Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 5
/ ritstíór: hallur simonarson Sigurvegarar Vals ag Vestmannaeyja Landsmótum yngri flokkanna í knattspyrnu er nú lokið, nema í 2. flokki. í fyrrakvöld fór fram úrslitaleikur í 5. flokki og áttust við Valur og Akranes. Svo fóru leikar, að Valur sigraði með 2:0. Leikurinn var allan tímann hinn skemmti- legasti — og sýndu þessir ungu knattspyrnumenn oft dágó'ð tilþrif. Sá sem skoraði mörkin fyrir Val heitir Tryggvi Tryggvason. Þess má geta, að Valur varð einnig Reykjavíkur meistari í 5. aldursflokki. Á síðunni í dag birtum við myndir af yngstu meisturunum, 5. flokki Vals, að ofan, og 4. flokki Vestmannaeyinga, sem sigraði Val í úrslitum með 5:2. Vestmanna^ eyja-piltarnir sýndu mikla yfir- burði, skoruðu samtals 40 mörk í mótinu, en fengu á sig aðeins 3. Er þetta í fyrsta skipti, sem Vestmannaeyingar verða íslands- meistarar í knattspyrnu. Valspiltarnir í 5. flokiki (á mynd inni að ofan) eru, fremri röð frá vinstri: Aron Björnsson, Vilhjálm ur Kjartansson, Jón Gíslason, Þor steinn Helgason, Sigurður Haralds son, Guðmundur Jóhannesson, Árni Geirsson. Aftari röð: Helgi Benediktsson, Tryggvi Tryggva- son, Hörður Hilmarsson, Ingi B. Albertsson, Reynir Vignir, Gústaf Nielsson, Einar Óskarsson, Berg- ur Benediktsson, og þjálfarinn, Róbert Jónsson. Á neðri myndinni kotna svo Vestmannaeyingarnir. f fremri röð frá vinstri: Óskar Vaitýsson, Kristján Sigur geirsson, Hafsteinn Gúðfinnsson, Ólafur Sigvinsson, Tómas Pálsson Aftari röð: Þorvaldur Kristleifs- son, Einar Friðþjófsson, Geir Sig armr urlásson, Gísli Sighvatsson, Ing- ólfur Grétarsson, Friðfinnur Finn- bogason, Georg Kristjánsson, Ósk ar Ólafsson, Guðmundur Guðlaugs son. Suður - Afríka útilokuð Alþjóðaólympíusambandið kunn gjörði á þriðjudag, að ákveðið hefði verið að útiloka _ Suður- Afríku frá þátttöku í Ólympíu- leikunum í Tokíó, þar sem ólympíunefnd landsins hefur ekki viljað taka afstöðu í kynþátta- vandamálinu í landinu. Alls munu 94 þjóðir keppa í Framhald á bls. 11. 39. landsleikur- inn er á morgun ísland og Finnland mæiast í þriðja sinn í landsleik á morgun. Leikurinn heffsi kl. 16 á Laugardalsv. Alf-Reykjavík. Á morgun, sunnudag, leika íslendingar sinn 39. landsleik í knattspyrnu og mæta þá Finnlandi. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 16. Tvívegis áður hafa íslendingar og Finnar mætzt í knaattspyrnu. í fyrra skiptið á Melavellinum í Reykjavík 1948 — og unnu íslendingar þá sinn fyrsta landsleikjasigur, 2:0. í annað skipti mættust fs- land og Finnland í Helsinki 1956 og unnu Finnar þann leik með 2:1. í þeim 38 landsleikjum, sem fs- land hefur leikið, höfum við oft- ast beðið ósigur — 7 leikir hafa unnizt, 2 orðið jafntefli, en 20 tapazt. Um möguleika íslands í leikn- um á morgun skal engu spáð. Vitað er, að hið finnska lið er nokkuð sterkt — og verður um sama liðið að ræða og sigraði Svía á dögunum með 1 : 0. Finnar léku gegn Norðmönnum í fyrra- kvöld í Þrándheimi og töpuðu 0 : 2. Eftir því að dæma á liðið misjafna leiki. Þótt landsleikjasaga íslands sé ekki glæsileg, held ég að menn þurfi ekki að vera með svartsýni fyrir leikinn á morgun. í síð.asta landsleik okkar, gegn Bermuda- mönnum fyrr í mánuðinum, kom í ljós, að framlína íslenzka liðs- ins gat verið beitt, ef því var að skipta, með Þórólf Beck og Ellert sem aðalmenn. Þórólfur styrkti liðið geysilega — og vonandi tekst honum eins vel upp í leiknum á morgun. Ég hygg, að möguleikar okkar séu mest undir því komnir að vörnin standi sig. í síðasta leik brást vörnin að mestu leyti, en nú hafa breytingar verið gerð ar, sem væntanlega verða til þess að styrkja hana. Sem fyrr segir, hefst leikurinn kl. 16 á morgun. Valur vann í kvennaflokkum Valur og Fram mættust í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna í útihandknattleiksmótinu s.l. miðvikudagskvöld. — Leikurinn varð miklu jafnari en búizt hafði verið við fyrir fram — og tókst Valsstúlkunum rétt að merja sigur., 8 : 7, eftir hnífjafnan og skemmtilegan leik. Valsstúlkurnar byrj- uðu mjög vel og höfðu eftir 10 mín. leik náð 4 : 1. í hálfleik var staðan 5 : 3 fyrir Val. í síðari hálfleik náðu Fram- stúlkurnar sér á strik — og tókst á skömmum tíma að jafna stöð- una, 6 : 6: Hin leikreynda Sig- ríður Sigurðardóttir, skoraði 2 mörk í röð fyrir Val, en Fram bætti einu marki við áður en yfir lauk. Eins og fyrr segir, var leikur- inn jafn mestallan tímann. Á köfl- um lék Fram-liðið betri sóknar- leik og sterkari varnarleik. Vals- stúlkurnar voru hins vegar skot harðari — og það gerði gæfu- muninn. Mörk Vals skoruðu Sigríður 5, Sigrún 2 og Vigdís 1. Mörk Fram skoruðu Guðrún 5 og Geirrún 2. Dómari í leiknum var Birgir Björnsson. Valur lék einnig til úrslita í 2. flokki kvenna og sigr aði Ármann með miklum yfir- búrðum, eða 8: 1. — Þess má geta, að þetta er í fyrsta skipti, sem Valur verður íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna. N.k. mánu dag munu Valsstúlkurnar halda utan í keppnisför til Norðurlanda Hefst í dag Keppnistímabilið í knattspyrnu hefst á Englandi í dag og fara þá fram leikir í öllum deildunum fjórum. Að venju er mikill spenn- ingur í sambandi við þessa fyrstu leiki. Ensk.u blöðin hafa að und anförnu verið með spádóma í sambandi við úrslit í 1. deild og (Framhald á 11. slöu) rÍMINN, laugardaginn 22. ágúst 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.