Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 9
VISIR Hjónin á Trölleyrum. i. Gestur á næsta leiti — þriSji jólasveintiinn. — Svona fáir hafa þeir ekki veriS í manna minnum. Hann þræðir holt og rinda, þar sem helst er fóthvíld. — Alt láglendið er sokki‘5 í fönn. Með jólaföstukomu hafði skift um veðttr. Einn morg- uninn þegar út var litið, var komin útnorðan stórhrið með óvenjumiklum fannburði. Og siðan hafði ekki kom- ið hríðarlaus dagur. Sífeldur jagandi eða svarta-mugga, en stundum ösku-hríð dægrum saman, þegar vindurinn hopaði til og gekk t hánorðrið. Það hafði því verið næsta fáferðugt um dalinn síðustu vikurnar. Og stúlkurnar í Hvammi vortt orðnar vonlitlar um, að nokkurn ærlegan jólasvein bæri {>ar að garði í þetta sinn. Tveir menn, og báðir lítils háttar, höfðu komið í fyrstu víkit jólaföstu og síðan ekki söguna'ineir. Menn hreyfðu sig ekki, nema í allra brýnustu nauðsyn, enda höfðu flest- ir ærinn starfa heima við, er allar skepnur voru komnar á gjöf. Kaupstaðarferðir fyrir jólin fellu niður. Umrenn- ingar og flökkulýður settist um kyrt og bærði ekki á sér. Og þeir, sem lent höfðu á bestti heimilunum, óskuðu þess í hjarta sínu, að illviðra-bálkurinn stæði til páska. Stúlkunum i llvamnti þótti lífið dauflegt um þessar mundir. -— Þeim fanst það nokkuð mikil ónærgætni af forsjóninni, að hauga nú niður öllum þessum snjó, þegar verst gegndi. Þær voru aldrei reglulega kátar, nema þeg- ar piltaniir úr nágíenninu skutust þangað á kveldvökun- um. Var þá stundum pískrað í leyni hingað og þangað, en stundum farið i ýmiskonar leika frammi í bæ cða úti í fjóshlöðu, og þótti myrkrið ekki koma að sök. Eftir slika kveldfundi léku stúlkurnar jafnan á als oddi, hlógu og flissuðtt, varð alt að gatnni og sungu við verk- in. — En nú höfðu einir tveir menn komið alla jólaföst- una, báðir at’ganilir fauskar. — Og meydónmrinn í Hvammi hafði alt á hornum sér. Ungir menn nú á dög- tim væri til einskis nýtir. Það sæi þær núna og hefði raun- ar átt að vcra búnar að sjá það fyrir löngtt. Þarna lægi þeir eða rorruðu á fletjutn sínum kveld eftir kveld og vik- um sanian, þó að heitur meyjarfaðinurinn biði á næsta bæ. — Slikum dáðleysingjum væri ekki trúandi til neins. Og ekki hefði fornmennirnir hegðað sér svona. Þeir hefði þorað að sjá framan í hriðar-gusu og ekki lagt árar i bát, þó að sniórinn væri ofurlítið meira en i skóvarp. Og upp úr þessttm hugleiðingttm fóru þær að ráðgera Vesturheimsferð á næsta vori. -—■ Landið væri fult af snjó og kttlda og myrkri og einskisverðttm karlmönnum. — Einn jólasveinninn enn, sagði eg, settist á búrkist- una og leit drýgindalega til stúlknanna. Þær voru allar í búrimi þessa stundina. Ein skar laufabrauð á fjöl, önnur hnoðaði deig i trogi, þriðja taldi rúsínur í jólakökuna, en ráðskona fóstra míns talaði við sjálfa sig um það, hvort réttara mundi að sjóða hangikjötið og magálana þá um &veldið, eða fresta því til morguns. — Guði sé lof, sögðu stúlkurnar einum rótni, lögðu frá sér verkin og steðjuðu