Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 23
Mánudagur 2. bóv. 1853 MORGUNBLAÐIÐ 23 » Samgöngurnar, Alorgunblaðið [ÖLL BLAÐAÚTGÁFA í hvaða Jandi heims sem er, hefur frá önd- verðu verið í mjög nánum tengsl- Um við samgöngurnar, eins og þær eru í einstökum löndum á hverjum fíma. Allar uppfyndingar, sem Btuðla að bættum samgöngum, auka blaðaútgáfuna. Hér á landi er^Ireifing blaðanna með allt öðr um hætti en erlendis. Hér eru það flugvélar og bílar, sem blaðadreif- jngin byggist að mestu á, en er • lendis eru það nær eingöngu járn brautirnar sem dreifa blöðunum út um landið. FYRIR 40 ÁRUM Þegar Morgunblaðið hóf göngu BÍna hér í Reykjavík fyrir 40 ár- um, voru ailar samgöngur við aðr- ar byggðir landsins mjög strjál- ar. Byggðust þær að mestu á ferðum hinna þrautseigu land- pósta. Svo einangraðar voru t. d. næstu sveitir hér við bæinn, að iðulega var farið gangandi með blaðið suður í Hafnarfjörð. — Fylgzt var með öllum ferðum skipa úr verstöðvunum, sem voru á heimteið úr Reykjavíkurhöfn. Og iðulega hlupu ferðalangar undir bagga og tóku blaðið með sér. Á fyrstu árum Morgunblaðsins önn- uðust 5 unglingar dreifingu blaðs- ins um bæinn. Tveir til kaupend- anna fyrir ofan Læk, eins og það hét í þá daga, einn í Mið- bæinn og tveir báru blaðið í Vest- urbæinn. BÍLARNIR MÖRKUÐU TÍMAMÓT Merk timamót urðu það í sög- unni, er bílarnir tóku að ryðja sér til rúms. Og á árinu 1928 er Flug félag íslands var stofnað^ hófust flugsamgöngur við ýmsa staði á landinu. Var þá þegar farið að senda blaðið loftleiðis. Þetta var fyrirboði þess, sem síðar skyldi koma. Forráðamönnum blaðsins varð strax ljóst, hve stórkostleg áhrif það myndi hafa á útbreiðsiu blaðsins og gera dreifingu þess örari, þegar að því kæmi að ílug- samgöngur við alla landshluta væru komnar í gott horf. BILSTJÓRARNIR OG VEGIIINIR Á fyrstu árunum er bílar flutt- ust hingað til landsins komu þeir ekki af stað verulegum umbótum í samgöngum þjóðarinnar, nema á styttri vegalengdum, vegna þess að langvegir voru þá ekki til og vegagerð á milli héraða hafði ekki komizt á nema á stöku stað. Mér er sagt til dæmis að árið 1926, én þá voru 13 ár liðin frá því fyrsti Fordbíllinn kom til landsins, hafi menn ekki átt von á örari sam- göngubótum en svo, að ttunnug- ugustu menn í vegamálum töldu líklegt að daglegar bílferðir til Akureyrar myndu ekki geta tek- izt fyrr en eftir 1970. En þetta fór á annan veg sem kunnugt er. Nú er svo langt um liðið, að menn ei'u farnir að gleyma hvaða menn það voru er áttu aðalheið- urinn af því að hraðað var vega- lagningum um og upp úr 1930. I?að voru fyrst og fremst bílstjórarnir okkar, er höfðu feng- ið sér hina léttu endingargóðu Fordbíla er komust leiðar sinnar á vegum, sem hvorki voru hugs- aðir eða gerðir sem bílvegir. Þess- ir menn lærðu það af reynslunn að hægt var að komast akandi langar leiðir þó þar vær: ekkert akvegasamband. En þeg ar menn höfðu einu sinni séð og reynt hvað hægt væri að komast á bílum, risu menn upp óðir og uppvægir og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að vega bætur kæmust á. Þetta var fyrst og fremst á núverandi aðalþjóð- vegum, t. d. milli Akureyrar og Reykjavíkur, en sú leið var farin mörgum árum áður á bílum en samanhangandi akvegur væri lagður. Þróun vegamálaana varð því og dreifing þess Takmarkið að blaðið sé morffim-blað allra landsmanna Hinir tvílitu blaffflutningabílar Morgunblaffsins, sem eru gulir aff ofan en bláir aff neðan. að bílstjórarnir sem áttu að njóta veganna urðu beinlínis frumkvöðl- ar að þvi að vegirnir voru lagðir. Og með því framtaki sínu getur Morgunblaðið og allir er hafa áhuga fyrir hröðum og reglu- bundnum samgöngum verið þeim þakklátir. Eftir því, sem akvegakerfi landsins var bætt, komust sveit- itnar eðlilega í betra samband við Reykjavik. Leiðir þær, sem land- póstarnir fóru á mörgum klukku- stundum, eða jafnvel dögum, fóru gijáfægðar bifreiðar á margiallt skemmri tíma. Og að því kom, að allt norður til Akureyrar var ek- ið á einum degi. Svo mjög bættust samgöngurnar og bílarnir á stutt- um tíma. Á sumarkvöldum söfnuðust Ak uieyringar tugum saman á Ráð- hústorginu til þess að ná sér í Morgunblaðið þegar vagiiarnir kæmu að sunnan. Það var engu líkara en þeir gætu ekki hugsað sér að fara í rúmið án þess að hafa Morgunblaðið með. En Reyk víkingar aftur á móti vilia helzt fá það svo sr.emma á morgr.