Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1944, Blaðsíða 19
19 ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944 íÐ sjAvariítveg Eftir Sigurð Kristjánsson alþingism. ISLENSKA ÞJÓÐIN lvefir í dag endurhehnt síðasta hluta þess sjálf- stæðis og frelsis, sem hún var svift af erlendum ofjörlum, og fvrir henni hefir verið haldið um margar aldir alt. til þessa dags. Það er vissulega mikil vegsemd fyrir hvei’ja þjóð, að eiga sig sjálf og vera engum háð. En vandi fylgir veg- semd hverri, og því meiri vandi sem vegsemdin er meiri. Það er alveg víst, að ef sú spurn- ing væri lögð fyrir almenning hjer á landi, hvað þjóðinni sje nauð- synlegast nú við þessi tímamót, þá mundtt svörin verða margvísleg. En svar mitt við þeirri spurningu mundi verða það, að íslensku þjóð- inni ríði mcst á því, að meta sjálfa sig rjett, hæfileika sína óg krafta, og önnur þau skilyrði, sem hún hefir, til þess að halda sjálfstæði sínu og lifa menningarlífi. Full- komin jtekking og rjett mat á sjálfri sjer og landi sínu er besta’ tryggingin fyrir því, að þjóðin fari skynsamlega að ráði sínu og misstígi sig ekki. Um það skal ekki fjölyrt, hvern- ig Islendingum muni takast þetta. Það er sagt, að hver sje blindur í sjálfs síns sök. Og víst er að Is- lendingar hafa lært að unna landi sínu á þann hátt, að þeim þykir helst ekki sæma að meta gæði þess til matar eða fjár. En nú, þegar vjer eigum að vernda sjálfstæði þess og sóma þjóðarinnar, megum vjer ekki leyfa oss þann munað að breyta og hugsa eins og börn. Vjer verðum að setja vöku og veru- leika í stað drauma og skýjaborga. Vjer verðum m. a. að gera okkur ]jóst, að sjálfstæðið krefur þess, að vjer öflum fjár langtum stór- kostlegar en áður. Og þá verðum vjer að sjálfsögðu að gera oss al- veg Ijóst, hverjar auðsuppsprettur landsins eru. BTjREKSTUR Jslendinga hefir með hverju ári færst meir og meir rit á fiskimiðin. Og nú er svo kom- ið að allar aðrar athafnir þj’óðar- innar, en að afla fjár á fiskimið- um landsins, eru aukaatriði, sem standa bg íalla með höfuðþætti búrekstursins, fiskveiðunum. Þótt um þetta hafi verið deilt, er það með öilu óþarft, því opin- berar skýrslur segja raunar allan sannleikann í þessu máli. Þær sýna, að mörg undanfarin ár hefir nal. 9/10 allra þeirra verðmæta, seni úr landi eru flutt, verið sótt á fiskimiðin. Eftirfarandi tölur, sem teknar eru úr skýrslum Ilagstofu Islands, sýna hvað - sjávarafurðir voru mikill hluti útflutnigsins nokkur undanfarin ár: Ár 1938 — 1939 — 1940 — 1941 — 1942 —- 1943 82.6% • 84.0% 95.7 % 95.2% 96.1% 90,0% Tölur þessar sýna, svo að ekkj verður móti mælt, að framtíð ís- lensku þjóðarinnar - og ríkisins byggist að langinestu leyti á fisk- veiðum. Og' þegar það er athugað, hvar komið er kröfum lslendinga -— alþýða manna og ríkisins* — til nauðsynja og lífsþæginda, þá verður það alvég augljóst, hve feikna mikils verður að krefjast af sjávárútveginum, og þá um leið hvert óskaplegt andvaraleysi það væri, ef eigi væri lögð fram ítrasta orka vits og fjár, til þess að treysta sem best þennan grundvöll vel- ferðar þjóðarinnar. Fiskirannsóknir. ISLENSK fiskimið eru talin vera einhver auðugustu og bestu fiski- mið heims. En Islendingar hafa ekki haft ræniT á að rannsaka þessa námu, sem e. t. v. gæti gjört ísland að auðugasta landi í heimi. Fiski- mennirnir hafa að mestu leyti ver- ið látnir um það hjálparlaust að þreifa sig áfram með athygli sinni. Ekki verður þetta afsakað með því, að við eigum ekki hæfa menn til fiskirannsókna. Vjer eig- um þegar áhugasama og vel lærða fiskifræðinga, og nýir mundu brátt bætast við, ef-sýnt væri, að þjóð- fjelagið kynni að meta starf þeirra. Meðal verklegra mentaðra þjóða, mundi það þykja hlægilegt, og