Morgunblaðið - 14.06.1956, Síða 6

Morgunblaðið - 14.06.1956, Síða 6
e MÖRCUNBLAÐ1Ð Flmmtudagur 14. júní 1956 Vormenn íslnnds hnic gerbreytt sveit sinni Kór sveitarinnar syngur „Vor- menn íslands.“ Veizlug-estir rísa úr sætum og taka undir sönginn. Vormenn íslands yðar btða eyðiflákar, heiðaiönd. Komið grænum skógi að s-krýða skriður berar, senda strönd. Huidar landsins verndarvættir vonarglaðar stíga dans, eins og mjúkir hrynji haettir heilsa bömum vorhugans. Þetta fagra Ijóð hins rangæska skálds Guðmundar Guðmunds- sonar var sungið hátt og hveilt í hinu nýja og glæsilega félags- heimili Austur-Landeyinga, er það var vígt s.l. laugardag. Sn fréttamaður frá Mbl. skrapp aust- ur þangað snögga ferð til að vera viðstaddur þá hátíðlegu at- höfn. En félagsheimilið hefur hlotið nafnið Gunnarshólmi. ALLIít AUSTUR-LANDEVING- AR SAMAN KOMNIR. Áður stóð gamalt samkomuhús Austur-Landeyinga að Krossi, en nýja félagsheimilið var fært nokkuð ofar í sveitina, í landar- eign Stóru Hildiseyjar, sem er meira miðsvæðis. Þar var nú hinn íslenzki fáni dreginn að hún og Landeyingar fjölmenntu að hin- um nýja samkomustað. Af flest- um bæjum sótti allt heimilisfólk til samkomunnar enda munu yf- ir 200 manns hafa verið við- staddir vígsluna. Hið nýja félagsheimili er mjög vönduð bygging og í hvívetna tákn um myndarskap þessarar sveitar. S.l. vetur var vígt félags- heimili í Vestur-Landeyjum og nú höfðu Landeyingar austan Af- falls einnig eignazt sitt félags- hús. GRETTISTÖKUM LYFT. Hér höfðu sannarlega verið að verki vinnfúsar hendur vormanna íslands, því að baki þessarar byggingar liggur óhemju mikið og fórnfúst sarf. En Austur-Land- eyingar hafa lyft öðrum Grettis- tökum á undanförnum árum, eins og kom greinilega fram í smekk- legri ræðu er Ingólfur Jónsson alþingismaður flutti á þessum góðra vina fundi. — Það eru ekki nema um 20 ár síðan ég kom í fyrsta skipti í Austoir-Landeyjár, sagði Ingólfur. Ég minnist þess þá sérstaklega, hve samgöng- urnar voru slæmar. Hér voru helzt allar ferðir og flutning- ar með liestum. Hér voru mýr- ar og fen á allar hliðar. Húsa- kynni voru mjög léleg, gömul torfhús með þröngum baðstof- um. Og fjárhúsin voru torf- kofar með svo lágum dyrum, að erfitt var að bera heyið inn á jöturnar. En Austur-Landey ingar hafa lyft Grettistaki. Þeir hafa ger- breytt sveit sinni í það sem hún er nú. Nú er orðið bílíært heim að hverjum bæ, búið að þurrka upp megnið af mýr- unum og búið að endurbyggja húsin, ekki aðeins íbúðarhús- in, heldur einnig peningshúsin. Ef hægt er að tala um hylt- ingu, sagði Ingólfur, þá hefur hún orðið hér í sveit. Og ég læt mig dreyma um það, hélt hann áfram, þegar ræktun hef- ur verið aukin húsakynni bætt og lífsþægindi í sveitunum aukast, þá verði unga íólkið kyrrt í sveitunum eins og lífs- möguleikamir bjóðast. FORUSTUMAÐUR í I5YGGINGARMÁLUM. Fréttamaður Mbl. átti stutt samtal við Guðmund Jónsson, sem var formaður bygginga- nefndar