út á hlað. — Þær ösluðu snjóinn i mjóalegg eða kálfa alla leið fram að snúra-staur, skygðu hönd fyrir augu og einblíndu niður dalinn. En þær sáu ekki nokktirn mann á ferð. — Þú ert að ljúga að okkur, ormurinn þinn, sagði Manga. — Nei, sagði eg. — En það e.r ekki Steini á Skarði og ekki Gvendur á Hryggjum og ekki Brandur á Pokafelli. — Þú ættir að skammast þín, sagði Manga með furðu- legum hávaða og vanstillingu. Þú ættir skilið að eg legði þig á kné ntér og flengdi þig. — Að svo mæltu þreif hún tipp um sig pilsin, lagði í skaflinn þar sem hann var dýpstur og strunsaði inn í bæ. Hinar litu til mín fjand- samlegum augum og gösluðu á eftir henni. En jólasveinninn sat á Krummasteini, efst á Vörðumeln- ym, og var að hvíla sig undir viðttreignina við skaflinn s Húsaláginni. Daníel á TrölleyTum flanaði aldrei að neinu. II. — Sæll og ljúfur, elskulegi húsbóndi minn, sagði Dan- íel og kysti fóstra minn marga kossa. — Mér finst nú eins og eg sé kominn t himnaríki úr kvalastaðnum sjálfum, þcgar eg er kominn hingað til þín. —• — Já, þvílík viðbrigöi, að standa hér í. blessuðum gömltt bæjardyrunum og vita sig meðal vina, ellegar þá Jiitt, að láta vippa sér berlæruðum fram úr rúminu í Iterpings-brunagaddi og vera fyrirboðið að skríða upp í aftur------. •— Þú skefur af þér, Daníel minn, og dokar viÖ eftir kaffisopa. —- Ljáðu honum hníf, Nonni —. •— Þarf ekki, drengur minn. — Busanum mtnum h'eld eg enn þá, þó að margt hafi verið frá mér tekið. •—Já, sitt hvað hefir nú Daníel karlinn reynt, síðan við skild- nm — síðan í vor, meina eg. Og mikið er þaÖ sálarþrek, «nt gttð hefir hrúgað í mig. Hann hefir vitað sem var, blessaður, að eg mttndi lendu í mörgu misjöfnu og þótt ráðlegra, að gefa mér sína ögnina af hverju. — •— Og það segi eg satt, húsbóndi minn, að ekki vissi eg til hlít- ar hvaÖ í mér bjó, fyrr en Monika fór aÖ dusta tttig til. Hún varaði sig ekki á gáfunum mínum, þrekinu og mælsk- únni. — Eg lofaði henni að busla og vaða elginn fyrst í stað, en þegar hún ætlaði að demba mér undir tortuna á sér, þá lagði eg á hana einn andlegan mjaðmarhnykk Og síðan cr hún eins og hálf-dösuð —. — Samt vippaði hún þér nú fram úr rúminu —. — Mér? — Á —• sagði eg það?* — Jú — alveg rétt •— eg kannast við það. En það kemur öðrttvísi út, eins og þú skilttr. Hún sveikst nefnilega að mér steinsoíandi. •— Dantel heilsaði öllum með kossi. Var honum vel fagn- að og sumir höfðu orð á því, að hann væri sjaldséður gestur. Stúlkurnar þurkuðu sér rækilega um munninn, ftlssuðu og sveiuðu, þóttust fá svæsnustu klígju og j»í«kruðu eitthvað um Moniku-þef. — En Daníel reis Öttdverður gegn slíkum ásökunum. Kvað hann með öllu tílhæfulaust, að slíkur þefur gæti af sér verið, því að þann hefði ekki kyst Moniku síðan i réttum. — Og aumingja-skinnið, gall nú viÖ meðal kvennaliðs- ins. — Svo að Monika afsegir þá að kyssa þig —. — Afsegir! — Hver segir að Monika afsegi nokkuð? — Nei, heyrðtt nú, jómfrú opingátt! — Það er eg sem afsegi — eg sjálfur —■ Daniel Enoksson! Eg