Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 3
Jólin. Hugleiðing eftir síra Árna Sigurðsson fríkirkjuprest. Jólin eru komin — veikomin enn sem iyiT. Undanfarnar vikur liöfum vér bú- ist til aÖ fagna þeim góöa gesti, hver eft- ir sínu eðli og sinum ástæðum. Ýmislegt hefir, enn sem fyrr, blandast saman við þann viðbúnað. Avalt sjáum vér og sann- reynum, að margt býr í mannshjartanu, og fær útrás í orðum og verkum, sem ckki á skylt við ljósseðli jólanna, minnir frem- ur á skamdegismyrkrið. Og um margt er nú svo ástatt hjá oss, eins og öðrum þjóo- um veraldar, að ýmsir andvarpa og segja: „Drottinn, nú er dimt í heimi!“ En þrátt fyrir það, eða réttara sagt, ein- mitt þess vegna hlýtur djúpur og innileg- ur fögnuður að vakna, er vér heilsum há- líðinni, er þenna boðskap flytur: „Sú þjóð, sem í myrkri géngur, sér mikið Jjós.“ Hví skyldum vér ekki fagna því að mega halda jól, lýsa upp skammdegið, hvílast frá stríði og erjum, hverfa að nægtabrunni andlegrar gleði, þakka á ný Guðs bestu gjöf? Jólin eru máttug í eðli. Þau eru óska- stundin á ári hverju, sem börnin ldakka til og biða eftir með óþreyju. Þau eru sólskinsstund minninganna, þegar hinir fullorðnu geta helst varpað frá sér á- hyggjunum, gleymt þréytunni og orðið glöð born sem snöggvast. Þau eru töfra- sprotinn, sem breytir skammdegismyrkr- inu í björtustu ljósadýrð. Þau eru ævin- týrið, cr sýnir oss hreysið sem höll og hálmjötuna og stráfletið sem hvílurúm samboðið tignasta konungsbarni. ó, hve jólin eru máttug í eðli! Þau láta oss skynja tákn og stónnerki. Unaðslegir ómar berast til vor, sem leikin væri vold- ug hljómkviða langt úti í geimi. Er það - bergmál englasöngsins á Betlehemsvöll- um, er boðaði það, sem enn virðist í óra- fjarlægð, „frið á jörðu með þeim mönn- um, sem Guð hefir velþóknun á“? — Óvenjuleg birta skín við hugarsjón vorri. Er það bjarminn af þeirri dýrð, er Ijóm- aði kring um hirðana forðum? Og vér sjáum himinin opinn, sjáum engla Guðs koma og fará, sjáum, að djúpið milli heimanna, liins sýnilega og ósýnilega, er brúað af himneskum dýrðarverum, er bera boð lil mannanna, þeirra er heyra vilja, um trúfesti og gæsku hins eilífa Guðs, er yfir þeim vakir, hans er sendi son sinn, til þess að frelsa og farsæla þá, er byggja þessa syndþjáðu og flekkuðu jörð. Svo guðlegar myndir gefa jólin oss. Og um það er ekki að efast, að auðlegð þein’a og áhrifamáttur stafar beint frá komu Krists í þenna heim, frá sögunni yndislegu, sem vér höfum svo oft heyrt, en lætur þó jafnan í eyrum vorum, sem nýtt.og indælt ævintýri, er námfúst og söguþyrst barn heyrir fyrsta sinni. Sú saga stendur að vísu hvergi í sögulær- dómsbókum skólanna; þar er ekki rúm. En þegar vér höfuni gleymt öllu því, sem skólafræðibækur segja um Ágústus keis- ara, þá munum vér þó, a*ð cilt sinn gaí' hann út boð um það, að skrásetning, manntal, skyldi fram fara. Og vér mun- um það einungis vegna þess, að sú sögn er inngangur liinnar heilögu jólasögu um fæðingu frelsarans. Svo undarleg eru stundum öriög hinna miklu og voldugu veraldardrotna, að almenningur man Á- gústus keisara eingöngu vegna þess, að hann er aukapersóna í sögunni uin komu Krists í þenna heim. Jól voru haldin áður en hin kristna jólasaga varð kunn í norðurálfu heiins, Iialdin til þess að fagna sigri ljóssins í náttúrunni um vetrarsólhvörf.En kristnir menn skildu fljótt, að önnur vetrarsól- hvörf voru mannkyninu enn fagnaðar- ríkari. En það var þá, er sól sannleiks opinberunarinnar, tilverunnar skærasta Ijós, skein yfir þessa jörð í persónu Jesú Krists. Því var hátíð vetrarsólhvarfanna gefið nýtt gildi, með því að halda þá ár- lega fæðingarhátið lrelsarans. Sólhvörf náttúrunnar urðu til þess að tákna sól- hvörf andans. Nú eru jólin óslitanlega tengd sögunni um fæðingu Krisls. Vér getum ekki hald- ið jól án þess að Kristur komi í hugann. Og vér getum ekki minst komu Krists í þenna heim, án þess að jólagleði læsi sig um sál vora. Þess vegna er það eðlilegt, að