- ana, að það nái þeim í rúminu. HÉR í REYKJAVÍK Hér í Reykjavik varð dreifiug blaðsins æ umfangsmeiri með ái i liverju. Bömin og unglingarnir, sem báru blaðið út, sóttu það elt- snemma á morgnana í afgreiðs'- ur.á, hverhig sem viðraði, og róitu svo af stað hieð blaðapokann si m undir hendinni. Oft var þetta mjög erfitt í skammdeginu. Fara varð um illa lýstar götur í verstu veðr- um. ■ Þegar strætisvagnarnir komu til sögunnar árið 1931, varð það „il mikils hagræðis og flýtis, að þeir „&®sid£sveit“ Morgun bSesðsins fluttu blöðin til barnanna, sern heima áttu í úthverfunum. — A þessum árum jókst byggðin mjóg í Laugarneshverfi, Kleppsholti, inni í Sogamýri og víðar. Strætis- vagnastjórarnir sýndu börnunum alltaf mikla nærgætni, þau stóða rjóð og vel búin á biðstöðinni, er vagninn kom og gripu pakkann, um leið og vagnstjórinn skaut hon- um út til þeirra. UTSOLUMENNIRNIR ÚTI Á LANDI Eftir því sem Morgunblaðíð hef- ur aukið kaupendatölu sína í sveit unum, hefur verið komið upp nokkurs konar dreifingamíðstöðv- um, þar sem útsölumenn blaðsina eru. Þeir hafa með höndum dreif ingu blaðsins í kaupstað sínum eða kauptúni og einnig annast. þeir sendingar blaðsins meö mjólkur- og vörubílum í nærliggj andi sveitir. — Má með sanni segja, að bílstjórar þessir hafi yfirleitt sýnt blaðinu mikla vel- vild, enda er þeim ljóst, að er þeir koma með blöðin til bændanna þá færa þeir fóiki í sveitinni nær þeim, sem við ströndina búa og vinna þannig að gagnkvæmum kynnum á högum sveitafólksina og þeirra sem lifa og starfa við sjávarsiðuna. Enn vantar á að póstsamgöng- ur séu eins örar og æskilegt væri. Einkum er það á veturna, og dreifing blaðsins verður þá meiri erfiðleikum bundin. DFEIFINGUNNI FLF.YGm FRAM Síðan flugsamgöngurnar hér innanlands komust í það horf semt nú er, hefur dreifingu blaðsins aff sjálfsögðu fleygt miög fram. — Flugvélarnar hafa víða leyst bíÞ- ana af hólmi, a. m. k. yfir sum- armánuðina og. meðan færð er sæmileg, í byggð. Nú er Morgun- blaðið t. d. ekki lengur kvöldblaS á Akureyri. heldur hádegisblað. Hér í Reykjavík er dreifing blaðsins út um bæinn orðin mjög umfangsmikil. Blöðin eru flutt heim til blaðburðarfólksins og til þess að þessum flutningum sé lokið nógu tímanlega á morgnana. — að því er jafnan stefnt — eru blöðin flutt í tveimur bílun*. í blaðburðarhverfin 80. Að sjálf- sögðu koma stundum fvrir óvið- ráðanlegar tafir í prentsmIðjunnl.. Bitnar það þá oftast á þeim sem fá blaðið með flugvélum. Það nær ekki nógu tímanlega út á flugaf- greiðsluna. — Viff dreifingu Morgunblaffsins í Reykjavík, er borginni skipt niffur í 80 hverfi. í hverju þeirra sér einn „sendifulltrúi“ blaðsins um dreifingu þess. — Sumsstaffar hjálpast þó systkini aff við blaðburff- inn. Sum barnanna á myndinni hafa starfað hjá Morgunblaffinu í nokkur ár viff blaðburð. — Ald- ursforseti „sendisveitarinnar“ er Magnús Guðmundsson, Þjórsárgötu 1 í Skerjafirffi, sem kominn er jifir áttrætt. — Magnús leggur vejnulega af stað með blaðaböggulinn um kl. 6.30 á morgnanna, en hann ber blaðið til kaupenda í Skerjafirði. 80 MANNA „SENDISVEIT" Nú starfa hér í bænum við blatF burðinn, um 80 manns. Þetta ev fólk á öllum aldii, börn, ungi:i.g- ar, fulltíða fólk og aldrað. Þessi fjölmenna sveit, sendifulltrúai" Morgunblaðsins, vinnur mikilvægr verk í þágu blaðsins. Á sama hátfc og talað er um barnalán foreldra, getur Morgunblaðíð talað um sín góðu blaðburðarbörn, því að lang- samlega flest þeirra hafa sýnfc- dugnað og samvizkusemi í starfr. Því fylgir vandi að leysa þetta starf vel af hendi og blaðstjórnin. setur mikið traust á þennan fjöl- menna hóp sendifulltrúa sinna. —- Ýmsir fulltíða menn minnast þess- með ánægju að þeirra fyrstu störf hafi verið að bera Morgunblaðiffc út um bæinn. TÁPMIKLIR KRAKKAR VIÐ BLAÐASÖLUNA Ekki má heldur gleyma þeint fjölmörgu sem frá öndverðu hafa. selt Morgunbl. í lasasölu, og þótt sá fjöldi sé mikill, bera nöfn þeirra Otta Sæm. og Óla Sverria hæst. — Á vetrum þegar mánaða- frí eru í barnaskólum bæjarins, hópast hraustir og tápmiklir krakkar inn á afgreiðsluna snemma á morgnana til að „taka Frh. neðst á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.