Morgunblaðið - 14.06.1956, Side 23
Fimmtudagur 14. júni 1956
MORGUKBLAÐIÐ
23
Afmæliskveðfa til
Jakobs Tkorairensens
ÞETTA verður engin venjuleg af-
mælisgrein, heldur rabb eftir dúk I
og disk.
Mér kom á óvart er ég las í
Morgunblaðinu 18. maí, að þú
fylltir sjöunda tug aldursárs þáns
daginn þann, og brá mér því í
heimsókn til þín. Jú, viti menn,
þar var fyrir hálf eða heil tylft
af rithöfundum (ég taldi þá ekki)
svo það var víst ekki um að vill-
ast að eitthvað var um að vera.
Veitingar voru bornar fram af
mikilli rausn þinnar göfugu konu.
Já, vel á minnzt, mikið mega kon-
ur annarra skálda öfunda Borg-
hildi þína af samnefndu kvæði
þínu í annarri ljóðabók þinni,
Sprettir (1919). Þá bók þykir mér
vænzt um af ljóðabókum þínum
og oft hef ég farið. „spretti einum
í / alla Spretta vegi“, eins og
Herdís Andrésdóttir skáldkona
kvað til þín, eitt sinn — og énn-
fremur:
Ekkert létt ég í þeim finn,
óðs er þéttur kraftur;
gott er þetta, góði minn,
gefðu spretti aftur.
Síðan þetta var ort hefur þú
tekið margan sprett á Pegasus og
setla ég, að óhaltur hafi hann
ávallt géngið undan þér.
Undirritaður hefur áður fyrir
áratug síðan þakkað þér í Morg-
unblaðinu fyrir allar þínar
mörgu og góðu ljóðabækur, sem
þú hefur ort og gefið út. En þar
sem góð vísa er aldrei of oft kveð-
in, þakka ég þér enn fyrír bæk-
urnar þínar, einkum ljóðabrek-
urnar, því er ei að leyna að þú
ert mer miklu kærari sem ljóð-
skáld heldur en sagnaskáld. og
veldur því fleira en eitt. Það er
alkunnugt að þú ert þjóðskáld,
og það í gömlum og góðum stíl.
Samt hika ég ekki við að fullyrða
að þú ert ekki skáld fjöldans, og
þú ert heldur ekki maður fjöld-
ans, og einmitt fyrir það ertu
mér kær. Ég gleymi þvi ei hvað
mér þótti skáldið hrjúft við
fyrstu kynni, líkt og Grímur
Thomsen. En þar var til einhvers
að vinna, lílct og óslípaðir gim-
steinar eru sum kvæði þín. Það
er minna um grjót í námunum
þeim.
Ég veit að þú kannt mér litlar
þakkir fyrir lof um þig og þín
verk, en ég ætla ekki að segja
meir en ég get með góðri sam-
vizku staðið við. Þú veizt að ég
skrifa ekki gremar eftir pöntun-
um og ég veit að þú yrkir ekki
kvæði eftir pöntunum. Þannig á
það að vera, af eigin hvötum
frjálst og óþvingað, og ég vona
að þú erfir það ekki við mig þó
að ég sendi þér þessar afmælis-
línur, sem eru hvoru tveggja í
senn, flítisverk og af vanefnum
gjörðar, eins og fleiri mannanna
verk.
Fólagslíf
KnaUspvrnumcnn Þróttar
Æfing hjá 2. flokki kl. 8. Hjá
meistara og 1. flokk kl. 9.
Nefndirnar.
I. O. G. T.
St. Dröfn nr. 55
Enginn fundur i kvöld vegna
Stórstúkuþings. — Æ.t.
St. Andvari nr. 265
Fundur í kvöld kl. 8,30.
Samkomnr
Hjálpræðisherinn
1 kvöld kl. 8,30: Almenn sam-
koma. Kapteinn Hansen Ona tal-
ar. — Yerið velkomin.
Fíladelfía
Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðu
menn: Guðmundur Markússon og
Ester Níelsson. Allir velkomnir.
Víða má í verkum þínum — í
bundnu sem óbundnu máli —
finna andúð þína á sýndar-
mennsku, enda ert þú enginn
meðalmaður í skáldskap þínum,
ferð dagfari og náttfari ef því er
að skipta og ávallt á kostum. —
Efni kvæða þinna skiptir mestu
máli, líkt og hjá frænda þínum
Bjarna Thorarensen, formið síð-
ur, þó fer hvort tveggja oftast-
nær snilldarvel saman „sem hár
og greiðu, sem brók og læri“
eins og segir í Pétri Gaut Ib-
sens. Þú yrkir ekki nema þú haf-
ir eitthvað að segja, þú ert eng-
inn rímgjálfrari, síður en svo, þú
ert skapandi skáld og þú ert vax-
andi skáld, það sýnir bezt ljóða-
bók þin Hrímnætur (1951) og
einmitt vegna þess finnst mér
svo lygilegt að hugsa sér þig öðru
vísi en ungan að árum. jafn and-
lega frjóvan og raun ber vitni, og
því verður það nú afmælisósk
mín til þín að svo megi ávallt
verða svo lengi sem lífsanda
dregur. Heill þér sjötugum
Milton íslenzká!
