Morgunblaðið - 26.10.1956, Page 9

Morgunblaðið - 26.10.1956, Page 9
Fostudagur 26. okt. 1956 M ORCJJlKPr 4 fíttt 9 Ungmennafélag Keflavikur: PENELÖPE UNDANFARIÐ hefur verið dauft yfir leiklistinni í Kefla- vík, en svo birti skyndilega í skammdeginu, með frumsýningu á Penelope. Leikritíð er' léttur gamanleikjy, sem ristir hvergi djúpt, en veltir fyrir sér gömlu og nýju sálfræðilegu vandamáli á mjög skemmtilegan hátt, enda er höfundurinn enginn viðvan- ingur á sviði ritlistar. Sums stað- ar er gamansemin að vísu nokk- uð brezk, en ágæt þýðing frú Efemíu Waage og góð meðferð bætti úr því, svo kímnin hitti beint í mark. Helgi Skúlason er leikstjóri. Hann er Keflvíkingur og hóf leikferil sinn á þessu sama leik- sviði, sem hann stjórnar nú á. Fimm af leikendum voru úr leik- skóla Helga, sem hann hefur haft í Keflavík undanfarið. Mun það vandaverk að ná góðum heildar- svip á gamanleik með svo mörgu lítt sviðvönu fólki, en þetta tókst mætavel, enda efniviðurinn góð- ur. Hraði leiksins var ágætur, staðsetningar óþvingaðar og hef- ur leikstjóri sýnilega lagt alúð við starf sitt. Það var nýr blær yfir þessari sýningu og lofar það góðu um framtíðina. Það er sér- staklega ánægjulegt þegar ungt og vaxandi fólk tekur forustuna, og vinnur saman af áhuga pg þrótti. Frú Helga Backmann leikur Penelope sem gestur og gerir það með reisn og ágætum. Að sjálf- sögðu ber hún af í sínu vanda- sama hlutverki, en gerir þó enga tilraun til upphefðar á kostnað sinna ungu meðleikara. Helga leikur hlutverk sitt af festu og skilningi, svo sem hún á vanda til, og hefur ekki fært þessu litla leiksviði neitt annað en það, sem boðlegt væri hvar annars staðar. Helgi Skúlason leikur O’Far- rell lækni, og gerir það vel, svo sem vonir stóðu til. Gamanleik- urinn er hoxium eðlilegur, skemmtilegur léttleiki yfir leik hans og framkomu allri. Brezki lækninnn lét oft í minni pokann fyrir gamansemi aðstæðnanna, enda mun sú ætlan höfundar. Helgi er öruggur í öllum leik sínum, ekkert hik eða óþarfa vafstur — setningarnar fljúga á nákvæmlega réttum tíma og hitta alltaf í mark. Keflvíkingum hafa bætzt tveir vanir leikarar annars staðar frá, þar sem eru Þórunn Sveinsdótt- ir og Björn Dúason. Þórunn Sveinsdóttir hefur leikið hér áð- ur og fer nú með hlutverk Frú Golithly, það er ekki veigamikið hlutverk og því hætt við að það „félli út úr“, ef ekki væri vel með farið, en Þórunn notaði hvert tækifæri til hins ýtrasta og olli mörgum hlátursköstum meðal áhorfenda. Björn Dúason kann vel við sig á leiksviðinu og hefur sýnilega komið þar áður. Sem prófessor Golithly sýndi hann þessa góð- látlegu manntegund, sem breytir gangi lífs og leiks, hvar sem hún kemur. f leik hans var hvorki of Hárgreiðslustofa I dag tekur til starfa Hárgreiðslustofan „Raffó“ Laugateig 60, sími 5053 Ný komin heim frá Ameríku með ýmsar nýjungar, svo sem: Helene Curtis permanent með nýjustu gerð aí spólum. Sérstakur „Kremkúr“ fyrir þurrt og litað hár. Sérstakan vökva fyrir feitt hár. Minna Breiðfjörð. Helga Backmann