Morgunblaðið - 14.06.1956, Page 11

Morgunblaðið - 14.06.1956, Page 11
Fimmtudagur 14. júní 195fi MORCVTSBLÁÐIÐ 11 Staiinistar sitja enn við völd í Austur-Þýzkalandi NÚ EK orðið miklu rólegra í Berlín en var á valda- árum Síalins. En fólk í Vesf- ur-Berlín finnur þó enn til nokkurs uggs, aðallega vegna þess að það veit, að stjórn hins austræna valds er þannig háttað, að á einu dægri og öllum að óvörum getur aftur orðið breyting til hins verra. Þannig mælti blaðamaður frá Vestur-Berlín, Rudolf Zscheile, sem hér var staddur um síðustu helgi. Hann kom hingað í boði Loftleiða til að sjá og heyra hvernig Berlínar-börnunum sjö líkaði dvölin á íslandi. Er hann fréttamaður fyrir „Quick“, sem er útbreiddasta vikurit Þjóðverja, gefið út í milljón eintökum. Mbl. notaði tækifærið til að rabba við Rudolf, er hann var kominn hing- að frá hinni umdeildu borg Berlín. HÆTTIR AÐ HANDTAKA FERÐAFÓLK Hann hélt áfram máli sínu á þessa leið: — Það er til dæmis um, að nokkuð hefur hægzt um í Berlín, að nú kemur það sjaldan eða aldrei fyrir að Rússar handtaki ferðafólk. — Handtóku þeir áður ferða- fólk? — Já, eins og kunnugt er ligg- ur Vestur-Berlín eins og eyja í rússneska hernámssvæðinu. Ef fólk þurfti að komast frá Vestur- Berlín til Vestur-Þýzkalands og hafði ekki ráð á að fara flug- leiðis, var ekki um annað að velja en að fara landleiðina yfir Sovétsvæðið, annað hvort með járnbraut eða eftir bifreiðabraut- inni. Þá kom það fyrir að bæði Rússar og austur-þýzka lögregl- an stöðvaði ferð manna, tæki menn fasta af handahófi og héldi þeim nokkrar vikur eða mánuði í fangelsum. En þessum aðför- um hafa þeir nú alveg hætt. — Aukast þá nokkuð samskipti milli hernámssvæðanna? — Það er nú ekki mikið raun- hæft. En íþróttir virðast ætla að verða góður tengiliður. Er nú farið að halda ýmiskonar sam- þýzk íþróttamót, t. d. í frjálsum íþróttum og róðrum. STALINISTAR ENN í FULLU FJÖRI — Iiafa Stalinistarnir fallið í Anstur-Þýzkalandi? — Nei, það er mjög athyglis- vert, að meðan Stalinistarnir hafa verið að falla og hreins- anir farið fram í öllum Austur- Evrópulöndunum hefur ekk- ert verið aðgert í Austur- Þýzkalandi. Enginn leiðandi Stalinisti hefur enn fallið þar og Ulbricht er enn við völd. Aðeins beðið effir að skriðan faili einnig þar Samtal við Kudolf Zsc- heile blaðamann Quick. — Og hverjar telja menn orsakirnar til þessa? — Það er ekki gott að segja. En margir tala um það, að Rússar bíði með slíkar aðgerð- ir, þar sem þeir ætli að nota stefnubreytingu í Þýzkalandi í hrossakaup. Um þetta er samt B. S. Benediktz i hópl nokkurra nemenda bókasafnsdeildarinnar. Hann situr í miðju en vinstra megin við hann er skólastjórinn, Mr. Irwin. Efnilegur bókavörður B. S. BENEDIKZ, sonur Eiríks Benedikz sendiráðunauts í Lund- únum, hefur getið sér mjög gott orð við nám í Lundúna-háskóla. Hann hefur nýlega lokið námi í bókasafnsfræðum með mjög hárri einkunn. Þessi íslenzki námsmaður stund aði fyrst nám við Oxford-háskóla þar sem hann tók próf í enskum bókmenntum með ágætiseink- unn. Þvínæst tók hann að starfa við bókasafn University College í Lundúnum, þar sem hann skipu lagði m. a. mikið safn af norræn- um og íslenzkum bókmenntum. Þá ákvað hann að hefja nám í bókasafnsdeild Lundúnaháskóla. Var hann mikils virtur í deild- inni, m. a. kjörinn formaður stúdentafélags deildarinnar. Hann hefur góða söngrött og hefur tekið þátt í flutningi ýmissa söngleikja í Oxford og Lundún- um. Rudolf Zscheile fréttamaður frá Berlín sýnir í samtalinu hversu há jarðgöng Banda- ríkjamanna