Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 11

Vísir - 24.12.1931, Blaðsíða 11
V I S I R er við vprum tveir saman. — — Þú ert sjaldséður gest- ur hér á Trölleyrum, Þorsteinn — já, það tná nú segja. — En velkominn skaltu vera. — Eg þori nú ekki ann- að en nefna þig fullu nafni — þú ert orðinn svo gríðar- 3tór og kyssilegur. — En hvað þú ert líkur einum hátt- settum dönskutn manni, setn eg kyntist forðum daga. Hann vár í íylgd hteð blessuðum konginum. Þú ert svo skelfi- lega lílair honum til munnsins, en hvort þú kyssir eins vel — það veit ekki hún Monika mín — ekki ennþá. — Við hörfuðum aftur á bak, í áttina til dyranna, ttnd- an þessum ræðuhöldum, en Monika fylgdi okkur fast eftir og lét dæluna ganga.-------Annars er ttú ekki laust við, að eg sé dálítið ergileg i þinn garð, herra Þorsteinn. — Þú hafðir narrað manninn minn til að gefa þér Ijóm- andi hestefni hérna um árið. Það hefði ekki verið ama- iegt fyrir mig að eiga folann næsta vor, því að þá er eg ,að iiugsa unt að riða suður i Reykjavík. — Þær eru altaf að skrifa mér, maddömurnar fyrir sunnan. Það er svona að vera alþektur — þá er blessað fólkið sí og æ að dekstra .mann og bjóða manni heim. — Og eg er svo löt að skrifa. Eg verð að láta mér ttægja, að svara helstu vinunt tnín- um í lienni Kaupmannahöfn og svo verða blessaðar frúrn- ,ar t Reykjavík út undan. Það er annars merkilegt, hvað allir sækjast eftir nianni. — Olckur hjónunum datt það nú til dætnis að taka ekki í hug í stttnar, þegar við fór- um með ullarhárið, að mikið mundi verða um heimboðin í kaupstaðnum. En það fór á aðra leið. — Þama kontu boðin úr öllutn áttuni — frá lækni, sýslumanni, söðlasmið ,og svo náttúrlega frá kaupmanninunt sjálfunt. — Eg held að Enoksen minn ltafi þá skilið til fulls, að það er ekki alveg sama hverri tnaður er giftur.-------Eg gat nú ekki annað en brosað nteð sjálfri mér — eg segi það alveg eins og það er — þegar eg sá ríkiskonuna frá Síðu húka eina og yfirgefna á kontpoka, þegar sýsluntaðurinn tók mig undir arm sinn og leiddi mig heim til frúarinnar. — —■ — Ett hvað er eg annars að hugsa! — Eg gleymi mér alveg, þegar eg stend frammi fyrir svona ungum og fallegum piltum. — — Eg gæti haldið áfram til mið- nættis, því að tniklar og margvíslegar eru endurminning- arnar.------Eg tala nú ekki um, ef eg færi að segja ykk- ur frá prinsunum og blessuðum konginutn. Þá yrði eg aldrei búin. — — O-já — maðttr má miina tvenna thn- .ana, og eg býst ekki við, að þið ntunduð skilja mig, þó að eg reyndi ao skýra fyrir ykkur, hversvegna eg kaus grenið hérna á Trölleyrunt, heldur en hallirnar í hentti Danmörk. — En gerið nú svo vel, drengir, og gangið t baðstofu-hreysið. — — Eg verð að þvo mér ofurlítið og láta á mig hreina svuntu, svo að ykkur leiðist ekki að horfa á mig. — Svuntulaus kona er réttlaus, sagði María sáluga. Hún tók æfinlega af sér svuntuna, þegar ungir menn komu að Núpi, en gáruitgarnir sögðu að það hefði ekkert hjálpað. Monika fylgdi okkur til baðstofu og battð okkur sæti á hjónarúminu. Þar lá grábröndóttur köttur, hringaði sig malcindalega og tnalaði liátt. Eg hafði orð á því, að mér þætti kisa falleg. — Hún heitir líka „Etiketta“ eftir kisu drotningarinnar, sagði Monilca og gældi við köttinn. Við létum