar. Grikk- ir sýndu mönnum ölóða þræla til varnaðar. Þrælahald er löngu úr lögum numið hér sem annars staðar meðal hvítra manna, en þó ganga þeir víða í stórhópum. Allir ölóðir menn eru þrælar þess harð- stjóra, sem flestum er verri og miskunnarlausari. Bakkusar sjálfs, jafnt hvort þeir bera tignar- klæði eða lítilmótlegustu flíkur, starfa að stærstu og ábyrgð- armestu hlutum eða hinum auvirði legustu. Hví ekki að sýna sonum feður og feðrum syni, mæðrum dætur og dætrum mæður í ölvímu á almannafæri? Það þarf ekki að efast um að, að kvikmynd af Þjórsárdalssvallinu s. 1. ár hefði orðið mörgum þeim, er þar hefði fengíð að sjá sig á léreftinu öl- óðan, allsgáðum, til bjargar. Nóg er um tækifærin tíl myndatök- unnar, bæði þegar rudd eru dans- hús í bæjum og byggðum, að ekki sé talað um höfuðborgina. Nýlega var sýnd hér nyrðra kvikmynd af reykingarsjúklingi, fyrst í svælu, en þó með nokkra starfsorku, síðar á sjúkrahúsi og skurðarborði vegna lungnakrabba. Sú mynd var vissulega ekki áhrífa- laus. Nafnbirting og dómar yfir öl- æðisafbrotamönnum á öðru og þriðja stígi misferlis eiga fullan rétt á sér. Þetta eru að mestu sjálfskaparvíti og þeim á og má svíða, sem valda saklausum tjóni og meíðslum. Ölvaður ökumaður hefur enga afsökun, er hefur gildi fyrir breytni hans. Sú miskunn er sér í gegn um fingur við hann, er sannkallað skálkaskjól. Al- menningur á fyllstu kröfu að vita deili á þeim, er hvorki má trúa fyrir eignum, lífi né limum. Dauða hættur þjóðveganna verður að minnka með því að svifta þá menn leyfi til að stýra ökutækj- um, sem hvorki má treysta að sjá sér né öðrum farboða. Afsláttarforréttindi hefðar- manna á vínföngum verður að af- nema. Það er fátt táknrænna um ómenningu þá, er hefur gagntek- ið þjóðina, en það, að úrvalsmenn skuli lúta svo lágt, hálaunaðir að ákveða sér annað og hagstæðara verð til neyzlu veitinga en aðrir verða þó að gjalda. Vínveitingar í veizlum ríkis, bæjar- eða sveitarfélaga eiga að hverfa.þær eru með öllu óverjandi Umbótanefnd úrvalsmanna hlýtur að vera það ljóst, hvaða gildi af- nám þeirra hefur, hvort heldur er litíð tíl áhrifa á síðferðisvit- und almennings eða þess léttis, er það hefði á vínþyrstar og veik- lyndar sálir á hærri stöðum, sem mega sannarlega ekki við freist- ingunum. Skapþungum skilamönn um blæðir nóg, þó þeir séu ekki neyddir til að gefa með sýningu á þjóðarböli bg ógæfu. II Hér hefur nú verið drepið á fátt eitt er umbótanefnd hlýtur að taka til umræðu ásamt mörgu öðru, en að lokum minnt á eitt, sem er svo nálægt og augljóst, að hætt er við að henni sjáist yfir, en það er sú einfalda aðferð að draga úr ínnflutningi og sölu áfengis um einhvem vissan hundr aðshluta, m.k. einn fimmta eða fjórðapart. Þess sæi stað í sið- spillingunni og afbrotunum, en þyrfti ekki að koma neitt fram í missi ríklstekna, því það er alveg öfugt með verðlag á áfengi við allt annað, — tóbak þó undan- skilið, — að kaupandinn, neyt- andinn er því betur farinn sem hann fær minna fyrir hverjar hundrað krónumar. Það er hans lán að fá ekki nema þrjár flöskur í ár fyrir það sem hann fékk fjórar flöskur fyrir í fyrra. Að- ferðin í þessum samdrættí er líka tiltölulega auðveld og kostnaðar- lítil og við kunnum hana. Mjólk- urskömmtun var alþekkt fyrirbæri og til hennar þarf að grípa í stöku stað. og tilfelli. Ákveðnu magni hvers sölustaðar yrði að sönnu að skipta í tvennt dag hvem. Reynslan af eftirsókninni leíddi fljótt í ljós hversu stóran skammt mætti ætla hverjum manni, þann- ig að öllum yrði gerð úrlausn. MINNING Guðmundur Jónsson frá Hólmi „Enginn má sköpum renna.“ Þegar ég frétti slys það, er varð Guðmundi Jónssyni í Hólmi að aldurtila, átti ég ekkert orð, en gat grátið eíns og bam. Þar er mikið skarð fyrir skildi orðið, mjög fyrir aldur fram að okkur finnst. Hann var jarðsunginn 25. júlí þ.