Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 2
2
MORGUVBLAÐ1Ð
Sunnudagur II. nóv. 1956
Sala vísitölubréfa
MÁNUDAGINN 12. nóvember
verður hafin sala á 2. flokki vísi-
tölubréfa þeirra, sem veðdeild
Landsbanka íslands gefur út
samkvæmt lögum um húnæðis-
málastjórn, veðlán til íbúða-
bygginga o. fl. Fénu, sem aflast
með sölu bréfanna, er sem kunn
ugt er varið til íbúðalána.
Vísitölubréfin eru með 5 Vz %
vöxtum og verða dregin út á
15 árum. Á hvert bréfanna er
skráð sú vísitala, sem í gildi var,
þegar flokkurinn var opnaður,
en við útdrátt verða bréfin end-
urgreidd eiganda með þeirri
hækkun framfærsluvísitölunnar,
sem orðið hefur frá útgáfu
þeirra. Annar vísitöluflokkurinn,
sem nefnist B-flokkur 2, er með
grunnvísitölunni 180, svo að þeg-
ar hefur orðið 6 vísitölustiga
hækkun, síðan hann var opnaður.
Er því grunnvirði bréfanna þeg-
ar orðið 3%% hærra en nafnverð
þeirra.
Auk visitölutryggingar njóta
bréf þessi skattfrelsis og eru
undanþegin framtalsskyldu.
Þegar útgáfa vísitölubréfanna
hófst um þetta leyti á síðasta
ári, var um mjög merkilegt ný-
mæli að ræða, þar sem í fyrsta
sinn var reynt að búa svo um
hnútana, að eigendur verðbréfa
væru tryggðir gegn áhættu verð-
þenslunnar. Hvenær sem vísi-
Reiðhjaliavirkjun-
inni miðar vel áiram
BOLUNGARVÍK, 6. nóvember.
undanþágu frá framtalsskyldu,
sem bankavaxtabréfunum fylgir.
Þegar 1. vísitöluflokkurinn var
gefinn út á sl. ári, voru undir-
tölubréfin verða dregin út á tektir almennings hinar beztu,
næstu 15 árum, fá eigendur enda hafa Þau reynzt eigendum
þeiirra endurgreidda samsvar- sinum B°& fjarfestmg þar sem
andi upphæð í raunverulegum grutlnverð þeirra hefur þegar
verðmætum og þeir láta nú af hækkað um 8% og þar með fylli-
hendi. Til viðbótar hljóta þeir le2a haldlð Slldi sinu mlðað vlð
svo 5Vz% vexti af nafnverði rihjandi verðlag, jafnframt þvr
bréfanna að sklla eigendum smum goöum
Á~7~ "~T' . vöxtum.
Otti manna við rymandi verð- in*;
gildi peninganna hefur verið einn
helzti þröskuldur í vegi aukins Sala hins nýja flokks hefst, svo
sparnaðar á undanfömum árum. sem áður segir, mánudaginn 12.
Hann hefur einnig valdið því, að nóvember, og verða þau til sölu
menn hafa leitazt við að festa hjá Landsbanka íslands og úti-
fé sitt í fasteignum eða jafnvel búum hans, ennfremur hjá verð-
notað það til eyðslu frekar en bréfasölum, sparisjóðum og
að hætta á verðfall þess. Vísi- bankaútbúum víðs vegar um
tölubréfunum er ætlað að vinna landið, eins og nánar verður frá
gegn þessum hugsunarhætti. Sá, skýrt auglýsingum. Bréfin
sem þau kaupir, er tryggður verða seld á nafnverði að við-
gegn rýmandi peningagildi, og bættri afgreiðsluþóknun, en að
fjölda margir þeirra, sem nú frádregnum^ vöxtum til næsta
leggja fé sitt í fasteignir, sem gjalddaga. Útborgunarverð verð-
eru með uppsprengdu verði, geta ur því tæplega 99 af hundraði.
komið því fyrir á tryggilegri, Eftir reynslu að dæma má búast
einfaldari og ódýrari hátt með við, að sala bréfanna verði ör,
því að kaupa vísitölubréf. f við- og er mönnum ráðlagt að tryggja
bót njóta þeir svo skattfrelsis og sér þau í tíma.
Gunnar Stgurðsson ínrmaikir fuíltiúaráðs
Sjálfstæðisfiokksins í Árnessýslu
UM síðustu helgi var haldinn
aðalfundur fulltrúaráðs Sjálf
stæðisflokksins í Árnessýslu og
fór hann fram á Selfossi. Mættir
voru fulltrúar úr flestum hrepp-
um sýslunnar. Að loknum aðal-
fundarstörfum flutti þingmaður
Árnesinga, Sigurður Óli Ólafsson,
erindi um stjómmálaviðhorfið og
ræddi nokkur helztu þingmál. Á
Flokkur manna vinnur við að eftir ræðu alþingismannsins tóku
setja niður staura í háspennulín-
unum, sem leggja á frá Reiðhjalla
virkjun í Fossa í Syðridal. og til
Bolungarvíkur. Er því verki nær
lokið. Vegalengdin er um 5 km.