Stefán Rafn.
- Haf nfirzka liand-
knattleiksliðið
Frh. af bls. 14.
erum alveg við því búnir að tapa
— en munum gera okkar bezta.
Ég veit ekki til að ísl. lið hafi
nema einu sinni leikið við Dani.
Það var ísl. landsliðið 1950 og
tapaði innanhúss 20:6 að mig
minnir. En leikirnir nú fara allir
fram utanhúss. Undir það eru
okkar menn búnir eins vel og
við getum, hvað langt sem það
dugar.
★
Þannig fórust Hallsteini orð.
Við heyrum vonandi meira frá
þessum hafnfirzku íslandsmeist-
urum, áður en þeir leggja í „eld-
inn“.
Góð afvinna á
Siglufirði
SIGLUFIRÐI, 11. júní — Góð
atvinna hefur verið hér það sém
af er þessu vori. Síðustu viku
losuðu báðir bæjartogararnir hér
fullfermi af karfa. Hafliði land-
aði 330 smál. og Elliði 300 smál.,
sem allt fór til frystingar hér í
húsunum. Báðir togararnir fóru
strax á veiðar aftur að aflokinni
löndun.
í dag mun mótorskipið Ingvar
Guðjónsson landa hér 60 tonn-
um af þorski og Súlan 40 tonr.um.
Von er á skipi í dag til að lesta
frosinn fisk frá frystihúsunum.
Afli hefur verið sáratregur hja
þeim bátum, sem róa með línu og
munu þeir nú vera að hætta róðr-
um. —Guðjón.
Fer Alsírmálið fyrir
Öryggisráðið
'SAM. ÞJÓÐ., 12. júní: — Fulltrú-
ar Asíu- og Afríkuríkja ákváðu
í dag að leggja Alsírmálið fyrir
öryggisráðið. Þrettán fu’ltrúar
hafa ákveðið að rita öryggisráð-
inu ýtarlegt bréf um máli, en
ekki munu allir fulltrúarnir hafa
skuldbundið sig til að undirrita
bréfið, þ. á. m. Indland, Ceylon,
Filippseyjar, Burma, Tyrkland og
Ethíópíu. — Reuter-NTB.
STALINGRAD, 12. júní: — Krús-
jeff hefir látið svo ummælt að
Rússland muni brátt skáka Banda
ríkjunum — og verða auðugasta
land í heimi. Komst hann svo að
orði á samkomu verkamanna í
Stalíngrad, er hann var þar stadd
ur ásamt gesti sínum, Titó mar-
skálki.
Bók Buber-Neu-
manns
DANSKA bókaútgáfan Schön-
bergske Forlag hefur sent Mbl.
eintak af bókinni „Fange hos
Stalin og Hitler“, eftir Marga-
rete Buber-Neumann. Bók þessi
er mikil raunasaga konu, sem
varð að sitja í fangelsi í nærri ára
tug. Kom bókin fyrst út á þýzku
og hefur vakið mikla athygli.
Sagah hefst á því, að þau hjón-
in Heinz NeUmann og Margarete
voru baráttumenn í þýzka komm
únistaflokknum. En þegar Hitler
tók við völdum, urðu þau eins
og svo margir aðrir róttækir Þjóð
verjar að flýja land. Varð það
úr, að þau flýðu til sæluríkisins
í austri, Rússlands. .
En árið 1937 voru þau bæði
handtekin ,af rússnesku lögregl-
unni N.K.V.D. og flutt til sitt
hvorra fangabúðanna í Síberíu.
Heinz Neumann lét þar lífið. En
árið 1940, þegar vinátta ríkti milli
Hitlers og Stalíns, gerðu Rússar
það níðingsbragð að afhenda
Þjóðverjum fjölda pólitískrá
flóttamanná, kommúnista og
aðra. Þeirra á meðal var Marga-
Mínar innilegustu hjartans þakkir færi ég öllum þeim,
sem glöddu mig og sýndu mér ógleymanlegan hlýhug og
vináttuvott með góðum gjöfum, blómum og skeytum á
áttræðisafmæli mínu.
Algóður guð blessi ykkur öll.
Helgi Jensson.
Lokað eítir hádegi í dag
LOKAÐ
Ailar deildir fyrirtækisins
verða lokaðar eftir klukkan 12
á hádegi í dag.
Garðar Gíslason h£.
reie Duuer iNeumann.
AVtAÖÖdl ai-
hentu hana Þjóðverjum í Brest
Litovsk 8. febrúar 1940. Þjóð-
verjar fluttu hana beint til Rav-
ensbrúek fangabúðirnar, sem
voru meðal hinna alræmdustu
Gestapo-fangabúða.
Er lýsing Margarete Buber-
Neumann á fangabúðunum bæði
í Rússlandi og Þýzkalandi mjög
ýtarleg og getur vakið menn upp
til umhugsunar, hve ótrúlega
margt er líkt með stjórnarfari
nazista og kommúnista.
