Vísir - 21.12.1957, Qupperneq 15

Vísir - 21.12.1957, Qupperneq 15
JÓLABLAÐ VÍSIS 15 ab ávallt er mest og bezt úrvalið af barna- og lcvenpeysum í HLÍN Komiö og sannfærist Hvergi íægra verö PRJOMÆST0FAW HLÍN H.F. Skólavörðustíg 18. — Sími 32779. Sendum gegn póstkröfu um Iand allt. ❖ * annast öll venjuleg sparisjóðs- og iilaupareikningsviðskipti. ❖ ❖ Sparisióöyrifin er opinn alla virka daga ki. 10-12,30 og 14-10 og kl. 18-10 fyrir sparisjóð og fiíauparoikning ♦ ❖ * iurinn Hafnarstræti 1, sími 22190, 5-línur. blæstri, og snerust nú gegn honum ýmsir þeir þingmenn, sem greitt höfðu atkvæði með stvrk til hans árið 1895. Guðjón Guðjónsson, þm. Strandamanna, hélt mjög hvass orða ræðu, þar sem hann deildi fastlega á Þorstein og Matthí- as Jochumsson, einkum fyrir trúarskoðanir þeirra. Hann mælti: ,,Mér finnst það næsta óvið- kunnanlegt að veita þeim ein- iim af skáldunum styrk, sem ann aðhvort opinberlega hafa ráð- izt á kristindóminn og reynt að i’ífa það niður, sem þjóðinni er helgast, eða staría í þjónustu kirkjunnar og gera það þannig, að þeir eru hvorki heilir né hálfir, heldur bera kápuna á báðum öxlum. Menn gætu dregið af því þá ályktun, að al- þingi áliti það sérstaklega verð- launa vert að níða niður kirkju og kristindóm......Þótt Þor- steinn Exiingsson gangi í ber- högg við kirkju og kristindóm, mæli ég samt ekki meira á móti því, að honum verði veittur þessi styrkur, heldur en skálda- laununum til séra Matthíasar Jochumssonar, því að hann ger- ir nú í seinni tíð ekki neitt sem væri vert að greiða 600 aura fyrir, því síður 600 krónur.“ Skúli Thoroddsen svaraði ræðu Guðjóns og fór miklum viðurkenningarorðum um Þor- stein Erlingsson. Að því er snerti ummæli Guðjóns um skáldskap séra Matthíasar, kvaðst Skúli undrast það, „að nokkur sá maður skuli geta átt setu hér í þessum sal, sem ekki fyrirverður sig að láta slík orð til sín heyra.“ Nú kom fram á ræðuvöllinn séra Jens Pálsson, þm. Dala- manna. Var hann ærið þung- orður um Þorstein Erlingsson og skáldskap hans. Hér kemur sýnishorn úr ræðunni: ,,Ég mælti ekki á móti þess- um styk á síðasta þingi, enda skoðaði ég hann þá sem styrk til fátæks inanns, sem menn vildu bjarga úr hálfgerðri neyð. Þá þykir mér fara skörin upp í Skúli Thoroddsen. bekkinn, þegar menn eru að bera það fram þessum manni til meðmæla, að hann haíi nýlegaj gefið út Ijóðasafn (Þyrna, 1897). Hann hefur tínt .saman kvæði sín, pi-entuð og óprentuð, og selt öðrum manni handritið, sjálfsagt fyrir fulla borgun: það er alit og sumt. Hann hefur ekki einu sinni gefið samtíning- inn út sjálfur.