raunar ekki geta átt sjer, stað, ef byrjað væri á ræktun landssvæðis eða námurekstur hafinn án þess að fram hefðu farið vísindalegar rannsóknir, er framkvæmd verks- ins bygöist á, og það þó um hreina smámuni væri að ræða miðað við heildarframleiðslu þjóðarinnar. En Islendingum hefir ekki enn sýnst ástæða til að rannsaka vísindalega námu þær er þeir sæk.ja í 9 10 hluta allra þeirra verðmæta, sem þeir flytja út úr landinu. kr. 48.4 miljónir — 59,3 — — 127.4 — — 179,5 — — 192,8 — _ 205,0 — Upphaf gjörbfeytinga á fram- leiðslu sjávarafurða hjer á landi á að vera gagngerðar sjómnnsókn- ir og fiskirannsóknir á hafsvæðinu umhverfis Island. Yið verðum strax að koma okkixr upp einu eða tveim- ur ranns'óknarskipum með full- komnustu tækjurn til haf- og fiski- rannsókna. Rannsóknir á þessu sviði mundu ekki aðeins verða hin mikilverð- asta bein aðstoð við fiskiveiðarnar, heldur mundu þær einnig leiða í ljós marga lítt þekta hluti um fisk- stofna, lífsskilyrði þeirra og lifnað- arháttu, hver þörf er fiskiverndar og fiskiræktar, og hvernig þessir verður við komið. Líklegt er, að bráð nauðsyn sje á verndun upp- eldisstöðva fiskstofna. Og ef svo reynist, að .vjer af þessum sökiun verðum að krefjast rýmkaðrar landhelgi, og friðunar fjarða og' flóa fyrir veiðitækjum, sem með botni eru drekin, þá- eru rök, sem tiygð eru á vísindalegum rannsókn- um, hin einu, sem aðrar þjóðir mundu telja þess verð, að gaumur sje gefinn. Fiskiflotinn. ÍSLENSKIR fiskimenn sækja sjó af meiri hörku en fiskimenn ann- ara þjóða. Þetta stafar m. a. af því, að veðurfar er hjer hart og sjór úfinn flesta tírná árs. íslenski fiskimaðurinn fær því frá æsku harðan skóla, og verður annað- hvort að duga eða drepast. En af þessu leiðir, að íslendingar þnrfa vandaðri og fullkomnari fiskiskip en aðrar þjóðir. Fyrsta skilyrðið fyrir því að svo geti orð- ið cí* það, að skipin sjeu l)ygð innanlands. íslendingar fara næst um það sjálfir, hvernig skiir þau þurfa að vera, sPm ætluð eru til veiða við íslensk skilyrði. Reynsl- an er sú. að þau skip, sem Islend- ingar smíða sjálfir, eru best. — En ástandið er þannig, að þeir gera lítið betur en að anna við- gerðum. Ekkert járnskip hefir enn verið smíðað hjer á landi, og að- eins nokkur hluti trjeskipanna. Og þó er fiskiflotinn svo lítill, að liann’ verður að tvöfaldast á næstu ár- um, ef þjóðartekjurnar eiga að' vera í nokkru samræmi við kröfur og barf'ir. Eins og áður er írá skýrt. voru á s.l. ári fluttar út sjávarafurðir, er seldust fyrir 205 miljónir króna. Eflaust hefir almeimingur hjer á landi ekki gert sjer það ljóst, hve fámennur sá hópur er. sem aflar þessara verðmæta. og hve lítilfjör- leg þau tæki eru, sem niörnum þessum eru í hendur fengin, til þess að her.ja með á hafinu. — Um síð- ustu áramót var allur fiskiskipa- floti íslendinga aðeins rúmlega 27. þús. rúmlestir brúttó (Opnir bátar ekki taldir með). Skipverjar, sem skráðir voru á þennan fiskiflota, voru 5000 þegar f'lest var, en 3543 að meðaltali. alla mánuði’ ársins. Það er hófleg áætlun, að fiski- skipafloti íslendiga tvöfaldist að rúmlestatali næsta áratug. Aukn- ingin þarf að felast meir í stækk- un skipanna heldur en fjölgun. þeirra. En til þess að svo geti orð- ið. jiai'f að fullnægja öðru skilyrði, en það er bygging fiskihafna. Til þess að sæmilegur árangur geti orðið af fiskveiðum Tslendinga, verða skipn að geta fylgt fiski- göngunum, og þannig sótt sjó meginhluta ársins, í stað þess að nú verður mikill hluti skipanna að liggja lengri og skemri tíma ái'sins sökum þess að þau eru ekki hæf Framh. á bls. 21. ÞQRSKVEIÐAR Á TOGARA. „Framtíð íslensku þjóðarinnar byggist að Iangmesíu leyti á fiskveiðum“. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.