Blramkvæmdum við virkjun-
ina hefur miðað vel áfram í sum-
ar. Lokið hefur verið við helm-
ing stíflugarðsins uppi á Reið-
hjallanum og lokið er einnig við
að gera stöðvarhús fokhelt. Mun
ætlunin, að vinna að innréttingu
þess í vetur. Er reiknað með, að
því verki verði að fullu lokið
fyrir áramótin 1957—1058. Verk-
taki er Ragnar Bárðarson.
til máls: Jón Pálsson dýralæknir,
Einar Gestsson frá Hæli, Gunnar
bóndi í Seljatungu Sigurðsson,
Steinþór Gestsson á Hæli, séra
Eiríkur Stefánsson fyrrum pró-
fastur og Ólafur Jónsson kaup-
maður, Selfossi.
Formaður fulltrúaráðsins var
kosinn Gunnar Sigurðsson í
Seljatungu, en aðrir í stjórninni
eru þeir: Einar Pálsson banka-
stjóri, Sigmundur Sigurðsson
bóndi Sýðra-Langholti, Magnús
Sigurðsson bústjóri á Kumbara-
Shepilov í Keflavik
Framh. af bls 1
Shepiiov kvaðst vera slæmur í
maganum og ekki vilja fá annað
en tesopa og ristaða brauðsneið,
er honum var borið spælt egg
og „beikon“. í fylgdarliðinu voru
fjórir menn sem virtust vera líf-
verðir ráðherrans, því þeir voru
sem skuggi hans. Þeir tóku aldrei
aðra hendina úr vasanum.
Öflugur vörður ísl. lögreglu-
manna var allt í kringum flug-
valiarhótelið og úti við flugvél-
ina meðan Shepilov stóð þar við.
Ráðherrann er mjög hár vexti
og þrekinn. Var hann í frakka
og með hatt á höfði. Það vakti
athygli manna hve sérlega höfuð-
stór Shepilov er.
Einkaritari ráðherrans bað um
Færeyingahúsið
við Skúlagötu?
FYRIR nokkru var skýrt frá því
að próíastur Færeyinga hefði
skrifað bæjaryfirvöldunum um
það áhugamál sitt að koma hér
upp samkomuhúsi fyrir færeyska
sjómenn. Samvinnunefnd bæjar-
ins hefur haít mál þetta með
höndum og hefur gert að tillögu
sinni til bæjarráðs að Færeyinga
húsinu verði ætlaður staður til
bráðabirgða á austurhorni
Frakkastígs og SkúlagÖtu. — Um
þetta á nú bæjarráð eítir að taka
ákvörðun.
það í flugstöðinni að fá að heyra
fréttir brezka útvarpsins klukk-
an 9. Það voru svo miklar trufl-
anir að það tókst ekki að ná
þeim fyrir hann. Varð honum að
orði er honum var sagt að ekki
næðist í fréttimar: Það er ef til
vill jafngott að heyra þær ekki.
Fyrir einkaritarann voru þýddar
lauslega nokkrar greinar upp úr
Morgunblaðinu, en Shepilov fór
með eintök af blaðinu með sér
upp í flugvélina.
MIKIÐ NLÐRI FYRIR
Nokkru eftir að ráðherrann
hafði dmkkið tevatnið sitt kom
þangað suður ambassador Rússa
hér. Ræddust þeir við allgóða
stund. Voru þeir mestallan tím-
ann framan við flugstöðvarbygg-
inguna. Gengu þeir þar fram og
aftur, ræddust við og virtist
mikið niðri fyrir.
Á sama tíma og flestir í fylgd-
arliði Shepilovs voru önnum
kafnir við að senda póstkort heim
til sín, urðu menn þess ekki varir
að ráðherrann sendi kveðj u heim.
MORGUNBLAÐI® í „NESTI“
Eftir rúmlega tveggja stunda
viðdvöl, er búið var að setja
benzín á SAS-flugvélina og hún
ferðbúin, var farþegum stefnt út
að henni. — Fylgdi ambassa-
dor Rússa hér Shepilov að land-
ganginum. Ákvörðunarstaður í
Bandaríkjunum var Boston. Var
Shepilov vel nestaður yfir hafið
með Morgunblaðið til þess að
flytja sér fréttir af nýjustu heims
viðburðunum.
vogi, Ólafur Steinsson garðyrkju-
bóndi í Hveragerði, Grímur Ög-
mundsson bóndi á Reykjum í
Biskupstungum. Þá er sjálfkjör-
inn í fulltrúaráðið formaður fé-
lags ungra Sjálfstæðismanna í
Árnessýslu, Oddgeir Ottesen
sveitarstjóri í Hveragerði. Frá-
farandi formanni, Snorra Árna-
syni sýslufulltrúa, var þakkað
gott starf á síðastliðnu ári.
