Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 3
Sunnudagur 11. nóv. 1956 MORGZJNBLAÐ1Ð 3 Þakkir til biskups ÉG vil hér með þakka herra Ás- mundi Guðmundssyni biskupi fyrir hið snjalia ávarp hans til þjóðarinnar hinn 8. þ. m. og fyrir forgöngu hans um hluttekningu islenzku kirkjunnar í harnri og þjáningum Ungvcrjalands. Mér er þeim mun ljúfara að gera þetta sem mér er nú kunn- ugt, að herra Ásmundur hafði samið hið skörulega ávarp sitt áður en ég hóf máls um þetta efni á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur að kveldi hins 7. þ. m. Hefir biskup nú sem fyrr sannað, að hann er drengur góður. Pétur Benediktsson. |]r verinu H. (. Hansen og Hermann ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemst þannig að orði í gær að „nor- rænir jafnaðarmenn hafi haft nákvæmlega sömu afstöðu tii þessara mála (Ungverjalands) og Hermann Jónasson hefur túlkað“. Þessi ummæli málgagns jafnaðarmanna á íslandi fela í sér hina mestu blekkingu. Þegar forsætisráðherra fs- lands flutti ávarp sitt til þjóð- arinnar vegna árásar Rússa á Ungverjaland lagði hann á- herzlu á, að breiða yfir glæpi og hermdarverk kommúnista með því að jafna atferli Rússa gagnvart Ungverjum við fram komu Breta og Frakka við Súez . H. C. Hansen forsætisráð- herra Dana minntist hins veg- ar ekki einu orði á átökin um Súez í útvarpsávarpi sínu. Hann lýsti samúð dönsku þjóð arinnar með ungversku þjóð- inni og bcindi þeirri áskorun tii Rússa að þeir drægju árás- arlið sitt til baka frá Ung- verjaiandi. Það kemur vissulega úr hörðustu átt þegar blað ís- lenzkra jafnaðarmanna leyfir sér að bera saman hina hrein skilnu fordæmingu H. C. Han sen á glæpaverkúm kommún ista í Ungverjalandi og hið hræsnisfulla ávarp Hermanns Jónassonar, sem fyrst og fremst hafði þann tilgang að breiða gæruna yfir kommún istana, stuðningsmenn hans og pólitíska lífgjafa. Togoroinir Tíðarfarið hefur verið um- hleypingasamt þessa viku, oft gengið til á áttinni á 6 og 8 tima fresti, yfirleitt hafa hrinurnar staðið stutt og ekki verið mjög harðir stormar, en nóg til þess að skipin hafa hrakizt af veiðum í landvar. Við Grænland hefur verið vonzkuveður. Fóru 2 skip áleiðis þangað í fyrri viku, Neptúnus og Úranus. Fóru þeir á föstudag og laugard., og er vafásamt, að þeir séu enn farnir að geta kastað, en orðið að hafa upp í vindinn. Vind- hraðinn komst upp í 14 vindstig við Hvarf. Eru þetta sennilega síðustu veiðiferðirnar, sem farnar verða til Grænlands í ár. AFLI hefur glæðzt nokkuð á heima- miðum, er ekki fjarri sanni, að skipin hafi verið með um 15 lest- ir að meðaltali yfir sólarhring- inn. Flest skipin hafa verið á Halanum, aust-an við Djúp í Þverálnum. Standa nú vonir til, að afli glæðist enn betur á þess- um slóðum, eftir því sem dregur nær mánaðamótum. Marz kom í vikunni af Græn- landsmiðum. Ekki var hann alveg með fullfermi, en það mátti heita svo. Var hann 15 daga í „túrnum“. Lenti hann í hörðum stormi. SÖLUR hafa verið góðar þessa síðustu viku miðað við aflamagn; Ing. Arn 197 lestir DM 100.000 Júlí 209 lestir DM 109.000 Surprise Gylfi 220 lestir DM 116.000 165 lestir DM 85.000 Akurey seldi í gær. Nú siglir enginn togari lengur með kol heim, en einn og einn kemur með saltfarm. FISKLANDANIR voru með minna móti sl. viku; þó bættist Fylkir í hóp þeirra togara, sem landa innanlands: Fylkir 247 lestir Askur 127 lestir Marz um 290 lestir Geir um 220 lestir Samtals 884 lestir. Bátarnir Tíðarfarið hefur verið