trúaðir, kristnir menn elski jólin, og að líka þeir, sem að vísu eiga ekki trúar- vissu, heldur hina göfugu þrá eftir sann- leiksþekkingu, sálarfriði og andlegum þroska, finni á hverjum jólum æðstu strengi sálar sinnar snorlna engilhönd- um.Og þess vegna væri það að vonum, að þeir sem vilja trúarbrögðin feig, og þá sérstaklega kristindóminn, að þeir vilji ekki halda jól sjálfir, og vilji þá jafn- framt gera alt jólahald tortryggilegt í augum annara. Þetta er líka viðurkenn- ing þótt neikvæð sé — viðurkenning á því, að jólin sé máttugur vottur þess, að kristindómurinn sé vald í mannlegu lífi. Vér mennirnir eruin um margt ólíkir, ólikt það, sem vér höfumst að, ólík áliuga- mál vor, ólík dagleg umhugsunarefni vor, ólíkur andlegur þroski vor, reynsla og kjör. En þó er sumt svipað um oss, alla menn. Umfram alt þetta, að öll langar oss að eiga þau gæði, sem enginn fær frá oss tekið, fjársjóðu, sem hvorki grandar mölur né ryð. Einn kann að Ieita þess í heimi listanna og bókmentanna, annar í heimi starfsins og stríðsins meðal mann- anna, og hinn þriðji í heimi li úarinnar, í íhuguninni, rannsókninni, tilbeiðslunni. En allir leiía þess, er orðið geli óglatan- leg eign. 1 þessari leit yfirsést oss að vísu og fatast inargvíslega. En markmið æðstu vona vorra og óska er þó og verður jafn- an í ætt við þau guðdómlegu gæði, sem birtust i jarðlífi Jesú Krists, fullkomn- un hans, frið hans og kraft, ástúð hans og skilning, guðstraust hans og samlíf við Guð, æðri verur og æðri veraldir. Þetta er alt í raun og veru þráð af hverj- um inanni, sem eitthvert andlegt Ijós er vaknað hjá, Ijós vitsmuna, skynsemi og sainvisku. Guðdómlegt áhrifarnagn jólanna sténd- ur í beinu sambandi við þessa þrá manns- ins sem vitsmuna- og siðgæðisveru. Þess vegna eru jól haldin með djúpum fögn- uði, jalnt í suðlægari sólskinslöndum sem hér norður við hið ysta haf, að þau flytja spurningum æðstu og instu þrárinnar í mannlegu hjarta þetta svar: Þér er frels- ari fæddur. Þú, sem þessar línur les! Ekki ert þú svo ríkur, að Jesús geti ekki auðgað þig af iatækt sinni. Ekki ert þú svo stórætt- aður, að þú sjáir ekki smæð þína hjá hon- um, senr um aldir hefir verið tigriaður undir guðs-sonar nafni. Og ekki ert þú svo gáfaður, snjall, lærður og vitur, að Jesús Kristur geti ekki kent þér margt, scm þú átt enn ónurnið í hinum æðstu fræðum sannleikans, og í þeirri konung- legu list, að móta og meitla guðsniynd þína, uns þú líkist honum. Og ekki ert þú enn orðinn svo fullkominn mannvin- ur og mannúðarmaður, að þú megir ekki læra af honum að kannast við alla menn sein bræður þína og breyta við þá sam- kvæmt því, betur en þér hefir tekist til þessa. Þú ávinnur þá sönnustu hamingju lifsins, er þú gerir guðs-soninn, sem í fá- tækt var fæddur, að fyrirmynd í starfi og stríði, að leiðtoga i leitinni að sann- leika og andlegu ljósi. Þá ljómar dýrð drottins kring um þig og fyllir hugskot þitt, einnig þá, er þér kann að sýnast dimt í heimi og finnast, sem myrkrið hylji þig. Þá hittir þú óskastund ævi þinnar, lifir fegureta ævintýr lífsins. Gefum oss jólagleðinni á vald. En mun- um þetta: Það eitt er jólagleði, sem sam- boðið er hinu helga fagnaðarefni jól- anna, það sem er satt, hreint, elsku- vert og fagurt. Sú spurning sem mestu varðar um jólahald kristinna manna er tvöföld, og er hún þessi: Er jólagleði þín vottur um trú, andlegan skilning og göf- ugt hugarfar? Eða ber hún vitni mun- aðai'sýki, hégómaskap og andlegu kæru- leysi? Látum reynsluna játa fyrri spurn- ingunni, en þverneita hinni siðari. Guð gefi, að jólahald vort verði kristnum mönnum samboðið, hræsnislaust, and- legt og göfugt, fjarri óhófi og ónýtu prjáli, en auðugt að fagurri og bjartri gleði, elsku, samúð og hjálpsemi, Þau eru jólin sönnust og best, er ber- ast ekki mikið á hið ytra, en bera vitni andlegum auði, kyrlátri, djúpri gleði, góð- Ieik og hreinleik hjartans. Gleðileg jól! æææææææææææææææææææ ææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.