Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 11
Listmunir frá Perú sýndir hér HF—Reykjavík, 21. ágúst í dag var allnýstárleg listsýning opnuð í Steinagerði 2 hér í bæ. Þar má sjá forna og nýja perú- anska listmuni og enn fremur vatnlitamyndir, sem frú Alda Snæ hólm hefur málað í Lima í Perú. Frú Alda er gift Hermanni Einars syni, fiskifræðingi, og hafa þau hjðnin dvalizt í Perú undanfarin fjögur ár. Þar hefur Alda verið á listaskóla og málað þær vatnslita myndir, sem eru á sýningunni. Perúanski listiðnaðurinn á sýning unni er eingöngu unninn af Indíán um og eru þarna 4—500 ára gaml ir munir og eins sýnishorn af list iðnaði Indíánanna, eins og hann er í dag. Sýningin verður opin alla næstu viícu frá kl. S—10 e.h. Skólamót hald- ið í Árósum FB-Reykjavík, 21. ágúst. Á þessu ári eru liðin 150 ár frá því að fyrst var sett almenn skólatilskipun í Danmörku, og í því tilefni var haldið skólamót í Árósum. Þangað var boðið Helga Elíassyni fræðslumálastjóra og Skúla Þorsteinssyni, formanni Sambands íslenzkra bamakennara, Skólamótið í Árósum var dag- ana 6. til 8. ágúst, og var mjög til þess vandað. Konungshjónín voru viðstödd opnun þess ásamt tveimur dætrum þeirra. Helveg Petersen menntamálaraðherra og Stinus Nielsen, form. kennarasam- bandsins fluttu ræður við opnun- ina. Nokkur erindi voru flutt á mot- HEIMA OG HEIMAN Framhald af 3. síðu. för hans til Manhattan. En enn þögulli var Bobby sjálfur, er hann gekk klukkustundu síðar af fundinum, til þess að hugsa enn í ró og næði eina vfku í viðbót um hvað skuli til bragðs taka. Hugmyndin um, að Bobby byði sig fram til öldungadeild- arinnar fyrir New York var svo sem ekki ny af nálinni, en var nú nær raunveruleikanum en áður. Blöð höfðu rætt um þetta og New York Times sagði m.a.: Robert Kennedy hefur auðsjá anlega þörf fyrir New York, en þarfnast New York hans? Robert Wagner hefur raun verulega sagt það sama með þögninni einni. Á blaðamanna fundi fyrir nokkru var hann spurður 14 sinnum að því, hvort hann myndi styðja slíkt framboð Bobby Kennedy. Jafnmörgum sir.num færðist borgarstjórinn undan að gefa nokkurt ákveðið svar. Víst er, að Bobby getur far- ið í framboð ef hann endilega vill. En hann er ekki öfunds- verður af hópnum, sem hann verður að leita stuðnings hjá: Crotty frá Buffalo, Buckley frá Bronx, Powell frá Harlem o. s. frv. En vonandi rætist úr fyrir Robert, sem fyrir átta mánuð- um var maðurinn númer tvö í Bandaríkjunum. Auglýsinga' sími Tímans er 19523 inu, aðallega um aðdraganda að setningu skólatilskipunarinnar og þróun fræðslumála Dana í hálfa aðra öld. Þátttakendur í mótinu voru um 1100. f sambandi við mótið var haldin sýning á ýmiss konar kennslutækjum. í lokaræðu gat Stinus Nielsen þess að á næsta sumri yrði haldið norrænt skólamót á fslandi í fyrsta sinn, og hvatti hann á- heyrendur sfna til þess að sækja það mót. IÞRÓTTIR Tokíó og kom síðasta tilkynning in frá Costa Rica, eftir að frestur rann út, en japanska ólympíu- nefndin samþykkti þó að leyfa landinu þátttöku. VlÐAVANGUR — Framhald af bls. 3. nýstofnaða „Kaupfélags“ ver. ið haldið uppi stanzlausum á- róðri gegn samvinnufélögum landsins, þau talin óalandi og óferjandi og völd að allri mein- semd í verzlun landsmanna og afkomu þeirra. Það væri einka- framtakið eitt, scm væri þess megnugt að reka verzlun þann- ig, að hún væri til hagsbóta fyrir almenning. Manni verður þess vegna á að velta því fyrir sér, hvort hér sé um skoðanaskipti að ræða hjá Sigurði Óla (aðaleiganda S.