i ljós undrun okkar yfir þessu nafni, og sagði Monika þá, að á meðan kongttrinn var hér um árið, hefði hún oft heyrt talað uin Etilcettu, og loksins hefði hún koniist að því ltjá dönskum manni háttsettum, að þetta væri nafn á ketti drotningarinnar. — Og [)á hefði hútt strax hugsað sér, að reyna að koma upp nafninu. Að svo mæltu sneri hún sér að kistu sinni, tólc þaðan svuntuna góðu og fataböggul stóran. — Kvaðst liúit vona, að olckur leiddist ekki litla stund og hvarf svo frant í bæinn. Okkur leið illa. Þessi fávísa lcona var sýnilega nokk- urn veginn ánægð með hlutskifti sitt. — Vafalaust hafði hana drcyint fagra drauma um ástir og æfintýr, en nú var ilmur lifsins horfinn og eina ráðið að taka möglunar- iaust við fátæklegunt gjöfum haniingjunnar.---------Hún jiafði barist hinni góðu baráttu og að lokunt tekið höfn í hjónasængintii, eftir hvíldarlausan }>rjátíu ára róður. — Að þessu leyti hafði hún sigrað og víst væri um það, að mörg stúlkan tnundi hafa farist í því líku ástavolki. — Og þó að Daníel væri hvorki höfðingi né tigulegur á \ælli, þá væri þó sælt, að hafa eignast hjá honum skjól og hlé eftir langan, vonlítinn og örðugan barning. Eg vildi brigða santning minn við Daníel, en Steitti tók því fjarri. Kvaðst hann illa launa karlinunt folann, ef hann svikist nú undan merkjttm. Væri og ekkert lík- legra, en að hann mundi truflast með ölltt, ef hann losn- aði ekki við Moniku þegar í stað. Þráttuðum við ttm þetta fram og aftur, og sýndist sitt hvorunt. Féll svo talið niður, en mér fanst tíminn lengi að líða og feginn varð eg, er Monika kotn nteð kaffið. — Hafði hún nú heldur en ekki fengið búningsbót, þvi að blúndu-svuntan mikla var nú komin á sinn stað, en kinnar og varir loga-rauðar. Hún var í klæðispilsi fornu. en dagtreyju rósóttri að ofan. Á höfði bar húii skuplu eina ntikla, og hafði eg ekki áður séð slíkan höfuðbún- að. — Þótti mér lconan hafa tekið miklum stakkaskift- um og ekki alls kostar til bóta. — Jæja, — geri þið nú svo vel, yngismenn! Eg vona að lummumar sé ætar og kaffið skal eg ábyrgjast. — Það er sónti fyrir mig, að ltafa orðið fyrir slíkri heim- sókn. Og trúað gæti eg þvt, að suntar öfunduðu mig held- ur en hitt, ef þær vissi, að þið hefðið brotist þetta í fjúki og ófærð, einungis til þess, að gleðja mig með návist ykkar á þessu heilaga kveldi. — Þið vitið ekki hvað öfund- in er rík i sumu kvenfólki.-------En það er nú einhvern veginn svona — hvað sem hver segir, — að ungu tnenn- irtiir renna helst augununt þangað, sem eitthvað er að sjá.-------Gerið svo vel, drengir — þið smakkið ckki á lunimunum. — — Eg skil annars eklcert í þvt, hvað maðurinn minn getur verið lengi í húsunum. — Bara að ekkert hafi nú orðið að honum, auntingjanum. — Var hann kannslce eitthvað lasinn í morgun ? — Eg veit ekki. Hann var eitthvað svo skrítinn og þegj- andalegur. — Og í gærkveldi var hann útslitinn af þreytu. Eg fékk eklci úr honum orð, hvernig sem eg reyndi, og í nótt var hann blátt áfram með óráði. Byltist þetta sitt á hvað og rausaði einhver ókjör upp úr st^fninunt. — Hann gæti hafa dreynit, sagði Steini. — Hugir ann- ara vitja oklcar stundum i svefni. — Og þvi er nú ver og miður, að Daníel hefir margt Ijótt á samvislcunni. — Því trúi eg ekki, sagði