Vísir - 21.12.1957, Page 5
JÓLABLAÐ VÍSIS
5
ur af tilhlökkun, og gleði, þeg-
■ar Eyjólfur hóf upp röddina og
tók að kveða Blesavísur, er
hljóðuðu þannig:
1. Fram er lesin fregnin sú
fjörs með stóra prýði,
látinn Blesi liggur nú,
listajórinn fríði.
2. Gróttu mélsins gnægð í
hann
gumar máttu bjóða.
Húsafellsins húsfreyjan
hestinn átti góða.
3. Lofnin auðar björt á brún,
böl sem grætur téð>a,
eftir dauða hestinn hún
helsöng lætur kveða.
4. Heldur smáan hann ég tel,
hréysti gnótt þó fengi.
Jórinn knái vaxinn vel
' vakur þótti mengi.
5. Unun bauð á alla hlið,
um nær vegi treður,
húð var rauð, en höfuðið
hvítum dregil meður.
6. Fjörið lék um líf og blóð
lífs á glöðu skeiði,
orkufrekur er hann stóð
undir söðulreiði.
7. Skeiðs þá hreysti skerpa
vill
skeifnaprúði delinn
faxið reisti fágað snill
frýsaði’ og gnúði mélin.
8. Stað úr hrærði steina
mergð
stálin oft því sungu,
hans við ærið hraða ferð
hvein í lofti þungu.
9. Horskan valla henti slys,
hlaup þá falleg myndar,
sýndust allir umhverfis
iða fjallatindar.
10. Lengi mararljósagná
ljóði'ð rara kæti:
AÍIt eins var á sundi sá
svaðilfarinn mæti.
11. Þvera leið um laxabúð
ljónið-vogar-tauma,
þó að freyði hans um húð'
hvítir bogar strauma.
12. Spillirfés, sem fákænn var,
flutti v’esið kvæða.
Eftir Blesa bögurnar
björkin-lesi-klæða.
Evjólfur dvaldist tvo eða þrjá
daga á Húsafelli að þessu sinni.
Þá var faðir minn dáinn fyrir
fáum vikum. Eyjólfur kvað þá
bæði ljóc'abréf og gamanvísur,
sem hann hafði ort við ýmis
tækifæri. Skemmtilegri gest
liafði þá aldrei að garði borið
að mímím dómi.
Þegar Eyjólfur kvaddi, af- (
henti móður mín honum
stranga af hvítu þelvaðmáii og ’
bað hann þiggja að bragarlaun- |
um. Ekki kvaðst hann ætlast til
launa fyrir það, sem hann væri
að yrkja sér til dægrastytting-
ar, en góðar þætti sér gjafir
hennar. Hann hafði margt fólk
til að fæða og klæða. — Hann
átti níu b'órn, sex syni og þrjár|
dætur. Öll voru þau greind.
Þrír af sonum hans hneigðust (
til ljóðagerðar: Jón, Samson og
Sæmundur. — Vagn, Jóhann
i
og Guðmundur höfðu aftur á
móti meiri áhuga fyrir smíði. j
Faðirinn kemur
lítt sig sögu.
Því næst skal vikið nokkuð
að ætt Eyjólfs og uppruna.
Móðir hans hét Þorbjörg, dóttir
Þorsteins Hjálmarssonar, bónda
á Kolsstöðum í Hvítársíðu. Voru
þau systrabörn Magnúss hinn
auðgi á Vilmundarstöðum og
Þorbjörg. Hún þótti frábær um
gáfur og næmi. Kunni hún
margar rímur spjaldanna milli.
Hún var enn í föðurgarði, er
hún eignaðist Eyjólf með laus-
ingja, sem þá dvaldist á Gils-
bakka'hjá séra Hirti Jónssyni.
Hét piltur sá Jóhannes. Var
hann talinn hraustmenni og
hagur vel, en af gáfnafari hans
fóru engar sögur. Og ekki batt
Jóhannes lengi trúss við Borg-
arfjörð og verður hans því eigi
frekar getið hér.
Um þessar mundir var sá^
maður á lausum kili í Húna-
vatnssýslu, er Samson hét,
Jónsson. Hann var verkmaður
og greindur í betra lagi. Var^
hann á ýmsum stöðum og átti.