★
Um kvöldið var haldin árshá-
tíð Sjálfstæðismanna í Selfoss-
bíói og flutti Kjartan Jóhanns-
son alþm. ræðu og sr. Sveinbjörn
Sveinbjörnsson í Hruna stjórnaði
almennum söng. Fór samkoman
hið allra bezta fram og skemmtu
menn sér hið bezta fram á nótt.
Skólabygghmu
Skagaslrandar
míðar vel áfram
SKAGASTRÖND, 7. nóveir.ber.
— í sumar, 7. júlí, var byrjað
að grafa fyrir bamaskólahúsi hér
á Skagaströnd. Hefur verkinu
miðað vel áfram og er skólinn
nú orðinn fokheldur. Mun verða
unnið að því í vetur að ganga
frá honum að innan, og standa
vonir til að hægt verði að hefja
kennslu í honum næsta haust.
Bygging þessi er hin myndar-
legasta, fjórar skólastofur, hús-
varðaríbúð og kennarastofa auk
snyrtiherbergja, geymsluher-
bergja og búningsherbergja. Hús-
ið er tvær hæðir. — Jón.
Fgárveitinganefnd á ferB
norður í land
FJÁRVEITINGANEFND Alþingis fór sl. fimmtudag ásamt heil-
brigðismálaráðherra, að beiðni sjúkrahússstjórna í Austur-
Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu norður á Blönduós og Sauð-
árkrók. Var ferðin gerð fyrst og fremst til þess að kynna nefndinni
framkvæmdir í sjúkrahúsbyggingum þessara staða.
Fyrst var flogið til Blönduóss svo og stjórn sjúkrahússins. Enn
og hið nýja myndarlega héraðs-
hæli Austur-Húnvetninga skoð-
að, en smíði þess er nú að fullu
lokið. Páll V. G. Kolka héraðs-
læknir • og Guðbrandur ísberg
sýslumaður sýndu nefndarmönn-
um húsið. Að lokinni heimsókn-
inni í sjúkrahúsið, var farið í
stutta heimsókn í Kvennaskólann
og tók skólastjórinn frú Hulda
Stefánsdóttir þar á móti gestum
og sýndi skólann og kynnti starf-
semi hans. Hádegisverður . var
snæddur hjá héraðslækninum,
Páli V. G. Kolka.
Þessu næst var flogið til Sauð-
árkróks. Athugaðar voru þar byrj
unarframkvæmdir þær, sem þar
eru hafnar við hið nýja sjúkra-
hús og lýstu verkinu þeir Sig-
urður Sigurðsson sýslumaður og
Friðrik Friðriksson héraðslæknir
Heðferð skotvopna
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi frá Skotfél. Reykja
víkur:
ÞAR sem vitað er að á þessum
árstíma fara fleiri menn með
byssur en endranær, þykir stjórn
Skotfélagsins rétt að láta blöð-
unum í té til birtingar reglur fé-
lagsins um meðferð skotvopna:
10 varúðarreglur,
sem allir ættu að kunna, ef þeir
fara með skotvopn:
1. Handleikið byssu ávallt sem
hlaðin væri. Þetta er megin-
regla um meðferð skotvopna.
2. Hafið byssuna ávallt óhlaðna
og opna, er hún er ekki í
notkun.
3. Gætið þess, að hlaupið sé
hreint.
4. Hafið ávallt vald á stefnu
hlaupsins, jafnvel þó þér
hrasið.
5. Takið aldrei í gikkinn nema
þér séuð vissir um skot-
markið.
6. Beinið aldrei byssu að því,
sem þér ætlið ekki að skjóta.
7. Leggið aldrei byssu frá yður
nema óhlaðna.
8. Klifrið aldrei né stökkvið
með hlaðna byssu.
9. Varizt að skjóta á slétta,
harða fleti eða vatn.
10. Bragðið ei vín, þegar byssan
er með.
Vill félagið skora á alla, er
byssur handleika að fara eftir
reglum þessum að öllu leyti. Þá
forðast menn slysin.
