Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 12
12
MORGUTSBLAÐIÐ
Mánudagur 2 nóv. 1953
Sigurður Bjarnasosi;
FRÁ EINU elzta húsi hinnar ís-
lenzku höfuðborgar, flýtur árið
út og árið inn stöðugur straum-
ur frétta og nýunga af því, sem
er að gerast í heiminum og í
íslenzku þjóðlífi. Um það renn-
ur flaumur tímans, þungur og
óstöðvandi.
Þetta hús er Austurstræti 8,
þar sem Björn Jónsson ritstjóri
og ráðherra stýrði ísafold og
Vilhjálmur Finsen og Ólafur
Björnsson stofnuðu Morgun-
blaðið, sem í dag minnist 40
ára starfs síns.
Það hefur komið í minn hlut,
að ræða við ykkur, lesendur
góðir, það starf, sem hugur og
hendi vinnur nótt og nýtan dag
í þessu húsi, bregða upp skyndi-
myndum af því, hvernig Morg-
unblaðið verður daglega til, og
hvernig þeir, sem við það starfa
Teyna að miðla þjóðinni því,
■sem þeir festa hendur á í flug-
Jhraða viðburða hinnar 20. ald-
ar. —
5 E. t. v. hefði ég ekki átt að
Tminnast á hraðann. Hann minn-
ir svo átakanlega á hið eilífa
kapphlaup, sem blaðamaðurinn
heyir við tímann, og sem hann
raunalega oft er dæmdur til að
tapa. Á hans reikning verður
þá einnig að skrifa mörg mis-
takanna og víxlsporanna, sem við
stígum og hljótum fyrir dóma
fhjá þeim, sem yfirvega verk okk
ar í ró og næði.
MOROUNVERKIN í
PRENTSMIÐ J UNNI
Á meðan Austurstræti er enn-
þá nær autt af fólki og hin
morgunsvæfa íslenzka höfuðborg
er ekki nema að takmörkuðu
leyti komin á fætur halda menn-
irnir, sem starfa í prentsmiðju
fMorgunblaðsins til starfa sinna
1 neðstu hæð gömlu ísafoldar-
Iprentsmiðju. Nokkru fyrir kl. 6
'fið morgni er hleypt rafstraum til
íetningarvélanna, sem blaðið er
íett í og kl. 8 nákvæmlega hefja
J>eir vinnu sína. Það eru sam-
"|als 14 menn, sem vinna í prent-
íjfrniðjunni. Sjö þeirra eru vél-
: fietjarar, fjórir handsetjarar,
tveir prentarar og einn aðstoðar-
maður.
Vélsetjararnir vinna á tveimur
vöktum, þrír eða fjórir á hvorri.
Hin fyrri þeirra hefst kl. 8 ár-
degis og stendur til 5 síðdegis.
Þá tekur síðari vaktin við og
Stendur til kl. 12 á miðnætti. En
oftast stendUr þó vinna þeirra
Dokkru lengur eins og síðar mun
fið vikið.
Það eru vélsetjararnir sem
Setja blaðið, taka Við handrit-
tmum frá blaðamönnunum og
Steypa þau í línur og dálka. í
hverjum dálki Morgunblaðsins
eru 4—500 orð. Á hverri lesmáls-
síðu þess eru því 2000—2500 orð.
Að baki setningu hennar liggja
þessvegna mörg og æfð handtök
vélsetjaranna, sem frá kl. 8 að
morgni og fram yfir miðnætti að
kvöldi sitja við leturborð vél-
anna eins og vélritarar í skrif-
Stofu.
Það efni blaðsins. sem fyrst
er sett dag hvern eru hinar föstu
greinar þess. svo sem framhalds-
sögurnar „Daglega lífið“ og
lengri greinar um innlend og
erlend mál. Auglýsingar byria
að jafnaði að berast í prentsmiðj-
lina upp úr kl. 10 að morgni.
Er þeim veitt móttaka á aug-
lýsingaskrifstofunni fram til kl. 6
síðd. Mikill hluti þeirra er settur
í vélum en töluvert handsett, að
Bokkru leyti með aðstoð sér-
Stakrar vélar, sem hefur stærra
letur en setningarvélarnar.
Oft verður að geyma auglýsing
ar til næsta dags til þess að hæfi-
legt hlutfall sé millí lesmálsins
Og þeirra. Hefur blaðið reynt að
fara eftir ákveðnum reglum um
skiptingu leturflatar milli aug-
lýsinga og annars lesmáls, með
„leggja af“ sem svo er kall-
að. — Er það fólgið í því
að taka blað dagsins á und-
an úr prentvélinni, levsa upp
síður þess og safna blýinu úr
þeim saman. Er það síðan brætt
upp og notað á nýjtn leik.
Sigurður Bjarnason stjórnmálaritstjóri
það fyrir augum að mæta óskum
og þörfum viðskiptavina sinna, 1
lesendanna, sem vilja fá sem |
mest lesefni og auglýsendanna,
sem þurfa að auglýsa vqru sína,
þjónustu og fleira.
Fiá kl. 8 á morgnana vinna
handsetjararr.ir að því að
VÉI.R/EN VINNUBRÖGÐ
Útgáfa nútíma dagblaðs bygg-
ist i ríkum mæli á vélavinnu og
tækni. Þessvegna hlýtur þeirra
véla að verða getið hér, sem not-
aðar eru við setningu og prent-
un Morgunblaðsins. Ber þá fyrst
að geta fjögra setningarvéía. Hef
ur ein þeirra, sú stærsta, sjö
leturgerðir, ein fjórar og tvær
með þrjár, og eru Destar þessar
leturgerðir tvennskonar, bæði
grant letur og feitt.
