Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 37
Mánudagur 2 nóv. 1953
MORGUNBLAÐIfl
37
EVIargs að
asl frá sams
iriuáBiðnum
Samlal við Karl L Jónasson vélseljara,
sem setl hefir Morgynhlsið í 13 ár.
Mér þykir vænt um uð íinnu áhugi
fóiksins u útkomu blaðsins
VIÐ fremstu setningarvélina í
Prentsmiðju Morgunblaðsins sit-
ur dag hvern hógvær og gætinn
maður. Það er sá setjarinn, sem
lengst allra manna hefur unnið
við að setja blaðið. Hann heitir
Karl A. Jónasson. I samtals 33 ár
hefur hann unnið þessi störf.
— Ég byrjaði prentnám í fsa-
foldarprentsmiðju 1. október ár-
ið 1916, sagði Karl A. Jónasson
þegar við tókum tal saman í
prentsmiðjunni nýlega. Þá vant-
aði þangað prentnema. Ég var þá
aðeins 15 ára gamall og ekki hár
í loftinu. Varð að setja undir mig
kassa til þess að ég næði upp í
leturkassana.
Leturkassinn er þannig gerður,
að í honum eru mörg hólf fyrir
stafina, eitt hólf fyrir hvern staf
og merki. Þau varð maður að
þekkja upp á sína tiu fingur.
Voru gömlu setjararnir mjög
fljótir að tína stafina upp úr
þeim. í þá daga þekktust ekki
setningarvélar og vélsetning.
Ég á aðeins góðar endurminn-
ingar frá þeim árum. Óiafur
Björnsson var þá prentsmiðju-
stjóri. Minnist ég hans sem sér-
staks ljúfmennis og drengskapar-
manns.
VÉLSETJARI í 33 ÁR
— Hvað hefur þú unnið lengi
að vélsetningu við Morgunblað-
ið?
— Það mun hafa verið árið
1920, sem ég byrjaði vélsetningu
þar. Þá var blaðið fjórar siður og
var sumt af lesmáli þess þá enn
handsett. Hafði það þá aðeins að-
gang að einni setningarvél og
annarri ef á þurfti að halda. Oft
var umbrotinu þá ekki lokið fyrr
en komið var langt fram á nótt
Um jólin var blaðið sextán síður
og stundum stærra. Þá kom fyrir
að vinnan stóð fram til kl. sex
um morguninn.
A þessu hefur á síðari árum
orðið mikil breyting til batnaðar.
Nú á Morgunblaðið sjálft fjórar
fullkomnar setningarvélar auk
fyrirsagnavélar, og þó blaðið sé
að jafnaði sextán síður dag hvern
er það vanalega tilbúið til prent-
unar um eða úpp úr miðnætti.
Svo miklar hafa framfarirnar
orðið síðan ég byrjaði að vinna
við setningu þess.
Það er margs að minnast frá
Karl A. Jónasson
við setningarvélina.
samstarfinu við blaðið á þessum
tíma. Og þær endurminningar
eru hinar ánægjulegustu, segir
Karl A. Jónasson að lokum.
Þeir, sem með Karii hafa unn-
ið munu áreiðanlega minnast
þessa prúða og umgengnisgóða
manns með þakkiæti og hiýju á
þessum tímamótum í sögu Morg-
unblaðsins. Hann hefur alltaf
verið hinn sami, ljúfur og lipur
i öllu starfi og samvinnu. Slíkir
menn eru allsstaðar ómetanlega
mikils virði, ekki sízt í prent-
smiðju þar sem mikið veltur á
góðri samvinnu blaðamannanna
og þeirra, sem setja blaðið, brjóta
það um og prenta það.
Við, sem höfum unnið við blöð
í lengri eða skemmri tíma, eigum
margs góðs að minnast frá sam-
vinnunni Við prentarana, og á ég
þá við allar starfsgreinar prent-
smiðjunnar. Okkur hættir að
vísu stundum við að skella
ábyrgðinni á bannsettum prent-
villunum á herðar þeirra. En oft
er sökin einnig okkar megin, sem
skilum misjafnlega góðum hand-
ritum og próförkum í hendur
þeim.
Hvað um það. Prentararnir og
biaðamennirnir verða að vinna
vel saman. Það hafa þeir einnig
gert þann tíma, sem ég þekki til
í ísafoldarprentsmiðju og Prent-
smiðju Morgunblaðsins.
S. Bj.
SÁ MAÐUR, sem lengst hefur
prentað Morgunblaðið er Guð-
björn Guðmundsson prentari.
Hann var við prentnám sem setj-
ari í ísafoldarprentsmiðju 28.
október árið 1913 þegar fyrstu
handritin bárust í hið nýja dag-
blað og setti i það fyrstu stafina.
