Morgunblaðið - 17.06.1944, Síða 27

Morgunblaðið - 17.06.1944, Síða 27
27 ■/ ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944 VEGAMÁLIN í FRAMTÍÐINNI Eftir Geir G. Zoega, vegamálastjóra c GAMLI OG NÝI TÍMINN. Hin rúml. 50 ára gamla Ölfusárbrú, og við hlið hennar teikning af hinni fyrirhug- uðu nýju steinsteypubrú. AKVEGAKERFIÐ NÚ Á UNDANFÖRNUM aldarfjórð- ungi hefir akvegakerfi landsins skapast að mestu. Talið er að 1919 hafi hjer verið akfærir vegir frá helstu kaupstöðum og kauptúnum samtals rúmlega 500 km. Nú eru ak- færir vegir samtals tæplega 5000 km og hafa því nær 10 faldast að lengd. Brýr hafa verið bygðar 303 úr járni og steinsteypu, 10 m og lengri, ennfremur 134 brýr styttri. Samtals hefir verið varið til vega- mála frá 1919 um 54 milj. kr. — Á síðari árum hefir vegakerfið þanist sjerstaklega mikið og flestir vegir verið endurbættir að miklum mun. Umferðin hefir vaxið geypilega. Um Suðurlandsbraut aka nú inn i og út úr Reykjavík daglega 5500—6000 bifreiðar og um Hafnarfjarðarveg um 2500 bifreiðar og eru íslenskir bíl- ar nú orðið í talsverðum meirihluta. Hvergi á öðrum vegum er þó svipuð umferð. Síðan 1935 má óhætt telja, að umferðin hafi fimm faldast. ís- lensku bifreiðunum hefir fjölgað svo, að þær eru nærfelt helmingi fleiri en 1939, nú um 4050, þá 2150. Til fróðleiks má geta þess, að 1919 voru hjer 126 bifreiðar. Flutningskostnaður hjer er orðinn meiri en menn munu alment gera sjer grein fyrir. Jeg hefi fyrir nokk- uru gert rannsóknir í því máli og gert tilraun til þess að reikna út, hve mikilli upphæð hann nemur á landi, á sjó og í lofti. Jeg veit ekki til, að það hafi verið gert fyr. Við lifum nú í svo óeðlilegu ástandi, einnig að þessu leyti, að jeg kaus að miða at- huganir mínar við árið 1939. Flutningskostnaður á landi er sumpart reksturskostnaður bifreið- anna, en sumpart vegabótakostnað- ur allur, ríkis- og sveitafjelaga. — Flutningskostnaður á sjó og í lofti er talinn reksturskostnaður Eimskips, Ríkisskips með flóabátum og Flug- fjelags íslands. Útkoman er.þessi í aðaldráttum: Jeg læt ósagt, hve miklu þessi kostnaður nemur nú, en það er vafa- laust yfir 100 milj. kr. Hjer er því um mjög verulegan lið í þjóðarbú- skapnum að ræða. Af landflutning- um nemur vegabótakostnaðurinn að- eins um 15%. Þrátt fyrir mjög bætta vegi hin síðari ár, er þó vegakerfi okkar mjög ófullkomið og ábótavant. Jafnframt er sýnt, að áreiðanlega vinnst beinlínis í lækkuðum bifreiða- köstnaði mikill hluti eða jafnvel all- ur tilkostnaður við umbætur á veg- unum. HELSTU FYRIRHUGAÐAR NÝBYGGINGAR UPPDRÁTTUR sá af aðalvegakerf- inu er hjer birtist, sýnir, hve stór- felt það er orðið, 1 km vegar á hverja 25 íbúa. Til samanburðar má geta þess, að fyrir ófriðinn var talið, að vegir í Noregi væri sem svarar 1 km á hverja 65 íbúa. Okkar vegir eru þannig miklir að vöxtum, en víðast mjög ófullkomnir, þrátt fyrir mikinn tilkostnað. Aðalverkefnið, sem nú liggur fyrir, er að endurbæta þá vegi, sem fyrir eru. Fyrsta þætti þess verkefnis, að gera bílfært innan hjeraða og milli landsfjórðunga, er að mestu lokið og verður ekki um mikla þenslu að ræða á næstu árum. Á uppdr. (s. 29) eru sýndir nokkrar helstu leiðir sem vænta má, að gerðar verði bílfærar á næstu áratugum og eru flest- ar þessara vegagerða tiltölulega kostnaðarlitlar. Tiltölulega eru flestir þessir nýju vegir á Vestfjörðum, enda hefir sá landsfjórðungur til þessa orðið mjög út undan. Nokkra slíka aðalvegi .vil jeg nefna hjer nokkru nánar. Ráðgert er, að aðalsamband til Vestfjarða verði sumpart með skipi milli Stykkishólms og Brjámslækjar, en þaðan komi akfærir vegir til Pat- reksfjarðar, Bíldudals og inn Baroa- strönd í samband við akveginn hjá Þorskafirði, en sumpart þaðan um Kollabúðarheiði og Þorskafjarðar- heiði að Melgraseyri við ísafjarðar- djúp. Þaðan komi ferja til ísafjarðar. Síðan vegarsamband til Rafnseýrar við Arnarfjörð norðanverðan, þá ferja til Bíldudals. Af Kollabúðar- heiði austast komi vegur til Stein- grímsfjarðar.