Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 2. nóv. 1953 Nýjasta tízka FRá MWM&FEI TML SLJE folaðið varð líka mörg fyrstu ár- In að heya harða baráttu fyrir tilveru sinni. Þar var við marga örðugleika að etja. Einn af þeim var sá, að þá var allt handsett í prentsmiðjunni, og fór svo mik- ill tími í að leggja af og setja blaðið, að það gekk altaf fram á nótt. Og stundum annaði prent siniðjan þessu ekki og varð þá að fá setjara úr öðrum prent- smiðjum til þess að setja Morg- unblaðið. Þótt það væri ekki injög stórt að vöxtum og upp- lagið lítið, þá varð það prent- smiðjunni ofraun ofan á allt ann- að, vegna þess hvað afköstin voru þá lítil. Þetta er aðeins eitt sýnishorn þess hvað íslendingar unnu sér allt erfiðlega, vegna þess að þeir höfðu ekki annað en léleg tæki í höndunum, því að þannig var þetta þá á öllum sviðum. Menn geta svo borið þetta saman við hvernig umhorfs er hér í dag. íbúatala borgarinnar hefir nær sexfaldast. Hér er ris- inn upp mikill iðnaður og iðja, sem veitir fleiri mönnum at- \ffrmu en nokkur atvinnugrein önnui'. Hér er komin stór og ágæt höfn. Lögsagnarumdæmi Iteykjavíkur, sem náði frá Eiði að Elliðaám fyrir 40 árum, nær nú einnig yfir mikinn hluta Mos- fellssveitar og Seltjarnarness. Hér eru komnar margar stór- byggingar og hér hafa risið upp jmörg og stór hverfi stórra og fagurra íbúðarhúsa. Flestar göt- ur innan Hringbrautar eru mal- bikaðar. Hér hafa verið reistir tveir stórir spítalar auk nokk- urra sjúkrahúsa, fæðingardeild- ar og heilsuverndarstöðvar. Hér eru 5 lyfjabúðir og fjöldi sér- menntaðra lækna. Hér er komið EUiheimili, sem hefir rúmlega 300 vistmenn. Nú eru komnar ahnannatryggingar, sem veita öryggi í heilsuleysi og ellihrum- leika. Hér hafa komið óteljandi þægindi, sem enginn hafði hug- mynd um að til væri fyrir 40 árum; Afkoma manna er allt önn ur, viðurværi betra, húsakynni betri. Hér hafa risið upp stórar skólabyggingar, háskóli, gagn- fræðaskólar iðnskóli, sjómanna- skóli og fjórir barnaskólar. Á- ætlunarvagnar fara um allan bæinn frá morgni til kvölds, og foörnin eru flutt á bílum í skól- •ana. Hér er risin upp voldug í- þróttahreyfing, sem setur sinn svip á bæarlífið. Og hér er allt fegrað frá því sem áður var, fagrir skrúðgarðar við flest hús og bærinn reyklaus að kalla. Þannig mætti lengi halda á- fram. En ofurlítil upptalning á helztu framkvæmdum á þessum árum mætti þó fylgja: Árið 1919 er flogið hér í fyrsta sinn. Nú eru flugsamgöngur dag- lega frá Reykjavík út um allt land og til útlanda. íslenzkar flugvélar hafa flogið til Indlands, Venezuela, Norður Ameríku, nyrzta hjara Grænlands og allt þar á milli. Rafmagnsstöðin við Elliðaárn- ar var gerð 1921 og leysti hér margt úr læðingi. Þá fengu menn orku til iðnrekstrar, Ijós á heim- ilin og ljós á göturnar, hita til að elda við. Stöðin er stækkuð hvað eftir annað og kemst upp í 4500 hestöfl. Öll sú orka er rifin út jafnharðan. 