Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 33
Mánudagur 2. nóv. 1953 MORGUNBL4ÐIÐ 33 Ólafur Björnssonf, prófessor: Á ÞEIM 40 ÁRUM, sem nú eru liðin frá því er Morgunblaðið hóf göngu sína, hefir orðið stórkost- leg bylting í atvinnuvegum lands manna. Fram undir lok 19. aldar var landbúnaðurinn, sem kunn- ugt er, eina atvinnugreinin, sem nokkuð kvað að. Búskaparhættir og framleiðsluaðferðir voru fram til þess tíma að mestu óbreytt frá því sem verið hafði á land- námsöld. Jafnhliða landbúnaðin- um var stundað sjófang, þar sem aðstaða var til, en varla er hægt að tala um sjávarútveg sem sjálf- stæðan atvinnuveg svo neinu nemi fyrr en á seinni helmingi 19. aldar. Fram til þess tíma voru framleiðsluhættir í sjáv- arútveginum einnig mjög frum- stæðir, var sjórinn mestmegnis stundaður á opnum róðrarbátum. Af hinum frumstæðu framleiðslu hátlum leiddi að afköst frafnleiðsl unnar voru rýr, en af því aftur, að þjóðin lifði við hina sárustu fátækt allt frá upphafi íslands byggðar og fram á þessa öld. Þegar vel áraði hafði .alþýða manna að vísu til hnífs og skeið- ar, en í slæmu árferði var hung- urvofan ávallt við dyrnar. Fram að byrjun 19. aldar var mann- fellir af völdum hungurs algeng- ur, og er jafnvel talið, að í harð- ærinu 1880—90, hefði varla orðið unnt að forða frá mannfelli, ef Ameríkuferðirnar hefðu ekki komið til hjálpar. Bylting' sú í tækni og fram- leiðsluháttum, sem hófst í ná- grannalöndum vorum á seinni hluta 18. aldar, hófst ekki hér á landi fyrr en um aldamótin 1900. Var það í sjávarútveginum sem hin nýja tækni ruddi sér til rúms, enda voru skilyrði þar bezt fyrir notkun stórvirkra fram leiðslutækja. STOFNUN ÍSLANDSBANKA Laust eftir aldamótin 1900 var Islandsbanki stofnaður. Stofnun hans var stórviðburður í íslenzkri atvinnusögu, því með henni var erlendu fjármagni í stórum stíl á þeirra tíma mælikvarða fyrst veitt inn í landið. Hið erlenda f jármagn varð svo undirstaðan að vexti togaraútgerðarinnar, sem hófst á fyrsta áratug aldarinnar, en sökum fátæktar þjóðarinnar hefði hún ekki haft nein tök á því, að kaupa slík tæki fyrir eigið sparifé. Með öflun nýrra og fullkomn- ari fiskiskipa voru fengin skil- yrði fyrir því, að hagnýta hinar miklu auðlindir, sem fólgnar voru í fiskimiðunum umhverfis land- ið. Útflutningsverzlunin jókst til muna, en það varð aftur undir- staða aukins innflutnings og bættra lífskjara. Með aukinni kaupgetu almennings sköpuðust svo skilyrði fyrir vexti nýrra at- vinnuvega, svo sem iðnaðar, verzl unar og ýmiss konar þjónustu. Hin aukna framleiðsla og bættu lífskjör sköpuðu einnig jarðveg fyrir aukna menningarstarfsemi á ýmsum sviðum. Það er t. d. ekki vafi á því, að aukinn áhugi fyrir blnða- og bókaútgáfu, sem m. a. kom fram í því, að fyrstu dag- blöð landsins eru stofnuð upp úr aldamótum, á einmitt rót sína að rekja til þeirra framfara í at- vinnumálum, sem átt höfðu sér stað. Það er því engin tilvilju" að dagblaðaútgáfa kemur ti1 s’á? unnar nokkrum árum eftir þsð að nútíma tækni í atvinrsr háítum þjcð?rinnar heldur inn reið sína meá því að fyrstu tog ararnir eru keyptir til landsins ATVINNUÞRÓUNIN A FYRRI HFmSSTYRJALDARÁRUNUM Fyrsta áratuginn eftir stofnun tslandsbanka var aukning togara flotans