ræð koss- ununt á Trölleyruto —- kossum og kitlum og kjassi — og flengingum. — Eg er húsbóndinn á Trölleyrum. — Skiltirðu það, jómfrú flókatrippi! Daníel skálmar ttm búrgólfið og lætur ófriðlega. Kveðst hann ekki vita til þess, að nokkurri konu hafi nokkurtt sinni dottið í httg, að neita sér ttm koss. Hitt væri lteld- ttr, að hann hefði hrundið frá sér ölltt nema úrvalinu. Maður með sínu útliti, sínttm gáfum og síntt lunderni, lyti ekki að hverri ófreskjunni. — Og enn mætti reyna, hvort þær bráðnuðu ekki, ef hann lítillækkaði sig og kysti þær einum reglttlegum galdrakossi hérna í búrinu. Hann gerði sig liklegan til þess að svífa á Möngu, en fóstri minn bað hann hætta Öllum glettum og gáska og ganga tii baðstofu. En þegar hann kom i baðstofuna og sá gamla rúmið sitt, var honttm ölhtm lokiö. — Maður verðttr að reyna að bcra sig karlmannlega, meðan ttppi tollir hryggurinn. Og ekki mega kjaftatíf- untar hérna fá að vita, að sjálfur Daniel Enoksson aé nú bttgttð og stað-uppgefin skjáta. En einhver ntundi gráta í mínum sporunt, sá er minna væri í spunnið. Að svo mæltu lét hann fallast niður á gamla fletTð sitt, grúfði sig niðttr í brekánið og grét eins og barn. Fóstri minn bað hann láta af þesstt voli og bera sig karlmannlega. Daníel Enoksson mætti ekkí haga sétJ eins og þreklaus kvensift. — Þtt segir eins og blessaðttr prófasturinn. Hann sagði mér að bíta á jaxlinn og hervæðast gegn öllum örðttg- leikum, því að betri tírnar væri í nánd. — Eg skildi und- ir eins hvað hann meinti, og þaÖ hefir haldið ntér ttppi síðan. — Komdu hérna inn fyrir, karlinn minn. Við skulum fá okkur einn gráan. — Þú gerir það ekki endaslept við mig, blessaður öðl- ingurinn. Já, helst cr að eg gleymi sorgunum, fái eg eilítið tár. Daníel hrestist þegar eftir fyrsta staupið og gerðist smám santan góðglaður. — Stundum reif hann sig upp úr öllu valdi og þóttist vera herra lifs og dauða {>ar á Trölleyrum. Hann bæri þvílíkan ægishjálm yfir Moniku, að hún þyrði ekki að sitja eða standa öðrtivísi en hann mælti fyrir. — En yrði hlé á frásögninni, gat hann alt i einu orðið angurvær og farið að aumka sjálfan sig. — Taldi liann sig þá aumastan allra og lýsti ofríki og ódygð- um Moniku svo hroðalega, að fóstra minum ofbauð. Kvaðst hann þrívegis hafa verið að því kontinn, að hengja sig í fjárhúsinu, en heilagttr andi hefði altaf bjargað sér á siðustu stundu. — Og alla mtna ógæftt á eg ttpp á horngrýtið hann Steina á Skarði. —- Hann sagði mér fyrstur manna, að prófastsdóttirin elskaði mig — og það sagði hann satt, skömmin sú ama. Hann sagði mér líka, að prófasttirinn sæti um líf mitt, en {tví laug hann. — — Sannleikurinn er sá, að prófasturinn vildi ólmttr fá mig fyrir tengda- son. Hann sá auðvitað hvað í mér bjó, lærðtir maðurinn. — Og svo var blessuð stúlkan drifin suðtir, alveg úr- vinda af harmi, og nörruð til að taka þessu gerpi, sem nú á að heita maðurinn hennar. — Hún elskar hann ekki frentur en hund, snýr sér upp í horn, og þvemeitar að eiga bam með honum. — Þú hefir nú ekki heldur átt bam-með Moniku þinni, sagði íóstri minn með hægð. — Eg? — Heldur })ú, húsbóndi minn, að maður geti átt barn með sjötugum skrukkum? Og þó aÖ hún sé kannske ekki alveg sjötug, þá er hún þó að minsta kosti hundgömul. Og þó að hún væri ekki hundgömul, þá er eg hreint ekki viss ttm, að eg vildi eiga barn með henni, þegar eg sé hvemig prófastsdóttirin hefir það.