Vísir - 21.12.1957, Qupperneq 6
6
þar til hárrar elli, og við þann
bæ var hann jafnan kenndur.
— Þar undi Eyjólfur hag sín-
um vel og hafði nóg til hnífs
og skeiðar. — Jukust vinsældir
hans með ári hverju. Samt gat
hann ekki stillt sig um að varpa
fram stökum við tækifæri, þeg-
ar eitthvað skoplegt bar við.
Organleikari og listamaður
kemur til sögunnar.
Árið 1887 fluttist Runólfur
Þórðarson frá Fiskilæk í Mela-
sveit að Síðumúla. Kvæntist
hann það vor Helgu Salómons-
dóttur, og fór að búa þar á
móti tengda'föður sínum, Saló-
mon hreppstjóra Sigurðssyni.
Runólfur var maður glaðvær
og gáskafullur, söngmaður góð-
ur og æfður organleikari. Hann
var skartmaður mikill saman-
borið við það, sem almennt
tiðkaðist með bændum, sem
sniðu sig þá yfirleitt ekki að
háttum heldri manna. — Run-
ólfur var sjálfkjörinn að veizl-
um og gleðimótum vegna söng-
kunnáttu sinnar og listrænna
hæfileika. — Hann var frábær
leikari, gat ekki einungis náð
málrómi nálega hvers manns.
Höfuðburði, vaxtarlagi og öll-
um hreyfingum og látbragði
náði hann einnig. Með þessu
vaktr hann oft hlátur meðal
hinna yngri og ósettari manna.
Var ég meðal þeirra, sem veitti
Runólfi jafnan góða áheyrn.
Einn þeirra manna, sem Run-
ólfur lék allra bezt, var Eyjólf-
ur í Hvammi. — 'Náði hann
málrómi hans, orðalagi, höfuð-
burði og öllum svipbrigðum.
— Var því freistandi fyrir
gáskafulla náunga að hlýða á
slíkt með aðdáun og verða þá
að nokkru leyti samsekir Run-
ólfi í skopinu. — Vegna glað-
værðar og listfengi stóð Run-
ólfur nær heldri mönnum en
hinn sauðsvarti almúgi, eins og
það var jafnan orðað á þeim
dögum.
Bæði prestar og kaupmenn
tóku honum með dáleikum. Var
hann þá einnig í uppgangi efna-
lega. Fór hann ekkert dult með
ástæður sínar, þar sem hann
kom og taldi fram, hvað hann
væri fornbýll. — Eitt sinn, er
hann reið í Borgarnes, náttaði
hann sig þar hjá verzlunar-
stjóra. Þurfti hann þá að biðja
hann um höft á reiðhesta sína,
því að hnappheldunum hefði
hann gleymt heima, en þær
ætti hann þrjátíu og átta í
einni kippu. — Frá þessu var
Eyjólfi í Hvammi sagt. Gat
hann þá ekki stillt sig um að
yrkja skopkvæði. Það hefst
mannig:
1. Bóndi einn í byggðum ríkur,
Borgarness í kaupstað
víkur,
faktor gerir finna slíkur,
frétta þá hvor annan spur.
Ríkur er hann Runólfur.
Hreifur gestur hárið
strýkur,
hefja ræðu mundi.
Listamaðurinn lengi sér
þar undi.
2. Fulinægt hef ég fjárins
gróða,
falleg börn og konu góða,
gæfan allt mér gerir bjóða,
gott er að vera sjálfstæður.
Ríkur er hann Runólfur.
Metinn er ég meðal þjóða
mest á hverjum fundi.
Listamaðurinn lengi sér
þar undi.
3. Kostulegur kvikfjárgrúi
kalla þeir að mér fangi
snúi,
þá er líka þarft í búi,
þrjátíu og átta hnappheldur.
Ríkur er hann Runólfur.
Verða meiri en vesæll trúi
vextir af því pundi.
Listamaðurinn lengi sér
þar undi.
Kvæði þetta var nokkru
lengra. Lætur skáldið Runólf
lýsa þeim áhrifum, er söngur
og hljóðfærasláttur hans hafi
á hjörtu manna. — Ekki stóð á
því, að Runólfi væri flutt kvæði
þetta. — Þótti honum að von-
um miður. Spurði hann Eyjólf,
hvort hann væri farinn að yrkja
um sig skop, og hvers hann
ætti að gjalda. — Eyjólfur
svarar: „Ekki kveður nú mikið
að því, en það litla sem það er
á að vera lítilfjörleg þóknun
upp í það, sem þú hermir eftir
mér“. — Voru þessi skuldaskil
ekki rædd frekar.
Stökurnar flugu víða.
Á þeim tímum, er Eyjólfur
kvæntist, ungur og efnalaus,
þjakaði örbirgð mjög borg-
firzka bændur, sem höíðu fjöl-
skyldu fram að færa. Eyjólfur
var iðjusamur og heimilisræk-
inn, hófsamur í hvívetna og
frásneyddur lausung og víni. í
Hvammi lagði hann miklastund
á matjurtarækt og túngarða-
heðslu. — Ljóðagerð hans var
aukaatriði, sem eigi mátti eyða
tíma í frá knýjandi skyldustörf-
um. En tækifærisstökur hans
urðu til fyrirhafnarlaust og
voru jafnan hentar á lofti og
flugu sveit úr sveit. — Sjálfur
safnaði hann litlu eða engu af
stökum sínum, en undir kvæða-
lögum orti hann fátt eitt. —
Hann orti þrisvar sinnum bæj-
arrímur um Hvítársíðu með
tuttugú ára millibili.