á. að Krossi í Landeyjum að viðstöddu meira fjölmenni en sézt hefur hér í sveit. Það voru víst 90 bílar, sem voru í líkför frá Hólmí að Krosskirkju, full- skipaðir fólki. Þetta talar sínu máli um vinsældir Guðmundar. Hann var elskulegur vinur okkar frá barndómi. Þegar hann og þau Hólmsböm voru á skólaaldri, var skólaganga þeirra að Krossi, en þar áttum við húsum að ráða. Hólmssystkinin áttu lengstan og erfiðastan veginn í skólann. Veð- ur vom oft válynd, og varð þá að fylgjast vel með, sjá því vel borgið, að börnin henti enginn háski í heimferðinni. Hólmsbörn- in gistu því nótt og nótt hjá okk- ur, og þótti okkur þau góðir næt- urgestir, framkoman var svo prúð og þó um leið glöð og hressandí. Guðmundur átti þar sinn góða hlut, elskulegur í allan máta. Þessi vinskapur var traustur og entíst til leiðarloka. Guðmundur var nýbúinn að heimsækja okkur, ásamt sinni góðu konu. Mun eng- an hafa gmnað, að kveðjan þá yrði skilnaðarkveðja. Kona Guðmundar, Gróa Kristj- ánsdótttr, var honum traust og innileg, dugmikil og — eins og fyrr hefur verið að orði komizt — drengur góður. Þeim varð fimm barna auðið. Eru það tvær systur uppkomnar og þrjú fyrir innan fermingu, einn drengur og tvær stúlkur, öll myndarleg og líta út fyrir að skipa vel sinn sess, ef aldur leyfir. Afköst þessara hjóna, Guðmund ar og Gróu, eru meira en miðl- ungs vinnubrögð á þessum stutta stutta samverutíma. Guðmundur Dygði það ekki mótí von, sætn þeir, er afskiptir hefðu orðið í dag fyrir á morgun svo fremí þeir væru mættir. Raunar ætti ekki að selja neinum meira en það, sem honum dygði til algleymis þann daginn. Nokkum hluta vökvunar- innar yrði að ætla þeim, er í fjarlægðinni búa og því fyrlrmun- að að nálgast náðarbrunninn dag- lega. Háar pantanir skomar nið- ur til þess að hinir snauðu og lítílþægu fengju sína brjóstbirtu. Knæpumar ættu svo sitt hlutfall. Þar mætti og ætti að láta verð- hækkunina koma þyngst niður. Barramír geta borgað, brennivíns staup, — og það nokkrum verðum við það sem sami sopi kostar á pottflöskunni. (Barri er sá, sem stundar barina.) Samdráttur vín- sölunnar hefði miklu meiri áhrif til að draga úr stórhneykslanlegu framferði og ölæðisafglöpum en svaraði tíl hlutfallsins. Hófdrykkj- an marglofaða og rómaða gætí notið sín mun betur, meginþorri áfengisneytenda fengi skammt daglega, dálítið digrari að krónu- tölu, dálítið fyrirhafnarsamari, en vissan og öruggan. Þeim væri tryggð ölvíman, en verndaðir mun betur en nú er frá því allra hrottafengnasta, löngum túrum Framh. á 23. síðu. var fæddur 26. febrúar 1916, son- ur Jóns Árnasonar og Ragnhildar Runólfsdóttur, sem bjuggu um margra ára skeið í Hólmi, vel gef- in og myndarleg á allan hátt. Það liggur mikið verk eftir Guðmund í Hólmi á þessari stuttu ævi. Hann húsaði bæinn prýðilega bæði fyrir menn og málleysingja og hlöður fyrir mikinn heyfeng, allt traustar steinbyggingar. Og Guðmundur gerði meira. Hann sléttaði túnið og færði út fláka- stórar ekrur, þar sem áður voru oræktarmoar. Er . þar nú töðu- völlur, sem gefur af sér mörg hundruð hestburði. í Hólmi er stórbú, gagnsamt og fagurt, Frá öHu þessu kemur kallið. Dags- verki Guðmundar er lokið á braut, sem var sannnefnd sigurganga fyrir sveit og land. Eitt af því, sem prýddi Guð- mund í Hólmi, var, að hann var sannur kirkjunnar maður. f sókn- arkirkju sinni var hann tíður gest ur og sómdi sér þar vel sem ann- ars staðar. Átti haan góðan þátt í að halda uppi kirkjusöngnum með sinni þýðu og fögru söng- rödd. Að síðustu hygg ég, að ég megi flytja þér, góði, látni vinur minn, Guðmundur í Hólmi, þakkir frá öllum Landeyingum fyrir ógleym- anlegar samverustundir. Við hjón in kveðjum þig með klökkvum huga og kærri þökk fyrir allt. Drottin góður annist þig á eilífð- arinnar sælu braut, sem græðir allt og bætir. Ástvinum þínum, sem eiga um svo sárt að binda, vottum við okkar dýpstu samúð. „Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eílífan aldingarð því öllu, sem Drottinn gaf.“ Guðni Gíslason frá Krossi. », v,* , k. f < i. \ \ i.. > -. i • • ■ / 18 T f M I N N , laugardaginn 22. ágúsí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.