Guðbjörn var þá 18 ára gamall.
En 11 ára gamali, vorið 1906,
hafði hann flutzt hingað til
Rej'kjavíkur úr átthögum sínum
austur í Grímsnesi. Gerðist hann
þá mjólkurpóstur hjá Jóni Jóns-
syni útvegsbónda í Melshúsum.
— Fyrsta þátttaka mín í blaða-
útgáfu var þegar ég byrjaði að
bera „Þjóðólf“ út í Vesturbæinn,
sagði Guðbjörn Guðmundsson,
þegar ég hitti hann að rnáli fyrir
nokkrum dögum og rabbaði við
hann um ýrnislegt, sem á dagana
hefur drifið við störfin í prent-
smiðjunni. Það var haustið 1907.
Ég var 3—4 klst. að því og fékk
’ 75 aura fyrir, eða 1 eyrir á blað.
Síðan bar ég um skeið út
„Reykjavíkina“. í desember 1908
réðst ég sem sendisveinn í ísa-
foldarprentsmiðju og var eitt
starf mitt þar að bera út Isafold.
Atvikin hafa hagað þvi svo, að
ég hefi starfað við blöð mestan
hluta ævinnar.
STARFSMAÐUR MBL. I 2» AR
— Hve lengi hefur þú starfað
við Morgunblaðið, Guðbjörn?
— Samtals í tæp 20 ár. Ég vann
fyrst að setningu þess í ísafold-
arprentsmiðju. En árið 1915 tók
ég við prentun þess m. a. og vann
við hama til sumarsins 1919. Þá
fór ég utan til þess að kaupa vél-
ar fyrir prentsmiðjuna Acta.
Stjórnaði henni svo til ársins
1936. Frá prentstörfum var ég svo
árin 1936—1939. Þá kom ég aftur
að Mbl. og byrjaði aftur að
prenta það í janúar 1940.
VLNNUBRÖGÐIN ÁÐUR FYRR
— Hvernig voru vinnubrögðin
í prentsmiðjunni fyrstu árin, sem
þú vannst þar við Morgunblaðið?
— Þau voru mjög frábrugðin
því, sem nú tíðkast. Þá var allt
handsett í blaðið og í ísafold var
þá aðeins ein „hraðpressa“ og
tvær minni vélar. I þessari
„hraðpressu“, sem prentaði 1200
blöð á klst. var m. a. Mbl. prent-
að. En upplag þess var þá aðeins
1300 eintök, að mig minnir.
Fyrst í stað var oft unnið við
setninguna til kl. 2—3 á nóttunni
og stundum lengur. Ég man eftir
að lengsti vinnutími hjó mér var
45 klst. í striklotu. Síðar var
þessu breytt þannig að blaðið
varð að vera fullsett og tilbúið
kl. 6 á kvöldin. Var það þá ýmist
prentað þá þegar eða kl. 6 á
morgnana.
Samfal við Guðbjörn Guðmundsson,
prentara, sem preniað hefir Morgunblaðið
í 20 ár.
Guðbjörn Guðmundsson setur
prentvélina af stað.
ÞEGAR MÓTORI 4N GEKK
FYRIR LOFTI
— Hvaða orka knúði þessa
,,hraðpressu“ ísaföldar?
— Hún var frá gasstöðinni. I
því sambandi minnist ég eins
sérkennilegs atviks. Það mun
hafa verið 1917. Þá var gasið
skammtað um tíma, vegna kola-
skorts, frá kl. 10 árd. til 4 síðd..
Varð þá að Ijúka prentun blaðs-
ins fyrir kl. 4 síðdegis. Þá var
gasið tekið af og stöðvaðist þá
gasmótorinn hjá okkur í prent-
smiðjunni, ef hann var þá enn
i gangi, og varð ekki settur í
gang aftur fyrr cn kl. 10 árd.
næsta dag. En einu sinni á þessu
skömmtunartímabili stöðvaðist
mctorinn ekki kl. 4 þegar gasið
var tekið af. Vakti það mikla
undrun mína. En skýringin á
þessu var sú, að felling hafði
komið í gúmmíbelg þann, sem
notaður var til þess að jafna gas-
strauminn til mótorsins en við
það myndaðist beint samband út
í götukerfið. Hélt hann því áfram
að soga til sín gasið úr bæjar-
kerfinu. Á meðan hann gerði það
gat ég haldið áfram að prenta.
Gekk þannig um nokkurt skeið
smiðjuna þegar ég var að prenta,
þótt lokað hefði verið fyrir gasið
og það oft fram á nótt, en gæta
varð þess að setja fellinguna í
belginn þegar þrýstingurinn íór
af gasinu kl. 4.
