Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Mánudagur 2. nóv. 1953 '
Sigfús Júnsson framkvæmdarstjóH:
BÆTTUR VÉLA- OG HÚSAKOSTIIR AÐ-
KALLANDI NAUÐSYN
ÞEGAR Morgunblaðið stendur á
|»essum tugamótum ævi sinnar, er
eðlilegt að'minnast fáum orðum á
}jær breytingar í rekstri og fyrir-
komulagi blaðsins sem framundan
cru og hafa verið í undirbúningi
síðustu árin.
Ef allt hefði verið með felldu
í fjárveitinga- og byggingarmál-
um á síðustu árum, hefði sá draum
ur getað rætzt að Morgunblaðið
væri komið í ný húsakynni á fer-
tugsafmæli sínu. Á þann hátt
hefði verið hægt að betrumbæta
þá þjónustu fyrir almenning, sem
blaðið hefur með höndum. — En
slíku er ekki að fagna af ástæð-
um sem almenningi eru kunnar.
Eftir því sem kröfurnar vaxa
til stærra og fjölbreyttara blaðs,
þarf starfsemin á síauknu og full-
komnara húsnæði að halda. Þó að
húsnæði ísafoldarprentsm>ðju væri
á sínum tíma, fyrir 70 árum,
byggt af miklum stórhug og mik-
illi fyrirhyggju, þá er húsnæðið
þar fyrir löngu orðið allsendis
■ófullnægjandi fyrir starfsemi
Maðsins. — Hin tiltölulega
öra stækkun þess hefur kallað á
og kallar á fleiri og fullkomnari
tæki og umfram allt afkastameiri
prentvél, eins og kemur fram í
greininni um sögu starfseminnar
og þróun hennar, sem biftist á öðr
um stað hér í biaðinu.
En þótt erfiðleikarnir hrúgist
upp fyrir starfsemi blaðsins, má
segja að vissu leyti sé ekki undan
l»eim að kvarta, þar sem þeir sýna,
að fyrirtækinu vex fiskur um
hrygg, og möguleikarnir vaxa á
J>ví, að blaðið geti staðið undir
nauðsynlegum framförum.
Þegar á þetta er litið, mætti
ætla að auðvelt væri að sigr-
ast á slíkum erfiðleikum. En
svo hefur ekki reynzt við viðburð-
anna rás. Er það vissulega sönn-
un þess, að það fyrirkomulag sem
viðgengizt hefur í fjármálum og
framkvæmdum með þjóð vorri,
getur tafið eðlilega þróun og
framfarir.
Að sjálfsögðu hafa forráðamenn
blaðsins gert sér það ljóst, að
hverju stefndi um nauðsyn á aukn-
um vélakosti og bættri aðstöðu til
útgáfunnar. Því var í það ráðist
árið 1948 að festa kaup á bygg-
ingarlóð á þeim stað í bænum, Að-
alstræti 6, sem verður að teljast
vera hinn álitlegasti og hentug-
asti fyrir blaðaútgáfu.
Sigfús Jónsson framkvæmdarstjóri
Skipulagsnefnd bæjarins ákvað
nokkru síðar, eftir að lóðin hafði
verið keypt, hvernig byggja
skyldi á þessum stað, kom það þá
í ljós að óumflýjanlegt var, að
sameina þarna tvær lóðir, svo
hægt yrði að reisa þama hús, fyr-
ir enda Austurstrætis, af þeirri
stærð og með þeim svip, sem
skipulagsnefnd hafði ákveðið að
þar skyldi risa.
Það varð svo að ráði milli eig-
enda þessarra tveggja lóða, Aðal-
strætis 6 og 6b, útgáfufél. og erf-
ingja stofnenda Vélsm. Héðins, að
sameina lóðirnar, og byggja hið
tilvonandi hús í sameiningu og
standa sameiginlega straum af
byggingarkostnaði. En stærð húss-
ins hafði skipulagsnefnd ákveðið.
Ekki tókst að hefjast handa um
þessa byggingu fyrr en árið 1951,
og ekki hefur enn tekizt að afla
fjárfestingarleyfis til byggingar-
innar að svo miklum hluta, að
nokkuð af húsinu verði að svo
komnu tekið í notkun.
Um líkt leyti og lóðin var keypt,
voru lögð drög að því að festa
kaup á nýrri blaðaprentvél frá
Goss-verksmiðjunni í Chicago. Er
prentvél þessi af allra nýjustu
gerð. Prentvélar með svipuðum
afköstum, eru byggðar í Vestur-
heimi fyrir dagblöð á stærð við
og sem hafa svipaðan kaupenda-
fjölda og Morgunblaðið.
Er þetta svonefnd „rotations-
vél“ en engin prentvél slíkrar
tegundar hefur áður komið hing-
að til lands. Á þessi prentvél að
geta skilað 15 þúsund fullprent-
uðum og fullbrotnum 24 siðu
Morgunblöðum á klukkustund. En
þegar prentvél þessi, fyrr eða síð-
ar. getur tekið til starfa við Morg-
unblaðsútgáfuna ásamt þeím tækj
um öðrum sem til prentunarinnar
þarf, verða aðstæðurnar við út-
gáfu Morgunblaðsins stórum bætt-
ar og allar aðrar en þær hingað
til hafa verið.
