Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 14
r— Bræðraminning Björn og Jdhann Benediktssynir frá Syðri-Torfustöðym „Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman.“ Það átti oft við hjá okkur krökk um beggja Torfustaðanna ekki sið ur en í Hlíðarendakoti. Ekki þurft um við aðkomubörnin að forðast húsfreyjuna, Ragnheiði Guðmunds dóttur. Mér fannst hún ávallt vera við okkur öll sem konium í Syðri- bæinn, eins og sín eigin börn. Þá var líka oft tekið lagið og það með öllum röddum, því að söngheimili mikið var þar. Faðir- inn, Benedikt Jóhannsson, var organisti kirkju sinnar og öll börn in söngelsk og í fremstu röð söng fólks sveitarihnar, jafnótt og þau komust á. legg. Gestkvæmt var þar oft, ekki sízt af söngfólki, og kunna því systkinin raddir í fjölda laga. Eftir því sem maðurinn eldist meir, verða bjartar bernskuminn ingar, bjartari og bjartari. Söngur kveikir gleðióð, geisla sendir bjarta, og með barnslegu sakleysi reyndum við að: syngja vorsins unaðsóð, inn að hverju hjarta. A.m.k. inn að okkar eigin hjörtum. Fátt mun betur en söngur tengja saman hugi ungra sem gamalla og vanfundinn hreinni leikur. Eigi var það því undarlegt, að það snerti viðkvæman streng í hug mínum, er þesslr söngbræð ur voru svo snöggTega burtu kallað ir. Jóhann Benediktsson var bú- settur á Hvammstanga. Af eigin reynd kynntist ég á fullorðinsár- uen okkar hans ágætu starfshæfni til hvers sem var, enda hlaut hann tiltrú allra sem hann vann fyrir. 1962 var hann öllum á óvænt burt kallaður á miðjum vinnudegi að- eins 55 ára gamall. Þar mun flest um hafa fundizt fara of snemma góður staðar og þjóðfélagsþegn frá fjórum börnum og ágætisheimili. Eftirlífandi kona hans, Jóna Ann- asdóttir, hefur örugglega hlotið ó- tölulega margra samhugsóskir, bæði frá nær og fjarstöddum. Björn Benediktsson, bóndi á Torfustöðum, var tveim árum eldri en Jóhann. Meira vorum við Bjöm saman að bernskuleikjum og meira lágu leiðir okkar saman alla tíð. Lengst af dvaldi Bjöm á föður leifð sinni, þó að forsjónin virðist hafa séð nauðsyn þess, að hann færi vinnumaður að Melstað og fyndi þar hinn sterfca lífsförunaut sinn, Maríu Sigurvinsdóttur, er hann gat öruggur stuðzt við á þrautastundum, því að aldrei hef ég heyrt talað um, að María á Torfustöðum hafi misst kjarkinn, eða guggnað neitt þá að sjúkdóms- nauð og aðrir erfiðleikar herjuðu þar. Mikið virðist þeirra barnalán og það svo, að orð hefur verið á gert og það löngu fyrr en venju legur aldur gefur tilefni til um- talsverðra afreka. Elztur og Bene- dikt, þá Böðvar, Katrín og Guðrún Aðalheiður. Þess utan ólu þau upp að mestu vandalausa stúlku og mun sonur hennar einnig hafa ver ið þar langdvölum. Þarna horfir betur en víða ann ansstaðar í sveitum þessa lands, að Jóhann- niðjar komi því í framkvæmd í umbótum, sem föðurnum vannst ekki heilsa né líf til, og hefur þó jörðin skipt verklega uen svip í hans tíð. Bjöm hafði um svo langt ára bil verið heilsutæpur, og oft mjög langt leiddur, að fáum mun hafa komið fráfall hans mjög á óvart 5. maí s.l. enda þótt sá sjúkdóm- ur sem lengst hafði þjáð hann, yrði honum ekki að endingu að falli. ,Að lokum, um leið og ég sendi öllum aðstandendum mínar beztu satnúðarkveðjur, vil ég segja, gamli leikbróðir, er við lítum til baka í einlægni, verðum við að við urkenna, að sömu börnin erum við enn, a.m.k. finnst mér að: Þegar bjartar bernsku myndir brosa ljúft við hugarsýnum er sem tærar lífsins lindir laugi þær í huga mínum. Endurfundir alltaf gleðja yljar hver þá huga sínum en, þegar bernskubræður kveðja bregður skugga að sjónum mínuin. Þínar sjúkdómsbyrðar barstu, barst