Vísir - 21.12.1957, Side 36

Vísir - 21.12.1957, Side 36
36 JÓLABLAÐ VÍSIS Síðasta innrás norrænna víktnga í Englamt. Framh. af 3. síðu. Est-inn í iylkingu víkinga, og ,"var nú barizt af mikilli grimmd já báða bóga. Skyndilega stóðu framherjar enska hersins andspænis hinum ilröllslega, vígóða víkingakon- lingi og úrvalsköppum hans. Hann hjó báðum höndum, svo að öllum var bani búinn, sem sverð hans náði til. Sókn hans var ómótstæðileg og virtist vera að snúa bardaganum vík- ingunum í vil, þegar ör hæfði hann í óstinn, svo hann féll við og- hafði af því bana. Skelf- ingaróp kvað við frá fylkingu Norðmanna, og enski herinn herti um leið sókn sína. Hinn horski hópur tryggra bardaga- manna umhverfis merki Har- alds konungs var höggvin nið- ur smátt og smátt, þar til sjálf- ur gunnfáni konungs var í hættu. Ákaft karizt um brúna. Nú hófst allsherjar undan- hald norska hersins í áttina til brúarinnar. (Á þessu stigi or- ustunnar virðist víkingaherinn hafa komizt eftir brúnni yfir á vinstri bakka árinnar). Bar- dagaaldan barst nú yfir brúna og yfir á hinn bakka Derwent- ár — og út í sjálfa ána. Undanhald aftursveita norska hersins virðist hafa ver- ið varið af kappa miklum í liði víkinga, trölli að vexti er var talinn hafa fellt fjörutíu af liði Engla, áður en hann féll sjálfur fyrir spjótmanni, er skreið undir brúna og kom á hann spjótlagi neðan frá. Að síðustu komst enski herinn yfir brúna, (ef til vill hefur áin einnig verið væð, því sagt er að hún hafi stíflast af valnum í grennd við brúna) og fylkti liði aftur til nýrrar sóknar. Her víkinganna fylkti sér nú , einnig á nýjan leik, undir stjórn i Tósta jarls og orustan hófst að i nýju. Sneri her Engla nú aðal- sókn sinni að fullhugum þeim, er mynduðu hring um Landeyð- una, gunnfána innrásarhers- ins. Sá hluti víkingahersins, er gætt hafði skipanna, hafði nú komið til liðs við hina að- þrengdu félaga sína, undir stjórn Eysteins orra. Rétti þessi j liðsstyrkur bardagann um; stund, svo að ekki mátti á milli sjá, hvorir sigra mundu, og var nú barizt af enn meiri grimmd og ofsa en nokkru sinni áður. Bardaginn varð að blóðbaði. En hamingjan hafði snúizt gegn hinum sigursælu víking- um. Haraldur, hinn mikli for- ingi þeirra, var fallinn. Liðs- aukinn, sem þeim barst frá Riccall, hafði gengið alla leið þaðan, um 25 kílómetra, í her- klæðum sínum, í síðdegishitan- um og var því úttaugaður og ófær til að leggja til bardaga við ofurefli liðs. Víkingar börð- ust þó meðan þeir gátu uppi staðið og féllu að síðustu af þreytu og mæði. Tósti jarl féll, særður mörgum sárum og smám saman féllu allir foringj- ar víkinga, svo að enginn stóð uppi. Allt viðnám var hú brotið á bak aftur og bardaginn snerist upp í hreint blóbað, er hélt á- fram fram í myrkur. Síðasta innrás Norðmanna í England var brotin á bak aftur. Hinn gullni dreki Wessex hafði sigr- ;að Landeyðuna. Sagan greinir ’ekki frá öðrum sigri meiri en 1 þessum sigri Saxakonungs á innrásarher víkingana haustið 1066. Nokkrir flóttamenn komust undan til skipana, og nokkrum dögum seinna, þegar Ólafur konungsson hafði unnið eið að því að halda frið við England og skilið eftir gisla í Jórvík, héldu nokkur skip hins mikla flota, er skömmu áður hafði siglt upp Úsu með hinn sigur- sæla víkingaher, út úr mynni Humbru áleiðis til Orkneyja. Og síðan féll Haraldur Guðinason. Langt að baki, á hinum reyr- vöxnu bökkum lygnrar Der- wentár, lá bleikur valur blóma norsku þjóðarinnar. Þúsundir fallinna æskumanna í blóma lífsins. Árum saman áttu