þá böfn sitt með hverri. —
Sonur hans hét Jason, en dæt-
ur hans: Guðrún, Ástríður og^
Ingibjörg, öll hálfsystkini. En
þar komu þó eigi öll kurl til
grafar, eftir því sem hann sjálf-
ur hafði gefið í skyn. —: Sagði
hann það ófeiminn, að heldri
manna konur hefðu boðið hon-
um í sæng til sín, og hann hefði
þá ekki slegið hendinni á móti
blíðu þeirra. — Samson hafði
Frá Hvammi í Hvítársíðu. Þar
kenndur við bann bæ. Myndin
fyrir bæjarstæðinu, en það er
báglega gengi. Hann svarar:
„Það er naumast. Ég hef ætlað
að trcða þessu nógu fast.“
Eyjólfur virti hann
ekki svars.
Eyjólfur var þá með móður
sinni og stjúpa og hafði að von-
um litla ást á honum. Samson
var dálítið hagorður, ef til vill
aðallega af húnvetnskum
sveitasið að reyna að vera með
á þeim vettvangi. Tókst honum
að banga saman réttkveðnum
stökum. Orti hann einkum um
bjó Eyjóífur Jó annesron um langt árabil, enda lengst af
er tckin að hau ídegi eftir að snjóföl er komið og sér bví ill»
undir brekkun ú hægra mfýiri við yilið. sem sést f. nær miðri
my d.
Sveinatunga í Norðurárdal, en þar lézt Eýjóífur 14. desember
1911 í húsi því, sem sázt hér á myndinni. Það var Jóhann, sonur
Eyjólfs, scm byggði þetta hús ár'ið 1895 cg mun bað vera
fyrsta steinsteypt hús, scm byggt hefur verið á íslandi. Engir
síeinveggir, sem enn hafa verið steyptir hér á landi, munu vera
traustari en þessir — ef miðað er við stærð — að því cr bygg-
ingafróðir m:nn herma. Sement og íeskjað kalk sem þurfti í j
steypuna, var samtals 300 hestburuir og alit flutt á klökkum
úr Bsrgarnesi, sem er 50—60 km. vegarlcngd. En auk þess j
þurfti svo annað efni, svo sem timbur, járn og fleira, sem var
Iitlu minna að þyngd en serner.íið cg kalkið.
spurn af hinni ljóðelsku heima-
sætu á Kolsstöc'um og gerði sér
ferð á hennar fund með það
fyrir augum að ná ástum henn-
ar. Tókst honum það með því
skilyrði þó, að þau gengju í
hjónaband, og lét hann það svo
vera, þótt lausakaupin væru
honum kærari. Ekki leið heldur
á löngu, unz Samson tók fram
hjá Þorbjörgu, konu sinni, með
ungri stúlku, sem Þorgerður
hét. Bjuggu þau hjónin þá á
R,auðsgi!i í Hálsasveit og var
barnsmóðirin vinnukona
þeirra. Þegar Þorgerður fór að
ala barnið, hélt ljósmóðirin, að
hún ætlaði ekki að geta fætt,
og sagði Samson frá þv', hversu
J.stjúpsÖn sinn og deildi á hann
fyrir mont, en alclrei heyrði ég
1 þess getið, að Ej'jólfur hefði
sleppt sér út í að svara í sömu
mynt, enda hefði þar orðið ó-
jafn leikur.
I Ungur að aldri kvæntist Eyj-
. ólfur Helgu Guðmundsdóttur
| frá Sámsstöðum í Hvítársíðu.
j Þau voru systrabörn að frænd-
semi. — Þau fóru þá í hús-
, mennsku að Rauðsgili, en þar
bjó Samson með Þorbjörgu,
konu sinni, en móður Eyjólfs.
■Lönd Rauðsgils og Búrfells lágu
saman. Átti Búrfell talsvert
heiðarland þar sunnan megin
við Fellin. Þá bjó á Búrfelli
Kjartan Gíslason, vinur Eyj-
ólfs. Með leyfi Kjartans heyj-
aoi Eyjólfur þar í fjallinu,
byggci fjárhús og hafoi þar
kindur sínar um veturinn. Var
þangað langur húsavegur. Fjár-
húsið stóð á hóli og þar hugðist
Eyjólfur reisa nýbýli næsta vor.
— Samson gerði skop að þeirri
hugmynd og skírði þetta til-
vonandi býli „Monthól".
Hugmyndin um nýbýlið
komst aldrei í framkvæmd. Það
sama vor, sem Eyjólfur ætlaði
að reisa það, losnaði jörðin Bær
í Bæjarsveit og flutti Eyjólfur
þangað og bjó þar fyrstu sex
árin af sinni löngu búskapartíð.