þó aldrei vol í munni. Uppi ef stóðst, að vinna varstu velstuddur af fjölskyldunni. Hárri rödd á hærra sviði hólpinn syng nú, laus af þrautum Góði vinur, Guðs í friði gáttu heill á nýjum brautum. Ingþór Sigurbjörnss. búnað arins 2. hefti árbókarinnar fyrir þetta ár er ný komið út og flytur margháttaðan fróðleik að vanda um hag landbúnaðarins og við- fangsefni framleiðsluráðs á síð- ast liðnu ári. Arnór Sigurjónsson skrifar greinargott yfirlit um veðurfar og afkomu landbúnaðarins árið 1963. Kemur þar í ljós, að töðufengur hefur orðið 220 þús. hestb. minni en árið áður, en 40 þús. hestb. meira af útheyi. Auk þess er skýrt frá notkunarmagni kjarn- fóðurs. Sýnt er fram á að ef tek- ið er tillit til aukinna áburðar- kaupa og nýræktar hefði töðu- fallið átt að aukast um 170 hestb. í stað þess að minnka um 220 þús. h. eins og áður er sagt. Sauðfé hafði fækkað um 52,5 þús. og hrossum um 600. Naut- gr. hafði aftur fjölgað um að- eins 157. Þá er og skrá yfir áburð arnotkun síðustu ára, og áburðar tegundir aðgreindar. Næst ræðir um fjárhöld og arðsemi og tafla er um heildar sauðfjárslátrun síðustu 10 ára og meðalþyngd, svo og um mjólkur- framl. og mjólkursölu. Ennfrem ur er greint frá fjárfestingu land búnaðarins á árinu og lánveiting um til hans, o. fl. Höfuð ritgerðin er þó skýrsla Sveins Tryggvasonar framkv.stj. Gefur hún mjög glögga lýsingu á viðfangsefnum Framleiðsluráðs og grundvelli þeim er verðlag land- búnaðarins er byggt á. Er nauð synlegt fyrif alla bændur að kynna sér vel þess greinargerð, því að í henni er á glöggan og greinargóðan hátt, skýrt frá, hvernig mat á verðgildi tekna og gjalda við búreksturinn hefur ráðizt, bæði í verðlagsnefnd og yfirdómi. Þarna liggur fyrir sundurliðun kostnaðar „vísitölu“búsins, svo sem um kjarnfóður, áburð, við- hald húsa og girðinga. Kostnaður við vélar og flutninga, svo og vaxtagjöld, ennfremur vinnulaun bóndans og aðkeypt vinna. Hins vegar eru sundurliðaðar tekjur af nautgripum, sauðfé og hross um og ennfremur garðávextir o. fl. Heildarumsetningin verður kr. 253.447.00. Fjölmargar athuganir og skýringar eru jafnhliða gefnar um framgang verðlagsmálanna, Loftur Þ. Jósefsson Loftur Þórarinn Jósefsson, bóndi á Ásbjarnarstöðum, Vatns- nesi, V.-Hún., andaðist á sjúkra- húsinu á Hvammstanga 31. júlí. Hann hafði um árabil átt við erfið veikindi að stríða. í desember 1960 fór hann til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann gekk undir stóra höfuðaðgerð. Virtist hann hafa fengíð mikla bót meina sinna og aðstandendur og vinir vonuðu hið bezta, en ekkert mannlegt vald gat hindrað komu dauðans. Mikil huggun er það í harmi, að í hinztu legu virtust góðar vættir vaka yfir líðan Lofts, svo að hann leið ekki þjáningar. Hann var jarðsunginn frá Tjarnarkírkju laugardaginn 8. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Hús kveðjan á Ásbjarnarstöðum, var viðkvæm kveðjustund, þar sem öldruð, rúmliggjandi móðir, kvaddi son sinn. Á slíkum stund- um hlýtur bjargföst trú á hand- leiðslu Guðs að veita mikla hugg- un. Þessa trúarvissu á Þórdís, móðir Lofts, í ríkum mæli. Loftur var fæddur 15. apríl 1906 að Saurum í Miðfirði. For- eldrar hans voru Þórdís Gísladótt- ir og Jósef Guðmundsson. Tveggja ára fluttist hann með foreldrum sínum að Súluvöllum á Vatnsnesi og var síðan alla tíð búsettur á Vatnsnesi, lengst á Flatnefsstöð- um og Ásbjarnarstöðum. Loftur kvæntist 13. júlí 1926 eftirlifandl eiginkonu sinni Mar- gréti Guðmundsdóttur frá Gný- stöðum, góðri og duglegrí konu, sem alla tíð stóð örugg við hlið síns elskaða eiginmanns í blíðu og stríðu. Þau keyptu Ásbjarnar- staði 1935 og fluttu þangað vorið eftir með foreldrum Lofts og yngri bróður. Faðir hans lézt þá um haustið. