Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 12
V í S IR Alveg vita-gagnslaust! H$nn vill ekki sjá þig! — Sælir strákar! Monika spratt upp þegar og ætlaÖi aÖ rjúka á bónda sinn og heilsa honum meÖ kossi, en hún hætti við það. — GuÖ almáttugur! — HvaÖ er aÖ sjá þig, maÖur! — Hvernig hefirðu orðið svona útleikinn? Daníel var furðulegur ásýndum og hafði eg aldrei séð hann því líkan. Hár og skegg var alþakið moÖi, lamba- spörðum og ljámúsum. Eg skildi ekkert í því, hvernig öll þessi ósköp gæti tollað á karlinum. Ilann stóð þarna á miðju gólfi — úlpuklæddur moð- uxi, kargur á svip, tilbúinn i alt. Mnnika: — Ja — guð sé oss næstur! — Lofaðu mér að verka þetta af þér, elskan mín. — Hún seildist til hans og ætlaði að hrifsa stóra, fagurgræna ljámús, sem dingl- aði í hökuskegginu. Daníel reigðist við, stappaði í gólfið og orgaði: —- Snertu mig ekki, Trölleyra-skotta! Þetta var kuldalega mælt og hugur minn snerist allur gegn þessari ógeðslegu moðhrúgu þarna á gólfinu. Steini tók upp í sig, stakk höndunum á kaf í buxnavasaana og spýtti mórauðu langt út á gólf. Monika tók þessu öllu með einstakri hægð: — Þú lærir alt af eitthvað fallegt, góði minn, ef þú skreppur að heiman.--------í fyrra, þegar þú herjaðir á sakleysi mitt, varstu æfinlega kurteis og kallaðir mig jóm- frú Sýraksen, en nú fæ eg nýjan titil eftir hverja snatt- ferð. — En þetta gerir ekkert til. — Eg er eiginkona þín fyrir guði og mönnum. — En þér þykir náttúrlega karl- mannlegt, að atyrða mig þegar aðrir heyra til. Og j)ú ert auðmjúk, af því að aðrir heyra til. — Eg er mentuð og kurteis. Eg hefi umgengist höfð- ingja og konungborna inenn. F.11 ])ú ert bara fjósakarl, góði minn. — Einmitt það! — Svo að eg er bara fjósakarl. — Tóku þið eftir því, piltar! — Daníel Enoksson er bara fjósakarl! ------Eg s'tefni })ér fyrir meiðyrði. —- Eg skil við jtig — rek J)ig frá mér. — Daníel skálmar urn gólfið, hristir sig allan og rausar. Ljámýsnar dansa í skegginu og fáein lamliaspörð hrynja niður á góifið. — — — Þú flekaðir mig i hjónabandið. Þú sagðist vera kom- in langt á leið. — Þú sagðir að prinsinn væri farinn að sprikla.------Og svo var það bara koddinn hans föður þíns. — Eg hlusta ekki á þetta.-------Þú ert eitthvað svo æstur og ósanngjarn. — — Eg ætla að fara með koddann til Arnórs sýslumanns og þá skaltu sjá hvar þú stendur. — Þú ert ekki með sjálfum j)ér í dag, herra Enoksen, segir Monika, tekur kaffikönnuna og gengur til dyra. Daníel kallar á eftir henni: — Og það ætla eg að láta þig vita, gamla leiðinda- skjóða, að eg hefi útskúfað })ér úr hjarta mínu og leitt aðra til sætis i helgidóminum. — Monika siiýr við í dyrunum og segir með einstakri hægð: — Eg er svo skelfilega hrædd um, að ])ú fáir gamla stinginn, elskan mín, ef þú lætur svona. — Vertu nú stilt- ur og góður — þú hefir svo ilt af geðshræringunum. — — Og nú skal eg gefa þér volgan sopa. — :— Eg snerti ekki við kaffinu — eða neinu úr þítium höndum — fari J)að í logandi — sjóðandi — — Blótaðu ekki, elskan mín. — Gáðu að giiði j>ínum og deginum. — — En nú skal eg undir eins konta með sjóðheitt kaffi. — Að svo mæltu