Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 25
Mánudagur 2. nóv. 1953
MORCUNBLAÐIÐ
25
Prentmyndasmiðirnir að starfi. Þeir eru, talið frá hægri: Páll
Finnbogason, Jón Stefánsson, Sverrir Gislason og Grétar Sigurðsson.
Það nægja ekki aðeins Ijósmyndir
KLUKKAN er rúmlega tíu að
kvöldi, og undirbúningi blaðsins
langt komið.
— Ég er hér með ágæta frétta-
mynd.
Það var ljósmyndarinn, er kom
inn í þessu, sem hafði orðið.
Jú, myndin var góð, en ber-
sýnilegt var, að gildi hennar sem
fréttamyndar rýmaði að mun, ef
hún kæmist ekki í blaðið daginn
eftir. Hér þurfti snör handtök,
því að það þarf meira til en ljós-
mynd, ef mynd á að birtast á
prenti — þ.e.a.s. prentmyndamót.
NÁIN OG GÓÐ SAMVINNA
Blaðamaðurinn á vaktinni þreif
til símans — 4003.
— Prentmyndir, var svarað.
Framkvæmdastjórinn, Páll Finn-
bogason, var í símanum.
Við tjáðum honum vandræði
okkar.
— Ja, strákarnir eru nú farnir
heim, en við skulum sjá, hvað við
getum gert. Sendið þið myndina.
Klukkustund síðar var mynda-
mótið komið í prentsmiðju blaðs-
ins.
Þannig er það og verður að
vera. Náin og góð samvinna
blaðsins og prentmyndagerðar er
nauðsynleg. Síðan Ólafur Hvann-
dal flutti með prentmyndagerð
sína til Akureyrar, hafa Prent-
myndir h.f. annast alla gerð
myndamóta fyrir Morgunblaðið.
ÞAR ER „TEIKNAÐ ÚT“,
„VALSAÐ INN" O. S. FRV.
Þegar myndin er komin í
prentmyndagerðina. er fyrst tek-
in af henni ljósmynd (negativ)
í gegnum punktanet. Síðan er
filman „copieruð" yfir á sink-
plötu, og þá er komið að „etsing-
unni“, þar sem sýrur eru látnar
„éta“ á milli punktanna, myndin
er „dekkt“, „teiknuð út“, „völsuð
inn“ og „redúseruð", eins og fag-
mennirnir orða það.
Hægt er að fullgera venjulegt
blaðamyndamót á 30—45 mín., en
ef gera á myndamót, sem á að
prenta á góðan pappír, getur það
tekið allt að 5 klst. Minnst tveir
menn vinna að hverri mynd, ljós-
myndari og „etsan*.
ANNATÍMI FER í HÖND
í Prentmyndum h.f. vinna nú
auk Páls Finnbogasonar, Jón
Stefánsson og Grétar Sigurðsson,
ljósmyndarar, Sverrir Gíslason
etsari og Gylfi Valdimarsson, sem
er nemandi. Á næstunni verður
svo fjölgað þar mönnum, þar sem
annatími fer í hönd, en auk
Morgunblaðsins búa Prentmynd-
ir til myndamót fyrir ýmis önn-
ur blöð, tímarit og bókaútgef-
endur, ekki aðeins hér í Reykja-
vík heidur og víðsvegar út um
land. —Þbj.
Aldursforseti „sendisveitarinnar“, Magnús Guðmundsson, ásamt
þeim níu börnum sem yngst eru. Nær því öll þeirra hjálpa eldri
systkinum sínum við blaðburðinn.
Frh. af bls. 23.
blaðið“, og er fólk fer til vinnu
sinnar, mætir það glöðum andlit-
um þessara krakka og Miðbærinn
ómar af háværum köllum þeirra.
Efalaust er, að Reykvíkingum
mundi finnast borgin þeirra held-
ur dauf og tómleg, þeim mundi
sannarlega finnast þeir sakna ein
hvers, ef blaðsölubörnin yrðu ekki
á leið þeirra.
MORGUNBLAÐIÐ
TIL ÚTLANDA
Ekki má ijúka þessari grein án
þess að minnzt sé á útbreiðslu
blaðsins erlendis. Með hverri sjó-
og flugferð fer Morgunblaðið til
Ameríku og Evrópulanda, enda
eru kaupendur í flestum Evrópu-
löndum, Kanada, Suður-Ameríku
og Bandaríkjunum, og jafnvel
austur í Asíu. •— Ýmsir safna
Morgunblaðinu og senda það vin-
um sínum sem erlendis búa. —
1 Kaupmannahöfn, en þar eru
krossgötur þeirra íslendinga sem
utan fara, ef svo mætti að orði
komast, er blaðið selt í blaða-
sölu aðaljárnbrautarstöðvar borg
arinnar.
