Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Mánudagur 2. nóv. 1953 ]
ERLEND FRÉTTAÞJÓIMIJSTA BLADSHiMS
ff'RIÐRIK VII. konungur andað-
ist 15. nóvember 1863. Fimm mán-
■uðum seinna 18. apríl 1864 birti
tÞjóðólfur fregnina.
Jón Sigurðsson forseti andaðist
«í Kaupmannahöfn 7. desember
t879. Tveimur mánuðum síðar 12.
rfebrúar 1880 birti ísafold frétt-
Ifaia.
Lát Stalins harðstjóra Rúss-
lands var tilkynnt í Moskva kl.
4.15 aðfaranótt 5. marz 1953. 15
jnínútum síðar fékk Morgunblað-
4ð hraðskeyti frá fréttastofu
íteuters um andlátið.
Það má segja að þessi þrju
«ðæmi sýni ekki annað en öra
tframþróun tækninnar.
TfÆKNIN FÆRIR LANDIÐ
•ÍÆR MEGINLANDINU
Áður var ísland einangrað,
^.löngu litilsvirt og langt frá öðr-
um þjóðum“. Fregnir af því
«em gerðist í menningárlöndun-
■wm komu með höppum og
^löppum og seinfærum póst-
*kipum. Legðist ís að eða
fióstskip færist, þá gátu íslend-
•ángar beðið til næsta árs að heyra
stórtíðindin að utan. íslendingar
fylgdust með Krimstyrjöld af
rspenningi og övissu, löngu eftir að
tienni var lokið.
Tækniöld með undrum raf-
strauma hóf innreið sína um alda
•nótin. Svo hafa mér sagt eldri
-tnenn, að það hafi verið ein stór-
kostlegasta stund í lífi þeirra, er
J»eir lásu fyrstu fregnmiðana, sem
t)árust gegnum Marconi-loft-
-skeytastöðina við Rauðará 26.
júní 1905. Ekki voru þetta merki-
legar fréttir, tvennir árekstrar
Ækipa og þriðja skeytið um nýrna-
ísjúkdóm Hays utanríkisráðherra
JSandaríkjanna. En tilfinningin
«m það að ísland væri allt í einu
orðinn hluti af heiminum gagn-
'tók menn og setti kökk í hálsinn.
Ég sem þessa grein skrifa er af
yngstu kynslóð fréttamanna.
-Sjálfur hef ég því ekki lifað sögu
fréttaþjónustunnar. Stutt ágrip
fiennar get ég þó sett hér saman
■eftir því sem mér hafa sagt eldri
«nenn.
SÍMSKEYTAKOSTNAÐUR
VAR ÖRÐUGUR HJALLI
Já saga hinnar erlendu frétta-
l>jónustu er saga tækninnar. En
«neira þurfti þó til. Framtakssemi,
^skipulagningu og framar öllu
íjárhagslegt bolmagn, Sæsíminn
var opnaður í ágúst 1906. Þar
«neð var fengið öruggt símasam-
t>and við útlönd, tæknin var til-
t>úin. En flutningur á hverju orði
gegnum þessa símalínu, kostaði
of fjár.
Þessvegna líða enn mörg ár,
þar til góð fréttaþjónusta er
skipulögð, sem hefur efni á að
;segja fólki nýjar, ýtarlegar og
áreiðanlegar fréttir. Þarna er
það sem Morgunblaðið kemur til
skjalanna ög byrjar forustu í
fréttaöflun, sem það hefur haldið
iram á þennan dag. í þeirri bar-
áttu hefur oltið á ýmsu og raun-
ar náðist ekki fullkominn árang-
-ur fyrr en tæknin kom enn lengra
inóts við menn með fuilkomnun
útvarpssendinga en þá var um að
gera að fylgja tækninni fast eftir
og láta enga möguleika hennar
•ónotaða.
STEFNUSKRÁ BLAÐSINS
í ávarpsorðum 1. tbl. 1913
aegja útgefendur:
Tilætlunin er að gefa út „áreið-
fmlegt, skemmtilegt og lipurt
í'réttablað". Síðan segir: „Það
jsem menn heimta af dagblaðafyr-
Irtækjum eru áreiðanlegar frétt-
ar. Morgunblaðið hefur fréttarit-
ara í Lundúnum, Kaupmanna-
1höfn og Kristianíu og þaðan
*nunu heimsfréttirnar koma dag-
iega, þó ekki frá öllum borgunum
jsama dag, og tilkynna lesendum
allt það markverðasta er gerist í
Iieiminum. Gamla Frón flyzt nær
mennta-miðstöðvum heimsins“.
Fyrsti fréttarritari Mbl. í
Kaupmannahöfn var Jónas Ein-
arsson cand. polyt. Síðar var það
Helgi Tómasson, nú læknir.
Fyrsta erlenda skeytið kom í 3.
tbl. og fylgir hér mynd af því.
