Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 17
Porsteinn Guðjónsson: íslenzk fræSi 09 hinir duuðu Þegar ég undanskil ummæli Benedikts frá Hofteigi um nafna minn bóndann á Úlfsstöðum, en þeim ummælum ætla ég ekki að eyða neinum orðum að, þá þykir mér andsvar hans við athuga- semd frá mér varðandi höfund Heimskringlu, um sumt jafn vel orðuð og ég gat búizt við af hon- am. En að því er snertir þann h’iita greinar hans, sem beinist a* mér, þá verð ég að byrja á a,5i leiðrétta þann misskilning hans, að ég hafi ætlað að niðra honum með því að minnast á að hann væri gamall bóndi. Mig furð- ar á þvf að nokkrum skuli geta dottið sifkt í hug. Það eru að vísu til einhverjir vesalingar í Reykjavfk sem þannig hugsa, en þar sem varla mun þurfa að ætla slíkum að vera lesandi á neitt sem máli skiptir, þarf ekflri held úr að taka neitt tilit til slíkra þegar skrifað er. Það sem ég átti við með því að kalla það athyglis- vert að enginn nema gamall bóndi hefði orðið til að skrifa í tilefni af hinum nýju kenningum Peters Hallbergs, var, að ekki væru aðr- ir fremur uppistandandi sem fræðimenn á fslandi en gamlir bændur. Það er ennfremur fráleitt að saka mig um menntahroka. Eg Aðalfundur F.U.F. Félg ungra Framsóknarmanna í Strandasýslu heldur aðalfund sinn laugardaginn 29. ágúst að Sævangi og hefst hann kl. 6. e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf og kosning fulltrúa á 10. þing Sambands ungra Framsóknar manna. Héraðsmót á Sauð- árkróki Héraðsmót B ramsóknarmanna 1 Skagafiarðarsýslu verður haldið á Sauðárkróki. sunnudaginn 23 ágúst og hefst það kl 20.30 Ræður flytja alþingismennirn ir, Einar Agústsson, bankastjór og Ólafur Jóhannesson prófessor Smárakvanettinn á Akureyri syngur og Jón Gunnlaugsson gam anleikari skemrntir Gautar leika. ASalfundur FUF Aðalfundur FUF á Snæfellsnesi og í Hnappadalssýslu verður hald inn í félagsheimiíinu Ólafsvík 31. þ. m. kl. 22. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, kosnir fulltrúar á sambandsþing SUF. Héraðsmót í Sfrandasýslu Framsóknarmenn 1 Strandasýslu halda héraðsmót að Sævangi iaug ardaginn 29 ágúst n.k. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda og verður nánar sagt frá henni síðar FUF í Ólafsvík FUF í Ólafsvík og Hellissandi halda sameiginlegan fund i félags heimilinu Ólafsvík 31. þ m. kl. 22. Fundarefni: Kosnir fulltrúar á sambandsþing SUF. býst við að mér sé óhætt að segja, án þess að hætta á að fara með neinar ýkjur, að vandfundinn sé jafngersamlega hrokalaus mað- ur og ég, nema vera skyldi það, að ég væri ekki þóttalaus fyrir hönd íslenzkra bænda, frá Gunn- ari Hámundarsyni og Snorra Sturlusyni til Þorsteins Jónssonar og Bjarna á Brekku, sem ég hygg alla jafnt bera yott um það, að íslenzkir bændur séu aðalsætt og vaxtarbroddur mannkynsins. Verði ég ódauðlegur, eins og Benedikt spáir mér, þá verður það fyrir þennan skilning minn á íslenzkum bændum og annað sem stendur í sambandi við hann. Þykir mér reyndar eklki annað liklegra en að slfkt verði sannspá, því að hverjir hafa betur unnið til varan legrar frægðar en þeir, setn einir lögðu það á sig að segja sann- leikann um það sem mestu skipt- ir. En það er, hvort líf er eftir dauðann og þá hvernig því lífi er varið, og er ekki erfitt að sjá, að einnig fyrir sagnfræði eins og þá sem Benedikt stundar, muni það skipta nokkru