húsfreyja. — Daníel gerir eitgunt mein. — Hann er ráðvendnin sjálf og á enga óvini. — Það er fallega gert, að bera blalc af honum, sagði Þorsteinn nteð miklunt spckingssvip og staklc upp í sig vænni lunimu. — En það sannar ekki neitt um dygðir bónda þíns. Það sannar einungis það, sem allir vita, að hjartalag þitt er gulli dýrra. — Eg sá, að Moniku þótti lofið gott. Flún þagði litla hríð og horfði á okkur þakldátum augum. Síðan tólc hún til máls: — Eg er svo sem ekki ánægð með hann — það er nú eitthvað annað. Og mér er fyllilega ljóst, að eg tók af- skaplega niður fyrir mig. — En hann Nonni litli þarna er til vitnis um, hvernig hann lét við mig og hvort eg reyndi eklci í lengstu lög, að lcomast undan honum. — Eg varðist eins og Ijón, er mér óhætt að segja. — — En þegar haitn hótaði tnér með móður sinni dauðri — — — °S þegar hann hótaði að fyrirfara sér og ganga aftur —--------- Eg gat eklci stilt ntig um, að láta þess getið, sannleik- ans vegna, að það hefði hann ekki gert — — Jæja — lcannske það hafi ekki verið í það sinn. En eg sá að hann var að hugsa um að gera þaÖ.------------- Og eg hafÖi, þó að skömm sé frá að segja, flæmt svo marga út i óreglu og lánleysi og opinn dauðann, að mér óaði við því, að bæta við hópinn.------Mér fanst í sann- leika nóg komið, en eg er að vona, að gæskurikur ltimna- faðirinn fari eklci í strangan reikningsslcap við mig, hvorki fyrir það né annað. Monika var orðin klökk og brá svuntuhorninu í augun. — Það var ekki mér að kenna, hvernig piltarnir létu. Guð veit, að eg reyndi að bíta frá mér. En eg hafði eng- an frið. Eg óslcaði þess eins, að fá að lifa og deyja í mínunt fagra og saklausa meydónti. — — Það hefÖi nú liklega þótt fyrirsögn, þegar eg var hjá landshöfðingj- anutn og hryggbraut þá sem ákafast, að harrn Enoksen hérna yrði mér að falli. En svona eru vegir drottins órann- sakanlegi r. — Og nú er kontið sem komið er, og eg ætla ekki að skorast undan að bera minn kross-----------Enok- sen mitm er ekki vondttr maður. En við erum svo ólík. Hann þekkír ekki annað en beljumar í Hvammi, en eg var eftirlætisgoð allra höfðingja fyrir sunnan. — Eg tala nú ekki htm, hvað konungsmennimir vom góðir \dð mig þarna um árið. Þeir vildu láta mig sigla með sér og eg veit elcki hvað og hvað. — — Mottika grét hátt og af engri stillingu. Mér leið illa. Mig langaði til að hugga þenna hrjáða smælingja, en eg gat ekki fengið mig til þess. — Hún var altaf að þerra augun og eg sá að svuntuhomið var orðið fagurrautt, en kinnarnar ösku-gráar og ljótar. — — Steini ditndaði við að kveikja í ptpunni sinni og gekk illa. Eg kveið því inest, ef hann færi nú að angra þenna lítilniagna, sem sat í hnipri þarna við borðið. — Mér er sama þó að eg segi ykkur það, af því aS þið ertið vinir minir, að maðurinn minn er eitthvað svo kaldur við mig upp á síðkastið — talar ekki við mig orð dögutn saman, en eg forðast að segja nokkurt bituryrði í hans garð. — — En þegar mér reynist alveg ómögu- legt að fá hann til að }>vo sér, þá get eg haft það til, að verða kuldaleg í orði. — Þú ættir að reyna að gera hann afbrýðisaman, sagði félagi minn, og púaði út úr sér miklum reykjarmekki. Þá var þvi líkast, sem Monika vaknaði af svefni. Hún hætti að gráta }>egar í stað, og horfði ástúðlega á Þor- stein. Andlitið var nteð rauðum skellum hingað og þangað og þótti ittér konait fitrðulega Ijót. — Það er nú einmitt það, sem mig hefir altaf langað til. En hér kemtir aldrei nokkur maður.