Vísir - 21.12.1957, Síða 10
JÓLABLAÐ VÍSIS
10
Jehn
Viðstaddir horfðu á það' sem þrumulostnir og dáleiddir, er eldur gaus ailt í einu upp aftan til
í Hindenburg, er þao var að koma til Icndingar í Lakehurst í New Jersey, fyrir sunnan New York,
/
ý
e e
ÞEGAR HINDENBURG FÓRST FYRIR TVEIM ÁRATUGUM
Það var fimmtudagseftir-
miðdagur, 6. maí 1937. Á Ebbets
Field í New York var háður
mikill kappleikur á milli
Brooklyn Dodgers og Pitts-
burgh Pirates og þetta var svo
mikilvæg keppni í augum
mannfjöldans, sem þarna var
saman kominn, að þeir veittu
því enga athygli, þegar Hind-
enburg, þessi risi háloftanna,
sveif yfir völlinn, enda var hans
að engu getið í íþróttafréttum
dagblaðanna morguninn eftir.
í öðrum hverfum heimsborg-
arinnar var þó aðra sögu að
segja. Á Broadway var alger
umferðarstöðvun þegar bílarn-
ir og strætisvagnarnir stönzuðu,
menn teygðu höfuðin aftur á
bak og allir gláptu og góndu og
veifuðu, um leið og þetta fljúg-
andi ferlíki og risahótel sveif
yfir höfðum þeirra. Það átti
aðeins eftir að fara síðasta
] spottann, áður en það lenti
heilu og höldnu eftir fyrstu
ferð sína yfir Atlantshafið á
því ári. New York-búar höfðu
að vísu séð risann áður, því að
það var búið að fara tíu sinn-
um fram og til baka yfir hafið
árið áður, en þeir gátu aldrei
nógsamlega dáðst að þessari
fögru sjón. Þetta var ógleym-
anlegt — þarna leið hann um
loftin blá —• 48 metrar í þver-
mál, 263 metra langur, 30 metr-
um lengri en stærsti bryndrek-
inn, sem flaut á öldum hafsins.
Oruggasta
flugfarartækið.
Klukkan 3.32, rétt um það
leyti, sem Hindenburg var að
svífa yfir Empire State bygg-
ingunni, gægðist sólin í gegn-
, um skýjarof. Geislar hennar
1 endurköstuðust af svörtum
hakalfrossinum, sem málaður
I»essi mynd var tekin þrem mínútum áður en fyrsta sprengingin
, varð í Hindenburg.
var á stýrisuggana. Á langri
skémmtigöngu á þilfarinu í ris-
anum voru rithöfundarnir,
herra og frú Leonhard Adelt,
að virða fyrir sér útsýnið yfir
heimsborgina og veifuðu um
leið til eftirlitsmannanna, sem
stóðu á útsýnispallinum í Em-
pire State höllinni. Loftdrekinn
var nú svo nærri turninum, að
Adelt sá mennina, sem höfðu
farið þangað upp til að taka
myndir af risanum um leið og
hann sveif fram hjá.
Svo beygði loftfarið suður á
bóginn í áttina tií Lakehurst —
lendingarstaðarins fyrirhug-
aða — og 97 farþegar og skips-
höfn, sem var innanborðs vissu,
að nú var ferðinni að ljúka —
ferðinni yfir hafið. í öruggasta
farartækinu. sem nokkru sinni
hafði verið byggt til loftferða
yfir úthöfin — loftfarinu, sem
Lloyd’s i London hafði trvggt
fyrir 500 þúsund sterlingspund
fyrir aðeins 5% iðgjald.
Ekkert átti að geta bcnt.
Farþegarnir fóru nú einn eft-
ir annan að undirbúa landgöng-
una — bráðum væru þeir
komnir á áfangastað og mundu
hitta ættingja, vini og kunn-
ingja. Sumir gerðu þó ráð fyr-
ir, að lendingin mundi taka
nokkurn tíma — það var svo
vanalegt — og þeir gengu um
gangana og röbbuðu saman um
daginn og veginn eða litu út
fyi'ir borgina.
