Vísir - 21.12.1957, Síða 3

Vísir - 21.12.1957, Síða 3
JÓLABLAÐ VfSIS 3 Það hlýtur að hafa verið í Tiálfgerðri örvæntingu sem ^essi afkomandi og fjandmaður Guðina konungs fór á fund norska einvaldans — síðustu vonar hans. Hann sýndi vík- ingakonunginum fram á, hve auðvelt væri að sigra England og benti Haraldi konungi á, að samkvæmt Brennsáttmálanum (þar sem Knútur Englakonung- ur hefði tilnefnt Magnús góða — náfrænda Haralds — eftir- mann sinn til ríkisins) ætti hann kröfu til konungdóms á Englandi. Ennfremur sagði hann konungi, að hann ætti marga volduga vini þar í Eng- landi, þótt hann væri sjálfur út lagi, og myndu þeir styðja fyr- irætlun þeii'ra. Ævintýraleiðangur undirbúinn. Haraldur konungur gekkst upp við málflutning Tósta, er notaði óspart hól og skjall og setti forsendur máls síns fram með krafti og klókindum, svo að konung fór að dreyma stóra drauma um nýja landvinninga, auðæfi og frægð. Lét hann að síðustu undan áskorunum Tósta og fór að undirbúa stór- kostlegasta ævintýraleiðangur, er hann hafði stofað til um dagana. Undirbúningnum var áreiðanlega hraðað meira fyrir þá sök, að þeir höfðu pata af því, að annar stór floti, er einn- ig ætlaði að gera innrás í Eng- land, var í undirbúningi í höfnum Normandís. Engum tíma var spillt, og norski flotinn, er boðið hafði verið út í skyndi, lét í haf frá ströndum Noregs allmörgum vikum áður en floti sá, er síð- ar fór frá Normandí í sama til- gangi. í raun réttri var þetta hádramatíska atriði í hinni löngu sögu víkinganna um garð gengið, áður en marraði í fjöru- grjótinu við Ermarsund undan kjölum Normanna. Eins og áður er sagt, lét floti víkingahna í haf frá Sólund og hélt til Hjaltlandseyja, þar sem konungur skildi eftir nokkuð af flotanum, en hinn hlutinn hélt á undan til Orkneyja. Báðir þessir eyjáklasar voru þá. undir norskri stjórn, og á báð- um stöðum fékk Haraldur konungur glæsilegar viðtökur og jafnframt bættist honum þarna allmikill liðsauki í skip- um og mönnum. Úr öllum átt- um komu langskipin siglandi til liðs við konung, víkingar frá Irlandi, eynni Mön, Suðureyj- um og frá íslandi — allir komu til að berjast undir merki vík- ingakonungsins, hinni frægu Landeyðu, er Haraldur hafði svo oft sigrað undir. Haldið suður með 30.000 menn. Konungur skildi drottningu sína, Ellisif, og dætur eftir í Orkneyjum og hélt skipum sín- um suður með austurströnd Skotlands. Þar kom Tósti jarl til móts við hann með skozk- flæmskan skipaflota. Haraldur hafði nú 30.000 manna lið. Hann hóf nú strandhögg í hér- uðunum í Kliflöndum (Cleve- land) og víðar, sem á þeim tímum var strjálbýlt landsvæði. Þar næst sigldu þeir lengra suður á bóginn og réðust á Skarðaborg (Scarborough) er var tekin eftir frækilega vörn og 'brennd ög 'flestir íbúanna drepnir. Næst var ráðist á Hallornes, í Jórvíkurskíri norð- an við Humbrufljót. Á meðan flotinn sigldi fyrir Spurnnes, inn í fljótið, fór Haraldur þvert yfir land til fljótsins, og herj- aði og rændi á leiðinni, og rak á flótta flokk landsmanna, er gerðu honum fyrirsát. Norski herinn fór nú aftur á skip sín og hélt upp Úsu, en lít- ill enskur skipafloti, er af ein- hverri ásfæðu hafði láðst