bein þeirra eftir að liggja þarna of- anjarðar, bleik og skinin. Lík Haralds konungs var fært til Niðaróss og jarðsett í Maríu- kirkju, er hann hafði látið byggja. Lík Tósta jarls var greftrað í Jórvík — er telja má kaldhæðni örlaganna — en sú tortímingarskriða, sem hann hafði hleypt af stað, hélt áfram. Innan fjögurra daga frá or- ustunni við Stanforða- bryggju, og meðan Haraldur konungur var enn í Jórvík, lenti Vilhjálmur bastarður skipum sínum á óvarinni suður strönd Englands. Þ. 5. október var Haraldur kominn til Lund- úna aftur og tekinn að undir- búa vörn sína gegn þessum nýja innrásarher. Honum hafði auðnazt, eins og hann sagði sjálfur, „lítil kyrrð“. Níu dög- um síðar féll þessi vígmóði en hugprúði konungur helsærður í hinni rofnu skjaldborg hús- karla sinna, við Helsingjaporí. Metnaðarmál Tósta jarls hafði þannig að síðustu komizt í framkvæd til óþurftar öllum landslýð. England var upp frá þessu dregið inn á rómversk-evrópsk- ar brautir og draumurinn um voldugt enskt-norrænt stór- Gamíárskvöld — Framli. af 33: vegis skuli ekki leyft að skjóta af byssum eða hafa í frammi annan hávaða á gamlárskvöld, því þegar óþokkamenni reyna að nota sér hátíðaglaðværðina til að ná sér niðri á óvinum sínum, þá er kominn tími til að taka í taumana.“ „En hvers vegna má ekki hafa eimpípublástur og klukknahringingar, þótt byss- urnar þegi?“ segi eg. „Það ger- ir engum mein.“ „Jæja, auðvitað voru engar eimpípur til í þá daga,“ segir afi minn, „en eg var næstum búinn að gleyma að segja þér frá, að einhver dygðarsnauður þrjótur barði Sam Hall í höfuð- ið með nautabjöllu þessa nótt, svo að næstum kom gat á höf- uðkúpuna á honum og þá var það vopn bannfært líka.“ veldi, er næði yfir alla Norður- Evrópu, varð að engu í eitt skipti fyrir öll. „En síðan or- ustan við Stanforðabryggju var háð, hafa hinar norrænu frændþjóðir aldrei stigið á enska grund öðru vísi en sem vinir og bandamenn,“ skrifar Freeman í bók sinni „The Nor- man Conquest“. NÝJUNG! Rheinmetall skrifstofuvélar með kalkipappírs- litarbandi. Auk þess hægt að nota venjulegt litar- band. — Prentletur, tugadálkastilli, gleiðletursstilli, 6 ásláttarþungar. Fyrirliggjandi með 24, £2, 38 og 62 cm. valsi. Rafmagnsritvélarnar eru komnar. Pantanir óskast sóttar. FERÐARITVÉLAR Við eigum ábyggilega ferðaritvél, sem hentar yður hvort sem þér þurfið að nota hana í ferðalag, í skóla eða á heimili. a Rheinmetall samlagningarvélar. Tekur að 100 millj. í útkomu. Kreditsaldo. Handsnúnar og rafknúnar. Verð kr. 4316.00 og 6370.00. Erika er álitin fremst sinnar gerðar í heiminum. Ennfremur eigum við Rheinmetall, Groma og smávélina Kolibri. Rheinmetall kalkulatorar með geymsluverkum. Alsjálfvirkir á margföldun og deilingu kr. 20.780.00. — Hálfsjálfvirkir á margföldun, alsjálfvirkir í deilingu kr. 15.125.00. Útvegum allar gerðir prent- og bókbandsvéla, enn- fremur prent- og gyllingaletur og matrísur í setjara- vélar. Fyrirliggjandi: Pappasöx 36, 55 og 68 cm. 36 cm. söxin ómissandi fyrir skrifstofur. Ennfremur fyrirliggjandi prentlitir frá heimsþekktum verksmiðj- um og heftivír fyrir patentspólur (bókband). Astra samlagningarvélar, kreditsaldo. Tekur að 10 millj- örðum í útkomu. Hraðgeng. Verð kr. 7200.00. Vinnuljósgleraugu komin aftur. Ómissandi á hverju verkstæði, heimili og í hverjum bíl. Fyrirliggjandi fyrir 6 volta og 12 volta bílgeyma og vasaljósa- batterí. — Verð kr. 105.00 og kr. 125.00. Borgarfell h.f. Klapparstíg 26 - Sími 11372

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.