Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 2
Föstudagur 21. ágúst. NTB-Washington. — Johnson, Bandaríkjaforseti sagði í ræðu í dag, að Bandaríkin stæðu nú andspænis baráttu milli tveggja afla í heiminum, annars vegar fyrir frelsi, hins vegar einræði. Þessí barátta mun krefjast meira af þeim mönnum, sem berjast fyrir frelsinu, næstu 20 árin heldur en nokkurn tíma íyrr í sögu Bandaríkjanna, Bagði forsetinn. NTB-Lundúnum. — Brezka stjórnin hefur samþykkt til- lögu forsætisráðherra Möltu, dr. Borg Olívier, um að eyjan Ukaw hljóti sjálfstæði hinn 11. september n. k. NTB-Algeirsborg. 12 andbylt- íngarsinnar stóðu fyrir rétti í dag í Algeirsborg sakaðir um endurteknar aðfarir að opinber um skrifstofum og varnarstöðv- um. NTB-Washington. í tilkynn- ingu frá geimrannsóknastöð- inni á Kennedyhöfða segir, að einhvern næstu daga muni takast að koma gervitunglínu Syncom 3. á réttan stað úti í geimnum, þar sem það muni halda sig framvegis. NTB-Kualalumpur. — Öryggis sveitir Malaysíu felldu í dag tvo indónesíska skæruliða og særðu marga í bardaga í Pont ian-héraðnu á suðvestur-hluta Malaya. NTB-New York. Búizt er við, að Robert Kennedy, dóms- málaráðherra Bandaríkjanna muni lýsa því yfir á sunnudag, að hann muni bjóða sig fram til öldungadeildarinnar fyrir New York-ríki í kosningunum í haust. Wagner, borgarstjóri, sem er einn mesti áhrifamaður demókrata í fylkinu lýsti yfír stuðningi sínum við framboð Kennedys, seint í kvöld. NTB-Washington. — Þann 1. júlí næsta ár koma til fram- kvæmda í Bandaríkjunum ákvæði sem skylda vindlinga^ framleiðendur til að prenta að- varanir á vindlíngapakka um, að reykingar séu hættulegar heilsu manna. NTB-Washington. — Barry Goldwater, öldungadeildarþing maður og forsetaframbjóðandi republikana sagði í dag, að hann vildi að tryggingakerfið í landinu yrði styrkt og sagðist mundu greiða atkvæði með því að tryggihgabætur hækkuðu um 5%. NTB-Kaupmannahöfn. — Fyrr verandi sendiherra Bandaríkja- anna í S-Vietnam, Henry Cab- ot Lodge, kom í dag til Kaup- mannahafnar í þriggja daga heimsókn, og mun hann nota tímann til að gera dönsku stjórninni grein fyrir afstöðu bandarísku stjórnarinnar til deilunnar í S-Vietnam. NTB-Prag. — Sagt var í Prag í dag, að heimsókn Krústjoffs, forsætisráðherra Sovétríkj- anna í Tékkóslóvakíu myndi sennilega standa dagana 27. ágúst til 3. september. Kýpurstjérn semur áætlun um mut væluflutningu til Tyrkju - en Sameinuðu þjóðirnar fallast ekki á hana NTB-Nicosíu, 21. ágúst. Kýpurstjórn skýrði talsmönnum S.þ. og Alþjóðarauðakrossins frá því í dag, að hún hefði látið gera áætlun um að leyfa strangt tak- markaða matvæiaflutninga til tyrkneskumælandi manna á IC*- um fjórum landssvæðum þeirra á eyn-ni. Slðar í dag var haft eftir áreið- anlegum heimildum, að S.þ. gætu engan veginn fallizt á þessa á- ætlun Kýpurstjórnar. Þá sagði talsmaður S.þ. í dag, að stjórn Kýpur liefði boðizt til að veita Tyrkjum óheft ferðafrelsi um alla vegi til og frá Nicosíu, sem stjórnin hefur eftirlit með, ef Tyrkir veita grískum mömnum samt konar fetðaleyfi um þá vegi, sem eru undir tyrkneskri stjórn. Það var Makarios, forseti Kýp- ur, sem lýsti þessu yfir. Sagði hann, að með skilyrði stjórnarinn- ar, hefði hún sérstaklega í huga hinn mikilvæga veg milli Nicosíu og Kyrenia, sem að mestu leyti er undir eftirliti tyrkneskumæl- andi manna. Talsmaður S.