að veita honum viðnám, hörfaði undan. Víkingarnir fóru upp Úsufljót upp að Riccall, þar sem flotanum var lagt, og herinn fór á landi til að undirbúa næsta áfanga í herferðinni — árás á Jórvík, hina fornu kastalaborg og höfuðborg Norðimbralands. Auk þess sem það var mikill kostur að ráða yfir þessari kastalaborg sem aðalbækistöð, mun það að líkindum hafa ráð- ið miklu, að um leið komst Tósti jarl til ríkis síns og í samband við vini sína, er hann hafði rætt um, meðal dönsku íbúanna í Jórvíkurskíri. En Jórvík var ekki unnin bardagalaust. Orrusta þ. 20. september. Fram að þessu hafði Har- aldur konungur ekki mætt neinu skipulegu viðnámi, en nú fékk hann að kenna á verulegri mótstöðu. Mörukári, jarl í Norðimbralandi, og bróðir hans Valþjófur, jarl í Mersiu, komu frá Jórvík með mikinn her Norðimbra. Haraldur hafði farið frá Riccall, og herirnir mættust við Fulford, tvær enskar mílur frá Jórvík, 20. september. Miðhluti víkingahersins hafði tekið sér stöðu þvert yfir veg- inn, sem enski herinn kom eft- ir; vinstri armurinn, undir stjórn Haralds konungs, var milli miðfylkingarinnar og Úsu, en hlið hægri fylking- ararms hafði vernd af síki og mýrakeldum í brún votlendis- ins. Orustan hófst með allsherjar áhlaupi Englendinga; áköf á- rás Mörukára yfirbugaði hægri fylkingararminn, þar sem her- inn var veikastur fyrir, og hrakti hann undan í upplausn. Eu á þessu hættulega augna- bliki yfirgnæfði gjallandi her- blástur köllin og orustugnýinn, og vinstri ai'mur víkinganna, með gunnfánann Landeyðu og Harald konung í fylkingar- brjósti, kom til liðs við hinn, höggvandi og leggjandi til vinstri og hægri. Víkingar skútu fleyg inn í framlínu enska hersins, höggvandi niður hér Norðimbra svo grimmilega, áð ekkert stóðst fyrir, svo að þeir gugnuðu að síðustu og létu undan síga. Almennt undanhald varð að flótta, ringulreiðin snerist í skelfingu. Mikill fjöldi særðra og flýjandi manna streymdi undan í allar áttir. Sumir stukku eða voru hraktir út í ána, en svo margir voru drepnir eða kastað í fenin og síkið á flóttanum, að „Norð- mennirnir gátu gengið þurrum fótum yfir“. Jórvík gefst upp. Ekki flúði þó allur her Norð- imbra. Margir, einstaklingar og dreifðir flokkar, börðust meðan nokkur maður stóð uppi, þótt þeir gætu ekki komið í veg fyr- ir ósigurinn. Meiri hluti þeirra, sem undan komust tíndist aftur til Jórvíkur, og sagði hin geig- vænlegu tíðindi, er fylltu borg- arbúa örvæntingu og skelfingu. Borgarráðinu féllust hendur og trúði það ekki á að frekari mótstaða kæmi að liði. Það sendi því boð um uppgjöf borg- arinnar til Haralds. Sáttasamn- ingar hófust, og eftir miklar umræður og töf varð samkomu- lag um að eitt hundrað og fimmtíu gislar skyldu sendir Haraldi til tryggingar hollustu borgarinnar; að borgin skyldi gefast upp fyrir honum næsta mánudag (25. sept.): og að 500 gislar í viðbót skyldu afhendast sama dag fyrir allt Norðimbra- land, í Stanforðabryggju, þorpi einu nokkrar mílur frá Jórvík við ána Derwent. Sáttmáli þessi var að líkind- um gerður á sunnudegi, á „þingi“ utan borgarinnar. Har- aldur hinn sigursæli og her hans hélt síðan til Standforðabryggu og hefur að öllum líkindum