Setninparvélin er margbrotið
og merkilegt verkfæri. í henni
mótast bráðið blýið í bókstafi,
orð og setningar.
Fyrr á árum stóð setjarinn við
leturkassana, tók hvern einstakan
bókstaf úr sínu hólfi og raðaði
þeim upp í orð og línur. Þá
vann handaflið allt setningar-
verkið í þrentsmiðjunni.
Nú situr setjarinn við, vélina,
stvður á bókstafi leturborðs
hennar og línurnar skjótast
steyptar og alskapaðar hver af
annari út úr þessu furðulega sig-
urverki mannlegs hugvits og
vélavísinda. einni slíkri vél
Prentvélin fer af stað laust eftir miðnætti. Guðbjörn Guðmundsson prentari stendur við hana.
tekur það um það bil 2%—3
klst. að setja heila lesmáls síðu í
Morgunblaðið.
Hingað til höfuð við rætt um,
hvernig lesmál blaðsins verður
til í höndum vélsetjaranna og í
sigurverki setningarvélanna.. En
á öllum meiriháttar greinum,
fréttum og auglýsingum, eru fyr-
irsagnir. Þær eru ýmist settar í
stærstu setningarvélinni, sem
flestar leturgerðir hefur, eða í
sérstakri fyrirsagnavél. Hún hef-
ur einar 10 leturgerðir og hver
þeirra hefur frá þremur til sex
stærðir. Það er hlutverk blaða-
mannsins, að ákveða, hversu stór
fyrirsögnin á að vera. Ræður
eðli og mikilvægi efnisins mestu
um hána. Stór frétt eða merki-
leg grein hefur oftastnær stóra
fyrirsögn að yfirskrift. Má því
segja að í fyrirsagnavélinni mót-
ist „andlit“ blaðsins, ef svo mætti
að orði komast. En þessi vél er
samt ekki mikil fyrirferðar. Hún
stendur hógvær og yfirlætislaus
úti í einu horni prentsmiðjunn-
ar. Hún þarf ekki á því að halda
að trana sér fram. Verk hennar
og handsetjarans, sem stjórnar
þenni segir til sín þegar blaðið
kemur út og lesendurnir reka
augun í fyrirsagnirnar á síðum
þess. Það eru hennar sigurlaun.
• ■ jsríi'jfSwfisdB
„MADDAMAN" í
MIBJUM SAL
En í miðjum sal prentsmiðj-
unnar situr „raaddaman“, sjálf
prentvélin, sem leggur smiðs-
höggið á störfin þar. Allan dag-
inn stendur hún þar þögul og
drembileg. Það er rétt eins og
hún hugsi meðan setningarvél-
arnar tifa og fyrirsagnarvél-
in smellir: Bíðið þið bara við,
hvaða gagn er að ykkur án mín?
Sá hlær bezt, sem síðast hlær.
Minn tími kemur eftir mið-
nættið.
Og hún getur sannarlega verið
drjúg með sig, sú gamla. Það
er hún ,sem prentar blaðið. Blað-
síðunum, sem búið er að sveitast
blóðinu við allan daginn er að
lokum stungið inn í kvið henn-
ar. Þar verða þær svo að dúsa,
kolsvartar af prentsvertu ,,valsa“
hennar, meðan tárhreinn pappír-
inn strýkst yfir þær klukkutíma
eftir klukkutíma, alla liðlanga
nóttina.
Prentarinn hleypir henni af
stað hægt og rólega, lofar henni
að jafna sig og gefur henni síðan
lausan tauminn. Þá hamast hún
eins og hún eigi lífið að leysa. Á
hverri klukkustund spýtir hún
frá sér 3200 eintökum af full-
prentuðu blaði. Á einni nóttu
hefur hún ,étið“ á annað tonn
af pappír og drjúgan skammt af
prentsvertu.
Þannig vinnur fólkið og vél-
arnar í prentsmiðjunni að sköp-
un Morgunblaðsins hvern ein-
asta dag, sem það kemur út.
DAGSINS ÖNN Á
RITSTJÓRNINNI
Fram til þessa höfum við að-
eins skyggnst um í prentsmiðj-
unni á neðstu hæð hússins. Á
næstu hæð fyrir ofan er ritstjórn
þess, framkvæmdarstjórn, bók-
hald, innheimta og auglýsinga-
skrifstofa til húsa. Þar verður
mestur hluti af enfi þess til. En
það rekur aftur rætur sínar
út um allt ísland, út um ís-
lenzkt þjóðlíf og til fjar-
lægra landa, Kreml og Kór-
ou, Akraness og Akureyrar,
Persíu og Pakistan, Víkur í Mýr-
dal og Washington, Hælis í
Hreppum og Hóla í Hjaltadal,
Lundúna og Skriðuklausturs o.
s. frv. Þarna vinna blaðamenn-
irnir störf sín, skrifa fréttir og
greinar, hitta fjölda fólks, tala
í síma út um bæ og út um allt
land.
En þeir koma að iafnaði ekki
eins snemma á vettvang og ann-
að starfsfólk. -— Oft hafa þeir
unnið fram yfir miðnætti, jafn-