og hefir starfað allra manna mest við að koma bygg- ingunni upp, verið vakinn og Gunnarshólmi nefnist hið nýja félagsheimili Austur-Landeyinga. (Ljósm.: Þorsteinn O. Thorarensen) sofinn í að koma þessu verki áfram. — Það eru nú rúm þrjú ár síðan fyrsta skóflan var stungin, sagði Guðmundur. Var það Ung- mennafélagið Dagsbrún, sem hafði frumkvæðið að þessu verki. Var fundur um málið haldinn í félaginu 30. október 1952, og hef- ur fundur þar aldrei verið jafn fjölsóttur. Þar var stjórn þess falið að leita fyrir sér um sam- stöðu við hreppsfélagið og kven- félagið að koma upp nýju félags- heimili. Báðir þessir aðiljar tóku málinu vel og var síðan haldinn sameiginlegur fundur fulltrúa frá hreppsnefnd, ungmennafélagi og kvenfélagi, þar sem teknar voru ákvarðnir um fyrirkomulag byggingarinnar og framkvæmdir. HÖFÐINGLEGT FRAMLAG — 6 HEKTARAR. — Var þá ákveðið að staðsetja félagsheimilið hér? — Já, húsið þótti betur stað- sett hér en á Krossi, þar sem A mynd þessari sést byggingarnefnd og yfirsmiður. í frcmri röð talið frá vinstri: Guðmundur Pétursson Hildisey, Erlendur Árna- son Skíðbakka, Guðmundur Jónsson Hólmi. — Standandi: Sigurð- ur Haraldsson yfirsmiður, Geirmundur Valtýsson Seli og Haraldur Jónsson Miðey. samkomuhús hafði verið. Þá ber þess að geta, að Guðmundur Pétursson bóndi í Stóru Hildisev gaf landspildu undir húsið. Er það 6 hektara svæði. Þar verður komið upp íþróttasvæði og einnig fær skógræktarfélagið þar reit. ANDI SAMSTARFS. — Hvernig hafið þið haft bol- magn til að reisa svo myndar- legt hús? — Það sem hefur orðið okkur drýgst segir Guðmundur, er ið menn tóku að sér að vinne. við húsið í þegnskaparvinnu. Hér í sveit hjá okkur tíðkast það, þeg- ar einhver bóndinn er að byggja hjá sér, þá koma nágrannarnir til hans og vinna hjá honum end- urgjaldslaust. Með slíkri sam- hjálp og samstarfi hafa mönnum veitzt byggingarstörfin auðveld. Þessi sami andi hefur komið fram margefldur við byggingu félags- heimilisins. Gert var ráð fyrir því í upphafi að Ungmennafé- lagið tæki á sig 2/5 byggingar- innar og hreppurinn 3/5, að öðru leyti en því sem Kvenfélagið sæi sér fært að leggja til henn- ar. ÞEGNSKYLDUVINNA. Samkvæmt þessu var gerð áætlun um að húsinu skyldi lokið á þremur árum. Að hver félagi í Ungmennafélaginu ynni á ári 6 dagsverk og liver bóndi 7 dagsverk. Þá skyldu allir aðrir verkfærir karlmenn leggja fram 5 dagsverk á ári. — Kefur þessi áætlun stað- izt? Já, liérumbil allir hafa innt sinn hlut af hendi og sum- ir hverjir jafnvel meira. Við höfum haft það fyrir sið, að Salarkynni hins nyja felagsheim- ilis eru stór og glæsileg. Um 200 manns sátu að kaffidrykkju í salnum, þegar húsið var vígt. — í ræðustólnum er Erlendur Árna- son oddviti á Skíðöakka. ið reiðubúnir að hjalpa foUcinu stórvirki. Margir unnu við bygg- inguna eru ættaðir úr Landeyj- unum, svo sem yfirsmiðurinn Sig- urður Háraldsson, sem er kunn- ur þjóðhagasmiður og lofar