Svo bar það við kvöld eitt,
að einn af starfsmönnum gas-
stöðvarinnar rakst inn í prent-
smiðjuna þegar ég var að prenta
löngu eftir að skrúfað hafði verið
fyrir gasið. Rak hann þá í roga-
stanz og spurði: Fyrir hverju
gengur eiginlega mótorinn hjá
þér?
*
Notið OXYDOL
Léftið sförfin
Berið árangurinn saman við öll önnur sápumerki, —
eftir það vitið þér það líka: — Hversvegna er helming-
ur af notkun Bandaríkjamanna OXYDOL — og svipað
hlutfall annars staðar sem OXYDOL fæst?
Svarið fáið þér örugglega með því að reyna einn
pakka í dag.
Reynið OXYDOL!
EINK AUMBOÐSMENN:
Fæst allsstaðar
^or^jör^ ÉjT1 CCo. h.j^.
10 0£# Í> * & * **
— Fyrir lofti og vatni, svaraði
ég, og hélt svo áfram að prenta.
MESTA BREYTINGIN ÞEGAR
SETNINGARVÉLIN OG
RAFMAGNIÐ KOM -
— Hvaða breyting finnst þér
mest hafa orðið við störfin í
prentsmiðjunni frá því í „gamla
daga“?
— Þegar fyrsta setningarvélint
kom árið 1918 eða 1919 og þegar
rafmagnið kom til sögunnar við
prentun árið 1921. Áður hafði
prentsmiðjan fengið rafmagn til
ljósa. Það var víst árið 1918 frá
mótorrafstöð, sem Natan & Olsen.
áttu og ráku, og allmörg hús i
miðbænum fengu rafljós frá.
Koma hinnar nýju prentvélar,
sem Morgunblaðið eignaðist sjálft
árið 1943 var stærsta breytingin.
við sjálfa prentunina.
Meðan blaðið var 4 síður var
það ailtaf prentað í einni vél.
Eftir að það varð 8 síður, varð að
prenta það í tveimur. Væri það
12 siður varð að taka þriðju vél-
ina í notkun. Nú er hægt að
prenta 16 síður í einu.
EILÍF NÆTURVINNA
— Hvernig líður sólarhringur-
inn hjá ykkur prenturunum?
— Oll okkar vinna er nú næt-
urvinna. Ég er vanalega kominrt
tii vinnu um kl. ellefu að kvöldi.
Þá þarf að undirbúa prentunina,
ganga frá myndamótum, smyrja
vélina og „gera klárt“. Upp úr
miðnættinu hefst svo prentunin
og stendur í 8—8V2 klst. með því
móti að ekkert komi fyrir. Ég er
því vanalega kominn heim til
mín kl. 9—10 á morgnana. Þá er
farið að leggja sig og sofið til kl.
5—6 á daginn. Þetta er frekar
erilsamt og óeðlilegt líf, eilíf næt-
urvinna. Síðan við urðum tveir
við prentun blaðsins hefur þetta
þó orðið miklum mun þægilegra.
Við vinnum þá sína vikuna hvor.
MARGIR KOMA Á NÓTTINNI
TIL A» SEGJA FRÉTTIR
— En þú hefur fylgzt vel með
því, sem er að gerast í bænum
þessar vökunætur?
— Jú, maður fær fréttirnar oft
fljótt af því, sem skeður á nótt-
inni, því margir koma við til
þess að kaupa blaðið og segja
manni fréttirnar um leið. Þá
hringir maður í ykkur í ritstjórn-
inni. Þið sofið alltaf með sím-
ann við rúmstokkinn og eruð
fljótir til að svara og koma á
vettvang þegar eitthvað er að
gerast.
■— Hefðir þú ekki viljað vera
blaðamaður, Guðbjörn?
— Æi, nei, það held ég ekki.
En mér hefur líkað vel við blaða-
mennina og kunnað vel við mig í
prentarastarfinu. Síðan að upp-
lag blaðsins jókst stórkost-
lega, eru vinnuskilyrðin að vísu
orðin erfið í svo ófullkomnu hús-
næði. En mér þykir vænt um að
finna áhuga fóiksins fyrir út-
komu blaðsins. Hann finnur
maður ekki hvað sízt á nóttunni
þegar það biður-eftir fyrstu ein-
tökum þess úr prentvélinni, jafn-
vel lengi nætur, sé það síðbúið.
Þar með likur þessu rabbi okk-
ar Guðbjörns. Það er sunnudags-
kvöld svo að hann fær að sofa
heima þessa nótt, ef hann er þá
ekki orðinn afvanur þvi að festa
blund á þeim tima sólarhringsins.
Góða nótt, Guðbjörn minn, og
þakka þér góða samvinnu í
prentsmiðjunni það sem af er.
S. Bj.