hvarf hún fram í bæ- inn og Daníel snerlaði rækilega á eftir henni. — Svona — nú vona eg að hún konú ekki í bráð, sagði Daníel og glotti sigri hrósandi. — Svona á maður að taka þær. Hugsið eftir því, drengir, ef þið lendið á einliverj- um sköturassinum á síðan. — Því næst tók hann að spyrja okkur, hvernig ráðist htfði um erindið, en við létum lítið yfir. — Monika væri eins og óvinnandi borg, sem bryti af sér hvert áhlaup. Og að lokum hefðum við gefist upp. — Því næst spunnum við upp langar frásagnir uin J)að, hversu mjög við hefðum reynt að rægja hann og svívirða, en hún hefði engu orði trúað og jafnvel visað okkur á dyr. — Okkur }>ætti því sjálfsagt, að hann sætti sig við konuna, enda va-ri hún ,að öllu hin merkilegasta. En Daníel tók því harla fjarri. Kvaðst hann nú hafa hugsað málið síðan í gær og vertt- komitjtt að fastri niður- stöðu. Hann mundi sækja um skilnað, 'þegar upp úr há- tíðum, og telja sér vísa aðstoð prófasts og sýslumanns. — Arnór sýslumaður væri alda-vinur sinn, enda hefði þeir einu sinni drukkið brennivín af sania stútnum. Við þóttumst j)ess . fullvissir, að Monika mundi ekki fallast á skilnað, en Daníel kvað j>að ástæðulaúsan ótta. Yfirvaldið væri sinit maður. — Já. Arnór. sýslumaður er sjálísagt voldugur, sagði Steini með miklum spékingssvip. — Samt er kongurinn meiri. — Kongurinn — át Daníel eftir honunt. Hvað kemur þetta konginum við? — Ja — j)að er bara þetta, sagði Steini og var nú sýnu hátíðlegri — að ef j)ú ætlar }>ér að fara illa með Moniku — hætta að sofa hjá henni — féfletta hana — skilja við hana — þá l>ara skrifar hún konginum. — Og j>á skaltu sjá hvar þú stendur.------Það gæti dottið í hann, að láta taka þig af lífi. —---- — Já, það er annað en spaug, að verða fyrir konungs- reiðinni, sagði eg og klappaði Daníel á öxlina. — Þetta er hættuspil, sagði Steini. Og alt af er sami rassinn undir sýslumanni og kongi. Daniel stóð grafkyr á niiðju gólfi og eg fór að búast við veðrabrigðuin j)á og þegar. — Þú hefir verið henni ónærgætinn og vondur, sagði Steini og spýtti um tönn. — Og ef hún skrifar, verður ómögulegt að frelsa þig frá gálganum. — — En hvernig hefir hún breytt við mig? Daníel var tekinn að skjálfa, eins og hann hefði svæsn- ustu köldu. — Þú gleymir baminu, sem hún sagði að við ættum í vændum. Eg er barngóður maður og hlakkaði til að geta komið upp erfingjanum. — Hún fullyrti að barn- ið væri drengur — sagði að það lægi svoleiðis — og við ætluðum að láta hann heita Enok Sýrak Kristján Friðrik Daníel Monikus. — Og svo var þetta bara koddableðill. — — Það er stærsta reiðarslagið, sem yfir mig hefir dunið. — Eg þóttist sjá fram á, að við strákarnir mundum aldrei losna með }>essu lagi. Og nú var Um að gera, að finna eitthvert ráð, sem dygði til }>ess, að gera Daníel sáttfúsan og bljúgan. Eg sagðist vonast til þess, að hann efaði ekki vináttu mina og einlægni, og nú væri eg hræddur um, að hann kynni að stofna sjálfum sér i glötun með stríðlyndi sínu. -— Daníel: Já, })ú hefir æfinlega verið elskulegur vinur minn. — Og einlægur, er mér óhætt að segja. Það hefirðu verið. Eg gelck á lagið: — Mikilmennum