hvað satt er í þeim efmrm. Að því er snertir heimildimar hinar norsku, fyrir því hver sé höfundur Heimskringlu, þá get ég verið fáorður. Mér þykir lík- legt, að Benedikt hafi lesið miklu meira um það efni en ég, enda var það ekkert aðalatriði hjá mér. En þegar sýnt hefur verið fram á sameiginleg einkenni á máli Heimskrjnglu, Eglu og Snorra Eddu, er vitanlega erfiðara en áður að tortryggja hina áminnztu heimild, því að óyggjandi mun það vera að Snorra Edda sé hon- um með réttu eignuð. Eg var að benda á, að stílrannsóknirnar á þessum í'itum séu þau rök, sem enginn getur gengið fram hjá, sem nú vill ræða þetta mál, og kynni þar að vera skýringin á því, hve fáorðir lærdómsmenn vorir hafa verið í sambandi við þessi mjög athyglisverðu rit Peters Hallberg. Hræðslan við að þurfa að nefna dr. Helga Pjeturss er það, sem heldur aftur af þeim að segja nokkurt orð um þessi efni, sem alveg sérstök ástæða væri til að skrifa um, ef allt væri með felldu, og getur hver sem vill reynt að gera sér grein fyrir ástæðunum til slíkrar hræðslu. Það er þessi hræðsla, sem ég var að reyna að vekja athygli Benedikts á, og þó að það tækist ekki, þá sýndi svar- ið samt, hversu ágæt tilþrif í rit- list sá maður á til. Það eru orðin um að vekja upp þá dauðu í Há- skólanum, sem mér líka svo prýði- lega, og fannst mér þó óþarfi af honum að vera að draga úr þeim með þyí að segja, að það ætti ekki að gera. Vildi ég heldur að hann legði fram liðsinni sitt ein- mitt til þess, og ekki einungis til þess að vekja upp þá dauðu, held- ur einnig til að grafa upp þá sem sagðir voru dauðir, eins og einu sinni voru horfur á að Háskóli íslands mundi hafa forgöngu um. Þorsteinn Guðjónsson. EINAElÐflt Askrifiarsimi l-6i 51 Pósthólt II27 Reykjavk. Ambassador í Rúmeníu Hínn 18. þ. m. afhenti dr. Kristinn Guðmundsson, ambassa- dor, forseta rúmenska alþýðulýð- veldisins trúnaðarbréf sitt, sem ambassador fslands í Rúmeníu. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 19. ágúst 1964. Hugmyndasam- keppni iokið HF-Reykjavík, 19. ágúst. Fræðsluráð Austur-Húnavatns- sýslu og fræðslumálastjóm efndu fyrir nokkru til hugmyndasam- keppni um byggingu heimavistar skóla fyrir börn á skólaskyldu- aldri í sex hreppum A-Húnavatns- sýslu. Tíu tíllögur bárust og fyrstu verðlaun, sem nema 75 þúsund krónum, fékk Björn Ólafs., arki- tekt er dvelst í Júgóslavíu. í dag var opnuð sýning á öllum þeim tillögum, sem bárust, í húsakynnum Byggingaþjónustu Arkitektafélagsins að Laugavegi 26, 3. hæð. Önnur verðlaun, 50 þúsund krónur, hlaut tillaga eftir Jörund Pálsson, Þorvald S. Þorvaldsson og Jón- Haraldsson. Þriðju verð- laun hlutu þeir Helgi Hjálmars- son og Vilhjálmur Hjálmarsson. Dómnefndin hefur ákveðið að kaupa rétt á tillögum eftir Jes Einar Þorsteinsson og Kolbrúnu Ragnarsdóttur. Dómnefndina skip uðu Jón ísberg, sýslumaður, Ólaf ur Ingvarsson, skólastjóri og arkitektamir, Gunnlaugur Páls- son, Bárður ísleifsson og Ormar Þór Guðmundsson. Sýningin verð ur opin að minnsta kostí alla næstu viku daglega frá klukkan 1—6. Þáttur úr ferðasögu Eins og alkuuurgt er, verður :)est i.t það á að gira meira veð'ir 1 aí l'vi sem irs>.eiðis fer í sam skiptum manna og framkomu hverra við aðra heldur en hinu er lofsvert mætti þó kalla í fari manna og mun, því betur ef skoðað er ofan í skjöl- inn, vera í yfirgnæíandi