Þeir röbbuðu um loftfarið.
Þjóðverji einn gumaði af ör-
yggi Graf Zeppelins, sem hafði
farið milljón mílur án þess að
nokkurt slys hefði hent hann,
og Hindenburg væri jafnvel
enn öruggara loftfar, raunar
öruggasta farartæki, sem byggt
heíði verið. Það væri aðeins
eitt, sem teljast mætti ófull-
komið: Það væri fyllt gasi, sem
væri eldfimt 700.000 ten.f.
vatnsefnis. En allar varúðarráð-
stafanir hafa verið gerðar, svo
að það er óhugsandi, að nokkuð
geti komið fyrir. Og það var
rétt. Allt hafði verið gert, sem
mannlegt hugvit megnaði til að
fyrirbyggja eldhættu. Skips-
höfnin gekk á gúmmísólum til
! þess að ekki gæti myndast
neisti af nöglum í skósólunum.
Það voru jafnvei ekki hnapp-
ar í fötum þeirra. Díselvélarnar
íjórar, sem knúðu það áfram
með 135 km. hraða á klukku-
stund, brenndu hráolíu, sem
var svo óeldfim, að það liefði
ekki kviknað í henni þótt eld-
snýtu væri fleygt í oliugeym-
ana. Gúmmímottur voru á
gönpunum — eldspýtur og
vindlingakveikjarar höfðu ver-
ið gerðir upptækir áður en lagt
, var af stað frá Frankfurt.
Eldliætta ekki fyrir hendi.
Spah, fimleikamaðurinn
frægi, sem var einn meðal far-
þeganna, hafði sagt við Leh-
mann skipherra, þegar þeir
voru að rabba saman daginn
eftir að lagt var af stað í ferð-
ina, að hann hefði nú lent í
þrem flugslysum. En skipherr-
ann kvað Spah nú ekki hafa
mikið að óttast í þetta sinn.
,,Þér vitið,“ sagði hann, „að
það koma aldrei fyrir slys á
Zeppelinloftförunum“.
Það voru fleiri en Þjóðverj-
arnir, sem treystu á hið full-
komna öryggi. í tímaritinu
Literary Digest frá 7. okt. 1936
mátti lesa: „Ekki þarf heldur
að óttast eldhættu í Hinden-
burg.“
Nú var allt undirbúið til að
taka á móti loftfarkiu í Lake-
hurst.
Fólk hafði safnast saman —•
ættingjar og vinir farþeganna
— og nú mundi það bráðum
lenda. \
Þetta var orðinn svo vana-
legur viðburður, að hin stóru
dagblöð og fréttastofur voru
næstum því hætt að veita því
^thygli og í þetta sinn voru að-
eins tveir Ijósmyndatökumenn
á lendingarstaðnum. En fólkið,
sem beið, og starfsliðið. sá þá
sér til mikilla vonbrigða, að
loftfarið hækkaði nú flugið aft-
ur og tók stefnu suður úr. Veð-
ur var ekki sem hagstæðast,
lágskýjað og svört óve^ursský
héngu yfir staðnum. Þjóðverj-
arnir voru ekki vanir að eiga
neitt á hættu og það haíði ver-
ið tekin sú ákvörðun, að fresta
lendingu, unz veðrið væri geng-
ið yfir. Það átti ekki að lenda
fyrr en kl. 6 og nú var sú til-
kynning símuð til vallarstjórn-
arinnar. Svo hvarf loftfarií inn
í regnskýin og um leið kom
skúr og menn flýttu sér í skjóh
Farþegar biðu fcrðbúnir.
Kl. 6,12 var skýjahæðin að-
eins 70 metrar og skyggni um
8 km. Vindurinn var norðvest-
an og vindhraðinn 8 hnútar.
Þrumuveðrið var liðið hjá og
Rosendahl flugvallarstjóri til—
kynnti Pruss skipherra á Hind-
enburg, að allt væri reiðubúið
til lendingar.
Um borð í loftfarinu var far-
þegunum tilkynnt að lending
væri í undirbúnim-ú og þeir