Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 8

Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 8
Tö frahleifarnir. Eftir O. Henry. Jungfrú Marta Meachaxn átti litiu brauðsölubúðina á hominu (þar sem gengið er upp þrjái' tröppur og bjallan hringir, þeg- ar opnað er). Jungfrú Marta var fertug, átti sparisjóðsbók með tveim þús- undum dollara i, liafði tvær gervitennur og samúðarfult lijarta. Margir liafa gifst, sem hafa liaft lakari aðstöðu til þess en jungfrú Marta liafði. Tvisvar eða þrisvar í viku kom viðskiftavinur einn, sem var farinn að hafa áhrif á hana, inn í búðina til hennar. Hann var miðaldra maður með gler- augu og jarpt skegg, vel hirt og klipt í odd. Hann talaði ensku með þýsk- mn hreim. Fötin hans voru slit- in og stöguð á pörtum og hrukk- ótt og pokaleg að öðru leyti. En liann var hreinlegur að sjá og kom vel fyrir. Hann keypti altal tvö hörð brauð. Ný brauð kosta fimm cents lnauðið. Eu tvö liörð brauð fengust fyrir fimm cents. Hann bað aldrei um annað en hörð brauð. Einu sinni sá juugfrú Marta rauðar og brúnar slettur á fingr- unum á lionum. iÞá sannfærðist hún um að þetta væri bláfá- tækur málari. Hann byggi sjálf- sagt í ' þakhcrbergi og málaði þar myndir og liugsaði um all- ar krásirnar í brauðbúðinni lijá jungfrú Mörtu. Oft þegar jungfrú Marta sett- ist niður til þess að borða rifja- steikina sína og hveitibrauðið með ávaxtamaukinu, þá stundi hún við og óskaði að liæverski málarinn væi'i kominn til að taka þátt í góðu máltíðinni hennar í staðinn fyrir að narta i hart brauð í súgmiklu þak- herbergi. Hjarta jiuigfrú Mörtu var samúðarfult, eins og ykkur hef- ir verið sagt. Til þess nú að komast að raun um, hvort hugmynd henn- ar. uxn aíyinnugrein hans væri á rökum bygð, tók hún einn dag fram málverk, sem liún hafði keypt á útsölu og reisti það upp við liillurnar fyrir aft- an brauðaborðið. Það var mynd frá Feneyjum. Skrautleg marmaraliöll (eftir því sem myndin sagði) stóð á framsviðinu — eða öllu lieldur framvatninu. Þar að auki voru gondólar (stúlkan i bátnum dró höndina ofan í vatnið), ský, himinn ög fjöldi af litbreyting- um. Hver einasti málari lxlaut að taka eftir því. Tveim dögum seinna koin viðskiftavinurinn inn í búðina. „Tvö hörð brauð, ef dér viljið gehra svo vel.“ „Dér liafið fína mynd darna, fraulein,“ sagði hann, meðan liún var að láta utan um braúð- ið. „Já,“ sagði jungfrú Marta, ánægð með árangurinn af und- irferli sinni. „Eg er svo hrifin af málaralist og (nei, ekki dugði að segia „málurum“ á þessu stigi málsins) og málverkum,“ hætti hún við. „Dessi höll,“ sagði viðskifta- vinurinn, „er ekki vel deiknuð. Berspektivið er ekki rélt. Sæbl- ar, fraulein.“ Hann tók brauðið, hneigði sig og fór. Já, hann hlaut að vera mál- ari. Jungfrú Marta fór aftur með myndina inn í herbergið sitt. En hvað augun í honum voru hlý og góðleg bak við gleraug- un! En hvað hann hafði hátt enni. Og að geta dæmt um fjar- sýnið svona í einni svipan — og lifa þó á hörðu brauði! En snillingurinn verður oft að lærj- ast áfram, áður en hann verð- ur kunnur. Það væri ekki ónýtt fyrir list- ina og fjarsýnið, að hafa tvö þúsund dollara í bankanum að bakhjarli og svo brauðgerð og samúðarfult lijarta i tilbót. — En þetta voru dagdraumar, jungfrú Marta! Stundum, þegar hann kom i búðina eftir jietta, var bann til með að standa og masa svo- litla stund við hana yfir hxiðar- borðið. Það leit út fyrir, að lion- um félli vel í geð bið glaðværa samtal jungfrú Mörtu. Hann hélt áfram að kaupa hart brauð. Aldrei köku eða býting, aldrei eina einustu af indælu smákökunum hennar. Henni fanst hann vera orðinn horaður og kjarklaus. Hana sár- langaði til að bæta einhverju góðgæti við hinn fátæklega skerf lians, en kjarkurinn bil- aði, þegar til átti að taka. Hún var hrædd við að móðga hann. Hún þekti stórlæti listamann- anna. Tungfrú Marta fór að xiota bládi’opótta silkivestið sitt í búð- inni. í bakherberginu sauð biin kynlega blöndú úr bórax og aldinakjörnum. Það notuðu svo margir við litarhættinum. Einn dag kom viðskiftavin- urinn eins og vanaléga, lagði aurana á búðarborðið og bað um hörðu brauðin sin. Meðan jungfrú Marta var að teynja sig upp eftir þeim, beyrðist bjöllu- glaumur