Þaðan norður til Reykj- arfjarðar og suður Stran,dasýslu um Bitruháls. Á Snæfellsnesi kemur vegur út fyrir jökul til Hellissands, en þaðan til Ólafsvíkur og allt til Stykkis- hólms. Síðan áfram um Skógar- strönd í samband við akvegakerfið í Dalasýslu. Á Norðurlandi má einkum nefna Siglufjarðarveg, veg úr Stíflu til Ól- afsfjarðar um Lágheiði, Svalbarðs- strandarveg til Grenivíkur, veg kring um Tjörnes og frá Raufarhöfn um Hálsa iil Þistilfjarðar. Á Auslurlandi verða þessir helstu nýir vegir. Frá Þórshöfn um-Langa- nesstrandir og Sandvíkurheiði til Vopnafjarðar, á Hjeraði frá Hall- ormsstað sunnan Lagarfljóts. •— Frá Eskifiroi til Neskaupstaðar, frá Rejrð- arfirði um Fáskrúðsfjarðar- og Stöðvarfjarðarbygð til Breiðdals. — Yfir Berufjörð er gert ráð fyrir ferju. Þá er og gert ráð fyrir, að brú verði bygð á Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum og styttist við það aðalleið- in milli Norður- og Austurlands um 84 km. Hefir þegar verið lagt í sjóð til byggingar þessarar brúar rúm- lega 400 þús. kr. Er þarna fyrirhug- uð járnhengibrú, 104 m löng, vönduð o’g all-kostnaðarsöm og verður frá- leitt bygð fyr en að ófriðnum lokn- um. Á Suðurlandi eru þessir vegir helstir: Krísuvíkurvegur, vegur suð- ur Grímsnes, um nýja stórbrú á Hvítá hjá Kiðjabergi suður á Flóa- veg. Vegur frá Skálholti suður yfir Hvítá á nýrri brú hjá Iðu. Vegur úr Hreppum um brú á Þjórsá hjá Þjórs- árholti, um Land og Rangárvelli. •— Meira er í óvissu um, hvernig bæta megi úr samgönguleysi yfir sandana í Austur-Skaftafellssýslu. Telja má útilokað að setja brýr á Núpsvötn og Skeiðará, en ekki eins fráleitt á Jök- ulsá á Breiðamerkursandi. Líklegt má teljá, að henta myndi að hafa bíla af sjerstakri gerð til flutninga um sjálfa sandana, en hestarnir verða drýgstir yfir þessi slröngu jökulvötn, en þó ferja á Jökulsá. — Á Jökulsá á Lóni er fyrirhuguð slórbrú svipuð og Mark- arfljótsbrúin. Ræða má um að gera bílfært bæði norður Kjöl til Skaga- fjarðar og norður Sprengisand til Eyjafjarðar og Bárðaröals. Yfirleitt er iandslag þannig, að sjálf vega- gerðin verður ekki kostnaðarsöm, þar sem yfirleitt má ryðja þar sumar- veg um mela og holt, en nokkrar ár eru torfærur á leiðum þessum, en ekki er mjög.kostnaðarsamt að brúa þær, nema Tungnaá. Þá eru sýndir vegir frá Landmannahelli til Lauga og frá Möðrudal suður að Brúar- jökli, og er hvorítveggja mjög ódýr- ar vegabætur. UMBÆTl'R .4 NÚVERÁNDI AÐALVEGAKERFI ÞÓ HJER sjeu taldir allmargir nýir vegir, verður þó aðalverk- efnið fram úndan að bæta núverandi vegi og þá fyrst og fremst, þar sem umferð og flutningaþörf er mest. Má þar sjerstaklega nefna Suðurlands- brautina austur yfir Ölfusá. Flutn- ingar þessa leið hafa vaxið geypilega og er orðið mjög aðkallandi að bæta úr samgönguerfiðleikum þar. — Reynslan hjer á landi og annarsstað- ar hefir sýnt, að steinsteyptu veg- irnir eru ákjósanlegastir, þeir eiu dýrir í byrjun en ljettir í viðhaldi. Hætt er þó við, að sumum vaxi í augum kostnaðurinn og má í því sambandi nefna 25 milj. kr., sem lauslega áætlun. Þá er óumflýjan- legt að gerð verði þegar á næstunni ný brú á Ölfusá. Hefir þegar verið gerður tillöguuppdráttur af steyptri brú með tvöfaldri akbraul og gang- síjettum. Lengd brúar verður 131 m. Sumir eru svo bjartsýnir að þeir tala um steyptan veg til Akureyrar, en þar sem það er meir en 7 föld vegarlengdin frá Reykjavík að Sel- fossi og auk þess víða um miklu örðugra land, tel jeg ráðlegt að hugsa ekki svo hátt á næstu ára- íugum. Á undanförnum árurrt hefir af nokkru kappi verið unnið að vega- bótum til Akureyrar og er nú sjer- staklega lagt fje til Vatnsskarðsveg- ar og Öxnadalsheiðar.Alllangir kaflar Framh. á bls. 29. 1. Landflutningar a. Vegabælur og vegaviðhald 3,2 milj. krónur b. Bifreiðar, reksturskostnaður 18.3 miljón krónur 21.5 milj. kr. 81.8% 2. Sjóflutningar 4.7 — •— 17.9% 3. Loftflutningar 0.076 — — 0.3% Samtals 26.276 milj. kr. 100%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.