Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.1953, Blaðsíða 27
Mánudagur 2. nóv. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 27 t • • ÍÞRÓTTIR ÞEIR GERÐU RÆGAIM FJÖRUTÍU ár er ekki langur tími í tilveru þjóðar. En ef litið er 40 ár aftur í tímann, er litið til bernskuára íslenzkrar íþrótta- hreyfingar. Svo ungur að árum er sá stofn, sem greinar íþrótta á íslandi hafa síðan vaxið út frá. Skemmtilegt væri að geta skyggnst fram í tímann og sagt fyrir um það, hve öflug íslenzk íþróttahreyfing verður að 40 ár- um liðnum — eða 1993. Hvort draumar hinna ungu og fram- sæknu manna sem gerðu frjó- anga íþróttanna að stofni fyrir 40 árum, hefðu þá rætztz — hvort einhverjir þeirra íþróttamanna, sem hæst ber í dag muni lifa þá, sem tákn hins hrausta og hreina meðal þjóðarinnar eins og þeir gera og hafa gert fram á þennan dag, þeir sem hæst bar fyrir 40 árum. En af skiljanlegum ástæðum verður ekki farið úr í slíka fram- tíðaróra. A t'mamótum, sem þeim er þetta blað er gefið út á er rétt að líta um öxl — til þess tima sem liðinn er. En slíkt reynist erfiðara en ætla mætti í fyrstu — og ógerlegt að gera slíku „viðliti" skil í einni stuttri blaðagrein. Það eru engin tök á því að lýsa hér á þessari síðu hinum erfiðu aðstæðum brautryðjendanna, né heldur stór hug þeirra og framsækni — við engar aðstæður. Mynd þess sam- takamáttar, sem þurfti til þess að ryðja sér íþróttavöll til íþrótta- iðkana, verður heldur ekki dreg- inn upp, þó vert væri. Slíkur samtakamáttur er ekki til í dag. Starfi einstakra félaga, félaga- samtaka og einstaklinga fyrir út- breiðslu íþróttahugsjónarinnar verður heldur ekki gerð skil í einni blaðagrein, og eigi heldur lýst, svo að gagni megi koma við- fangsefnum og margvíslegu starfi hinna breiðu fylkinga æskulýðs, sem hefur skipað sér undir merki íþróttahreyfingarinnar. Löng saga verður því gerð stutt —- geislum kastljóssins beint að ein- stökum atriðum liðinna tíma, atriðum sem snertu strengi í þjóðarhjartanu á þann hátt að menn fundu að sú þjóð er ríkari sem á öfluga og trausta íþrótta- hreyfingu. Fámenn þjóð getur vart vænzt þess að eiga á öllum tímum getu- meiri íþróttamenn en áður hafa gert garðinn frægan. Þjóð getur þessi árin átt beztu glímumenn, hin næstu árin beztu frjálsírþótta menn o. s. frv. — Við þekkjum þetta sama frá öðrum sviðum þjóðlífsins. Á einum tíma á þjóð- in mörg og góð ljóðskáld, á öðr- um tíma er ljóðskáldin fá, en listmálarar margir og góðir. Þannig hefur þetta verið og er á íslandi. Um og upp úr síðustu aldamótum skipaði íslenzk glíma öndvegissess meðal íþrótta hér á landi. Einn glímukappinn öðrum snjallari kom fram á sjónarsvið- ið. Fólkið þyrptist þar að er þeir glímdu. Við sötyðum aliir: NEI Og ýmsir þeirra gerðu garðinn frægann. 