þ. sagði, að Maka- rios hefði lagt fram tillögur sínar á fundi með Galo Plaza, sérlegum fulltrúa U Thants á Kýpur og K.S. Thimayya, yfirmanni gæzluliða S.þ. á eynni. Á fundi þessum var einnig rætt um leiðir til að draga úr fjárhagslegum höftum gagn- vdrt tyrkneskumælandi mönnum á Kýpur. Makarios sagði m. a., að ef haldið yrði áfram að hefta frjálsa umferð um vegi, sem liggja til og frá Nicosíu, myndi Btjórnin biðja Rauða-krossinn og S.þ. að gefa upplýsingar um þær nauðsynjar, sem nauðsynlegar væru fyrir tyrkneska íbúa til þess að koma í veg fyrir að þeir liðu skort. Sagði hann, að stjórnin myndi leyfa flutning lífsnauðsynja til tyrkneskumælandi borgarbúa, en jafnframt halda áfram ströngu eft irliti með, að hemaðarvarningur væri ekki fluttur ínn í borgina. Nokkru síðar var tilkynnt, að stjórnin hefði formlega skýrt full trúum S.þ. og Rauða-krossins frá áætlunum sínum um þessa mat- vælaflutninga. Hefði stjórnin lát- ið semja yfirlit um það, hve marg ar kaloríur væru nauðsynlegar konum, börnum og karlmönnum á ýmsu aldursskeiði, á degi hverj um til að lifa þolanlega, og yrðu matvælasendingar byggðar á þess um útreikningum. Segir ennfremur í tilkynningu stjórnarinnar, að þessar áætlanir nái til tyrkneska borgarhlutans í Nicosíu og þorpanna Lefka, Kokk ina og Limnits á norð-vesturhluta eyjarinnar. MESTI SIGUR GEGN UPP- REISNARMONNUMIKONGÖ dagar hafa staðið yfir við upp- Bukavu er höfuðborg Kivu-hér- reisnarmenn. aðs og fimmta stærsta borg Kongó. HúsmæðraoHof á Hallormsstað NTB-Leopoldville, 21. ágúst. Hersveitir úr þjó'ðfrelsisher Kongó náðu í dag að fullu á sitt vald borginni Bukavu í Kivu-hér- aði í Austur-Kongó, eftir hörku bardaga, sem kostaði 300 man-ns lífið, þar af sjö Evrópumenn. Fylgir nú stjórnarherinn flótta uppreis'narmanna eftir. Síðustu fréttir, sem bárust til Leopoldville herma, að allir upp- reisnarmenn hafi nú verið hraktir frá borginni og hafi þeir flúið marga kílómetra frá henni. Segja fréttamenn í Leopoldville, að stjórnin álíti þennan sigur þann mikilvægasta, sem unnizt hafi þá fjóra mánuði, sem bar- HF—Reykjavík, 21. ágúst. Dagana 22.—28. ágúst verður í i annað skipti í s'umar lialdið hús- mæðraorlof á Hallormsstað á veg um Sambands austfirzkra kvenna Fyrra orlofið var haldið í júní- mánuði og var fullskipað. For- maður orlofsnefndar félagsins er Guðrún Sigurjónsdóttir á Neskaup stað. Aðalfundur sambandsins var haldinn á Fáskrúðsfirði dagana 31. maí og 1. júní í ár. Mættu þar margir fulltrúar, en fundarstjóri var Nanna Þórðardóttir, Fáskrúðs firði. Tvö ný mál voru tekin til umræðu á aðalfundinum, stofnun elliheimilis á Austurlandi og stofn un sumarbúða fyrir unglinga á Austurlandi. Fundurinn ræddi þessi tnál af miklum áhuga og hétu konur þeim stuðningi sínum. Það er Bændafélag Fljótsdals- héraðs, sem beitir sér fyrir stofn Framhalö á bls. 11 ÚPIN VÖKTU r r OPNAR SÍNA 6. SÝNINGU HF—Reykjavík, 21. ágúst Á laugardaginn opnar Sveinn Björnsson, listmálari, sína sjöttu málverkasýningu í Reykjavík. Sveinn er Reykvíkingum því þegar kunnur, en þar að auki hefur hann haldið sýningar víðs vegar um landið. Tíminn hafði í dag smárabb við Svein i tilefni af opnun sýningarinnar. — Hvað