Morgunblaðið - 30.04.1933, Qupperneq 14
10
MORGUNBLAÐIÐ
doooooommQ
r3E<r>fwwwv?%-!«víiV(r>f5
BYGGINGAREFNI
GLER:
Rúðugler — valsað 2-3-4-5-6 mm.
Slípað rúðugler ca. 5 & 7 mm.
Hamrað gler, hvítt og litað, margir lítir
og gerðir.
Matt gler.
„Opalgler“ 3 & 6 mm., margir litir.
Spegilgler, slípað og óslípað.
Kúpt gler.
Nýtt! Litað „Opai“ gler 6 m/m á veggi í baðherbergjum, eldhúsum, forstofum og víðar (í stað flísa), enn-
fremur í gluggakistur, skilti kringum búðarglugga (utan) o. fl.
Úrval af skrám, húnum og allskonar járnvörum tilheyrandi húsasmíði. Trjesmíðavjelar frá I/S JUNGET,
Herning og NORDISK MASKINFABRIK A/S, Köbenhavn. — Athugið vjelasýninguna á Laugaveg 15.
KROSSVIÐUR:
Birkikrossviður, tvær tegundir, frá 3 til 26
mm. þykkur.
Furukrossviður, frá 4 til 8 mm.
Eikarkrossviður.
Mahognikrossviður.
Oregon pine krossviður.
Gaboon plötur „FIONIA“ 10-12-16-20-26-
30 mm.
Blerslípnn
Höfum nú fengið fullkomnari vjelar en áður til að slípa gler og getum því afgreitt með stuttum fyrirvara
glerplötur með slípuðum brúnum, t. d. á skrifborð, reykborð, snyrtiborð, afgreiðsluborð í verslunum o. fl. Renni-
hurðir með slípuðum brúnum og handgripum, — í skápa, — og glerhillur. „Facet“ slípaðar rúður í hurðir o.s.frv.
Höfum ennfremur vjel til að bora göt í glerplötur. Ath. Alt unnið af fagmanni.
Reykjavík.
sóknar. En það er vitanlega ekki
tímabært á þessu stigi málsins að
skýra nánar frá þeim undirbún-
ingi, sem nú er að fara fram. j
Eitt atriði vildi jeg þó nefna
að lokum. Meðal húsagerðar-
manna er talsverður hugur á að
fá innlent einangrunarefni í stað
hinna útlendu, sem hingað flytj-1
ast og þykja reynast misjafnlega
að ýmsu leyti. Af innlendum efn-
um hefir aðallega þrent komið til
greina:
1. Froðusteypa, úr sementi og
sendi og þess vegna að nokkru
leyti úr útlendu efni, þótt væri
gerð hjer. Hefir hún verið reynd
um nokkur ár utanlands, einkum
í Svíþjóð og Danmörku, en vinn-
ur furðuhægt útbreiðslu.
2. Pressaður svörður eða reið-
ingur. Eru til vjelar, sem geta
pressað reiðingstorf í harðar hell
ur; og talsvert er um víðáttumikl-
ar torfmýrar hjer á landi, svo
efni ætti að vera nægilegt fyrir
hendi. Aftur er óreynt, hversu
slíkar svarðarhellur mundu reyn j
ast innan á múrveggi undir net!
og múrhúðun, og verður að gera
tilraunir með það, áður en lagt
sje í mikinn kostnað til að búa
þær til.
3. Vikurhellur er þriðja efn-
ið. Hafa verið gerðar tilraunir
með steyptar vikurhellur innan
á múrveggi og eins að steypa heil
hús úr vikri, nokkur undanfarin
ár, og jafnframt rannsakað vís-
indalega einangrunargildi þess-
arar vikursteypu. Hafa húsin og
hellurnar reynst ágætlega og ein-
angrun vikursteypunnar að vera
um % korks. Ef unt væri þannig'
að fá jafngóða og ódýra innlenda
einangrun og besta kork útlend-
an, þá virðist auðsætt, að það
innlenda ætti að ganga fyrir. —
Vikur er til nógur hjer á landi.
Hefir hann verið sóttur á bílum
austur í Þjórsárdal og steypt úr
honum hjer, og Jökulsá á Fjöll-
um hefir verið látin flytja hann
niður í Axarf jörð og hann tekinn
þar og fluttur á notkunarstað-
inn. Liggja fyrir bráðabirgðaá-
ætlanir um vinslukostnað og vant-
ar nú aðeins f je til að hrinda fyr-
irtækinu af stað. En það vantar
svo víða, og fæst ef viljinn er
nógur.
Helgi Hermann Eiríksson.
Iþróttahreyfingin
9
á Islanði
hlýtur að gefa þjóðinni
styrk til frjálsari hugsun-
ar og frjálsari menningar-
brags.
Svolítið yfirlit.
Vjer Islendingar erum montn-
ir af fomsögum vorum og sögu-
hetjum. Vjer erum aðallega
montnir af þrennu í fari þeirra:
að þeir voru siglingaþjóð ágæt,
að þeir voru öðrum fremur hirð-
skáld höfðingja og að þeir voru
íþróttamenn, sem báru af útlend-
ingum, hvort sem vopnum átti að
skifta, eða þreyta fagrar íþrótt-
ir. Minningin um þetta lifir enn,
og hún varpar glæsibjarma á
þjóðina, sem Island bygði og í-
þróttir sona hennar, bæði líkam-
legar og andlegar. Enn munum
vjer sögumar um Gretti og af-
rek hans, ógæfumannsins, sem
Ásmundur faðir hans sagði um:
„Slyngt yrði þjer um margt,;
frændi, ef eigi fylgdi slysin með“.