1908 fór lítill hópur ísl. glimumanna í sýningarför til Olympíuleikjanna í Lundúnum. Einn þeirra, Jóhannes Jósefsson, — þeirra mestur að afli — keppti í grísk rómverskri glímu, iþrótt, sem hér á landi var óþekkt og ekki iðkuð. Hann glímdi og glímdi, skellti andstæðingnum stundum eftir örstutta viðureign, en aðrar glímur urðu langar og tvísýnar. En þessi íslenzki braut- ryðjandi var einn fjögurra glimu- . manna sem uppi stóðu þegar loka- þáttur glímukeppninnar hófst — fjórir menn stóðu uppi. Hinir voru fallnir úr leik. í fyrstu úrslitaglímunni meidd- ist hann en eigi tókst andstæð- ingi hans að fella hann. Jóhannes stóð þegar glimutímanum var lokið — en tapaði á stigum. Með máttlausa hendi yfirgaf hann glímuvöllinn og var ekið í sjúkra hús með brákað bein. Hann vakti athygli og hann gerði garðinn frægan. Fjórum árum síðar var enn undirbúin Olympíuför. Enn hafði glímunni aukizt ásmegin, en af- reksmenn í öðrum íþróttagreir:- um höfðu vakið á sér athygli. Þeim sem í fylkingarbrjósti voru var ljóst að nauðsynlegt væri að stofna samband allra íþrótta- félaga landsins, sem þá óðum fjölgaði, og að það samband yrði fulltriii félaganna bæði hérlendis og erlendis. Á fundi, sem allir helztu íþróttamenn í Reykjavík sátu, var sambykkt í einu hljóði að stofna Í.S.Í. Sigurjón Pétursson á Álafossi Varð fulitrúi ÍSÍ í viðskiptum sambondsins við dönsku Olymníu nefndina, en til hennar varð að sækja um þátttökulevfi. þar eð Danir fóru með utanrikismál fs- lands. Sigurión hefur sjálfur saet Svo frá viðskiptum sínum við nefndina og því sem á eftir fylgdi. „Það var tekið vel á móti okk- ur, mér var lofað aðstoð um að ísl. glíman yrði sýningargrein. Mér var ennfremur lofað að við sem tækjum þátt í leikjunum sem keppendur fengjum að bera nafnið ísland á brjósti — en í dagskrá yrði að standa — Island (Danmark) innan sviga og að við fengjum að ganga inn á leikvang við opnun leikjanna, undir nafn- inu ísland á sérstöku spjaldi, á eftir danska íþróttafólkinu. Ég var hinn ánægðasti og skrif- aði þetta allt heim er samþykkt var og undirbúningurinn hér heima var hafinn. — Allir lands- menn vita hvað margir fóru og hverjir það voru. En daginn áður en að Olympíu- leikarnir skyldu opnast fékk ég bréf frá form. dönsku nefndar- innar um að við íslendingar skyldum ganga á leikvang Olympíu þannig, að dönsku íþróttamennirnir er þátt skyldú taka í sjálfum leikjunum skvldu ganga næstir danska fápanum, svo íslenzku íþróttamennirnir þá dönsku iþróttamennirnir er sýna skyidu leikfimi o. fl. en þeir voru um 300. Okkur brá í brún, því við höfðum hugsað okkur annað eft- ir því sem áður er sagt og ég taldi tryggt. Næsta dag mættum við á þeim stað er allir íþróttamennirnir mættu til inngöngu á Stadion. Þar áttum við tal við hr. Hansen og aðra nefndarmenn hinnar dönsku Olympíunefndar og var eigi hægt að fá því umþokað er þeir höfðu ákveðið. Við sögðum því allir NEI við því að ganga inn á leikvanginn í þessari röð, og var nafnspjald okkar „Island“ eitt eftir á því svæði, sem allir íþróttamennirnir höfðu safnast saman á. Við héldum til áhorfendastæða okkar á Stadion og vorum áhorf- endur að opnun leikjanna. Okkur sárnaði þá í bili ósann- girni þessara dönsku manna. En þess fastara brann það inn í okk- ur, sú