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp tvo drengi að miklu leyti, og nú fyrir rúmu ári tóku þau til fósturs móðurlausan dreng. Á heimili þeirra dvöldu oft börn og unglingar á sumrin. Þegar Guðjón, bróðir Lofts, kvæntist Sigrúnu Sigurðardóttur frá Katadal fóru þau einnig að búa á Ásbjarnarstöðum í sama bænurn, þangað til þau byggðu sér þar nýtt, glæsilegt hús 1955. Þau eíga sex mannvænleg börn, fimm dætur og einn son, sem var skírður Loftur í höfuðið á föðurbróður sínum. Guðmundur Jónsson hefur dvalið á heimili Lofts í fjölda ára og stundað sjálfstæðan búskap. Hann sagði mér, að sér gæti ekki þótt vænna um börn Guðjóns, þó að hann væri afi þeirra, og varla hefði Möggu og Lofti þótt vænna um þau, þótt þau væru þeírra eigin. En sérstaklega eru þau hjartfólg- in ömmunni, sem gætti þeirra, þegar þau voru lítil, og hafa þau launað henni ríkulega með því að lesa fyrir hana, bví að hún hefur bæði innan nefndarinnar og á sölumarkaði. Þá kemur kafli um framleiðni búsafurða, bæði kjöts og mjólkur og um sölu þeirra, bæði innan lands og til útlanda. Næst er kafli um útborgunar verð til framleiðenda og grund- vallarverð og annar um verðmiðl un kjöts og mjólkur. Að lokum er skýrsla um innheimtu fyrir Búnaðarmálasjóð og Stofnlána- sjóð, sem Framleíðsluráð annazt, svo og um útgáfu Árbókarinnar. f Árbókinni er ennfremur sam tal við Jóhann Jónassoij fram- kvæmdastj. Grænmetisverzlunar innar, prýdd nokkrum myndum. Nokkrar fleiri greinar eru í heftinu og hafa þær allar hag- nýtan fróðleik að flytja. svo mikið yndi af sögum og öllum fróðleik, en sjóndepra hefur háð henni í mörg ár. Ég kom fyrst að Ásbjarnarstöðum fyrir fimmt- án árum til þess að heímsækja bróður minn, sem var hjá Guð- jóni. Ég hafði aldrei dvalið í sveit, og mig langaði svo til að fá að vera lengur, að Magga og Loftur leyfðu mér að vera hjá sér. Síðan var ég í fimm sumur kaupakona hjá þeim. Okkur ungl- ingunum úr Reykjavík þótti gott að vera þar og ómetanlegt að eiga samastað í sveít. Við höfum svo oft sem tækifæri hafa boðizt heim sótt sveitina og fólkið og notið þeirrar frábæru gestrisni, þar sem gesturinn er látinn finna, að hann hafi gert gestgjafanum sérstakan greíða með því að koma. Loftur hafði mikið yndi af hestum og sauðfé. Ég man, hvað ég varð hissa, þegar hann sá á svipnum á kindum frá hvaða bæ þær voru. Oft fór hann með okk- ur í útreiðartúr. Hann var félags- lyndur og glaðvær og hafði gam- an af söng. Hann var einlægur trúmaður og vildi vinna kirkju sinní það gagn, er hann mátti. Hann var í sóknarnefnd og for- maður hennar um skeið. Glögglega man ég sunnudags- morgna, þegar hlustað var á mess- una í útvarpinu í hlýlegu og hrein legu baðstofunni, og allt varð að vera kyrrt á meðan. Alltaf, þeg- ar messað var á Tjörn, voru hest- arnir sóttir og allir, sem komust fóru þangað. Loftur var með- hjálpari í mörg ár, og þótti hon- um vænt um það starf. Ógleym- anlegir eru sólskinsdagar í daln- um fagra, þegar gengið var ineð hrífur út á tún og engi, og við Loftur spjölluðum um alla heima og geima, meðan heyið var rifjað. Nú er allt orðið nýtízkulegra í sniðum, hrífurnar lítið notaðar og túnin eru alltaf að stækka. Að lokum sendi ég ástvinum Lofts hjartanlegar samúðarkveðj- ur. Loftur, ég kveð þig með inni- legu þakklæti fyrir allt og allt. Far þú í friðí. Valgerður Steingrímsdóttir. VÉLAHREINGERNING Vanlr menn. Þægileg. Fljótleg Vðnduð vinna. ÞRIF — Sími 21857 og 40469. 14 TÍMINN, laugardaglnn 22. égúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.