veigamesti þáttur atvinnu þróunarinnar hér á landi. Fyrsti togarinn í eigu íslendinga kom til landsins árið 1904, en 1915 voru tog'ararnir orðnir samtals?.0 Síðustu árin áður en heimsstyrj- öldin skall á fóru mótorbátar einnig að ryðja sér til rúms á kostnað seglskipa og róðrarbáta. Var hér einnig um mikilvæga tæknilega framför að ræða. Fleiri merk framfaraspor voru einnig stigin á þessum tíma, svo sem lagning símakerfisins um landið og fyrstu tilraunir voru gerðar til þess að nota bifreiðar sem samgöngutæki. Þá var stofnun Eimskipafélags íslands árið 1914 einnig stórviðburður í atvinnu- sögunni. Heimsstyrjöldin 1914—1918 ör- sakaði í bili stöðvun þeirrar þró- unar í atvinnuháttum sem orðið hafði síðasta áratuginn fyrir Ólafur Björnsson. styrjöldina. Um frekari aukningu togaraflotans en orðin var, var þá ekki að ræða, en þar við bætt- ist það mikla áfall, sem togara- útgerðin varð fyrir 1917, er Bandamenn neyddu íslendinga til þess að láta af hendi helming ogaraflota síns eða 10 togara. — ■'arðabætur, sem vaxandi áhugi rafði verið fyrir árin fyrir styrj- öldina, drógust einnig mjög sam- n á styrjaldarárunum. íslendinga gegnum Danmörku, þannig að dönsk fyrirtæki voru milliliðir bæði um vöruútveg- un til landsins og útflutning af- urðanna. Árið 1913 voru um 40% bæði af útflutnings- og innflutn- ingsverzluninni við Danmörku. Samgönguerfiðleikarnir við Dan- mörku á stríðsárunum gerbreyttu þessu, þannig að nú neyddust ís- lendingar til þess að standa á eigin fótum í þessum efnum og mynda sér eigin viðskiptasam- bönd. Jafnframt þessu myndaðist á stríðsárunum í framhaldi af stofnun Eimskipafélagsins, fyrsti vísir að því, að landsmenn eign- uðust eigin skipastól. Hvort- tveggja þetta hefur haft mikla þýðingu fyrir aukið sjálfstæði landsins í viðskiptalegum efnum. Þá áttu og aðflutningsörðugleik- arnir :af völdum styrjaldarinnar sinn þátt í því, að vísir tók að myndast til innlends iðnaðar í nokkrum greinum, þótt allt væri það að vísu í smáum stíl. ÁRIN EFTIR LOK FYRRI HEIMSSTYRJALDARINNAR Fyrstu árin eftir heimsstyrjöld- ina fyrri voru að mörgu leyti erf iðleikaár fyrir atvinnulíf lands- kvæmdir á þessum árum, m. !a. var vegakerfi landsins stórleáa aukið og endurbætt, og notkun bíla sem flutningatækja komþt nú í algleyming. Fjárhagur rík- issjóðs, sem orðinn var mjög örð- ugur 1923, batnaði stórum undir stjórn Jóns Þorlákssonar. Árið 1929 voru sett fyrstu lög um opinberan stuðning við byggingu verkamannabústaða, en mqð þeim lögum var stigið merkilegt spor í þá átt að ráða bót“á hú£- næðisvandræðum alþýðu manna í hinum stærri kaupstöðum, sem alla tíð hafa verið tilfinnanleg, frá því er hinn öri vöxtur kaup- staðanna, einkum Reykjavíkur, hófst. KREPPUÁRIN 1929—39 Haustið 1929 hófst heimskrepp- an mikla í Bandaríkjunum, en hér á landi fór áhrifa hennar fyrst að gæta verulega árið 1931. Kreppan olli fyrst í stað miklu verðfalli á útflutningsaf- urðum landsmanna og þótt inn- fluttar vörur lækkuðu einnig í verði, breyttust verzlunarkjörin landinu í óhag, einkum fyrstú ár kreppunnar. Frá og með árinu 1934, urðu verzlunarkjörin þá Ný og fullkomin fiskiskip sköpuðu skilyrði fyrir hagnýtingu auðlinda fiskimiðanna. — Nýsköp- unartogari á siglingu. Heimsstyrjöldin