Ó.Ólafsson & Co.) »g fylgi- fiska hans, eða hvort einka- framtakið hafi gefizt upp við að sýna yfirburði sína yfir samvinnufélögin, þrátt fyrir velviljaða afstöðu viðreisnar- stjómarinnar. Samvinnumaður.“ FÁ ekkert ef sannan- IR SKORTIR Framhald af 1. síðu. líka eigendur bílanna, sem fyrir tjóninu verða. Langmest eru það litlir bílar, sem verða fyrir stein- kasti frá öðrum bílum, en Hka eru þess dæmi, að rúð- ur stórra bíla verði fyrir steinkasti og brotni. Um eina helgina í sumar, var vitað til þess að framrúður fimm bíla brotnuðu vegna steinkasts frá öðrum bílum hér í 'nágrenni Reykjavíkur, Voru það allt bílar, sem komu á móti, sem ollu tjón- unum. Tryggingamennirnir sögðu að með sama áframhaldi myndi tjónafjöldinn hjá stærstu tryggingafélögun- um skipta hundruðum, og það eru alls ekki svo lítil verðnræti, því framrúður í bíla kosta þetta frá 800— 10.000 krónur. NÝJAR ERLENDAR BÆKUR APPOLLONAIRE. Höfund- undur: Margaret Daives. Útgefandi: Oliver & Boyd. Edinburgh 1964. Verð: 42s. Guillaume Appollonaire hét fullu nafni, Wilhelm Appollo- naris de Kostrowitsky. Fæddur 1880, dáinn 1918. Hann elst upp í Frakklandi, ákveður snemma að gerast rithöfundur og fyllir flokk modernistanna frönsku fyrir fyrri heimsstyrjöldiha. Hann gaf út ýmis bókmennta- tfmarit, en þau urðu 511 skamm- líf. Hann kynntíst Picassó um það leyti, sem hann snýr sér að kúbismanum og gefur út bók um kúbismann Les Pein- tres cubistes 1913. Hann hvatti og örvaði Picasso og vakti með- al annars athygli á honum með bók sinni. Hann gefur út ávarp • um fútúrismann 1913, semur realískt leikrit 1917, sem sýnt var eínu sinni í París. Hann var ákaflega opinn fyrír öllum nýj- ungum og andsnúinn hinni bók- menntalegu arfleifð, bók- menntatímarit hans og fjöldi greina, sem hann birti annars staðar ásamt kvæðabókum hans, bera þessu glöggt vitni. Helztu kvæðabækur hans eru Alcools 1913 og Oalligrammes 1918, (Vínandi og Skrautskrift- ir). Hann átti mjög mikinn þátt að því að opna augu manna og eyru fyrir yngri málurum og skáldum. Hann var heimsborg- ari í skoðunum og fann á sér þær miklu breytingar og bylt- ingar, sem hlutu að verða í listum og bókmenntum, fyrir áhrif hraðvaxaxndi tækni. í bréfi, sem hanci skrifar vini sínum frá vígstöðvunum, segist hann vona að ljóð sín verði les- in og metin jafnt af amerískum negrum, keisara-innunni í Kína, Þjóðverjum, spænskum málur- um, vel ættuðum frönskum stúlkum, ítölskum sveitastúlk- um og enskum liðsforingjum. Hann var mjög nýjungagjarn í list sinni, en margt af því, sem hann tók upp á, hafði reyndar verið iðkað af öðrum. Hann notaði ekki greinamerki í sumum kvæða sinna og lét prenta sum þeirra í litum, raða öðrum á blaðsíðuna svo að úr varð mynd o.s.frv. Um tíma var hann mjög dáður, en það stóð ekki lengi og þau kvæðí hans, sem nú halda nafni hans á loft, eru einföld að gerð og án alls pírumpárs. Einfaldleiki beztu kvæða hans er hans aðal. Áhugi hans á bókmenntum og listum var jafnmikill áhuga hans á góðum mat og fögrum konum. Hann særðist á höfði í stríðjnu og dó af afleiðingum þess, að- eins 38 ára gamall. Appollonaire var brautryðj- andi og það var hann, sem orkti surrealistísk kvæði áður en sú eiginlega stefna hófst. Margaret Davies hefur viðað að sér áður óbirtu efni og heim- ildum um skáldið. Bókin