-------- — Ertu nú viss um að þú elskir prófastsdótturina? — Aldeilis handviss! Eg er sannfærður uni ástir okk- ar beggja. — Já, húsbóndi minn. Ástin kraumar í okk- ur, eins og grautur við moðsuðu. En við erum bundin i í báða skó, heft eins og stroku-jálkar, tjóðmð og mýld. — Við litum ekki við þessuin skepnum, sem drottinn hefir úthlutað okkur í misgripunt.------Mér hefir dott- ið í hug, hvort ekki mundi hægt að konta þeim saman, Moniku og aðstoðarprestinum. — — Eg er hræddur um að það verði örðugt. — Já, líklega. En sennilegt þykir mér nú samt, að skaparinn haf? ætlað þeim að ná saman, þó að þessi mis- tök hafi orðið. — Og það væri einhvern veginn svo skemtilegt, að geta eins og rétt forsjóninni hjálparhönd og kipt þessu í liðinn. — — Mér þykir þú vera orðinn mælskur. — A — var svo þú fyndir það?* Eg skal segja þér, elskan mín, að,maður verður ekki sprengmælskur á því, að tala við blessaðar kærustumar héma á básunum hjá þér. Þær eru hljóðar og góðar og þekkja sína. Og ekki er ótrygðin þar eða flennuskapurinn. En að lenda t kjaft- inum á henni Moniku dag og nótt — það liðkar mál- beinið. — Eg þekki þig ekki fyrir sama mann. Þú ert mælsk- ur eins og þingmaður. — Þú kant að nefna það. — Það var nú einmitt það, sem blessaður prófasturinn sagÖi viÖ mig i haust, þegar hann talaði á milli okkar. — Þú ert mælskur eins og gamall þingmaÖur, sagði hann. — Eg skildi undir eins hvert hann stefndi. — Iíann sá í anda tengdasoninn — alþingismanninn Daníel Enoksson. Þeir eru fljótir að hugsa þessir lærðu menn. Fóstri minn rendi í glösin af nýju, en Daníel hvolfdi í sig á svipstundu, strauk magann og kjamsaði ánægju- Iega. — Hvernig var það, Daníel minn — mig minnir ekki betur, en að þú segðir mér, að Monika þín væri vanfær, um það leyti sem þá fórst héðan í vor. — Hélt það líka, kunningi! Vissi ekki betur. En það var nú skrítið barn. Osr líklega væri eg frjáls og ógiftur enn í dag, ef hún hefði ekki talið mér trú um, að hún væri farin að þykna undir belti. — Mér sýndist þetta líka, og dagatta fyrir hvítasunnuna var hún altaf að kúg- ast og' biðja guð fvrir sér og mér og þesstt nýja Iífi, sem hún bæri undir brjóstinu. Og eg kysti og faðmaði og bað hana að fyrirgefa mér, því að eg hélt að þetta væri alt saman inér að kenna. — Og það var eins og við mann- inn mælt — kossamir ráku klígjuna á flótta, og þá gat Monika haft það til, þegar minst varði, að taka utan um mig og kreista mig eins og vitlaus manneskja. Eg er slæmur i bakinu, eins og þú veist, og þoldi ekki þessa miskunnarlausu hryggspennu ástarinnar, og auk þess var eg hræddur um. fóstrið. — En hún