tneð þeim breyttu viðhorfum pg aðstöðu, sem hún hafði í för með sér, or- sakaði þó ýmsar breýtingar á at- vinnu og viðskiptaháítum, sem t.il framfara horfðu. Frám til alda- móta gekk meginið^ af verzlun Ræktunin jókst og landbúnaðurinn tók tæknina í þjónustu sína. firði á s. I. sumri. — Frá heyskaparvinnu í Eyja- Ljósm.: V. Guðm. manná. Mikil verðbólga hafði átt sér stáðinnanlandsseinnistyrjald aráriri, og náði hún liámarki sínu haustið 1920, en þá var verðlags- vísitala 446 miðað við 100 í júlí 1914. En í árslok 1920 hófst við- skiptakreppa, sem olli miklu verð falli bæði á útfluttum afurðum svo og þeim, er seldar voru á inn- lendum markaði. Lækkaði al- mennt verðlag um h.u.b. þriðjung á árunum 1920—23. Þessi verð- lækkun varð alltilfinnanleg öll- um þeim, er sjálfstæðan atvinnu- rekstur stunduðu bóeði til lands og sjávar, einkum með tilliti til þess, að mikill stórhugur hafði verið í mönnum um það að end- urnýja framleiðslutækin fyrstu misserin eftir það, að styrjöldinni lauk. Þannig óx togarafloti lands- manna t. d. á fyrstu tveim árun- um eftir styrjöldina úr 10 tog- urum í 28. Árferði til landsins var einnig óhagstætt árin 1918 —1920, og söfnuðu bændur all- miklum skuldum, einkum vegna fóðurbætiskaupa harða veturinn 1919—20. Árið 1924 varð hinsvegar mikið veltiár á sviði verzlunarinnar, fór þá sarrian einkar hagstætt afurða verð og góð aflabrögð til sjávar- ins. Árabilið 1924—29 var yfir- leitt hagstætt til lands og sjávar, enda urðu á þessum árum miklar framfarir. Með jarðræktarlögun- um frá 1923 var lagður grund- völlur að stórstígari framförum í landbúnaðinum en áður höfðu þekkzt. Togurunum fjölgaði úr28 í 47 á árunum 1920—28, og á sama tímabili meira en tvöfald aðist ; mótorbátaflotinn. Mikið var um opinberar vei'klegar fram aftur hagstæðari og hélzt það fram til byrjunar síðari heims- styrjaldarinnar. Þegar í byrjun kreppunnar dró mjög úr sölu saltfisks til Spánar, en þar hafði um langt skeið verið aðalmark- aðurinn fyrir þesSa- helztu út- flutningsvöru landsriianna, sem þá var. Þegar borgárastyrjöldin hófst á Spáni 1936, lokaðist þessi* markaður alveg. Það bætti hins vegar mjög úr skák í þessum efnum, að síldveiði var góð flest. þessi ár, og ágætur markaður fyrir síldarafurðir, einkum síðari kreppuárin. S JÁ V ARÚT VEGURINN Á KREPPUÁRUNUM Afkoma atvinnuveganna var þó mjög erfið öll kreppuárin. Einkum átti þó sjávarútvegurinn við mikla örðugleika að stríða'. Ollu því bæði öcðugleikar þeir, er þegar hefir verið getið, verð- fallið á fiskinum og markaðs- töpin, svo og það, að stefná sú, sem á þessum tíma var rekin í gengis- og gjaldeyrismálum, var útflutningsverzluninni mjög óhagstæð. Þrátt fyrir verðfall af- urðanna var haldið föstu gengi, en verðlag innanlands og fram- leiðsukostnaður lækkaði ekki, heldur þvert á móti. Verðfall afurðanna að óbreyttum eða jafn vel hækkandi framleiðslukostn- aði hlaut að valda taprekstri í út- gerðinni, enda var fjárhagsaf- koma útvegsins mjög bágborin öll kreppuárin og fór versnandi. Tapreksturinn í útgerðinni leiddi til þess, að menn voru ófúsir að leggja fé sitt í þann atvinnurekendur, enda gekk fisk- ÞRÓDIM ÍSLEIMZiíRA ATVIMIMDVEGA 140 ÁR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.