Morgunblaðið - 17.06.1944, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.06.1944, Qupperneq 29
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ 17. júní 1944 29 — Vegamdlin í framtíðinni . tf* cr»nwnh Fulldregnar línur sýna aðal akvegakerfið nú. Deplalínur sýna helstu fyrirhugaða nýja akfæra vegi. Framh. af bls. 27. eru þó enn ógerðir, en vænta má að Vatnsskarðsvegur verði fullgerður eftir 2—3 ár og Öxnadalsheiðar eftir 5—6 ár. Má þá vænta, að oft verði bílfært á vetrum til Akureyrar. — Yfirleitt ætti ekki að verða mikil vandkvæði að halda vegum hjer bíl- færum á vetrum í bygðum, þar sem veruleg umferðarþörf er. Hinsveg- ar verður alltaf örðugleikum bundið að halda þá uppi samgöngum um fjallvegi. Þar sem veruleg umferð er, verða notaðar vjelar, snjóýtur og plógar og hefir þegar fengist nokk- ur reynsla í því efni. En víða er flutningaþörf svo lítil, að allt of kostnaðarsamt verður að halda veg- unum bílfærum fyrir venjulega bíla. Hefi jeg trú á, að þar verði í mjög verulegum mæli notaðir snjóbílar. — Landslag og staðhættir eru víðast þannig, að slíkir bílar munu geta farið ferða sinna greiðlega og full- nægt flutningaþörfinni þann tíma árs. Nokkur reynsla hefir þegar fengist og að loknum ófriðnum munu vissulega fást hentug farartæki, sem aka ofan á snjónum. í fyrra voru sett ný lög um brú- argerðir og eru þar taldar 178 brýr. Af þeim eru enn 168 ógerðar, svo sýnilegt er, að æði mikið er ógert á því sviði, og vitanlega eru enn fleiri brýr, sem síðar koma. Þá liggur fyrir á næstu árum að breikka og endur- bæta ýmsar eldri brýrnar og er það verk þegar hafið, sjerstaklega í n^- grenni Reykjavíkur. Mönnum hættir ýmsum við að áfellast vegamálastjórnina fyrir að hafa ekki verið nógu framsýn og bygt breiðari og vandaðri vegi og brýr, en þess ber að gæta, að efni hafa verið af skornum skamti yfir- leitt, en þarfirnar hvarvetna miklar. Var því nauðugur einn kostur að dreifa vegafjenu víða um land. Allra síðustu árin hefir verið nokkru rýmra um fje og vegabætur með mesta móti, þannig voru dagsverk manna 200.000 1942, en 159.000 1943. Til samanburðar má geta þess, að 1925 voru þau 22.500 og á árunum næstu fyrir ófriðinn 85—95.000. • NAUÐSYN VJELANOTKUNAR TIL ÞESS að geta framkvæmt með hagsýni vegabætur og viðhald, er brýn þörf nýtísku stórvirkra vjela, enda hefir Alþ. viðurkent það og veitt í ár 1.4 milj. kr. til vjelakaupa til viðbótar allverulegri upphæð á síðastliðinu ári. Vonandi tekst áður langt líður að fá til landsins vjelar þær, sem þegar hafa verið keyptar. Það væri góð byrjun, en það er ber- sýnilegt, að hjer er þörf margra vjela, einnig vegna örðugleika að flytja þær langar leiðir. Þá verður og að breyta um tilhögun á fjárveitingum, þannig að veittar verði stærri upp- hæðir árlega til hverrar nýlagning- ar, en vegirnir flokkaðir og ákveð- ið hverjir skulu sitja fyrir og full- gerast. Aðstaða og nauðsyn vjelanotkunar hefir skapast á ófriðarárunum, þar sem fjárhagsleg geta okkar til kaupa erlendis hefir batnað svo mjög og verkalaun hjer hækkað stórkostlega, en kaupverð vjela og rekstrarkostn. lítið hækkað. Þá er og nú að minsta kosti næg atvinna og ætti svo að verða franavegis með bættu skipu- lagi atvinnulífsins, en ekki eru mörg ár síðan svo mikil eftirsókn var í vegavinnu, að jafna varð vinnunni milli verkfærra manna á heimilum og nota varð hestkerrur til flutn- ings á möl í vegi, þar sem fært þótti í stað bíla, vegna fjárhagsörðugleika. ★ TAKMARKIÐ er nú, að bílfært verði um hverja sveit og helst heim á hvern bæ, að minsta kosti þegar þurt er um, svo og ekki hvað síst, að aðalvegirnir verði endurbættir svo að þeir fullnægi sem best flutnings- þörfinni. Jafnframt verða menn þó að hafa hugfast, að ekki má vænta þess, að vegir hjer á landi geti yfirleitt þolað samanburð við vegi erlendis, vegna víðáttu landsins og strjálbygðar, samfara eðlilegri tak- mörkun fjárhagslegrar getu þjóðar- innar. Hinsvegar er landslag og veg- stæði yfirleitt hentugra hjer á landi til þess að gera ódýra vegi við okkar hæfi, en víðast hvar annarsstaðar. Það mun fara hjer eins og í öðrum löndum, að sífelt kapphlaup verður milli vegagerðarmanna með ný- « tísku vjelum og bílanna. Velt- ur þá mjög á því, að fje og vjelar verði fyrir hendi til þess að mæta kröfum og þörfum umferðar- innar. — Umferðarþörfin er þó jafnframt mælikvarði á atvinnu- lífið og fjárhagslega getu og má því vænta þess, að sá. mikli áhugi, sem landsstjórnin og fjárveitingarvaldið hafa jafnan sýnt vegamálunum stuðli enn að því, að nægilegt f je verði veitt til þess að fullnægja sanngjörnum kröfum um bættar samgöngur. Svo sem hjer hefir sýnt verið, eru æði mörg og mikilsverð verkefni framundan, sem bíða úrlausna á næsta aldarfjórðungi, mikið og ánægjulegt starf fyrir þá, er að því fá að vinna og vonandi giftudrjúgt fyrir þjóðina, til aukinna framfara og vellíðunar. m Leiðarvísirinn besti til náins kunnleika á öllu því, sem gerst hefir í Noregi styrjaldarárin, er bók Worm Múllers prófessors Noregur undir oki Nuzismuns. Fróðleg óg merkileg bók, um harmsögu og hetjudug norsku þjóðarinnar Kaupið og lesið þessa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.