hættir einlægt til }>ess, að heimta ósköpin öll af öðrum. Og nú er Monika alveg að bugast undan skörungsskap þínum, stórhug og mikillæti. — En hún elskar þig, eins og lííið í brjóstinu á sér. — — Heldurðu það? — Röddin var hljónúaus og þreytu- leg. — Eg veit það. — Hún hefir trúað mér fyrir öllu. — Og nú liefir hún -— i raunum sínum og vonleysi — gripið til þess úrræðis, að skrifa konginum. Og fái kongurinn bréfið, verður ómögulegt að bjarga þér. Þú verður hengd- ur fyrir sumarmál. — Bréfið er hér, sagði Steini hróðugur og klappaði á brjóstvasann. — Eg hefi loíað að koma því með pósti eftir nýárið. — Þú ætlar ekki að gera það endaslept við mig, Þor- steinn. — Svona launarðu mér — — Daniel riðaði allur, eins og aðframkomin höfuðsóttar- kind, en eg hljóp til hans og studdi hann að rúminu. — Hann lyppaðist niður á stokkinn, en lagðist því næst endi- langur upp í rúmið og tók að biðjast fyrir. Við horfðum á karlinn og mæltum ekki orð frá vörum. Og svona leið góð stund. Þá kom Monika inn með kaffið. — Ertu lagstur fyrir, elskan mín, án þess að þvo }ær. ------Nú drekkurðu fyrst volgan sopa og svo tökum við til óspiltra málanna. — Blessuð hátíðin fer nú að nálgast og þá eiga allir að vera þvegnir og kembdir, sparibúnif og glaðir. — Daníel stundi hátt. Þvi næst leit hann til Moniku sinn- ar, undur-varlega, með bæn og angist í augnaráðinu. — Heyrðu — elskan mín — nú er gamli stingurinn kominn. — Þú þolir ekki geðshræringarnar, ástin min. — Er hann fjarska sár? — Já. Eg ber varla af mér, og er eg þó harður, eins og þú veist, hjartað mitt. — Eg er ógnarlega hræddur um, að guð sé nú í þann veginn að kalla mig heitn til föður- húsanna. Og þá verður þú einstæðingur. — — Monika settist á rúmstokkinn hjá lionum og var sýní- lega forviða yfir þessum óvæntu sinnaskiftum. Henni vöknaði uin augu og blúndusvuntan kom enn i góðar þarfir. — Þú ert svo falleg i dag, elskan min, svo ungleg og litfríð.-----Eg var að hugsa unt það áðan — J>að kom svona yfir mig — að nú væri afmælið okkar í dag — blessað trúlofunar-afmælið. — Og svo langaði mig til að þú kystir mig — af þvi að það er nú þessi dagur. — Monika var svo hrærð og klökk, að hún mátti ekki mæla. Hún laut niður og kysti Daníel fast og Iengi. Mér virtist andlit hennar hverfa með öllu i ljámýsnar og skeggið. En þegar hún vildi slíta kossunum, var hún orðin föst i skeggi bónda sins. Hún lét sér hvergi bregða, og sleit sig lausa í annari atrennu. — Hverju hefirðu mokað í skeggið á þér, herra Enoksen? — Vertu nú ekki vond við mig, elslcan min. — —- Eg gerði það ]>in vegna. — Þú hefir stundum fundið að jjví, að eg væri alt af að klóra mér i skegginu. Og nú ætlaðí eg að uppræta alt fyrir jólin. — Litlu angarnir þola ekki tjörulyktina. — Barstu tjöru í skeggið á })ér, herra Enoksen? — Já — og hárið lika — eg hafði ekki önnur ráð. — Og þess vegna ertu svona morandi í Ijámúsum og allskonar rusli. — — Eg varaði núg ekki á þvi. — Fyrirgefð'u mér, elsk- an mín — af því að það er nú þessi dagur. — — Mér var ljóst hvers vegna Daníel hefði grípið til tjör- unnar, en eg hafði ekki orð á því. — Þú veist það, herra