Enn sem fyrr var símkostnaður
nánast ókleifur. Skeytin voru því
aðeins fáein orð. En Morg.unblað-
ið lagði ótrautt á djúpið og nú
hefst hinn mikli bardagi við
fréttakostnaðinn.
FRÉTTA AF HEIMSSTYRJÖLD
BEÐIÐ í OFVÆNI
Á fyrsta aldursári blaðsins
brauzt út fyrsta heimsstyrjöldin.
Nú var að duga eða drepast fyrir
blaðið, því að fréttahungur fólks-
ins var óseðjandi. Enn voru
blaðskeytin stutt til að spara:
Þjóðverjar lýsa Rússum stríð
stop sjóorusta Eystrasalti stop
Þjóðverjar ráðast inn í Belgíu.
Fyrstu daga stríðsins bætti það
mikið úr skák að kaupmenn og
útgerðarfélög, Eimskip o. fl.
fengu skeyti frá viðskiptamönn-
um sínum erlendis. Þessum skeyt
um öllum safnaði Mbl. saman,
fyrst var þeirp stillt út í glugga
og síðan birt í blgðinu. En þetta
var aðeins fyrstu dagana, síðan
fóru kaupmennirnir að hringja
til Morgunblaðsins og spyrja tíð-
inda. — Því miður við vitum
ekkert. En kaupmenn og aðrir
sem hagsmuna höfðu að gæta
einkum af siglingum héldu' áfram
að hringja. Þá er mér sagt að það
hafi verið Vilhjálmur Finsen sem
talaði við kaupmenn: — Úr því
þið eruð svoná spenntir áð heyra
fréttir, þá viljið þið víst nokkuð
leggja af mörkum. Og til þess
voru þeir fúsir.
GAMALT SAMSTARF
VIÐ REUTER
Með styrk áhugasamra manna
gerði Morgunblaðið nú samn-
ing við Reuters-fréttastofuna.
Reuter í London er því gamall og
nýr vinur íslendinga. Gegnum
hann fengu íslendingar fréttir af
hinni æðisgengnu og örlagaríku
orustu við Marne-fljót. En til
dæmis um spenning fólksins vil
ég geta þess, að faðir minn og
föðurbróðir voru þá á leið í lesta-
ferð austan úr Rangárvallasýslu
til Reykjavíkur. Fóru þeir inn á
hyerja símstöð á leiðinni og fylgd
ust þannig með orustunni unz
ljóst var að Joffre hershöfðingi
hafði unnið sigur og stöðvað
framrás Þjóðverja. Þá var það
sveitasiður að spyrja símstöðv-
arnar og þær höfðu fréttir frá
Morgunblaðinu og Reuter.
OPINBERAR BREZKAR
FRÉTTIR
Snemma á árinu 1915 hljóp
það happ í hendur þlaðsins að
svo var samið við Breta að blaðið
skyldi fá miklar og ýtarlegar
fréttir af ófriðnum gegnum
brezku ræðismannsskrifstofuna ^
hér. Þessar fréttir voru látnar í |
té ókeypis. Að vísu voru þær frá- ,
sögn annars styrjaldaraðilja, en
þess ber að geta að pólitískur
styrjaldaráróður var ekki eins
svæsinn þá og seinni ár og auk
þess kom síðar póstur frá megin-
landinu. Þetta samband tryggði
blaðinu ágætar fréttir út styrj-
aldarárin.
En eftir það hafði brezka ljón-
ið ekki áhuga á íslenzkri frétta-
þjónustu. Víð styrjaldarlok stóð
blaðið uppi eins og áður frammi
fyrir ókleifum símskeytakostn-
aði. - '
FRÉTTASTOIA
BLAÐAMANNA
Úrræðið til lausnar og þó varla
gott, var stofnun fréttastofu blaða
manna árið 1923. Nú hefst það
tímabil í sögu blaðsins og stóð í
7 ár, sem jafna má til skömmtun-
artímabilsins í efnahagsmálunum.
Fréttastofan var kostuð af öllum
dagblöðunum. Hún gat því keypt
allmikið af fréttaskeytum, en síð-
an miðlaði hún öllum blöðunum
og þau birtu öli sömu fréttirnar.
Þaiinig var þetta tími stöðnunar.
Samkeppni og framtakssemi ein-
stakra blaða var útilokuð. Er því
bezt að tala sem minnst um það.
Fréttastofan var að vísu ágæt
svo langt sem hún náði. Hún
annaðist og sendingu frétta til
skipa og út á land.
ÚTVARPSÖLDIN
Þegar Ríkisútvarpið tók til
starfa og hóf að senda fréttir með
radíotækni yfir landsbyggðina,
ræddi fólk mjög um það að nú
væri upp runnin öld útvarpsins.
Héðan í frá yrði dagblöðum of-
aukið í þjóðfélaginu.
Þetta hefur farið á aðra leið,
enda hefur sú verið reynslan
hvarvetna að notkun útvarpsins
vekur áhuga almennings og verð-
ur lyftistöng fyrir blaðaútgáfu.