verða margar myndir á þesari sýningu, Sveinn? — Þær verða 39 og eru unnar undanfarin fiimm ár. — Eru nokkrar stílbreytingar á ferðinni hjá þér núna? — Eg er farinn að mála stærri myndir en ég hef nokkurn tíma gert áður og flest eru þetta fanta síur. Litbrigðin eru líka sterkari en þau voru t.d. á síðasta ári. Myndirnar eru málaðar með olíu eða olíukrít. — Er langt síðan þú byrjaðir að fást við að mála, Sveinn? — Það eru ein fimmtán ár síð an. Þá var ég sjómaður, ég byrj aði að mála á sjónum. Síðar fór ég til Danmerkur og var þar í eitt ár yið nám og þar á eftir hélt ég til Ítalíu og skoðaði söfn. — Starfarðu ekki eitthvað utan við listina? — Jú, ég er lögregluþjónn. Ein- hvern veginn verð ég að vinna fyr ir brauði með þrjú börn á fratn færi. Annars fer geysilegur tími í það að mála hjá mér, ég hef varla tíma til að sinna lögregluþjóns- stöðunni. — Hefurðu sýnt erlendis, Sveinn? — Já, nokkrum sir.num í Dan- mörku. Þrjú undanfarin ár hef ég sýnt þar með fjórum dönskum málurum, Per Henrik Friis, Hen- rik Vagn Jensen, Niels Vagn Jensen og Ib Thorup. Við höld- um líklega áfram að sýna saman. — Hvað verður sýningin opin lengi? — Hún verður opin í tíu daga, frá og með laugardeginum að telja Klukkan 10—12 fyrir hádegi, og 1—10 eftir hádegi. Á laugardaginn verður opnað klukkan fjögur. FOLKIÐ I NÆSTU HUSUM KJ—Reykjvík 21. ágúst Stúlkuóp vakti íbúa í húsum vestur við Ægissíðu og þar í kring Er farið var að kanna mál þetta ■ nánar kom í ljós að brotizt hafði verið inn í hús þarna, og ung stúlka hafði verið beitt ofbeldi. Er að var komið lá hún í forstof unni illa útleikin. Ekki hefur enn verið hægt að -annsaka mál þetta til hlítar, þar setn aðeins annar aðilinn hefur verið yfirheyrður. Er það pilturinn sem var þaroa að verki, og situr hann núna í gæzluvarðhaldi. Stúlkan var mjög miður sín eftir atburð þennan, og Jiefur það tafið rannsóknina í málinu. Enginn annar mun hafa verið í íbúðinni begar þetta gerð ist. Síldarfréttir 19. og 20. ágúst 1964. Óhagstætt veður var á síldar- miðunum þessa tvo daga, og var ekki vitað um afla neinna skipa. Sfldarfréttir föstudaginn 21. ágúst 1964. Veður fór batnandi á síldarmið- unum í gær og héldu skipin al- mennt á miðin. í morgun var veður orðið óhagstætt, suðvestan bræla, 4—5 vindstig. Síldarleitinni var kunnugt um afla eftirtalinna 3 skipa samtals 320 tunnur. Fengu skipin afla þennan á Gerpisflaki, um 55 mílur undan landi. Kristbjörg VE 100 tunnur, Guð- björg OF 100 tn., og Guðrún Jóns- dóttir IS 120 tunnur. Héraðsmót i Strandasýslu Héraðsmót Fram sóknarmanna í Strandasýslu verthir haldið að Sólvangi, laugar- daginn 29. ágúst, og hefst það kl. 20.30. Ræðn flyt- ur Sigurvin Ein- arsson, alþingis- maður. Erlingur Vigfússon, óperusöngvari, syngur og Ieikari skemmtir. Hljómsveit Jóhannesar Péturssonar leikur fyrir dansi. Sigurvin Héraðsmót að Bif- röst í Borgarfirði Framsóknarmenn í Mýrasýslu halda héraðsmót að Bifröst > Borgarfirði sunnudaginn 30. ágúst og hefst það kl. 2.30. Fjölbreytt dagskrá. Nán-arauglýst síðar. ÉG UNDIRRITAOUR skipf hitakerfuio með eirrörum Tflbúinn tii að bjarga yðui nú þegar eða eftlr samkomu lagi. HILMAð JÓN LCTTHERSSON pipuLmeistari sími '" 041 2 tÍMINN, laugardaqlnn 2L áaúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.