Leppríkin —
stökkpallur
Rússa til árása
MARGAR ástæður eru til þess að Rússar létu til skarar
skríða gegn ungversku þjóðinni. En hernaðarsérfræð-
ingar í Vestur-Evrópu virðast sammála um að ein helzta
orsökin sé sú sem Dagens Nyheder bendir á s.I. sunnudag:
„Leppriki Rússa í Austur-Evrópu eru stökkpallur þcirra
til árása á aðrar þjóðir. Rússar geta sent skriðdreka- og
vélahersveitir sínar frá Póilandi og Austur-Þýzkalandi á
augabragði yfir Vestur-Þýzkaland til Atlantshafs og her-
sveitir þeirra í Ungverjalandi og Rúmeníu geta á skammri
stund vaðið alit suður til Miðjarðarhafs. Mönnum ber því
saxnan um að Varsjárbandalagið sé fyrst og fremst ætlað
til árása. — Rússar hafa geysiöflugan her í öllum fyrrnefnd-
um löndum. Það er áltt hernaðarsérfræðinga að þeir hafi
m. a. tH uouúða yfir 50 þús. skriðdreka og 45 þús. flugvélar.
fremur sáu nefndarmenn gamla
spítalann. Samkvæmt ósk bæjar-
stjórnar staðarins voru hafnar-
mannvirkin á Sauðárkróki einnig
skoðuð.
Þá drukku gestir kaffi I boði
sjúkrahússstjórnar og gerði sýsiu
maður Skagfirðinga þar grein
fyrir áætlunum um sjúkrahúss-
bygginguna. Þá sátu fjárveitinga
nefndarmenn fund bæjarstjórnar,
sem haldinn var sérstaklega til
þess að kynna þeim hina miklu
nauðsyn frekari hafnarbóta á
Sauðárkróki.
Bæjarstjórn fylgdi nefndar-
mönnum til flugvallar og komu
þeir hingað suður að kvöldi
fimmtudags.
Hey eyðilegg^1
í eldi
BORG, Miklaholtshreppi, 10. nóv.
KI. um 9 á miðvikiudagskvöld sl.
varð elds vart í útihúsum í Haga
í Staðarsveit.
Hjálp barst fljótlega. Þegar
komið var að húsunum, sem eru
nokkurn spöl frá íbúðarhúsi, log-
aði eldur upp úr þaki í hesthúsi
og verkfærageymslu, sem er öðr-
um megin við fjárhúshlöðu, en
hinum megin hlöðunnar eru fjár-
hús fyrir 200 fjár. Var eldurinn
mjög magnaður í þaki hlöðunn-
ar og hesthúsinu. Þök þessara
húsa brunnu og allt sem í húsun-
um var, en sem betur fór voru
engir hestar í hesthúsinu né vélar
í verkfærageymslu. Þak hlöðunn-
ar ónýttist að mestu eða öllu
leyti. f hlöðunni munu hafa ver-
ið 250—300 hestar af heyi og ó-
nýttist um þriðjungur þess af
völdum elds og vatns. Byggingar
þessar voru með steinsteyptum
veggjum.
í Haga búa ung hjón, sem flutt-
ust þangað sl. vor, Jón Pétursson
frá Skriðnafelli á Barðaströnd,
og kona hans, sem nú dvelst I
sjúkrahúsi, Ingibjörg Jónatans-
dóttir frá Miðgörðum. —Páll.
ASaif. Ljójmyndara-
félagsins
AÐALFUNDUR Ljósmyndarafél.
íslands var haldinn 31. okt. s. 1.
Form. félagsins, Sig. Guðmunds
son, rakti gang mála og gat þess
m. a. að félagið minntist 30 ára
afmælis síns á s. 1. vetri, en
Norðurlandasamband atvinnuljós
myndara sendi hingað fulltrúa
sinn, Obro Pietinen, í tilefni þess.
Hingað komu á árinu myndir
amerískra atvinnuljósmyndara,
sem félagið sá um sýningu á.
Ennfremur gat form. þess, að
haldið hefði verið námskeið í
„retus“ fyrir atvinnuljósmynd-
ara. Kennslu annaðist sænskur
ljósmyndari, frú Inga Olsen.
Tveir stjórnarmeðlimir, Guðm.
Hannesson ritari og Óskar Gísla-
son gjaldkeri, báðust eindregið
undan endurkjöri. Fundarmenn
þökkuðu þeim vel unnin störf.
Þeir hafa báðir setið í stjórn
félagsins um 10—12 ára skeið og
unnið að margvíslegum störfum
fyrir félagið með mikilli prýði.
Núverandi stjórn skipa: Sig.
Guðmundsson form., Þórarinn
Sigurðsson ritari, Hannes Páls-
son gjaldkeri, Þorleifur Þorleifs-
son bréfritari og Sigurhans Vignir
meðstjórnandi. Mikill áhugi ríkti
meðal fundarmanna um samstöðu
um hagsmunamál atvinnuljós-
myndara.
v