undir markalín- una voru. Þau voru mjög glæsi leg, sagði hann, og lýst með neon-Ijósum. Svo var laátt undir loft að menn þurftu ekki að beygja sig: —So hoch, — so hoch, sagði hann. ekkert vitaö me'ff vissu, breyt- ingin getur komið hvenær sem er. ENGAR RAUNHÆFAR BREYTINGAR — Er rauða Hilda ennþá dóms- málaráðherra í Austur-Þýzka- landi? — Já, engin breyting hefur orðið á því ennþá. Hilde Benja min hefur átt meginþáttinn í að innleiða dómsmálakerfi Stalin- ismans, sem nú er fordæmt svo mjög í Rússlandi. Fyrir nokkru gaf hún út yfirlýsingu um það, að í ráði væri að sleppa mönn- um úr fangabúðum og réttlæta ýmiskonar mistök í dómsmálun- um. En þar við situr enn og ekk- ert raunhæft hefur verið gert í þeim málum. STALIN-STRÆTIÐ í BERLÍN Og Rudolf Zsclieile heldur áfram: — Það er t d. athyglisvert, að meðan verið er að afmá - nafn Stalins af örnefnum í Austur-Evrópu, stendur enn nafnið á helzta auglýsinga og áróðursverki kommúnistanna, en það er skrautgatan Stalin- Allee. En menn búast nú við því að nafni á henni verði breytt á hverri stundu og þá e. t. v. að hún fái sitt fyrra nafn: Frankfurter Allee. FLÓTTAMANNA- STRAUMURINN — Þér segið að rólegt sé nú orðið á þessum slóðum. — Er þá ekki farið neitt að draga úr flóttamannastrauminum til Vestur-Berlínar? — Nei, fólk er stöðugt að flýja. Flóttinn er núna einmitt með mesta móti. Þetta er vegna þess, að svo virðist sem rólegra hafi orðið á yfirborðinu og í því sem snýr út á við, gagnvart öðrum löndum og gagnvart Vestur- Berlín. Inn á við gagnvart fólk- inu, sem þar býr hefur lítil breyt- ing orðið. Enda þótt frjálsræði yrði meira fyrir fólkið, er ég hræddur um að flóttamannastraumurinn stöðv ist seint með öllu. Því valda hin mismunandi lífskjör. Ennþá er matarskömmtun í Austur-Þýzka- landi og það mjög þröng. Hins vegar geta menn af þeir hafa nóga peninga keypt sér viðbót- arskammt í svonefndum HO- búðum, en vörur þar eru dýrari en svo að almúginn geti leyft sér að verzla þar. JARÐGÖNGIN — Fáið þið blaðamenn úr Vestur-Berlin að ferðast til Aust- ur-Þýzkalands? — Ekki inn í sjálft Austur- Þýzkaland. Til þess þarf sérstakt leyfi, sem sjaldan er veitt. En um Austur-Berlín geta menn far- ið eins og þeir vilja. Þar á meðal kemur það stundum fyrir að rússnesku hernaðaryfirvöldin bjóða blaðamönnum að vestan á fundi með sér. — Hafið þér setið slíka blaða- mannafundi? Já, nýlega var ég meðal fréttamanna, sem boðið var að skoða jarðgöng er Bandaríkja- menn höfðu gert undir takmarka- línuna, til þess að setja hlust- unratæki við mikilvæga síma- línu, er liggur undir götu rétt austan við takmörkin. — Er það sannað að Banda- ríkjamenn hafi gert þessi jarð- göng? — Já, það held ég að sé Ijóst. Svo virðist sem jafnvel Rússarn- ir dáðust að því, hve snilldar- lega var gengið frá umbúnaðin- um. Þetta voru um mannhæðar há göng. Og þar höfðu þeir tengt hlerunartæki við megin símalínu rússnesku hernámsstjórnarinnar, herlögreglunnar, austur-þýzku stjórnarinnar og austur-þýzku lögreglunnar. Munu þeir hafa getað hlerað og tekið upp á segul- bönd öll samtöl sem fóru fram um þessa línu. Er álitið í Berlín, að með þessu hafi könunum tek- izt að leika vel á Rússana og gera menn óspart gaman að þessu. SAMEINING VERÐUR ERFIÐ — Haldið þér að nokkuð þok- ist nær sameiningu Þýzkalands? — Henni virðist lítið miða áfram. Ef að Rússar hefðu góðan vilja, gæti Þýzkaland sameinazt. En þeir virðast ekki kæra sig um það, að minnsta kosti ekki nema í einhverjum þýðingar- miklum stórpólitískum