En Grettir svaraði: ,,Þó verður
þess getið, sem gert er“.
Enn munum vjer Bjöm Hít-
dælakappa, þegar hann barðist
við berserkinn í Rússlandi, og
þegar hann lagðist eftir Hítará
ásamt Gretti.
Enn í dag eru óteljandi ömefni
á landinu bundin við útlagann
mikla: Grettistök og Grettis-
skyrtur.
Enn munum vjer það, er
Kjartan Ólafsson þreytti sundið
við hinn frægasta íþróttamann,
sem þá var á Norðurlöndum, Ól-
af konung Tryggvason, þegar
Glúmur hljóp niður í gljúfrið
undan Skúta, þegar Gísli Súrs-
son kepti við þá á Seftjörn, þeg-
ar Hörður kepti við Stranda-
menn, þegar Gunnar á Hlíðar-
enda ljek listir sínar, þegar Kári
hljóp út úr eldinum, þegar í-
þróttamót voru í öllum sveitum
og þangað streymdi mannval úr
öllum nærliggjandi hjemðum.
Munum líka aðra: Munum það
( er Austmaðurinn á Apavatni ljet
Sighvat Þórðarson draga glæsi-
' legasta silunginn, sem þeitf
höfðu sjeð, fór heim með hon-
j um og krafðist þess að nú æti
hann fyrst haus og heila silungs-
ins, því að þar væri hvers kvik-
indis mest vit er heilinn væri. Sig-
h v atur varð síðan aðalskáld vort
við hirð Ólafs helga. — Mannvit
og skáldskapur þótti líka íþrótt
forðum.
Munum söguna um Þórarinn
Nefjólfsson og Guðmund ríka.
„Diplomati" þótti íþrótt á þeim
dögum, ekki síður en nú.
Sje þetta alt dregið saman í
stuttu máli, þá töldu forfeðuri
vorir til íþrótta: líkamsmenning,
skáldskap og mannvit. Og alt er
þetta svo skylt að varla verður á
milli dæmt, nema því aðeins, að
vjer álítum líkamsmenninguna
upphaf og orsök annara mann-
kosta, sem forfeðrum vorum er
hrósað fyrir. Og það skal gert
hjer með.
Þegar verslun íslendinga, sigl-
ingar og sjálfstæð viðskifti við
aðrar þjóðir fór út um þúfur, bap
brátt að því, að skáldskapur
þeirra og mannvit væri lítils virt
af öðrum. En ein íþróttin lifði þó
altaf með þjóðinni og var ódrep-
anleg: líkamsmenningin, sem
kemur svo fagurlega fram í
hinni íslensku glímu, gullkom-
inu úr íþróttum germanskra
þjóða, sem vjer einir höfum bor-
ið gæfu til að vemda og gera að
vorri eigin íþrótt.
Það var því ekki ófyrirsynju
að alda íþróttanna hjer á landi
byrjaði með því, að hefja ís-
lensku glímuna aftur til vegs og
virðingar. Þessi íþrótt skapar
mönnum innsýn um það, hve
nauðsynlegt er að læra og iðka
aðrar íþróttir, sem heimsmenn-
ingin kennir nú, að hverju bami
sje nauðsynlegar.
Hjer skal fljótt farið yfir sögu
íþróttanna hjer á landi, aðeins
drepið á hið helsta. Er þá fyrst
að minnast á stofnun Iþróttasam
bands íslands, 28. jan. 1912.
Mörg íþróttafjelög voru áður
stofnuð víðsvegar um landið, en
flest þó í Reykjavík. Störfuðu
þau sitt á hverju sviði. En með
þjóðvakningunni á aldarafmæli
Jóns Sigurðssonar, þess manns,
er fyrstur fann að andleg og lík-
amleg menning yrði að haldast
í hendur á Islandi, til þess að vel
gæti farið, reis upp sú stofnun,
sem enn í dag nefnist 1. S. í. (1-
þróttasamband íslands). Þá
höfðu íþróttamenn sjeð, „að sam-
einaðir stöndum vjer, sundraðip
föllum vjer“, — ef íþróttahreyf-
ingin á íslandi átti að koma þjóð-
inni að þeim notum, er reykvískir
íþróttamenn sóru á aldarafmæli
Jóns forseta, 17. júní 1911, að
hún skyldi verða.*
Það voru Reykvíkingar, sem
mynduðu fyrst Iþróttasamband
íslands. Voru það 9 fjelög sem
stóðu að stofnun sambandsins og
er fróðlegt að sjá, til samanburð-
ar nú og þá um íþróttahreyfing-
una í höfuðstað landsins, hvern-
ig hvert af stofnfjelögunum var
mönnum skipað:
1. Glímufjelagið Ármann 30
fjelagar.
2. Iþróttafjelagið Kári 27 f je-
lagar.
3. Iþróttafjelag Reykjavíkur
70 fjelagar.
4. Knattspymufjelagið Fram
32 fjelagar.
5. Knattspyrnufjelag Reykja-
víkur 62 fjelagar.
6. Skautafjelag Reykjavíkur
200 fjelagar.
7. Sundf jelagið Grettir 23 f je-
lagar.
8. U. M. F. Iðunn 53 fjelagar.
* Fyrir frumkvæði Jóns Sig-
urðssonar um eflingu íþrótta í
landinu, halda íþróttamenn af-
mælisdag hans hátíðlegan á
hverju ári.