bara hló og sagði: Gantli, elskulegi aulabárÖúr! Þú kant ekki cinu sinni aÓ faðnta konu. Þú ættir bara að vita hvemig prinsarnir föðmuðu. — Það er fóstrið, sagði eg. Viö getum fót- brotið krakkann, ef við Iátum svona. — Hvað munar okkur ttm einn fót, sagði húiv og kreisti æ því rneir. — Þá dámaði mér ekki, sleit mig lausan i einum rykk og sletti mér upp í rúm. — Og svona gekk þetta dag eftir dag og alt af stækkaði barnið. Eg fór að verða hugs- andi. F.g hélt þau væri kannske tvö eða þrjú, cllegar þá einhver voða-dreki, sem hún kæmi ekki frá sér. Og þó að eg sé nærfærinn og óskeikull við kýr, jtá var geig- ur mér viÖ þetta alt saman. ■—- Jæja, eg er ekki aÖ orð- lengja þetta. En loksins kom hvítasunnan og hjónaband- ið og uni kveldið varð hún léttari. — Það var nú fyrsta ventlega áfallið, og síðan heíir ekki gró.ið um heilt. — — Gefðu mér dropa, blessaður húsbóndi minn — sálar- hressing og sorgalyf, eins og prófastsdóttirin segir. Hún verðttr alt af fá vænt staup af kornbrennivíni, ef hún sér mig, {)ví aÖ annars steinlíður yfir hana. Fóstri minn helti enn í staupið og svo óvarlega, að út tir flóði. Daníel brá tungunni.á borðið og sleikti sem vandlegast. Því næst rendi hann úr staupinu, tók rösk- lega t nefið' og blessaði fóstra minn fyrir örlæti og allar dygðir. — Já, nú vorttm við komin i ektasíandið og nú átti að fara að hátta. Hjónasængin uppbúin, með gæmskinn- um og öllu saman. Monika var ógnarlega framsett og stirð í snúningunum. Eg vorkendi hetmi og ásakaði sjálf- an mig. Og svo fór eg að vélta því fyrir mér, að það væri ekkert smáræði af léreftum, sem eg þyrfti að kaupa ut- an á tvö eða þrjú börn. Eg var nefniJega orðinn alveg sannfærður urn, að þau væri að niinsta kosti tvö, því að eg hafði tekið eftir tveim sérstökum gúlum á maganum á aumingja konunni. — —- — En mér varð ekki um sel, þegar hún steypti af sér pilsinu, því að {)á heyrði eg, að eitthvað datt á gólfið, en ekki sá eg neitt, því að hún sneri sér undan. Eg spratt á fætur og bað, guð almátt- ugan að hjálpa mér, eins og þú getur skilið. Og í því dauðans-fáti, sem á ntig kom, datt mér ekkert í hug nenta {)etta, að verið gæti, að Monika líktist henni Skrautu gömltt þiuni, sem alt af ber standandi í flórinn. — -Eg skelti mér á fjóra fætur við rúmstokkinn og ætlaði að taka aumingjann litla i lúkuntar, en þá kom nú reiðarslagið. — — Þetta var þá bara koddinn hans Sýraks heitins. —• Svona hafði hún dregið mig á tálar — svona hafði hún narrað mig í hjónabandið.----------Og nú stóð hún þarna á gólfinu, þunn og ómerkileg, eins og rúmfjöl eða jöttistokkur í íjárhúsi.-----Guð fyrir- gefi þér, Monika, sagði eg í angist minni, þar sem eg sat flötum beinttm á moldargólfinu með koddann í fang- inu. — Það er ekki mér aö kenna, sagði hún .... Og nú er eg konan þín fyrir guði og ntönnum ■— frú Monika Enoksen.