Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 16
 Vilberg segir, að svartur litur á bifreiðum sé svo sannarlega litur sorgarinnar. Að vísu sézt hann greini- lega þegar snjóar, en þegar bakgrunnurinn er Ijós, virðist svartur hlutur vera lengra í burtu, en hann ranverulega er. Hluti hans i þeim bifreiðum, sem eru í umferð: 4.4%. Hluti hans í umferðaslysum: 22.5%. í 100 metra fjarlægð sýnist hann vera 109 metra ( burtu. Á 70 km. hraða virðist hann vera á 60. að shkur litur er miö inni er 6 rauðu bílana í umf slysunum aðeins 2.' lægð, virðist hann hraða virðist hann örgum litbrigðum og er ;ést illa, ef hann ber við Hluti hans í umferðinni: m er 13.3% í 100 metra era 104 metra í burtu. Á 8 7.1 fjarl Gult sést vel, einkum er liturinn er Ijós og bjartur Hluti hans í umferðinni: 5.7%. Hluti hans í slysunum: 2.1%. Gulur bíll í 100 m. fjarlægð virðist vera 96 m í burtu. Á 70 km. hraða virðist hann vera á 74. • • Stórir, svartir bílar þykja of:t glæsilegir og tákn um góða stöðu í þjóðfélaginu. En nú hefur komið í ljós, að þessi skoðun almennings er sfður en svo til góðs fyrir ör- yggi í umferðinni, því að svartleit- ir bílar eru miklu hættulegri í umferðinni en aðrir, og lenda oft- ar í árekstrunum. Þetta er niðurstaða mjög ó- venjulegrar rannsóknar, sem farið hefur fram í Svíþjóð. Sú rannsókn sýnir, að það er beint samband milli litar bifreiða og bifreiða- árekstra, og að það eru til bein- línis lífshættulegir litir. Svarti lit- urinn er langtum hættulegastur, en blágrái liturinn kemur næst. Hvítir bílar eru heldur ekki mjög öruggir. Öruggasti bifreiðaliturinn er rautt, en einnig er mælt með gulum og grænum litum. Ra.msókn þessi var gerð af lita- sérfræðingi í Svíþjóð, Sigvard Vi- berg frá Nyköping, og sænska lög- reglan hefur sýnt mikinn áhuga á rannsóknum hans og hjálpað hon- um eftir mætti. Er þetta í fyrsta sinn, sem rannsókn fer fram á því, hvaða bílalitir eru hættuleg- astir í umferðinni, þótt umferðar- yfirvöld ýmissa landa hafi rætt málið og sumar bifreiðaverksmiðj ur hafi látið sprauta bíla sína með sérstökum öryggislit. Sigvard Viberg hefur alls unnið í 13.000 klukkust. við ra'.insókn sína, og niðurstaða hen.nar hafði þau áhrif á hann, að hann mun aldrei framar setjast inn í svartan bíl. Það er of hættulegt. Viberg byrjaði rannsókn sína með því að gera yfirlit yfir alla þá bifreiðaliti, sem til eru á sænska markaðinum, og komst að raun um, að þeir voru 276 talsins. Hann safnaði þeim síðan saman í 26 höfuðflokka, auk hvíts og svarts. Viberg hafði síðan samband við fjögur lögsagnarumdæmi í Svíþjóð og fékk lögregluna í þeim um- dæmum sér til hjálpar í 30 daga. Lögreglan fékk í hendur sér- staka litaskrá, og við rannsókn umferðarslysa, skrifuðu þeir niður Iit vagnanna, lýsinguna á slys- staðnum, bakgrunn bifreiðanna og ýmis önnur atriði, svo sem snjó, hálku, þoku o. fl. Á þessum 30 dögum urðu í þessum fjórum lög- sagnarumdæmum 293 umferðar- slys og Viberg fór að vinna úr þeim upplýsingum, sem hann hafði fengið. Niðurstaða hans varð þessi: ★★★ Tveir dökkleitir bílar í á- rekstri: 61.3%. ★★★ Dökkleitur bíli í árekstri við ljósleitan bíl: 32.6%. ★★★ Tveir ljósleitir bílar í á- rekstri: 6.1%. Það varð því ljóst, að dökkleitir bílar lentu í miklu fleiri árekstr- um en ljósleitir bílar. Og svörtu bílarnir eru alls ekki flestir í um- ferðinni. Af þeim 31.576 bílum, sem rannsóknin náði yfir, voru svörtu bílarnir aðeins 4.4%. En hluti- þeirra í árekstrunum var 22.5%. Sigvard Viberg hóf enn eina rannsókn. Hann náði í 68 bílstjóra, sem höfðu haft öskuskírteini í minnst þrjú ár. Þeir voru síðan látnir aka í bílum sínum og dæma um fjarlægð og hraða bifreiða, sem kom á móti þeim. Þessi rann- sókn benti einig i sömu átt. Rauð- ur bíll verkaði á bílstjórana eins og aðvörunarmerki, en svörtu bíl- arnir höfðu hættulega kæruleysis- leg áhrif á þá: ★ Að meðaltali töldu bílstjór- arnir, sem tóku þátt í tilrauninni, að rauður bíll væri 91 m. i burtu, þegar fjarlægðin var í raun og veru um 100 m. Þegar rauðu bíl- arnir óku á 70 km hraða á klukku- stund, héldu þeir að hraðinn væri 80. Frá öryggissjónarmiði séð. var rauði liturinn því mjög góður. ★ Aftur á móti héldu bílstjór- arnir, að svartur bíll, sem var 100 m. fjarlægð, væri 109 metra í burtu. Og þegar hann ók á 70 km. hraða á klukkustund, héldu þeir að hann væri aðeins á 60. Svartur bíll blekkir því bílstjóra, sem kem- ur á móti, bæði hvað hraða og fjarlægð snertir. og sú blekking eykur mjö slysahættuna. Sigvard Viberg og þeir lögreglu- menn, sem hafa hjálpað honum við þessar rannsóknir, hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Þeir munu' bráðlega senda frá sér , nýjar skýrslur um áframhaldandi rann- sóknir. Og Viberg hefur nú þegar með þessa fyrstu rannsóku sína í höndunum, bent á nauðsyh þess að breyta um lit bílanna. T.d vill hann að sjúkrabílar verði ljós- grænir, og í stað svartra léigubíla, vill hann láta sprauta þá ljós- rauða, ljósgræna. gulgræfia eða Ijósbláa. Sjálfur ekur Viberg bifreið, sem er ljósgræn að neðan, en appel- ínugul að ofan. Ýtarleg rannsókn á bílslysnm í Sví fijóS hefur leitt í Ijós, að beint sam- band er milli litar bíls og bílaá- rekstra og að ti! eru beinlínis lífs hættulegir litir. I greininni hér á síðunni er skýrt frá niðurstöðum rannsóknarinnar. 16 TÍMINN, laugardaginn 22. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.