„Heiðurslaunin“.
!
A þessum árum varð Eyjólíi
það stundum á að varpa fram J
við ýmis tækifæri stökum, sem
mengaðar voru glettum, en
gengu þó vel út í fólkið og urðu
munntamar, meðan nýjabrumið
var á þeim, og ennþá lifa sumar
þeirra góður lífi, þótt ekki hafi
þær verið birtar. — Á Úlfsstöð- ,
um í Hálsasveit gegnt Rauðs- j
gili var í tíð Eyjólfs stúlka, sem
Þuríður hét, Bjarnadóttir. —^
Hún átti sótrauða hryssu, sem
hún nefndi Fló. Var hún lista
reiðhrcss. Húsbændur Þuríðar (
hét Árni og Þorgerður, hjón á
Úlfsstöðum. Lék orð á því, að
Þuríður væri í kærleikum við
Árna. — Áður hafði hún leikið
það að eignast son með giftum
bónda. En svo missti Árni Þor-
gerði, en kvæntist Þuríði- litlu
síðar. Þá kvað Eyjólfur:
Átta vikur Árni bjó sem
ekkjumaður,
hreinlífis með helgri prýði,
í lieiðurslaunin fékk Þuríði.
Árni var áhugamaður og orð- ,
lagður reiðgikkur. Fór svo, að j
FIó varó skammlíf og sakaði ^
Þuríður mann sinn um það. —
Tjáði hún Eyjólf frá raunum
sínum og bað hann að yrkja
erfiljóð um þetta afbragðs
hross. Eyjólfur verður við
þeirri bón. — Lýsir hann fyrst
fegurð og ganglagni þessarar
fágætu hryssu með snjöllum
vísum. En loks hlaupa svo
glettur í Eyjólf og skiptir hann
þá um tóntegund og mælir:
1. Nú er sögu nýtt upphaf
niftin mælti þráða,
mig ég einum manni gaf
Cg merina til umráða,
2. Það var honum mest til
meins
má þó telja fleira,
að báðar okkur beiíir fleins
brúkaði hófi meira.
3. Maðurinn fjörsins árum á
oft sér vildi flýta
hans að bera þjósir þá
þótti fæstum hlíta.
4. Frekaði hroðaferðirnar
fleina kæri þundur,
þar til gloðin gjarða var
gengin nær í sundur.
5: Engum þykir umtalsmál,
öllum skilist getui',
að hraustbyggð ég að holdi
og sál
hryssu dugði betur.
Þessi hjón lágu þarna vel við
höggi: Þuríður óvenju raupin,
en ’ Árni með sífelldu fumi og
óðagoti. Þau hjón urðu síðar
öréigar og bæði niðursetningar
hvort í sínu lagi.
„Merairiildirigúr“.
Nálega þrjátíu árurh 'efcir að
Eyjólfur kvað vísur þessar, reið
ég með honum að Hraunsási.
Var Ár'ni þar þá fyrir og vildi
fara að senda Eyjólfi hnútur
fyrir kveðskap. Benti það til
'þess, að þar hefði jafnan verið
grurint á því góða. — Eyjólfur
svaraði gamla manninum með
góðlegri gamansemi. Varó Árna
því brátt orðfátt, endavar hann.
bæði grunnhygginn og málhalt-
ur.
Þótti Eyjólfur væri glaðvær
og’ góðlyndur hversdagslega.
kom þó fyrir að honum rann í
skap og kastaði þá fram stök-
um. — Þegar hann bjó í Bæ,
var Gestur bóndi á Varmalæk.
Þóttist Eyjólfur hafa ágang af
stóði hans, sem var um eitt
hundrað að tölu. Þeir grannar
voru litlir vinir. Um Gest á
Varmalæk kvað Eyjólfur:
Stoltur, þver og stíflyndur
stálpast fer í hverjum klæk
Gestur meramildingur
mektugur býr á Varmalæk.
Eftir sex ára búskap í Bæ
flutti Eyjólfur að Sveinatungu
og bjó þar nokkur ár. Þaðan
flutti hann að Síðumúla í Hvít-
ársíðu og bjó þar fá ár á hálf-
lendunni, en flutti síðan að
Hvarhmi í Hvítársíðu og bjú
Dætur Eyjólfs hétu: Ágústína,
Þuríður og Guðjbörg.