fagnað þar hinum fengna sigri og gert sér glaðan dag. Jóreykur nálgast. Floti víkinga lá enn við land- festar hjá Riccall, sextán mílur í burtu, gætt af um þriðjungi norska liðsins undir stjórn Ól- afs konungssonar og eins af á- gætustu foringjum Haralds, Eysteins orra. Það hefur aldrei verið fyllilega skýrt, hvers vegna Haraldur fór með her sinn til Stanforðabryggju. Þarna var hann langt frá skip- um- sínum — öruggasta hæli sínu, ef í harðbakka slægi — og hafði neyðst til að skilja eftir mikinn hluta af liðinu til að gæta þeirra. Það er því erfitt að finna skynsamlega skýr- ingu á þessu ógætilega atferli. Það er lítið vafamál, að þetta var að talsverðu leyti orsök loka-ósigurs hans. Allan liðíangan daginn, þenn- an haustmilda sunnudag mátti sjá einkennilega sjón á síðasta kafla gamla rómverska vegar- ins frá Lundúnum til Jórvíkur. Þetta var þéttur jóreykur, sem bæði reis hátt á loft í sólskin- inu, og færðist smátt og smátt nær höfuðborg Norðimbralands. Undir skýinu og í því hreyfð- ist, að því er virtist endalaus fylking þreyttra, sveittra ridd- ara, sem búnir voru til orustu. í fylkingarbrjósti reið Harald- ur konungur Guðinason, síð- asti konungur af konungsætt Saxa. Þessi her virðist^ hafa komið til Tadcaster seint um daginn, og eftir stutta vi'ðdvöl í bænum, sem Haraldur notaði til að kanna lið sitt, svo og flota þann, er lá við bryggjuna, lagði hann á stað með sjö herdeildir, og linnti ekki fyrr en hann hafði lagt 14 km. langa leiðina til Jórvíkur að baki sér. Myrk- ur var þegar skollið á, er her- deildir Engla riðu inn í borg- ina við mikil fagnaðarlæti borgarbúa, er fönguðu konungi sem frelsara sínum. Fór 320 km. á fjórum dögum. Hann og hið ríðandi fót- göngulið hans — í herjum Eng- ilsaxa var ekkert riddaralið — hafði farið ákaflega hratt yfir, svo að einsdæmi mátti heita; komið alla leið frá Lundúnum, 320 km. vegarlengd, á fjórum sólarhringum. Þessi flýtir átti eftir að baka víkingahernum ó- vænt tjón, því þá grunaði ekki hið minnsta um þenna aðsteðj- andi óvinaher fyrr en hann stóð andspænis þeim við Stan- forðabryggjur næsta dag. (Það er í frásögur fært, að varð- menn hafi gætt allra hliða og múra Jórvíkur um nóttina, til þess að koma í veg fyrir að víkingahernum bærust nokk- ur tíðindi af herliði Haralds Saxakonungs). Fregnir af innrásinni höfðu borizt til Lundúna, skömmu eftir að Haraldur konungur var heim kominn úr fjögra mán- aða árangurslausri varðstöðu suður við Ermarsund, þar sem hann beið eftir innrás frá Nor- mandí. Skortur á vistum og að- kallandi þörf á hjálp við upp- skerustörf höfðu neytt konung til að leysa upp nokkurn hluta af herliði sínu, og þá í svipinn var að líkindum aðeins ein- valalið hans — þungvopnaðar sveitir húskarla — í fylgd með honum. Óvígur her fer að víkingum. Haraldur konungur brá skjótt við. Allir vopnfærir menn voru teknir í herþjónustu, og 20. september hélt hann burt úr höfuðborginni áleiðis til Jór- víkur, og barst honum liðsauki á leiðinni norður eftir. Hvar eða hvenær honum barst fregn- in um ósigurinn við Fulford er ekki vitað, en hann vissi, að hann mátti engan tíma missa, ef honum ætti að takast að bjarga Jórvík