„MORGUN-BLAÐ ALLRA
LANDSM 4NNA“
Með hinum stórstígu framför-
um á sviði samgöngumála, sem
gera má ráð fyrir bættri og fljót-
ari dreifingu blaðsins og það ef
til vill svo mjög, að mörg ár líði
ekki þar til Morgunblaðið er orðið
að „morgun-blaði allra lands-
manna“. Það er takmarkið, ekki
einungis forráðamanna blaðsins,
heldur væntanlega einnig — og
ekki síður — hinna fjólmörgu
lesenda þess. — Sv. Þ.
Á nigreiðslu Morgnnblaðsins 1914
EINN af fyrstu afgreiðslumönn-
um MorgunMaðsins var Eggert P.
Briem, fuBfcrúi. Sneri ég mér til
hans um daginn og bað hann fræða
lesendur Waðsins nokkuð um
fyrsta sporin, ef svo mætti segja.
★
— GetES þér ekki sagt okkur
eitthvað frá starfi yðar á bernsku
árum felaðsiiis, Eggert?
— Það var á fyrsta ári Morg-
unbl&ðsins, seinni hluta vetrar og
sum&rtð 1914, að ég starfaði sem
aðEtoðarmaður á afgreiðslu blaðs-
ins. Helgi Einarsson (síðaj Haf-
berg) var afgreiðslumaður, mjög
duglegur við það starf og árvak-
ufc. Kl. 0—7 um morguninn urð-
um við að vera komnir niður í
piæntsmiðju til þess að brjóta
blaðið, en það er fyrst nú sein-
ustu árin að prentvélin skilar því
brotnu. Prentsalurinn var á þeim
stað sem afgreiðsla Morgunblaðs
ins er nú, og þar byrjuðum við
að brjóta það. Síðan bárum við
það út í Austurstræti 3, þar sem
afgreiðslan var, og þaðan var þaö
svo afgreitt til blaðburðardrengj-
anna og til sölu á götunum. —
Stærð blaðsins og upplagið var
ekki meira en það, að mig minnir,
að við gátum borið það í
einni ferð út á afgreiðsluna, báð-
ir. Ekkert rafmagn var komið í
bæinn þá, og það gat komið fyrir
að steinolíumótorinn sem sneri
prentvélinni biiaði, og þá seink-
aði auðvitað útkomu blaðsins. Þá
þurfti sem sé að fá einhverja
sterka menn til þess að snúa vél-
inni með handafli, og það var eins
og geta má nærri erfitt verk og
seinlegt að prenta blaðið á þann
hátt.
— Hvernig var með blaðburðinn
og dreifingu blaðsins á þessum ár-
um. — Störfuðu margir að því?
- Ég man nú ekki vel, hve
margir blaðbnrðadrengirnír voru.
En það er trúlegt, að þeir hafi
verið tveir sem báru um Vestur-
bæinn, tveir um Austurbæinn og
einn um Miðbæinn. Um úthverfi
var varla að ræða nema Gríms-
staðaholtið, og blöðin sem þangað
áttu að fara, voru þá látin
í einbverja mjólkursölu í bæn-
um og sótt þangað. Bærinn
var ekki stærri en það, að þegar
ég bar út blöð 1911—1912, bæði
Isafold, Ingólf o. fl. blöð, þá bar
ég venjulega út Miðbæinn og Vest
urbæinn saman, og lauk þvi oftast
á tæpum tveim tímum. Þegar bú-
ið var að koma blaðburðar- og
söludrengjunum af stað, fórum við
Helgi að búa um blöð, sem áttu
að fara í nærsveitirnar og út á
land og koma þeim á pósthúsið
eða einhverja þá ^staði, mjólkur-
búðir o. þ. h., þar sem áskrifend-
ur vitjuðu þeirra.
EITT HORN AFÞIL.TAÐ
— Var margt starfsfó’k hjá
blaðinu um þessar mundir og gæt-
uð þér sagt okkur eitthvað um
það?