------------Kann- ske þú vildir------- — Eg? — Ilveriiig í ósköpunum dettur þér slíkt í hug? — Sagði eg ekki áðan, að þú væri orðinn stór og kyssi- legttr? — — — Þú ættir að eiga barn, Monika. — Þú mundir yngj- ast við það. Og þá hefðirðu eitthvað til að skemta þér við. — Já — barn, það segirðu satt. Ofurlitinn, grátandi og hlæjándi anga. — Þú veist nú minst um það, hversu oft eg hefi beðið guð þess síðasta árið, að gefa mér barn — svo litinn anga mér til skemtunar. — — Eg er svo fátæk og ein. Hvað er það, að eiga mynd af konginum, hjá þeirri sælu, að eiga svolitla krakka-nóru? — Daníel hleður niður börnum utn allar jarðir, segir Þorsteinn og reykir sem ákafast.---------- — Nei — nú trúi eg þér elcki, Þorsteinn, þó að þú sért kannske merkilegur. — Hleður niður börnum! — En sú f jarstæða! — — Nei, Enoksen minn er ekki sá maður, að hann komi upp erfingjanum, hvorki hér á Trölleyrunt eða annarsstaðar. Því er nú ver og miður, liggur mér við að segja. — — — Trölleyra-prinsinn ætlar að minsta kosti að láta btða eftir scr. — Það er bersýnilegt.------ — Vertu ekki að þessari vitleysu, sagði eg, og tók ó- þyrmilega í öxlina á Steina. Þú veist sjálfur, að þetta er ekkert aiinaÖ en vitleysa. — — Eg skil þig, segir Monika með töluverðum ofsa. — Þú heldur sjálfsagt, að eg sé einhver æfagömul tinda- bikkja. Það væri svo sent rétt eítir þér! — En þar slcjátl- ast þér, drengur minn.-------Eg er þetta, sem eg hefi alt af sagt og segi — halla af þrítugu! VI. Eg veitti því athygli, að snerillinn fyrir baðstofuhurð- inni tók að hreyfast. Honum var snúið undur-varlega, uns hurðin gekk frá stöfum og andlitið á Daníel birtist í gætt- inni. Hann litaðist um og fór hljóðlega. Við Steini sátum á hjónarúminu, en Monika við borðið og horfði baki við dyrttm. Hún hafði haft orð á því, að Daníel væri undar- lega lengi að lteiman. Og nú mæltist hún til þess, að eg skryppi í húsin og svipaðist að honum. Sjálf kvaðst hún ætla að semja við Þorstein á meðan. Daníel vatt sér slcyndilega inn á gólfið og mælti: — GLEÐILEG JÓL! Kristin J. Hagbarð. 88 GLEÐILEG JÓL! m 88 Sláturfélag Suðurlands. GLEÐILEG JÖL! og gleðilegt og farsælt rujtt ár með bestu þökk fgrir viðskiftin á hinu líðandi ári. liafliði tíaldvinsson, Hverfisgötu 123. GLEÐILEG JÓL! og gott mjtt ár með þökk fyrir viðskiftin á hinu líðandi ári. Versl. Hermanns Jónss., tíergþórugötu 2. GLEÐlLEG JÓL! H.f. Veggfóðrarinn. 'itð iiiiiimiiimioiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiBiiiBfiiiiimiiiiiiiiiEiimiiimiiiifi æ æ æ æ æ KMOCmxXXXXXXiQQQQÖQOOQOt “ 8 I GIÆÐILEG JÓL! Sig. Kjartansson, Laugaveg 20. GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum sínum viðskiftavinum NINON. KXXStXXiCtClOOOÍÍÖ«XXiíXSOOOO<SÍSí5 zr r— iiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiifiiiimiiiiiimmiiiiiiiiimmiminmiiKiimiiið GLEÐIIÆGRA JÓLA óska eg öllum viðskifta- vinum mínum, nær og fjær. Jes Zimsen. Óskum öllum okkar viðskiftavinum GLEÐILEGGRA J Ó L A. Verst. Vaðnes

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.