hrossa- kaupum. Austur-þýzka stjórnin leggur einnig fyrst og fremst áherzlu á samstarf landshlutanna (ko-eksistenz) en ekki samein- ingu. Með hverju árinu sem líður mun verða erfiðara að sam- eina landshlutana. Þar er við feikn af vandamálum að glíma. I báðum landshlutum er sjálf- stæður her, efnahagslterfi og atvinnukerfi er mjög frábrugð ið, réttarkerfi allt og bókstaf- lega allt líf manna er eins og um tvo heima sé að ræða. Þá má benda á, hve gjörólíkt uppeldi barna og unglinga er í þessum tveim landshlutum. Unglingarnir í Vestur-Þýzkalandi lifa eins og gengur og gerist á Vesturlöndum. En unglingar í Austur-Þýzkalandi fá • pölitískt uppeldi, sem er m. a. fólgið í mjög mikilli kennslu í kenning- um marxismans og að þeir taka þátt í undirbúningsherþjálfun. Er það æskulýðsfylkingin, sem tekur 16—18 ára unglinga bæði drengi og stúlkur og æfir þau í vopnaburði. En þrátt fyrir þetta pólitíska uppeldi er það álit mitt og margra fleiri sem kynnzt hafa, að unglingarnir aðhyliist yfir- leitt ekki þessar kenningar. Ef raunverulega frjálsar kosn- ingar væru haldnar í Austur- Þýzkalandi myndi yfirgnæf- andi meirihluti þeirra kjósa vestrænt lýðræði. Þ. Th. Guðný Guðmundsdótflíf prestsfrú frá Grlmsey lækna, þótt lærir væru. Máttu trúarinnar var meginstyrkur, eig aðeins henni sjálfri, heldur öll um sem kynntust henni. Með rc semi og trúargleði hughreysl hún aðra í sorgum og sjúkdóm um, enda leituðu flestir á fun hennar þegar á móti blés. Hún var heittrúuð og þó öfgur fjarri. Hinn fórnfúsi kærleiku var henni allt og með honum sig aði hún hverja raun, bæði sína og annarra. Mér varð fyrst a fullu ljóst hvern nauk Grímsey ingar áttu í horni, þar sem fr Guðný var, þegar mig sjálfa sótt sorgir. Hve gott þá var að koma Miðgarða geta þeir einir skilií sem ratað hsifa í raunir og fundi birtu og yl hinna hvítu töfr fylla sál sína friði og ró. Daginn, sem þau prestshjóni fluttu héðan frá Grímsey. va venjufremur dimmt í lofti o drungalegt. Það var eins og eyja sjálf tæki virkan þátt í dapui leika fólksins, sem að vonui harmaði brottför slíkra vina. O mér finnst einhvern veginn a birtan hafi aldrei orðið jafn skæ hér og áður. Svo Ijósauðug vor þau, þessi ágætu hjón. Vertu sæl, vina mín og frænks mér og öðrum þegar skuggsýn var framundan, mun nú gera þé veginn bjartan á þroskaleiður framhaldslífsins. Fædd 29. apríl 1869. Dáin 29. apríl 1956. \ KVEÐJA. ÞEGAR mér barst að eyrum and- látsfregn frændkonu minnar, frú Guðnýjar, komu mér í hug orð postulans: „Ferð mín hefur heppnazt". Þessi yfirlætislausu orð, en sannfærandi, eiga vel við, þegar þessi ágæta kona hefur lokið ferð sinni og litið er yfir farinn veg hennar, á kveðju- stund. Fáum hefur heppnazt gang an betur um langa jarðvist, enda hlaut hún að vöggugjöf og vega- nesti mikið þrek, bæði andlegt og líkamlegt og það, sem mestu varðar, sterka fórnarlund, sem gerði henni kleift að verða slíkur verndari og huggari samferða- manna sinni, sem raun bar vitni. Heimili þeirra prestshjónanna, frú Guðnýjar og séra Matthíasar, var í senn skóli og líknarstofnun. Þar áttu allir vísa leiðbeiningu og fræðslu, sem vildu, og þar var öllum rétt bróðurhönd, ef vanda þurfti að leysa. Frú Guðný var hneigð til lækn inga, eins og annarra líknarstarfa og mörgum reyndust læknisráð hennar vel, enda höfðu allir mikla trú á þeim, því allir vissu að þau ráð voru gefin af fórn- fúsum kærleika og mun það hafa valdið miklu um að ráð hennar reyndust oft betur en ýmissa Kristín Valdimarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.