Enoksen minn, að eg íyrirgef þér alt. — Og þó að þú lítir ekki beinlínis kommglega út þessa stundina, }>á ertu })ó maðurinn minn, og eg er aJls ekki viss um, að eg hefði orðið hótinu sælli með prinsinum, — Kystu mig, ástin mín. — Nei, það er satt. Eg gleymdi ólukku tjörunni. — Ja — hvort eg skal ekki kyssa þig eftir hreingeniing- arnar! — En nú drekkur þú volgan sopa, meðan ég set upp þvottavatnið. — Eg finn það á mér, að }>etta verða yndis- leg jól. — Og nú er Öins og stingurinn sé heldur vægari. Eg ef að vona að blessaður himnafaðirinn taki mig ekki frá þér' í þetta sinn. — — Það vona eg líka. — Hvað ætti að verða um mig, ef þú yrðir kallaður héðan — nú Jægar blessaður gamlí maðurinn er dáinn? — Eg kveð ykkur, ungu menn, sagði húsfreyja, þakka komuna og óska ykkur gleðilegra jóla. Að svo mæltu hvarf hún til skyldustarfa sinna íramrm í eldhúsinu. — Daníel sötraði kaffið og mælti ekki orð frá vörurn. —- Þú mátt aldrei minnast á bréfið til kongsins, sagði Steini, þegar við komuin fram í bæjardyrnar — ekki með einu orði. — En komdu til mín milli jóla og nýárs, og þá brennum við það í félagi. — — Það er tilvalið, sagði Daníel. — Og þá heíir hún enga svipu á mig, hvað sem í skerst. — Hún gæti skrifað aftur, sagði eg. — Og fjára-kornið. Hún fyrtist þegar kongur ánsaf henni ekki, sagði Steini og steig út fyrir þröskuldinn. Daníel: Já — hún fyrtist. Hún er svo stór í sér. —- Og þá hefi eg eins og frjálsari hendur. Við Steini hurfum út í fjúkið og myrkrið, en Daníei labbaði inn í bæ og kysti Moniku sína —- af }>ví að }>að var nú þessi dagur. Cohen, 11 & 15 Trinity House Lane, Hull. óska yður öllutn gleðilegra jóla °g góðs og farsæls nfjárs. Gleymið ekki hinni stóru kjarakaupa-útsölu minni, sem bymjar 1. janúar og endar i febrúarlok 1932 og er sérstaklega vegna íslensku viðskiftanna minna. Eg vil líka minna þá, sem lcoma til Grimsby, á það, að það mun meir en borga sig fyrir þá að koma yfirum til Hull og líta inn til mín. Yðar einlægur B. Cohen. æ æ æ æ æ GLEÐILEG JÓL/ Nf/lenduvöruoe.rsiunín 't Jes Zimsen. æ æ æ æ æ æ sæææææææææææææææææææææææææ æ æ GLEÐILEG JÓL! Benóng Benónýsson. Jðlakveðjur sjömauna. FB. 22.—24. des. Liggjum á Önundarfirði. GleSi- legra jóla óskum viö vinum og ættingjum. Velliðan. Kærar kveðj- uf- C Skipshöfnin á Sindra. Gleðileg jól. Góð liðan. Kærar kveðjur. Skipshöfnin á Jupiter. Hjartanlegar jólaóskir til vina og vandamanna. Skipshöfnin á Hannesi ráðherra. Óskum vinum og vandamönn- um gleðilegra jóla. Vellíðan allra. Kveðjur. Skipshöfnin á Baldri. Óskum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla. Vellíðan. Kveðjur. Skipshöfnin á Ver. Gleðileg jól, vinir og vanda- menn! Óskum öllum vinum og vanda- mönnum gleðilegra jóla. Vellíðan allra. Kveðjur. Skipshöfnin á Gylfa. Óskum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla. Velliðan. Kærar kveðjur. Gleðileg jól. Vellíðan. Kærat' kveðjur tii vina og vandamanna. Skipverjar á Geir. Óskum vinum og vandamönn- um gleöilegra jóla. Skipsh. á Agli Skallagrímasynj. Skipshöfnin á Sviða. Skipverjar á Otri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.