Prentvél þessi kom hingað til
Reykjavíkur árið 1949. Hefur
henni verið komið fyrir í geymslu-
plássi síðan og að sjálfsögðu reynt,
með ærnum kostnaði að búa svo að
henni, að hún liggi ekki undir
skemmdum. Því miður verður ekki
fullreynt, hvort þetta hefur tek-
ist, fyrr en vélin verður komin á
sinn stað og hún tekin í notkun.
I. BRYNJÓLFSSON & KYARAN
Stofnað 1923
Heykjavík, — Akureyri
liafa jafr&an á bo5sfólum meðal annars:
Allskonar matvörur .
Nýlenduvörur
Ávexti
Hreinlætisvörur
Pappírsvörur
Vefnaðarvörur
í
I .•!<!» I I '
I t í i. 1) i j, l
Mikill aðstöðumunur verður við
útgáfu blaðsins og rekstur, ef það
tekst að fá prentuninni lokið, með
núverandi útbreiðslu, á einum og
hálfum til tveimur klukkustund-
um, þar sem prentunin tekur nú
7—8 klukkustundir á sólarhring.
Komið verður fyrir pappírs-
geymslu í kjallara hússins, véla-
sal í stofuhæð og ritstjórnarskrif-
stofum á fyrsta lofti. Að sjálf-
sögðu verður að sjá fyrir því að
hægt verði að koma fyrir í húsinu
ýmsum þeim tækjum sem nauðsyn
leg eru í nýtízku blaðarekstri svo
sem prentmyndagerð o. fl. Les-
endurnir gera þá kröfu til blað-
anna að þau birti myndir í æ rík-
ara mæli með Iesmáli sínu, enda
hefur Morghnblaðið á síðustu mán
uðum birt um 350 myndir á mán-
uði hverjum.
Að sjálfsögðu er það æskilegt að
öll þau tæki sem þarf til útgáfu
blaðsins verði undir sama þaki og
þeim sé ætlað það húsrými, að
starfseminni verði ekki skorinn
allt of þröngur stakkur í upphafi.
En því er eins varið með prent-
myndatækin og prentvélina, að á-
höld til prentmyndagerðar hafa
legið hér ónotuð í allmörg ár, og
hafa ekki getað komið Morgunblað
inu að gagni vegna húsnæðisleys-
is. Allar framkvæmdir til umbóta
hafa því strandað á því einu, að
húsnæði hefur vantað.
Ókunnugir menn kunna að geta
álitið í fljótu bragði, að forráða-
menn blaðsins hefðu getað komið
htnnj nýjn og ónotuðu prentvél
fyrir í öðru húsnæði, en slíkt
myndi kosta ærið fé, enda þarf
hún sjálf stórt pláss ásamt nauð-
synlegum setningarvélum og öðr-
um tækjum, sem prentsmíðjunni
eru nauðsynleg og yrðu að fylgja
prentvélinni. En ekki yrði hlaupið
að því að taka vélina nið-
ur og flytja hana í ný húsakynni
eftir að starfsemi hennar er haf-
in, því þá yrði nauðsynlegt að
prenta blaðið í annari vél allan
tímann meðan á flutningnum
stæði. En engin slík vél er fyrir
hendi. .
Þess vegna verða forráðamenn
Morgunblaðsins að gera sér von-
ir um að úr þessum húsnæðismál-
um blaðsins rætist innan skamms,
ella getur svo farið að mikið af
því sem áunnizt hefur á undan-
förnum áratugum í rekstri blaðs-
ins, komi ekki að tilætluðum not-
um fyrir framtíðina.
Enda þótt Morgunblaðið verði
ekki nema lítið dagblað á mæli-
kvarða annarra þióða, þótt blað-
inu bætist þau áhöld og tæki sem
fyrirhuguð eru nú, að komi í notk
un, verður að sjálfsögðu haldið
hinni sömu stefnu og áður, að
sniða Morgunblaðinu stákk eftir
vexti þjóðarinnar, og leitazt
við að gera blaðinu tæknilega
kleift að fullnæg.ja þeim kröfum,
sem réttilega verða gerðar til dag-
blaðs hér í Reykjavík, og það geti
þjónað velferðar- og áhugamálum
almennings.
Nú sem áður
kappkostar verzlunin að hafa á boðstólum sem
fjölbreyttast úrval af alls konar
vefnaðarvöru
fyrir konur, karla og börn
Egill Jacobsen
Austurstræti 9 — Símar 1116 og 1117
Aga-kolaetdavélLri
hefur i 20 dr farið sigurför
um landið
Vlð getum bráðlega útvegað viðskiptavinum okkar AGA-
vélina á ný.
Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum AGA-
eldavélanna á íslandi.
cji iv lac^n uóóon
& Co.
Hafnarstræti 19.
i t i 11) '. i b P i i i \ 'i
I Jf 1 f '4 I