— Eins og þér getið nærri, þá
vorum við ekki að flækjast inn á
ritstjómarskrifstofunum nema að
við værum boðaðir þangað til þess
að fara í sendiferðir með prófark-
ir og því um líkt sem auðvitað
fylgdi embættinu. Þess vegna
kynntist ég lítið þeirri hlið starf-
seminnar. Vilhjálmur Finsen var
auðvitað allt í öllu þar, og ég get
ekki neitað því, að mér fannst
mikið til um fjör hans og áhuga,
hann var það sem kalla má
„smart“ þlaðamaður, enda hafði
harm verið langdvölum erlendis
og kynnst blaðamennsku við stór-
blöð þar. S.iálfsagt hefir Finsen
ekki getað komið í framkvæmd
nema litlu broti af þeim hugsjón-
um sem fyrir honum hafa vak-
að, þegar hann kom heim og stofn
aði Morgunblaðið. Mig minnir að
Árni Óla hafi verið byrjaður að
starfa við blaðið þá, en ekki man
ég eftir fleirum sem við blaðið
störfuðu. Líklega hefir þó Ólaf-
ur heitinn Biörnsson, sem þá var
ritst.jóri ísafoldar, lagt til eitt-
hvað af efni í blaðið, hann bjó
uppi á lofti í prentsmiðjunni og
hafði skrifstofu sína þar, enda
Samtal v!ð
Eggert P. Briem
hefði tæplega verið rúm á rit-
stjórnarskrifstofu blaðsins fyrir
fleiri en 1—2 menn, því að rit-
stjórnarskrifstofur Morgunblaðs-
ins í þá daga voru ekki nema eitt
horn af setjarasalnum, afþiljað þó.
3 ÁRA
— Munið þér eftir nokkrum,
sem bar út blaðið á þessum ár-
um?
— Ég man sérstaklega eftir
Guðjóni ó. Guðjónssyni, sem nú
er bókaútgefandi, enda vakti hann
athygli hvers sem kynntist hon-
um, vegna þess hve afburða dug-
legur hann var sem blaðburðar- og
söludrengur.
— Var blaðið einskorðað við
Reykjavík í þennan tíma eða var
það einnig mikið keypt úti á
landi?
— Nei, það var það ekki, eitt-
hvað fór blaðið út á land. Sam-
göngurnar voru svo strjálar, að
það var varla hægt að kaupa dag-
blað frá Reykjavík, vikublöðin
voru látin duga. Svo varð blaðið
auðvitað nokkuð dýrt, þegar póst-
gjaldið bættist við áskriftar-
gjaldið.
— Hvað kostaði eintakið af
Morgunblaðinu fyrir 40 árum?
—- Það kostaði fyrstu mánuð-
ina 65 aura á mánuði og 3 aura
hvert blað í lausasölu.
— Ekki kallar maður það nú
dýrt!
— Nei, en athugið, hvað kaupið
var í þá daga hjá fólki og at-
vinna stopul; oft ekkert að gera
vikum saman einkum að vetrin-
um og hjá þeim, sem ekki höfðu
fasta atvinnu, var ein silfurkróna
þó nokkur peningur. 1 fyrsta tölu-
blaði Morgunblaðsins var birt skrá
yfir tekju- og eignaskatt helstu
borgara bæjarins, sem höfðu yfir
2000 kr. árstekjur. Þar er m. a.
einn málarameistari, sem líklega
hefir þá verið hinn tekjuhæsti af
málurum bæjarins. Skattur hans
af tekjum var 12 kr. og af eign 3
kr„ samtals 15 krónur, og það var
tæplega helmingur þess sem Morg
unblaðið kostaði á ári. Ætli slíkur
maður hefði ekki haft ein 10 þús-
und krónur í skatta nú, svo ekki
er hlutfallið neitt svipað nú!
ALLT RÓLEGT í HILLERÖD
— Munið þér ekki eftir ein-
hverjum skemmtilegum atvikum
frá þessum árum?