1937 kemur svo Sogsvirkjunin með rúmlega 20.000 hestöfl. Það nægði ekki noma um nokkur ár. Og nú er hin mikla nýa Sogsstöð risin upp, en menn sjá fyrir að hún verður brátt of lítil og því er farið að undirbúa þriðju Sogs- vtrkjunina. Árið 1930 er heitt vatn úr Laugunum leitt til bæarins til þe3S að hita upp hús. Það var tilraun, en hún gafst svo vel, að ráðizt var í hina miklu hita- veitu frá Reykjahverfi, einhvern stærsta búhnykk, sem gerður hefir verið hér á landi. f sam- bandi við þetta má gera svo- lítinn samanburð: Fyrir 40,ár- ura voru vinnukonur sendar í Laugar með þvott. Þær urðu að aka honum fram og aftur í hjól- börum. Nú skrúfar frúin frá vatnshana og lætur sjóðandi vatn renna í þvottavél. Svo hleypir hún rafmagnsstraumi á vélina og eftir litla stund skilar vélin þvottinum þvegnum, undn- um og pressuðum. Loftskeytastoðin var opnuð 1918. Sjálfvirk miðstöð bæarsím- ans kom 1932. Talsímasamband við útlönd kom 1935. Útvarpið kom 1931. Strætisvagnar byrjuðu ferðir 1931. Sundhöllin tók til starfa 1937. Ræktun bæarlandsins hef- ir aukizt ár frá ári og mest hin seinustu ár með öllum þeim miklu matjurtagörðum, sem gerð ir hafa verið. Útgerðin hefir aukizt stórkostlega. En það sem bezt er af öllu: Reykjavíkurbær stendur miklu betur fjárhagslega, heldur en hann gerði fyrir 40 árum, og borgin á hægar með að fram- fleyta 60.000 manna nú, heldur en 11.000 áður. Vaxandi framfarir og vaxandi athafnalíf hefir lyft Reykjavík upp í virðulegan sess. Og þegar Morgunblaðið lítur nú yfir 40 ára feril getur það glaðst af því að það hefir altaf stutt öll þau málefni, er til framfara hafa horft fyrir bæarfélagið. Það hef- ir verið lifandi þáttur í bæarlíf- inu og það hefir vaxið og dafn- að jafnhliða því sem bærinn hef- ir vaxið og dafnað. Er nú svo komið, að sé miðað við fólks- fjölda, þá er Morgunblaðið stærsta blað í Evrópu, hvort sem heldur litið er á stærð þess eða upplag. Frá því að vera hálf- gert útkjálkablað og þó fremur á undan tímanum er það var stofnað, hefir það vaxið upp í að verða stórblað á íslenzkan mælikvarða og samboðið höfuð- borg landsins eins og hún er nú. Það hefir fylgzt með tíman- um öll þessi ár. En til þess að geta fylgzt með tímanum hafa álíka breytingar orðið á útgáfunni. í stað fjögurra handsetjara hefir það nú fjórar setjaravélar og eina fyrirsagna- vél og hver setjaravél afkastar verki sjö handsetjara. Annan vélakost hefir orðið að auka í samræmi við þetta. Og í stað þess að 2—3 menn unnu í fyrstu að útgáfunni, hefir það nú um 50 manns í þjónustu sinni. Þessi mikla útþensla hefir valdið því að það er fyrir löngu vaxið upp úr þejm húsakynnum, sem það hefir haft. Og nú fyrir nokkru réðist það í að byggja sitt eigið hús, er samsvari kröfum tím- ans fyrir sívaxandi fyrirtæki. Þetta hús á að verða bæarprýði í Reykjavík, samboðið þeim kröfum, er gerðar eru um fram- tíðarsvip borgarinnar af þeim, er hæst hugsa fyrir hennar hönd. MOLAR LISTVINUR einn á ferð í Þýzka- landi heimsótti Beethovenssafnið í Bonn. M. a. sá hann þar dag- bók tónskálds- ins. Innfærslur nar er hann kom niður á, er hann blaðaði í henni virðast leiða í ljós, að það hef- ir ekki verið sér- lega auðvelt að gera Beethoven, sem húsbónda til hæfis: 31. janúar: Sagði upp þjónustu stúlkunni. 15. febrúar: Réði nýja eldhús- stúlku. 8. marz: Sagði eldhússtúlkunni upp. 28. marz. Réði nýja stúlku. 1. apríl: Sagði upp stúlkunni. 16. maí: Sagði upp eldhússtúlk- unni. 30. mai: Réði stúlku. 1. júlí: Réði eldhússtúlku. 28. júlí: Eldhússtúlkan fór leið- ar sinnar. 29. ágúst: Sagði stúlkunni upp. 6. ágúst: Réði nýja stúlku Hér gafst maðurinn upp á lestr inum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.