“ Síðan fer ræðumaður að dæma einstök kvæði. Þau séu að vísu snotur að formi og laglega rímuð, en mörg þeirra efnislítil. Kvæðið „Árgalinn" kallar séra Jens „sannarlegt léttmeti“. Efnisrýru kvæðin eru þó ekki lökust. „Hitt er verra; að efnið er sumstaðar ljótt og spillandi, bæði andlega og siðferðilega. Ég man t. d. ekki, að ég hafi séð eða heyrt hrottalegra níð um kristindóminn en í kvæðinu „Örlög guðanna”. Maðurinn er auðvitað í sínum fulla rétti að ráðast á kristindóminn, úr þyí hann hefur yndi af því og finn- ur hjá sér styrk til að vera án hans og köllun til að vera í fjandskap við hann. En þegar það er gert með slíkri fyrir- litningu fyrir slíkri andlegi’i stærð, sem kristindómurinn er, þá hlýtur manni að blöskra hrottaskapur og dramb manns- ins. Ég get nefnt fleiri kvæði, sem ég finn ekki mikið fallegt við, því síður holl að efni til, heldur þvei't á móti, þó sumir séu að hrósa þeim, svo sem: „Örbii'gð og auður“, „Á spítal- anum“ eða þá „Kossinn“ með daðrið milli Daða og Ragn- heiðar, kámugt kvæði, þar sem kitlaðar eru vissar fýsnir les- andans.“ Enn heldur ræðumaður áfram í sama dúr. Ljóð Þorsteins eru „snauð að því, sem gefur skáld- skapnum sitt sannarlega gildi'1. Þorstein skortir „lyftandi kraft og göfugar hugsanir“. Að lok- um varar ræðumaður við að styrkja slíkan höfund, „sem er svo óheppinn að hafa gagn- tekizt af lífsskoðun, sem skað- væn er bæði fyrir sjálfan hamx og' þjóðina." Jón í Múla svaraði séra Jens og þeim öðrum þingmönnum, sem ráðizt höfðu á Þorstein Erlingsson á svipuðum forsend- vun: „Ég held að við eigum ekk- ert íslenzkt skáld, sem sé Páll Ólnfsson. fninna siðspillandi en Þorsteinn | Ei'lingsson..... Grundvallar- tónninn hjá Þ. E. er mánnúðin ! og' mildin gagnvart hinu veika, i og hún er í sinu ihnsta eðli kristileg og' enda grundvöllur krisíindómsins, ef rétt er á litio.“ I Leikar fóx'u svo. að styrk- veiting til Þorsteins var íelld við lokaafgreiðslu fjárlaga í sameinuðu þingi með 19 atkv. gegn 13. Haíði þannig tekizt að svipta Þorstein hinni mjög svo eftirtöldu 600 kr. fjárveitingu. Matthias hélt styrk sínum og samþj'kktur var 500 kr. styi'k- úr til Páls Ólafssonar, þrátt fyrir nokkra andstöðu. Biblían og Belíal. Á fjárlagaþingunum 1895 og 1897 verður, þrátt fyrir allt, vavt nokkurra stefnuhvarfa í afstöðu alþingismanna til fag- urra lista, einkum myndlistar og tónlistar. Þegar hér var komið sögu, gat allstór hópur þingmanna heyrt minnzt á slík- ar styrkveitingar án þess að verða ókvæða við. Þingið 1895 veitti höggmyndanemum Skúla Skúlasyni og Einari Jónssyni frá Galtafelli dálítinn stuðning. Þá féklt og Þórarinn B. Þor- láksson 500 kr. „til að fullnuma sig í málaraíþrótt". Á þinginu 1897 héldu þeir þremenning- arnir styrkjum sínum. Þá hlutu og tveir tónlistarmenn nokkurn stuðning, séra Bjarni Þorstenis- son 1000 kr. „til að safna og gefa út íslenzka þjóðsöngva". og Brynjólfur Þcorláksson 800 kr. „til að fullkomnast í hlióð- færalist erlendis." Alþingi 1899 v.eitti séra Matt- híasi 2000 kr. árleg heiðurslaun og lausn frá prestskap. Enginn hafði að því sinni kjark til að ympra á skáldalaunum til Þor- Einar Jónsson frá Galtafclli. Eramh. á bls. 20. >.£

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.