og Helgi Skúlasson i hlutverkum sínum. eða van — trúað gæti ég að hann væi'i liðtækur til stærri átaka, ef síðar þyrfti á að halda. Jóna Margeirsdóttir lék frú Ferguson, erfitt hlutverk, vegna þess að það er ekki vel gert frá höfundarins hendi. Jóna hefur hugsað sitt hlutverk og tekið leiðbeiningum vel og notaði hvert smátilefni til að lyfta leik sínum og tókst það oft mætavel. Þar er ósvikið eíni á ferð, lagleg, ung og áhugasöm stúlka, sem er svo til rétt að byrja. Eggert Ólafsson lék Barlow. gamlan ætta- og aðals-snobb og tókst honum furðanlega, svo ung- ur sem hann er, að ná þeim innantóma yfirborðshætti, sem hlutverkinu er ætlað og hefur þar leikstjórn sjálfsagt hjálpað til, því ekki mun Eggert hafa séð eða kynnzt þeirri manngerð, sem sýna átti. Jana Erla Ólafsdóttir hafði lít- ið hlutverk, frú Watson, einn af sjúklingum læknisins. Brá hún upp mjög skemmtilegri mynd aú læknasjúkum gömlum konum, þó að unga andlitið gægðist stundum gegnum gerfið. Hennar stutta atriði var rofið hvað eftir annað af lófataki og hlátri úhorf- enda. Ragnheiður Skúladóttir og Kristján Hansson leika lítil hlut- verk, þjónustustúlkuna og lög- fræðinginn, sem gefa vart tilefni til sérstakrar umsagnar, en þó var þjónustustúlkan skemmtilega gerð. Þessi fimm síðasttöldu eru nem endur úr leikskóla Helga Skúla- sonar og fer ekki hjá því, að þar eru góð efni á ferð, ef þeim end- ist áhugi og verkefni til frekari þroska og lærdóms. Allt eru þetta frístundaverk og því fremm þakkarverður sá góði árangur sem náðst hefur. Leiktjöld málaði Helgi Skúla- son og voru þau góð, en sviðið hefði mátt vera búið betri hú. gögnum, sem hæfðu betur stun þeirri og stað, sem leikurinn ger- ist á — en þar hafa vanefni og erfiðar kringumstæður tekið ráð in af. Að öllu samanlögðu er heild arsvipur þessarar sýningar mji' Verzlunarhúsnœði óskast á góðum stað í bænum, þarf ekki að vera stórt. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. nóvember merkt: „Verzl. — 3059“. Ungur logfræðingtir óskar eftir atvinnu, hefur starfað sem fulltrúi bæjar- fógeta í rúm tvö ár. Tilboð merkt: — „1925“ — sendist blaðinu fyrir 2. nóvember nk. góður og er óhætt að hvetja alla til að létta sér í skapi nú í skammdeginu með ósvikinni ánægjustund í leikhúsinu. Leiksviðsstjóri er Höskuldur Karlsson og ljósameistari Karl Guðjónsson. Ungmennafélag Keflavíkur á þakkir skilið fyrir framlag sitt til leikstarfseminnar, bæði fyrr og nú. Það er vel að þessi þáttur skemmtanalífsins er nú aftur risinn, eftir of langa hvíld. Góð aðsókn að þessum leik gefur fyrirheit um annan — Heígi S. Allt í matinn á einum sfað Kjöt, fiskur, nýlenduvörur, mjólk og brauð HAGAMEL 39. SÍMI 80224 HÖFUM NÝLEGA FENGIÐ SENDINGU AF i |hatcher OLÍU BRENNU RU M THATCHER olíubrennarinn er traustur og sérstaklega sparneytinn. THATCHER olíu- brennarinn hitar upp íbúðina á svipstundu, og þér njótið áhyggjulaus þess hita, sem þér kjósið dag og nótt. GL.LTkLAGiÐ SKELJL'MGUR H.F. Sími 1420

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.