og bilaöskur og bruna- liðið þaut drynjandi frain hjá. Viðskiftavinurinn flýtti sér til dyra til að horfa á, eins og van- inn er. Alt i einu kom jungfrú Mörtu ráð í liug og bún grcip tækifærið. Á neðstu hillunni undir búð- arhorðinu lá skaka af nýju smiöri, sem mjólkurmaðurinn hafði skilið eftir fyrir á að giska tiu mínútum. Með brauð- hnífnum skar jungfrú Marta stóra skurði i miðjuiia á báð- um brauðunum, setti stórt stykki af smjöri i hvox-t jieirra og smelti þeim svo saman aftur. Þcgar viðskiftavinurinn sneri sér við aftur, var hún að vefja pappirnum utan um þau. Þcrrar hann var farinn aftur, eftir óvenjulega skemtilegt sam- tal, brosti jungfrú Marta með sjálfri sér, en þó var hún ekki laus við dálitinn hjartslátt. Hafði hún vcrið of fröm? Skvldi hann verða móðgaður? Nei, vissulega ekki. Það er ckk- er matvælamál til. Smjör er ekkert merki um ókvenlega frekju. Lengi dagsins var hún að hugsa um jxilta efni. Hún var að gera sér í hugarlund, hvcrn- ig Iiann mundi taka j>ví, jægar hann uppgötvaði hvaða brögð- um hún hafði béitt hann. Hann mundi leggja frá sér málarapenslana og litaspjaldið. Þama streðu málaratrönumar V 1 S I R KJOOOOOOOOOÍXXKXXXXXKíöCXy^ | GLEÐILEG JÓL! | AÐA LSTÖÐIN. KXÍOOÍKKKIOOOOOOOOOOOOOOOOO með mjmdinni, sem hann væri að mála og j>ar væri nú elcki galli á fjarsýninu. Hann mundi fara að undir- búa miðdegisverðinn sinn, burt brauð og vatn. Hann mundi skera brauðið í sneiðar — .Tungfrú Marta roðnaði. — Skyldi hann j>á hugsa um hönd- ina, sem kom j>essu þarna fyr- ir, meðan hann væri að borða? Skyldi hann —? Fordvrabjallan hringdi ill- vrmislcga. Einliver var að koma inn, heldur aðsúgsmikill. Jungfrú Marta flýtti sér fram fyrir. Tveir menn voni komnir. Annar var ungur maður, sem reykti pipu — j>ann inann hafði liún aldrei séð áður. Hitt var málarinn hennar. Andlitið á honum var eld- rautt, hatturinn var aftur í hnakka og hárið alt úfið. Hann krenti hnefana og steytti j>á grimmúðlega framan í jungfrú Mörtu.Framan í jungfrú Mörtu! „Dummkopf“, öskraði hann af öllum kröftum og svo „Tau- scndonfer“ cða eitthvað ]>ess háttar á býsku. Ungi maðurinn reyndi að draga hann burt með sér. „Eg vil ekki fara,“ sagði hann reiðulegur, „áður eg skal saet henni.“ Hann barði á búðarborðið hjá jungfru Mörtu, eins og á bassa- trumbu. „Dér hafa skemt mig,“ æpti hann og blá augun loguðu bak við gleraugun. „Eg vil segia yð- ur. Dér vera gömul slettireka.“ Jungfrú Marta studdist mátt- laus upn að liillunum og laoði aðra höndina á bládropótta silkivestið. Ungi maðurinn tók í kragann á félaga sínum. „Komið bér nú,“ sacði hann. ,,J>að er komið nóg. Hann dró þann reiða út um dyrnar og út á gangstéttina og sneri svo inn aftur. „Það er rétt að segia vður. .iungfrú góð,“ sanði hann, „út úr hveriu öll læssi læti eru. — Þetta er Blumberger. Hann ger- ir, uppdrætti að byggingum. Eg vinn á sömu skrifstofu og hann.“ „Hann hefir verið að kepp- ast við i briá mánuði, að gera up]>drátt af nýju ráðhúsi. Það cr verðlaunasamkcnni. Hann lank við bleklinurnar í gær. Þér skiliið bað, að allir teiknarar draga línumar fvrst með blv- anti. Þegar það er búið, ]>á skafa beir út blvantslínumar með handfvlli af brauðmolum. Það cr miklu betra en strokleður.“ „Blumberger hefir kevnt brauðið hjá vður. .Tæia bá, núna i dag — auðvitað skiliið Jiér, jungfrú, að mér er ekki------- með öðrum orðum, uppdráttur Blumbergers er alveg handónýt- ur.“ Jungfrú Marta fór inn í bak- lierbergið. Hún fór úr bládroy>- ótta silkivestinu og fór i brúna ullarkjólinn, sem hún var von að vera i. Svo helti hún aldina- k.jarna og bóraxseyðinu út um gluggann í öskukassaím. (E. þýddi). GLEÐILEG JÓL! og gott og farsœll rujtt ár, með þöklc fyrir oiðskiftin á hinu líðandi ári. Þvottahús Iieykjavíkur. GLEÐILEG JÓL! jVerslunin Edinborg. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar GLEÐI LEGRA .1 Ó L A óskum við öllum. NATHAN & OLSEN. Óska öllum mínum viðskiftavinum GLEÐILEGRA JÓLA OG NÝÁRS. fí. F. Magnússon. ðnl GLEÐILEG JÓL! GLEfílLEG JÓ L! H.f. HAMAli. æ GLEfílLEG JÓL! Timburverslun Árna Jónssonar. GLEÐILEG JÓL! Efnalaug Reykjavíkur. GLEÐILEG JÓL! Slippfélagið í Reykjavík. %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.