—- Eins og ég sagði í byrjun,
þá var ég hjá Morgunblaðinu til
haustsins 1914. Það sumar er
mörgum minnisstætt, enda brauzt
þá út styrjöld milli Þýzkalands og
Frakklands. Fyrst í stað var ekkí
vitað gjörla, hvaða afstöðu Bret-
land tæki, en einn fyrstu dagana
í ágúst, kom símskeyti til Morgun
blaðsins, stutt en áhrifamikið: —
„England expected to join“, og úr
því komst stríðið í algleyming, og
varð að því veraldarbáli, sem við
eigum enn eftir að sjá fyrir end-
ann á. Það vantaði ekki spádóm-
ana manna á milli: Þetta getur
aldrei staðið lengi, fáar vikur eða
mánuði. — Það stóð reyndar
meira en fjögur ár, eins og allir
vita. Hér var allmikið af erl$nd-
um ferðamönnum, og man ég einli
um eftir, hve Þjóðverjarnir vovn
óttaslegnir, því að þeir stóðu mjpg
illa að vígi hér úti á íslandi mcft
að komast heim til sín. Ýmswr
þeirra komu daglega á afgreiðáln
blaðsins til þess að fá fréttir,
það vildi svo til, að ég hafði lærfc
þýzku veturinn áður, og gat þýfct
fyrir þá helztu fyrirsagnirnar u»n
það sem var að gerast. Þetta
sumar sýndi Finsen blaða-
mennskuhæfileika sína „ betn.r
en nokkru sinni. öll helztu skejft-
in sem Morgunblaðið fékk voi u
þegar í stað prentuð sem fregn-
miðar og þeim dreift um allan bæ-
inn, til þess að menn þyrftu ekM
að bíða til næsta dags eftir fréfct-
um af stríðinu. Finsen náði tí
fréttir úr öllum áttum, auk frétta
skeytanna, sem komu beint til
blaðsins. Ýmsir kaunsýslumenn
fengu skeyti frá viðskiptasaw-
böndum sínum erlendis, þar sai»
skýrt var frá alls konar ráðstöf-
unum, sem verið var að gera er-
lendis vegna stríðsins, verðhækk-
unum á vörum o. s. frv. — Þes*
skeyti náði Finsen einnig í, og
birti samstundis, fyrst sem fregn
miða og síðar í blaðinu. Eitt ríf
skeytum þessum vakti reyndar dá-
litla kátínu hiá fólki, þó að t’m-
arnir væru alvarleeir. E. Milner
kjötkaupmaður átti bróður í Dan-
mörku, sem búsettur var í smá-
bænum Hilleröd. Skeyti kom t®
Milners svohljóðandi: „Alt roligt
her“. Þessu var auðvitað slegift
uop með öðrum fréttum f glugga
Morgunblaðsins, eða réttara sagt
nrentsmiðiugluggunum, og vaJ
bá til orðtak, sem lengi var notaft,
þar sem bað átti við: „Alt rólegfc
í Hilleröd".
Þannig fórust Eggerti P. Brlem
orð um starf sitt við Morgun-
blaðið fyr,ir 40 árum.
. M,
MOLAR
PAUL CLAUDEL OG ANDRÉ
GIDE í EILÍFÐINNI
Það hefir oft verið sagt é
gamni um franska stórskáldiö
Paul Claudel, sem þykir sameina
á einkennilegan hátt kaþólskan
strangleika og veraldlega mun-
aðargirni, að þegar að því kæmi,
að hann „flyttist frá jarðarinnar
eymdadal til himnaríkis þá yrði
það áreiðanlega í flosklædduna
svefnklefa á fyrsta farrými, &
fyrsta flokks hraðlest" .... en
nú er önnur saga komin á kreik:
Paul Claudel kemur að himna-
hliðinu og knýr á dyr. Sanklá
Pétur lýkur upp. — Má ég koma
inn fyrir? spyr Paul Claudel.
— Að sjálfsögðu, segir Sankti
Pétur. Ef að þér fengjuð ekki
aðgang að himnaríki, herra
Claudel — hver ætti það þá skil-
ið?
Claudel er rétt í þann veginn
að stíga inn fyrir — en þá stopp-
ar hann allt í einu með skelfing-
arsvip á andlitinu, er hann kem-
ur auga á landa sinn, rithöfund-
inn André Gide, sinn erkifjanda
um langt skeið í lifanda lífi.
— Hvað er að tarna — segir
hann við Sankti Pétur .. er þetta
ekki André Gide ..._.?
— Jú, það er hann.
— En hvernig í ósköpunum er
sá heiðingi og dóni hingað kom-
inn?
— Ja, það er nú það, segk
Sankti Pétur. Við höfðum nú líka
fyrst í stað ætlað okkur að senda
hann til Helvítis, en hann lét þá
orð falla eitthvað á þá leið, aft
hin versta refsing, sem hann gseti
hugsað sér, væri sú að verja ei-
lífðinni í nálægð Paul Claudeis
svo að okkur fannst við gera rétt
ast í að halda honum hér.