-------En ef þú möglar eða slær á þig fýlu .... — Lengra komst hún ekki, því að eg leit á hana, og þú þekkir nú svipinn á Daníel Enokssyni, þegar hann er reiÖur. -----Eg reis á fætur með hægð, en hún hólkaði af sér nærklukkunni og skreið upp í rtimið. Löngu eftir mið- nætti lagðist eg á stokkinn fyrir framan hana og gætti þess að hafa stærðar bil á milli okkar. Eg lá andvaka til morguns og hugsaði margt. — — Monika var ineð allskonar kjass og flíralæti, en eg var eins og sandorpinn rekadrumbur eða jarðfastur klettur.------- Daníe! bar staupið að mttnni sér, en það var tómt. Fóstri minn bætti í það enn einu sinni og ánægjusvipur færðist yfir ásjóntt hins þjakaða eiginmanns. IJann þagði litla hrið og handlék staupið. Svo rendi hann i botn og stóð ttpp. — Og nú kent eg að sjálfu erindinu, elskulegi hús- bóndi minn. — Mig langaði til að biðja þig að Tjá mér hann Nonna litla hérna út að Skarði. — Eg kann betur við að hafa vitni með mér, því að nú geng eg fast að Þor- steini mínum. Hann hefir reynst mér óþarfur í ástamál- unum. Og nú ætla eg að koma honum. í bobba. — Eg ætla að krefjast þess, að hann losi mig við Moniku. III. Skömmu síðar lögðum við af stað. Fóstri minn hafði verið veitull i besta lagi, svo sem hans var vandi, og Daníel var því orðinn talsvert drukk- inn. Og þegar svo bar undir, var hann æfinlega glaður og reifur og ræöinn og allra manna grobbnastur. — SagÖi hann mér margar kátlegar sögttr um sambúðina þar á Trölleyrum og masaði án afláts. — Meðal annars sagði hann ntér frá þeirri dæmalaustr ósvífni og ósanngimi í sinn garð af hálfu eiginkontinnar, að aðra nóttina, sem þau sænguðu saman i hjónabandi, hefði hún ráðist á sig með brigsli og ónotum út af því, að hann bæri ílær og lýs á heimilið, og vissi þó sá sem alt vissi, að hann hefði gengið svo nærri þessum atimingjum, áður en hann flutt- ist frá Hvamrni, sem hann hefði álitið fært, heilsunnar vegna. Hann hefði drepið a!t, nema rétt til viðhalds, enda yrði hann nú tæplega var í hári eða skeggi. Það væri sannarlega illa gert, að leggjast á þessa lítilmagna, sem áreiðanlega hefði sitt ætlunarverk í lífinu, engu miöur en sumir þeir, sein hærri væri í lofti og léti meira yfir sér. Hann vissi best sjálfur, hvers virÖi þessir angar hefÖi veriÖ sér alla tíÖ, því að nú ttpp á síÖkastið væri hann altaf meÖ syngjandi höfuðverk. — — — Monika er argvítugasta manneskjan, sern eg hefi kynst um dagana. Og hvað segirðu nú, til dæmis aÖ taka, um annað eins og það, að hún bara þverneitar að klóra mér á bakinu? ÞaÖ er þó ekki langrar stundar verk, að urga mig rétt á milli herÖablaÖanna, þar sem eg næ ekki til sjálfur. — Eg veit ekki betur, en að konan sé skyld- ug til aÖ vera manni stnum hlýðin og undirgefin, og því er það, að eg býst við, að töluvert segist á því, að neita honum ttm svona viðvik. —- En þetta er svo sem ekki það eina. Hún er svona i öllum greinum. Eg samsinti öllu, sem karlinn sagði, og kvaðst þeirrar skoðunar, að Monika væri vandræða-gripur, En jafnframt Iét eg á mér skilja, að inér {tætti Danic-1 verða lítill mað- ur, ef hann léti hana ráða nokkurum sköpuö’um hlut. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.