hugsun, að gera okkar hlut svo sterkan í sjálfstæðisbaráttu Islands, að það yrði fyrr en varði þátttakandi í Olympíuleikjunum, og að það gæti á sínum tíma sent sína syni og dætur undir SÍNUM EIGIN FÁNA og hefði þá vel þjálfaða æsku sem stæði við hlið beztu íþróttamanna annarra þjóða og sem innu einhvern tíma það afrek, að þjóðsöngur íslands, ,,Ó, Guð vors lands“ yrði leikinn á Olympíuvöllum til heiðurs fyrir Island og Islendinga." Það voru ekki aðeins Olympíu- fararnir sem stóðu á áhorfenda- pöllunum undir setningarhátíð- inni sem brann þessi ósk í hjarta. Hér heima var stór hópur manna, sem fegnir hefðu viljað standa í sporum Olympíufaranna og get- að tjáð sinar tilfinningar og ósk- ir í sjálfstæðismálinu. Þessir brautryðjendur íþróttahugsjónar- innar fengu góðan hljómgrunn meðal almennings. Almenningur leit upp til þeirra sem vildu að þetta land byggðu fallega vaxið, vel þjálfað og vel hreint fólk. Marga slíka væri hægt að nafn- greina, bæði gengna og ógengna. En fyrir hugskotssjónum mínum standa Sigurjón á Álafossi, Bene- dikt G. Waage og Erlendur Pét- ursson, en þeir hafa öðrum frem- ur helgað íþróttunum lífsstarf sitt — og þeir, sem voru í fylk- ingarbrjósti fyrir 40 árum, eru hinir dyggustu boðberar íþrctta- hugsjónarinnar enn i dag. En athyglin barst að þessum einarða íslendingahópi, sem vissi hvað hann vildi. Baron de Coubertain, form. alþjóðaolym- píunefndarinnar reyndist þeim hinn bezti vinur og þeir glímdu hvað eftir annað fyrir hann cg aðra — myndir komu af þeim í blöðum með góðum lýsíngum og vinsamlegum ummælum. At- burðurinn sem átti sér stað við setningarathöfn Olympíuleikj- anna í Stokkhólmi 1912 vakti því það umtal, sem kom illa við þá er helzt vildu að íslendingar væru ekki nefndir á nafn — sem sér- stök þjóð. Þeir gerðu garðirm frægann. „MitMsasii bróðirinta “ kotn og sigraði Glímukapparnir hurfu af leik- vanginum — og glíman varð að víkja úr öndvegissessi fyrir öðr- um íþróttagreinum. íslendingur gat sér góðs orðstírs í hlaupa- keppni í Danmörku. Hann hét Jón Kaldal og gerði garðinn frægan, með því að ná árangri á heimsmælikvarða. Á síðari árum hefur komið í ljós árangur af löngu og erfiðu starfi sem miðaði að því að bæta aðstöðu landsmanna til íþrótta- iðkana. Fyrir 40 árum var hægt að telja íþróttamannvirki á fingr- um annarar handar. Nú eru í landinu fjölmargar sundlaugar, knattspyrnuvellir og íþrótta- svæði. Það fer ekki mikið fyrir þeim, þegar talað er um þessi mannvirki í heild, en sagan að baki hverrar laugar og hvers vallar vitnar um erfiðleika og basl, fjárhagsskort — og aðra erfiðleika er yfirstígnir hafa verið. En sú saga er formálinn að vel- gengni íþróttamanna okkar á síðasta áratug. Það er vegna þessa starfs — fyrst og fremst — sem Islendingar unnu sigra á erlend- um vettvangi sem milliónum Nokkrir þeirra, sem gert hafa garðinn frægan. Að ofan frá vinstri: Örn Clausen og tvíburabróðir hans Haukur, sem báðir eiga Norðurlandamet. Þá Guðmundur Lárusson og Ásmundur Bjarnason, sem báðir komust