meiri- hluta, þótt í fljótu oragði mætti kannski álíta það gagnstæða, ef miðað er við það ejtf, 'um hvora hliðina meira er ta'að. AUar sanngjarnar aðfinnslur miða að því að ka’la fram um- bætur á því sem að má finna og af þeim sökum fer meira fyrir þeim, én hólinu, sem oft gæti þó átt rétt á sér til örvunar í betri áttina. Ei'tt af því lakara í þjóðlifi okkar, sem mikið er uni talað og oft lýst og því miðu" ekki að til- efnislausu, eru allveruleg mis- smíði á skemmtanahaldi fólks, víðs vegar um land og þeir sem af eigin sjón og rauo þekkja ekki til þessa þáttar í samskiptum manna, gætu jafnvel haldið að lítið væri um annað skemtntana- líf en það sem lýst er í áðumefnd um frásögnum, kannski stundum ýktum, en oft sönnum. En sem betur fer, er einnig annað til og er engu spillt þó sögð séu sönn dæmi þess. Eg er rétt núna að koma úr hópferð, sem farin var frá Norðurlandi til Suðurlands, um Kjalveg suður og Kaldadal heim. Á laugardagskvöld 18. þ.m. komum við á Hveravelli og voru þar margir bílar og tjöld, sem verkstjórar af Suður- nesjum og úr Reykjavík, réðu eink um yfir og voru þarna í skemmti- ferð með fconur sínar margir hverjir. Vel mátti hugsa sér að þarna yrði hávaðasamt og ekki sízt þegar enn bættust við fleiri hópar af ýmsum landshornum, en svo varð ekki. Vorum við vottar að því að fólk þetta hópaðist sam- an á sléttum velli og háði þar ýmsa útileiki langa stund við glaum og gleði, þar sem allir virt- ust skemmta sér í ríkum mæli á heilbrigðan hátt. Nú var þarna margt annað fólk úr ýmsum átt- um, sem áður getur, svo að loks voru komin yfir 100 tjöld á vell- ina og fólk í hundraðatali eins og frá er sagt í blöðum. Þarna voru engin óþörf ærsl né hávaði allt kvöldið, en umhverfið skoðað og ræðzt við í bróðerni þó fáir þekkt- ust utan hvers hóps. Á tólfta tíma mátti heita að allir væru setztir að í tjöldum sínum og skála F.F.Í. Daginn eftir var haldið til Kerl ingarfjalla og tjaldað í nánd við hús FFÍ. Þar var allmargt um manninn, en þungamiðja þess mannsafnaðar var skíðanámskeiðs fólk, sem hélt til að mestu í húsi FFÍ. Þarna fer fram merkileg og heilbrigð starfsemi og var þar vissulega glatt og kátt fólk, sem lék sína skíðaíþrótt á daginn, dá- lítið ofan við skálann, af miklum áhuga og auðsærri hrifningu, en að loknum kvöldverði, eru haldnar kvöldvökur, þar sem allir heima- menn, ásamt gestum stundum, raða sér upp um kojur og borð kringum lítinn gólfflöt og skemmta sér af hjartans lyst, eins og það er stundum orðað, við fjölbreytta stutta gamanleiki og þætti eða meinlausa smáhrekki, ásamt söng á milli atriða með gítarundirleik, þar sem allir taka undir eftir getu og kunnáttu. Skemmtinefnd, sem skipt er um menn í, annast framkvæmd vök- unnar hverju sinni og þótt þama sé allt er til þarf heimafengið og frumstætt í fyllsta máta full- nægir það þeim kröfum, sem þetta fólk á þessum stað telur réttmætt að gera og veitir efalaust mörgum jafngóða eða betri skemmtun en Framh. á 23. síðu. Þýzka skautadrottningin Marika Klllus — heimsrneistarl í para- keppni — giftist fyrir nokkrum dögum þýzka milljónamæringn- um Werner Zahn og fylgdust þúsundir með athöfninni, sem fór fram í dómkirkjunni í Frank furth. Myndin er tekln, þegar brúðhjónin ganga úr klrkjunni. (Ljósmynd UPI) T í M I N N , íaugardaginn 22. ágúst 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.