Sem unglingur orti hann
bæjarrímur um Hálsasveit og
aðra um Norðurárdal, er hann
var bóndi í Sveinatungu. Allar
voru rímur þessar lausar við
ádeilu og gerðu engum gramt í
geði, nema ef vera kynni Spila-
vísur þær, sem minnzt hefur
verið á hér að framan.
Nafnkenndustu synirnir.
Ég varð gagnkunnugur Eyj-
ólfi, þegar hann bjó í Hvammi
á efri árum sínum. — Þótt
Síðuménn væru jafnan góðir
heim að sækja, þótti mér þó
skemmtilegast að koma til
hans. — Hann var flugnæmur
á ljóð og minnugur á sögur, en
í bókagrúsk eyddi hann litlum
tíma.
Öll börn þeirra Hvamms-
hjóna voru greindari en fólk er
flest. Nafnkenndastir af son-
um hans urðu þeir Sæmundur
og Jó'hann.
Sæmundur var bæði gáfaður
og námfús. Hann fór í búnaðar-
skólann í Ólafsdal og þar eftir
í Menntaskólann í Reykjavík.
Varð hann síðar kandídat úr
prestaskólanum. — Hann var
bæði skáldmæltur og fræði-
maður, en dó í blóma lífsins.
Um Jóhann Eyjólfsson mætti
rita langt mál. Hann fór aldrei
í neinn skóla, en studdi með ráð
og dáð heimili foreldra sinna,
þegar þau voru orðin öldruð og
lúin. Jóhann var fluggreindur,
mælskur, snarráður og skjótur
JÓLABLAÐ VÍSIS
til úrræða. Hann varð aldrei
ráðþrota, sá hann ótal leiðir
opnar, þar sem aðrir sáu enga.
En enginn var hann nostrari og
lét stundum vaða á súðum.
Ekki var hann ævinlega hefl-
aður, en djarfur og hispurslaus,
skilvís og traustur í öllum við-
skiptum. Hann var um eitt
skeið alþingismaður Mýra-
manna.
Þau Hvammshjón, Eyjólfur
og Helga, brugðu búi vorið
1908. — Höfðu þau þá búið í
sextíu ár. Fóru þau þá að
Sveinatungu til Jóhanns og
konu hans Ingibjargar Sigurð-
ardóttur frá Geirmundarbæ á
Akranesi.
Helga dó í Sveinatungu 1910,
en Eyjólfur dó þar 14. des. 1911.
Var hann þá kominn á áttunda
ár hins níunda tugar.
Forsetinn til fyrirmyndar.
Eyjólfur var tæpur meðal-
maður á hæð, herðabreiður og i
kýttur í hálsi, andlitið frítt og
samsvaraði sér vel, augun smá,
grá að lit, munnnettur og hýr
á svip, jarpur á hár með rak-
aðan munn, en skeggkraga
stuttklipptan, eins og þá var
algengast. — Ekki er ólíklegt,
að Jón Sigurðsson forseti hafi
verið tekinn þar til fyrirmynd-
ar, að minnsta kosti ríkti venja
þessi á landi hér alla hans tíð.
Jón Sigurðsson á Haukagili
skrifaði grein í Óðin um þau
Hvammshjón. Fylgja þar mynd
ir þeirra. Þar birti Jón einnig
nokkuð af hringhendum Eyj-
ólfs, en undir þeim bragarhætti
orti hann flest ljóð sín. — Jón
lýsir Eyjólfi sem heitum trú-
manni. Bera þau ljóð, sem í
Óðni birtust, ágætt vitni um
það, að svo hafi Eyjólfur verið
í sínu inzta eðli. Með skopinu,
sem var annar þáttur í eðli
hans, vildi hann vekja mein-
laust gaman.
Jón á Haukagili getur þess í
grein sinni, að Samson, stjúpi
Eyjólfs, hafi verið ekkjumaffur,
þegar hann gekk að eiga Þor-
björgu. — Ég efast mjög um,
i að svo hafi verið. Að minnsta
kosti munu þau fjögur börn
Samsons, sem talin eru hér .að
framan, hafa átt sína móðurina
hvert. Jón telur einnig, að
Samson hafi drukknað í Hvítá
árið 1840. En hann var bóndi á
Rauðsgili frá 1841—1850, en
það ár mun hann hafa farizt í
ánni.
í Grímseyjarannál séra Pét-
urs Guðmundssonar er Samson
talinn frá Augastöðum (sjá II,
bindi bls. 319), en þar átti hann
aldrei heima.
Þorbjörg, ekkja hans, móðir
Eyjólfs, lifði til hárrar elli.
Hún dó á Sámsstöðum hjá Guð-
rúnu, systur sinni, 1878(?)
Jónatan Þorsteinsson á Hæli
í Flókadal, síðar bóndi á Vatns-
hömrum í Andakíl, orti mjög
snotur erfiljóð eftir þessa
ömmusystur sína. Birtust þau
í ísafold og voru hið fyrsta af
því tagi, sem kom fyrir almenn-
ings augu frá hans hendi.
AUKIÐ BURÐARÞOL
Með sífelldum endurbótum í gerð og nákvæmni
hefur tekizt að auka til muna burðarþol nær allra
TIMKEN
REGISTERED TRADE MARK: TIMKEN. Licenssd user Britlsh Timken Ltd.
KEILIJLEGA
Notið því ávallt í tæki yðar
TIMKEN-KEILULEGIJR
Framleiddar af
RITISH TIMKEN LTD
Duston - Northampton - England
Aðalumboð á íslandi: STÁL H.F., REYKJAVÍK
Söluumboð:
FALKIIMM H.F
VÉLADEILD
Sími 1-86-70 — Laugavegi 24.
Reykjavík.