og norðurhéruð- unum. Þetta kapphlaup tókst honum að vinna. Um morguninn 25. sept. var bjart og fagurt veður, en er sól hækkaði á lofti, varð mollu- hiti. Norski herinn undi vel hag sínum og var dreifður á báðum bökkum Derwentár, er Stan- forðabryggja lá á milli. Þar sem búizt var við friðsömum degi, er aðallega yrði varið til að taka á móti gíslunum og til her- göngu inn í Jórvíkurborg, höfðu margir víkinganna steypt af sér brynjunum vegna hitans, og báru aðeins hjálma og vopn. Skyndilega veittu þeir menn víkingahersins, er voru á hægri bakka árinnar, eftirtekt ryk- mekki miklum, er reis upp af veginum til Jórvíkur. í fyrstu var ekkert annað að sjá, og menn héldu, að verið væri að færa gislana til þeirra, eða ef til vill kæmi þarna fleira fólk til að játa þeim hollustu. En að skammri stundu liðinni fór að sjást gegnum mökkinn, er nálg- aðist smám saman, í breið- fylkta sveit ríðandi manna, og blikaði á ótölulega grúa ljós- díla. Smátt og smátt skýrðist myndin og menn sáu, að hér fór óvígur óvinaher, er færð- ist nær á hægum gangi, en sól- skinið blikaði allsstaðar á skyggðar brynjur, hjálma og vopn. í broddi þessarar miklu fylkingar reið flokkur riddara með bláan og gullinn gunnfána — hinn gyllta dreka Wessex. Haraldur vildi berjast þegar. Það ríkti engin óvissa um er- indi þessa aðkomna hers í hug- um víkinganna, og var strax skotið á skyndiráðstefnu. Þeir voru algerlega óviðbúnir þess- ari skyndiárás og eina sam- bandið milli liðshelminganna var hin mjóa brú yfir Derwent- ána. Víkingaherinn stóð þarna illa að vígi. Tósti réð eindregið til undanhalds til Riccall, en Haraldur féllst ekki á þetta. en lét senda þrjá skyndiboða ríð- andi til Riccall til að sækja taf- arlaust menn þá, er gættu skip- anna. S.vo setti hann upp meiki sitt, safnaði liði sínu saman, að líkindum í hálfmánalagaða fylkingu, þannig að það hefði brúna að baki, ef til undan- halds kæmi. Áður en orustan hófst, bauð Haraldur Englakonungur Tósta jarli, bróður sínum, ekki að- eins jarldæmi hans að nýju, heldur einnig þriðjung ríkis sins, ef hann vildi gefast upp. Þetta göfuga boð var mikil freisting fyrir Tósta jarl, svo hann spurði, hvaða boð hann vildi gera Haraldi bandamanni sínum. En er hann fékk það svar, að Noregskonungi skyldi boðið „sjö fet af enskri grund, eða jafn mikið og hann er hærri en aðrir menn“, vísaði hann tilboði bróður síns á bug og kvaðst ekki mundu bregðast Hafaldi konungi............ Er þetta talið sýna, að þrátt fyrir skapgalla sína, hafi Tósti ekki verið ódrengur. Englar leggja íil atlögu. Strax eftir þenna forleik, hófust áhlaup enska hersins; hinar ægilegu bardagaaxir hús- karlanna dundu á hjálmum og skjöldum víkinganna og veittu þeim mikil sár, en þeir hjuggu húskarla niður unnvörpum og lögðu þá spjótum. Gekk svo nokkra stund, að her Engla tókst ekki að höggva geil í lif- andi varnarvegg víkinganna. Létu þeir þá lítið eitt undan síga, en í vígamóðnum tóku víkingar þetta sem veikleika- merki og fylgdu á eftir. Við þetta riðlaðist fylking þeirra, og var her húskarla þá ekki seinn að snúast á móti og ryðj- Frh. á bls. 36.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.