Bók þessi verður mönnum e. t.
v. enn íhugarverðari eftir að nú-
verandi valdhafar Sovétríkjanna
hafa viðurkennt að frásagnir af
hinum ægilegu fangabúðum eru
sannar. Fyrir nokkrum árum
hefði hópur manna borið brigður
á að frásögn Margarete Buber-
Naumann væri rétt, en nú tjáir
ekki að bera á móti augljósum
staðreyndum um þann smánar-
blett, sem fangabúðirnar eru á
einvaldsskipulaginu.
Synodus verður
26.-28. júni
í KIRKJURITI, sem út kom
nýlega, er m.a. skýrt frá dag-
skrá fyrirhugaðrar prestastefnu
íslands, sem halda á hér í Reykja-
vík 26.—28 júní næstkomandi.
Hefst prestastefnan með því að
guðsþjónusta verður í Dómkirkj-
unni árdegis, en eftir hádegið
verður stefnan sett af biskupi
landsins í Háskólakapellunni.
Meðal erinda sem flutt verða á
prestastefnunni eru: Kosning
biskups, skipan og störf vígslu-
biskupa, og er séra Sveinn Vík-
ingur, skrifstofustjóri, framsögu-
maðun. Þá verða flutt 2 synodus-
erindi og fjallar annað þeirra um
Helga menn og hugvísindi og flyt
ur það séra Benjamín Kristjáns-
son, en síðara synodus-erindið
flytur séra Sigurður Guðjónsson
prófastur um íslenzkan sálma-
kveðskap. Þá verður séra Árelíus
Níelsson framsögumaður um er-
indi sem hann nefnir: Námsskrár
í kristnum fræðum í barnaskól-
um og unglinga og fermingarund-
Fyrsfa starfsári maf-
sveinaskófans lokið
MATSVEINA- og veitingaþjóna-
skólanum var slitið 31. maí s.l.,
og var þar með lokið fyrsta starfs
ári skólans, en eins og kunnugt
er var skólinn vígður af ráðherra
Bjarna Benediktssyni 1. nóv. s.l.
Skólastjórinn Tryggvi Þorfinns
son, sleit skólanum með ræðu. en
þar sem þetta er fyrsta starfsár
skólans, þá útskrifuðust engir
nemendur að þessu sinni.
Skólinn starfar i þremur deild-
um og við skólann störfuðu aúk
skólastjóra 5 kennarar.
Maðurinn minn elskulegur og faðir okkar
ÓLAFUR HAFSTEINN ÁSBJÖRNSSON,
húsgagnabólstrari, lézt mánudaginn 11. júní.
Guðný Hreiðarsdóttir,
Maj-Britt Kolbrún, AuAur Ilelga,
Rannveig Kristín, Hulda Fanný.
Maðurinn minn, faðir okkar og sonur
ÓSKAR GUÐMUNDSSON, prentari,
sem lézt af slysförum hinn 8. þ. m., verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. þ. m. kl. 10,30 f.h.
Athöfninni verður útvarpað. .— Þeim, sem vildu minn-
ast hins látna, er bent á Slysavarnafélag íslands eða
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Auður Sigurhansdóttir, Anna G. Bjarnadóttir,
og dætur. Guðmundur Jónsson.
Móðir mín
ELÍN MAGNÚSDÓTTIR
Hallgeirsey, verður jarðsungin laugardaginn 16. þ.m.
Athöfnin hefst með bæn að heimili hennar klukkan
eitt e.h. Jarðað verður að Krossi klukkan tvö.
Guðjón Jónsson.
Útför stjúpföður okkar,
GUÐMUNDAR JÓNSSONAR,
trésmiðs, Hallveigarstíg 8, fer fram frá Dómkirkjunni,
föstudaginn 15. þ. m. kl. 1,30 e. h. og hefst með bæn að
heimili hins látna, kukkan 12,50 e.h.
Hjalti Guðnason, Lúðvíg Guðnason.
Jarðarför móður minnar
GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR,
fer fram að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd laugardaginn
16. þ. m. og hefst kl. 11 árdegis.
Ef einhverjir kynnu að vilja minnast hennar, er þeim
bent á Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Fyrir hönd vandamanna
Sigurjón Guðjónsson.
Faðir okkar og fósturfaðir,
KARL JÓHANNSSON,
fiskimatsmaður frá Seyðisfirði, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 15. júní kl. 1,30 e. h.
Kveðjuathöfn verður að Fjallhaga 59, kl. 12,45.
Athöfninni verður útvarpað.
Svavar Karlsson, Ingibjörg Karlsdóttir,
Valborg Karlsdóttir, Karl Michaelsson.
Dóra Jóhanncsdóttir
Hjartanlega þökkurn við öllum, sem sýnt hafa okkur
samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins
míns
GUÐMUNDAR BRYNJÓLFSSONAR
Ólöf Kristjánsdóttir og börn,
Vörum, Sandi.
.-ÍC3S