Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
17
r Mánudagur 2 nóv. 1953
Þegar Morgunblaðið hóf göngu sína, var Rcykjavíkurhöfn mjög með sama svip og hún hafði verið frá landnámstíð. Þar voru aðeins nokkrar bátabryggjur, og stein-
hryggjan eða „bæjarbryggjan" mest, en í fjörunni á milli þeirra voru þarahrannir, og þar var oft fjöldi útigönguhrossa á beit, og strákar í þönglabardaga. Fremri
myndin er tekin af höfninni 1915 og er þá Ingólfsgarður í smíðum. Aftari myndin sýnir hvernig nú er umhorfs á þessum slóðum. Víkin hefur verið fyllt upp og þar sem
áður var sjór standa nú mörg stórhýsi. „Bæjarbryggjan“ er komin á kaf fyrir löngu, en við hafnarbakkana liggja gufuskip sem þéttast og þar er mikið athafnalíf, sem
ber vott um þá þróun, sem hér hefur átt sér stað.
ÁRNI ÓLA:
reykjavík og morguimblaðið
SAGA Morgunblaðsins er saga
Reykjavíkur um 40 ára skeið.
Blaðið hefir vaxið með borg-
inni og það hefir átt sinn þátt
í vexti hennar og viðgangi.
Reykjavík var tvímælalaust
^ orðin höfuðborg íslands þegar
blaðið hóf göngu sína, enda þótt
íbúar hennar væri þá ekki nema
um 11.000. Hún hafði verið að-
setursstaður innlendrar stjórnar
^um 9 ára skeið, átt sinn eigin
borgarstjóra í 5 ár og verið há-
skólaborg í tvö ár. Og um sjö
ára skeið hafði hún haft síma-
samband við umheiminn.
Mesta og merkasta fyrirtæki
borgarinnar, vatnsveitan, var þá
fjögurra ára gömul, og það voru
þrjú ár síðan að „grútartýrurn-
ar“, steinolíuljóskerin, hurfu af
götunum en björt gasljós voiu
komin á staðinn. Lækurinn var
horfinn fyrir tveimur árum, þetta
„landamerkjafljót“ sem frá upp-
hafi hafði skift Reykjavík í tvo
hluta, Austurbæ og Vesturbæ,
eða „fyrir ofan læk“ og „fyrir
vestan læk“ eins og daglegt mál
var þá. Um leið og lækurinn
hvarf, varð Reykjavík að einum
bæ, og þótt nokkuð lengi eimdi
eftir af nágrannakrit, þá voru
landamerkin nú horfin. Og svo
var byrjað að vinna að því að
tengja bæarhlutana enn betur
saman með hafnargerðinni, þessu
mikla mannvirki, sem læsti
saman Austurbæ, Miðbæ og
Vesturbæ.
Sá stórhugur, sem réði þess-
um framkvæmdum, hafði skapast
vegna breyttra atvinnuhátta.
Fyrsta lyftistöng bæarins var
skútuútgerðin. Svo komu togar-
arnir og urðu enn betri lyfti-
stöng. Hagnaðurinn af þeirri út-
gerð varð svo mikill á fyrstu ár-
unum, að engan íslending hafði
órað fyrir því áður að hægt væri
að raka svo miklum peningum
inn í landið. Og Reykjavík naut
fyrst og fremst góðs af þessu, því
að hér var útgerðin mest. Og
þar sem peningar eru afl þeirra
hluta, sem gera skal, þá var nú
farið að tala í fullri alvöru um
að ráðast í stórvirki, sem engum
óvitlausum manni hefði komið
til hugar fyrir fáum árum, að
Islendingar gæti leyst. Þar á
meðal var stofnun Eimskipafé-
lagsins. Og það félag komst á
fót árið eftir.
En þrátt fyrir þennan stórhug
var Reykjavík á þeim árum ekki
annað en útgerðarþorp, þar sem
mikil fátækt var ríkjandi. Þeir,
sem nú eru um tvítugt, eða það-
an af yngri, geta ekki gert sér
neina grein fyrir því hvað allur
almenningur átti þá við bág kjör
að búa. Að vísu hafði atvinna
aukizt mjög með aukinni út-
gerð, en vegna þess streymdi
hingað fátækt fólk í von um betri
afkomu en annars staðar og við
það skiftist vinnan á fleiri hend-
ur. Kaupið var lágt og allur
þorri eyrarvinnumanna mun ekki
hafa borið úr býtum nema svo
sem 500—600 krónur á ári. Krón-
an var auðvitað meira virði þá
en nú, svo að þetta kaup mundi
samsvara 10.—12.000 krónum nú.
Þá var hver fimmeyringur „stór
peningur“, ekki aðeins að fyrir-
ferð, heldur að kaupmætti. Og
þá hugsaði almenningur í aur-
um. Gengið var búð úr búð til
þess að vita hvort ekki væri
hægt að fá eldspýtnabúntið ein-
um eyri ódýrara heldur en hjá
næsta kaupmanni, eða þá kaffi-
pundið 2 aurum ódýrara. Þá var
mikið lifað á kaffi, því að mjólk
fekkst varla. Fæði margra mun
þá hafa verið mjólkurlaus hafra-
grautur, máske með púðursykri
út á, tros, brauð (stundum þurt)
og kaffi. Húsakynni voru víða
eftir þessu. Yfirleitt var afar
þröngbýlt alls staðar hjá öllum
stéttum. Hús voru yfirleitt lítil,
en seilst til að hafa sem flest
herbergi í þeim og ekki voru
forstofur þá stærri en svo, að
rétt væri hægt að snúa sér við
í þeim. í mörgum gömlu húsun-
um, sem nú þykja lítil og ósjá-
leg, áttu þá heima fleiri menn
heldur en nú eru í sumum nýu
stórhýsunum.