er smekklega útgefin og mynd- skreytt. HtJSMÆÐRAORLOF Framhald ai bls. 3. un elliheimilis á Austurlandi, og Æsfeulýðsráð og Ungmennasam- band Austurlands, sem beitir sér fyrir stofnun sumarbúðanna. Auk þessa voru þrjú önnur mál rædd á fundinum, húsmæðraorlof ið, heilbrigðismál og heimilisiðn- aður. Loks ítrekaði fundurinn til- lögur til Ríkisstjórnarinnar og alþingistnanna Austurlandskjör- dæmis frá aðalfundi sambandsins árið 1963, þar sem óskað er eftir að komið yerði á algjöru áfengis- banni hér á landi. Stjórn Sam- bandsins skipa Sigríður F. Jóns- dóttir, Egilsstöðum, formaður, Bergþóra Guðmundsdóttir, gjald- keri, Seyðisfirði, og Sigurrós Odd geirsdóttir Reyðarfirði, ritari. TANNKREM Framhald af 9. síðu. að sú mikla hjálp, sem fæst með notkun réttra flúor-sambanda í tannhirðingu, nægir alls ekki ein sér. Þvi er jafn sjálfsagt, og áð- ur var fyrir fólk á öllum aldri, að vitja tannlæknis síns jafn reglu lega og áður og helzt ekki sjaldn ar en á sex mánaða fresti. Tann læknar hér á landi og annars stað ar hafa á opínberum vettvangi eindregið ráðlagt fólki að notfæra sér þá auknu möguleika til tann- skemmdavama, sem flúor-efni í tannkremi veita. En komi skemmd í tönn, þarf eftir sem áður, að gera við hana strax. En nú» er tvímælalaust mun oftar von á þeirri ánægjulegu yfirlýsíngu tannlæknisins: Allt er í lagi, bor- inn óþarfur að sinni. STJÓRNARHERINN Framhald af 1. síðu. Síðdegis í dag var frá því skýrt í New York, að utanríkisráðherra Norður-Vietnam, Thuy hafi sent langa orðsendingu til forseta Ör- yggisráðsins, Sivert Nielsen, þar sem Bandaríkin eru ásökuð fyrir tílraunir til að færa styrjöldina í S-Vietnam inn á landsvæði Norð ur-Vietnam. Segir í orðsendingunni, sem dagsett er 19. þ. m., að með því að kæra Norður-Vietnam fyrir Ör- yggisráðinu, hafi Bandaríkjastjóm hagað sér eins og þjófurinn, sem kennir öðrum um þjófnaðínn. Það er ómótmælanlegt, að hernaðar- aðgerðir Bandaríkjanna í N-Víet- nam hinn 5. ágúst voru liður í áætlun um að draga N-Vietnam inn I styrjöldina, segir orðrétt í orðsendingunni. ÍÞRÓTTIR búast flest við sigri Liverpool, en nokkur hallast að Manch. Utd. Þá er því spáð, að Wolves og Nottm. Forest verði mjög hættu- leg þessum líðum, en þau náðu ekkert sérstökum árangri sl. keppnistímabil, en Liverpool og Manch. Utd. voru þá nr. 1 og 2. RYDVÖRN Grensásvep 18, sími 19945 Ryðverium bílana með Tectyl SkoSum og stillum bílana fliótt op vel BÍLASKODUN Skúlagötu 32. Sími 13-100 Beatles bók með 97 myndum teknum við töku kvikmyndarlnar „A Hard day’s Night“ Kr 30,00. Sendum að kostnaðailausu. ef greiðsla fylgir. FRÍMERKJASALAN Lækjargötu 6 A. Faðlr okkar andaðist 21. ágúst. Valdimar Long, kaupmaður, Hafnarflrðl Ásgelr Long, Elnar Long Innllegar þakklr fyrlr auðsýnda vlnáttu og samúð vlð andlát farðarför Sigríðar Gísladóttur, Háfranesl Börn, tengdabörn og barnabörn. Móðir mín GuSrún Stefánsson frá Hfarðarholtl, Kjós andaðlst í Landakotsspítala 21. þ. m. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Gísll Gestsson. Þökkum af alhug öllum sem auðsýndu okkur vlnarhug vlð andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa Jóhannesar Guðlaugssonar, blfreiðarst|óra Guð blessi ykkur. Óskar Jóhannesson Hildur Guðmundsdóttlr Jóhannes Jóhanuesson Petrína Steindórsdóttir og barnabðm TlMI NN, laugardagtnn 22. ágúst 1964 — u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.