í úrslit í Evrópumótinu í Brussel 1950. Yfir þeim er Torfi Bryngeirsson (i stangarstökki), Evrópumeistari í langstökki. Þá Gigurður Jónsson Þingeyingur, Norðurlandameist- ari í 200 m. bringusundi, þá Sigurður Jónsson (KR) sem komst í úrslit í Evrópumeistaramótinu í sundi 1947. Þá Albert Guðmundsson, dáður af milljónum mar.na fyrir knattspyrnugetu. Fyrir neðan hann sézt Ríkharður Jónsson með knattspyrnubikar íslands, Gunnar Huseby Evrópumeistari og Norðurlandamethafi í kúluvarpi, þá Jón Kaldal með nokkra af verðlaunagripum sínum og fyrir ofan hann Óskar Jónsson, sem varð fyrstur ísleiulinga til að ná árangri, sem gefur meira en þúsund stig, samkv. finnsku stigatöflunni. Þá er Sigurjóu Pétursson, glímukappi, Jóhannes Jósefs- son og Finnbjörn Þorvaldsson. manna eru minnisstæðir. Þrjú Norðurlandamet í frjálsum íþrótt um, og meistaratign í sundi, þrí- vegis unnin Evrópumeistaratign og aðrir stór sigrar hafa sína þýðingu fyrir þjóðina. Það hef- ur verið ánægjulegt að fylgjast með íþróttamönnunum íslenzku erlendis. Þeim hefur verið fagn- að sem „verðugum arftökum Skallagríms, Skarphéðins cg Gunnars á Hlíðarenda. Erindi þeirra væri þó ekki hið sama sem forfeðra þeirra, að ganga á kon- ungsfund, heldur að sýna íþrótta- getu sína“ — eins og blöð skrif- uðu 1951. Og hér eru fleirj til- vitnanir, skrifaðar í sigurvímu og hrifningu yfir getu landa vorra. ★ „í kvöld var það íslenzki fán- inn sem dreginn var að hún á stöng sigurvegarans á Bislett leik- vellinum að landskeppninni lok- inni. Örlítil vindhviða gekk yfir leikvanginn og breiddi úr okkar fagra fána um leið og fyrstu tón- ar þjóðsöngsins ómuðu yfir leik- vanginum. Yfir 10 þús. manns hylltu síð- an íslenzku sigurvegarana, þökk- uðu þeim skemmtilega og drengi- lega keppni og óskuðu þeim tii hamingju með sigur í 12 greinum af 20 og sigurinn 1 landskeppn- inni við Dani og Norðmenn. ís- land, „minnsti bróðurinn" hafði komið og sigrað milljónaþjóð- irnar. Enn einn hlekkur í keðju norrænnar samvinnu hafði verið ofinn“. — (Mbl. 4. júlí 1951 er skýrt var frá landskeppninni við Dani og Norðmenn í Osló. ★ „Efstur á lista sigurvegaranna er Torfi. í fyrsta skipti um margra ára skeið hitti Norður- landa- og Evrópumethafinn Ragnar Lundberg Evrópumeist- ari ofjarl sinn úr hópi Evrópu- manna ..... 4.32. Þetta hlaut að vera úr- slitastökkhæðin og báðir felldu í fyrstu 2 stökkunum. Átti Torfi enn að tapa og vera þó með sömu hæð og Lundberg? — Nei, „stál- fjöðrin“ varð einbeitt á svipinn. Atrennan var góð — þúsundir manna stóðu á öndinni — og Torfi lá í sandkassanum, og ráln vgr á sínum stað. Torf i hafði sigr- að í „mesta stangarstökkseinvígi sem háð hefur verið á Stadion“ eins og blöðin kölluðu það.“ —< (Mbl. 7. júlí 1951). ★ „Og á sama tíma hrífur Huseby áhorfendurna í hverri umferð. Hann hefur með sínum mörgu sigrum náð einhverju undravaldi yfir áhorfcndum. í hvert skipti, sem þulurinn tilkynnir: „Og nu har vi Huseby", ríkti dauðakyrrð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.