Það var hálfgerður útkjálka-
bragur á Reykjavík, þrátt fyrir
höfuðborgarsvipinn. Þá voru eng-
ar götur malbikaðar og ofaní-
burðurinn þannig að illfært var
um þær í votviðrum nema menn
væri í vaðstígvélum. Það var
líka mjög tíður fótabúnaður þá,
enda sagði Einar Kvaran að það
væri réttnefni á Reykjavíkurbæ
að kalla hann „vaðstígavélabæ".
Þá var aðeins einn barnaskóli
hér, Miðbæarskólinn, og í hann
sóttu börn vestan af Grímsstaða-
holti og Framnesvegi og austan
úr Skuggahverfi, og urðu að
ganga hvernig sem veður var.
Þá var engin lögreglustöð hér,
en Jón Magnússon gegndi bæar-
fógetaembættinu og hafði með
höndum þau störf, sem nú hefir
verið skift milli lögreglustjóra,
sakadómara borgardómara, toll-
stjóra og skattstjóra. Þá var
hæstiréttur enn í Danmörku, og
varð að sækja þangað mál til end
anlegra úrslita.
Þá var hér ein lyfjabúð, fáir
læknar og sjúkrahús varla annað
en Landakotsspítalinn gamli. Þá
urðu allar konur að ala börn sín
í heimahúsum og láta sækja ljós-
mæður. Þrifnaður var þó að auk-
ast. Það kom með vatnsveitunni
og holræsunum. Þá fóru að
hverfa útikamrarnir sem verið
höfðu við hvert hús, og hinar
opnu göturennur urðu ekki leng-
ur að taka við öllu skolpi, eins
og áður var.
Vélamenningin hafði ekki hald
ið innreið sína hér, að því und-
anteknu að nokkrir steinolíu-
hreyflar voru í notkun. Einn
þeirra var í ísafoldarprentsmiðju
og sneri þar „hraðpressunni"
sem ísafold hafði fengið 1896.
í henni var Morgunblaðið prent-
að um 30 ár. — Hér var
enginn iðnaður að heitið gæti,
því að hér skorti aflgjafa. Marg-
ir höfðu viljað ráðast í að reisa
raforkustöð í staðinn fyrir gas-
stöð. Urðu um það harðar deil-
ur, en þeim hafði lyktað þannig,
að gasstöðvarmenn báru sigur úr
býtum.
Sama árið og Morgunblaðið
var stofnað. hófst bílaöldin hér
á landi, en henni var í öndverðu
markaður bás vegna vegaleysis,
Hesturinn var því enn helzta sam
göngutækið hér á landi fyrir ut-
an manninn, því að enn tíðkað-
ist það að bera á bakinu. Land-
póstferðir voru þá 15 á ári og
var ekki vænlegt fyrir dagblað
að sæta þeim. Til Hafnarfjarðar
fór póstur tvisvar í viku. Ekki
var hægt að bjargast við þær
ferðir heldur. Þess vegna hafði
Morgunblaðið sinn eigin póst í
ferðum þar á milli á hverjum
degi. Fór hann fótgangandi og
bar blaðið- á bakinu.
Skemmtiferðir um landið
þekktust naumast og það var
talið til tíðinda ef einhverjir
skruppu austur yfir fjall eða upp
í Borgarfjörð að gamni sínu.
Sumarfrí þekktust þá varla, enda
þótt tinstaka vinnuveitandi gæfi
vildustu starfsmönnum sínum
máske 3—4 daga frí. En menn
fóru mikið út úr bænum um
helgar, venjulega ríðandi eða þá
á hjóli, því að þá voru hjól not-
uð miklu meira hlutfallslega
heldur en nú er. Upplyfting á
sumrin hjá sumum konum var
sú þegar gott var veður, að fara
upp í Skólavörðuholt með börn
sín og hita þar kaffi í hlóðum,
eins og þær væri í reglulegri
útilegu.
Þetta er ofurlítill svipur af
Reykjavík eins og hún var fyrir
40 árum. Hún var þá að rísa á
legg. Lífsbaráttan var hörð hjá
öllum þorra manna og Morgun-
Fremri myndin er tekin austan í Skólavörðuholtinu 1915. Hafnargerðin sótti þangað möl og grjót í hafnargarða og uppfyllingu. Skólavörðuholtið var þá óbyggt,
en þangað fóru konur með börn sín á góðviðrisdögum, hituðu sér lcaffi á opnum hlóðum milli steina og þóttust vera komnar upp í sveit. Á miðri myndinni ofarlega
sjást smiðjur og bækistöð hafnargerðarinnar, en fjarst er Öskjuhlíð. Aftari myndin sýnir hvernig nú er umhorfs á þessum stað. Á þeim slóðum er byrjað var að grafa
upp möl og grjót til hafnarinnar, stendur nú heilsuverndarstöðin. Skólavörðuholtið má heita albyggt og eins mýrarnar fyrir sunnan það, en efst á Öskjuhlíðinni
gnæfa vatnsgeymar Hitaveitunnar.