verk- ið méistarann. Ingólfur Jónsson ráðherra oskar nýja féiagsheimilið. Landeyingum til hammgju með Annars hafa þessír menn lagt hönd á verki við srníði hússins: Gísli Halldórsson arkitekt gerði teikningu, Ólafur Gíslason teikn- aði raflögn og Jóhannes Zoega hitalögn. Raforka sá um raflagn- ir en Óskar Gissurarson frá Hildisey vann við raflagningu með fleiri mönnum. Miðstöðvar- lagningu og uppsetningu katla annaðist Sveinn Sæmundsson blikksmiður í Kópavogi. Múrverk annaðist Sveinn Sveinsson frá Stóru Mörk með aðstoð heima- manna. Málun sá Ólafur Jónsson frá Hólmi um. Terrassolagningu sá Ársæll Magnússon & Co um en verkið unnu Ragnar Jónsson frá Hólmi og Hallgrímur Péturs- son frá Hildisey. TrésmíðavinnU annaðist að mestu trésmíðaverk- stæðið á Hellu og Gamla Komp- aníið. GLÆSILEG SALARKYNNI. í hinu nýja félagsheimili er stór samkomusalur með ágætu leiksviði. Undir leiksviðinu eru búningsklefar. Þá er minni salur, þar sem ætlazt er til að haldnir verði fámennari fundir, svo sem sveitarstjórnarfundir. En hægt er að taka úr vegginn milli fund- arsals og samkomusalar, þegar stórar samkomur eru haldnar. Þá eru í húsinu vistleg forstofa og eldhús. Vígslusamkoman var mjög fjöl- menn og hlýlegur svipur yfir henni. Margir tóku til máls, þeirra á meðal Erlendur Árna- son oddviti að Skíðbakka, Magn- ús Finnbogason Lágafelli, Þórð- ur Oddsson, Ingólfur Jónsson ráð- herra, Þorsteinn Einarsson í- þróttafulltrúi, Andrés Guðnason frá Hólmum, Finnbogi Magnús- son á LágafelH, Björn Björnsson sýslumaður, Sigurður Haraldsson hóa mönnum saman með eins f yfirsmiður, sr. Sigurður Hauk- dags fyrirvara og aldrei hefur I staðið á því að stór hópur vinnuglaðra manna kæmi á staðinn. FRAMLAG BROTTFL UTTRA LANDEYINGA. Guðmundur Jónsson getur þess alveg sérstaklega, hve vænt þeim hafi þótt um framlög Landeyinga, sem flutzt hafa burt úr sveit- inni. Þeir hafa margir sýnt sterka dal á Bergþórshvoli og Sigurð- ur Brynjólfsson. FORDÆMI GUNNARS OG KOLSKEGGS. Menn létu í ljós ánægju yfir nafngift félagsheimilisins, en það hefur verið kallað Gunnarshólmi. í ræðu sinni vék Erlendur Árna- son á Skíðbakka að því hvernig Gunnar á Hlíðarenda gat ekki hugsað sér að yfirgefa héraðið. Hann kaus heldur að lifa sina ævidaga, þótt fáir yrðu, a átt- högum sínum en flytjast brott. Bað Erlendur unga fólkið að minnast þess fordæmis, að lifa og starfa heldur heima í sinni sveit og sýna átthagatryggð. En hann minnti einnig á Kolskegg og orð hans er hann skildi við bróður sinn. Hann vildi ekki rjúfa eiða en sagði: — Hvorki skal ég á þessu níðast og á engu öðru því, er mér er til trúað Ég vildi, að ég gæti greipt þessi orð á veggi þessa húss, sagði Erlendur. Því að þau eru hvatning til æskufólks um að sýna drengskap og háttvísi í allri sinni framkomu. Þannig þurfum við að haga okkar gerðum hér í þessu húsi, að þær séu allri sveitinni til sóma. — Þ.TH.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.