Með fullkomnun útvarpstækn-
innar opnuðust einnig nýir
möguleikar til fréttaöflunar. Með
sterkum tækjum heyrðist til er-
lendra útvarpsstöðva. Eftir það
skipta vegalengdir milli heimsálf
anna engu máli. Nú berast frétt-
irnar með eldingarhraða til okk-
ar þótt þær gerist fyrir austan
sól og vestan mána.
Þetta útvarpstímabil sem ég
kalla stóð yfir frá 1928—1942. Á
þessum árum vex fréttaþjónust-
an úr barnsbrókunum. Hinar er-
lendu , frásagnir verða ýtarlegri
og nú fer blaðið fyrst að fá þann
svip fréttablaðs, sem við eigum
síðan 'að venjast. Stórar fyrir-
sagnir þegar mikið er um að vera
í heiminum, nýlegar fréttamynd-
ir af mönnum og atburðum. Á
þessum árum starfaði við blaðið,
ágætur fréttamaður, Pétur Ólafs-
son, sonur annars stofnanda
blaðsins. Hefur hann sett sinn
svip á fréttaöflun og frágang
blaðsins ,sem það býr enn að.
BEINT SKEYTASAMBAND
VIÐ REUTER OG NTB.
Árið 1942 verða erin þáttaskipti
í sögu fréttaþjónustunnar. Þá
kom hingað fulltrúi Reuters-
fréttastofunnar Emersón að
nafni. Árangurinn varð að Morg-
unblaðið gerði samning við
Reuter um fréttasendingar. Þá
var komið upp á ritstjórnarskrif-
stofunni fuilkomnum loftskeyta-
tækjum með svonefndum fjar-
skiptaritara.
Mörgum sem kemur á skrif-
stofu Morgunblaðsins hefur orðið
starsýnt á þegar tæki þessi eru
í gangi. Þarna renna pappírsræm-
ur með miklum hraða gegnura
vélarnar og bókstafir ritast sjálf-
virkt á þær. Sambandið er þráð-
laust, móttökutækin greina mis-
munandi bylgjutíðni senditóns-
ins sundur í bókstafi og prentæ
örar en auga getur fylgzt með á.
pappirsbandið.
Komi stórfréttir geta skeytira
verið margir tugir metra, frásöga
af atburðum séð frá ýmsum stöð-
um, viðtöl og umsagnir. Hdnurn
megin við hafið við Fleet Sti^et
85 í Lundúnum stendur miðstöð
Reuters fréttastofunnar. Þar
starfa hundruð fréttamanna rneð
samband við enn fleiri frétta-
menn út um allan heim. íkjeð
samningum við Reuter eru allir,
þessir menn önnum kafnir að
vinna að því að Morgunblaðið
birti áreiðanlegar og ýtarlegar
fréttir.
Hir.um megin í loftskeytaklef-
anum hjá okkur kliðar annað
tæki og steypir úr sér samskon-
ar bunu af pappírsræmum. Þarna
er skrifað á norsku. Við hinn, enda
hins þráðlausa sambands er
norska fréttastofan NTB. Það er
öruggara að hafa samband við
tvær fréttastofur. Séu hlustunar-
skilyrðin slæm á annarri þá er
gott að hafa hina til að styðjast
Stærstu fréttirnar gera sjaldan boð löngu á undnn sér. Þessvegna verða erlendir fréttaritarar
stöðugt að vera á verði. Frá því fyrstu óljósu frásagnirnar berast gegnum ljósvakann og þar til
lesandinn fær upp í hendurnar „nýjar, áreiðanlegar og ýtarlegar" fréttir í Mbl. hefur verið starfað
markvisst og umfram allt elding hratt á ritstjórn blaðsins. Myndin er tekin í erlendri fréttadeild.
Þorsteinn Thorarensen leitar frétta í hinu öfluga G.E.C. útvarpstæki og Matthías Jóhannessen les
fréttaskeytin frá Reuter.
Brlendar símtreernir
Khöfn Jf. kl. 6.
Þau itórt’.ðindi feritut i dag, aS Hutrta var kesirm Jmseti MexlltA-Kg-
veidis e/tir httria- viðureign miUt hans og feiix Diaz. Mettn Díazar eru
pó eigi ítj haJei detnir og me%n upþreitn geysar um ait landiS. Búast má
við að aH komht i hál ag brarj
Fyrsta fréttaskeytið frá útlöndum, sem birtist í Mbl. 4. nóv-
ember 1913.
Það var mikil framför í erlendri fréttaþjónustu, er Mbl. gerði fyrir
um 10 árum samninga við Reuter’s-fréttastofuna í Lundúnum og
síðar við NTB í Osló um notkun firðritafrétta þeirra. Á myndinni
er Guðm. Eyþórsson loftskeytamaður við hin flóknu móttökutæki.
Þarna sést hvar pappirsræman rennur út úr ritunartækinu.