stirt þessa viku og hamlað mjög sjó- sókn hjá bátunum, en þegar þeir hafa komizt út, hefur afli verið sæmilegur, þetta upp í 4 lestir á bát. Aflinn er næstum eingöngu ýsa og hún smá. Vestmannaeyjar GÆFTALEYSI Síðustu viku var aðeins róið einn dag, mánudaginn. Afli var þá svipaður og áður, um 3 lestir hjá þilfarsbátunum og 1 lest hjá trillunum. Aflinn er mestmegnis ýsa. SÍLDVEIBARNAR 12 bátar stunda enn reknetja- veiðar í Faxaflóaverstöðvum og Grindavík. í ár verða Vestmannaeyingar að kaupa alla sína beitusíld frá Faxaflóa og Norðurlandi, því að- eins hafa borizt á land nokkur hundruð tunnur af sild, sem veiðzt hefur heima við Eyjar. Mun því beituverð verða því hærra en annars staðar sem nem- ur flutningskostnaði. ÚTFLUTNIN GURINN Brúarfoss kom x vikunni og tók 12.000 kassa af freðfiski til Eng- lands og Helgafellið 300 lestir af fiskimjöli til írlands. MIKIL ATVINNA í október tóku frystihúsin 4 á móti 513 lestum af fiski, og höfðu 460 manns meiri eða minni atvinnu við húsin. í mánuðinum greiddu þessi frystihús samtals í vinnulaun 919 þús. kr. Atvinna er alltaf nægileg, þótt nokkuð dragi úr henni, þegar löng frávik eru. Oft er líka skort- ur á fólki. STAKSTEIHAR Keílavík Landlega var frá því á mánu- dag og þar til á föstudagskvöld, að bátarnir fóru almennt út. Þá fóru 3 bátar á sjó á fimmtudag. Afli var ágætur á mánudag- inn, stærsti dagur haustsins, 4730 tunnur, af 43 bátum, eða 110 tunnur að meðaltali á skip. — Hæstur var Hannes lóðs frá Vest- mannaeyjum með 220 tunnur. Akrones . Ekkert var róið um miðbik vik- unnar. Á þriðjudaginn reru þó níu bátar, fjöldinn snéri aft- ur. Mánudagurinn var mesti afla- dagurinn, 2250 tunnur á 20 báta, meðaltal 110 tunnur. Hæstur var Heimaskagi með 219 tunnur. Á föstudagskvöidið var al- mennt róið. Virtist engu minni síld-en áður. Virðist síldin standa á' sæmilegu netjadýpi. □- Valdimor Bjornssoo kjörinn fjórmólaráðherra Minnesota Eini repúblikaninn, sem náði kosningu SÆNSKI Rauði krosssinn hefur sæmt forseta Rauða kross fslands, Þorstein Scheving Thorsteinsson, heiðursmerki sínu í gulli, sem viðurkenningu fyrir þýðingar- mikil störf hans í þágu Rauða krossins. Var heiðursmerkið af- hent honum í sænska sendiráð- inu á föstudaginn var, □-------------------□ 'Á fundi Bretadrottningar Dr. Kristinn Guðmundsson af- henti Elísabetu Bretadrottningu trúnaðarbréf sitt, sem sendiherra tslands, sl. fimmtudag. Eitt Lund únablaðanna birti þessa mynd af honum, er hann kom af drottn- ingarfundi. Sama blað skýrði frá því, að sama dag hefði Elísabet drottning haft boð mikið inni fyrir erlenda sendimenn í Lund- únum og konur þeirra. Til þess hafði verið boðið fyrir rúmum máiMiði. Var þá friðvænlegra um horfs í heiminum en nú. Blaðið segir, að sendimenn Eg- ypta, Sýrlands og Saudi Aarabiu hafi ekki sótt boð þetta, þar sem lönd þeirra hafi slitið stjórnmála sambandi við Bretland. Rithöfimdafélag Islands fordæmir ofbeldi STJÓRN Rithöfundafél. íslands vill að gefnu tilefni lýsa því yfir, að hún telur ofbeldi Rússa í Ung- verjalandi og árásarstyrjöld Breta og Frakka í Egyptalandi glæpsamlegt brot gegn frelsi og sjálfstæði þessara ríkja, gegn hugsjóninni um frið, jafnrétti og bræðralag, gegn mannkyninu öllu. Stjórn Rithöfundafél. íslands skorar á íslenzku þjóðina að halda vöku sinni á þessum við- sjálu tímum og standa einhuga á verði um sjálfstæði sitt og frelsi. VALD-IMAR BJÖRNSSON var kjörinn fjármálaráðherra Minne- sota-fylkis til næstu fjögurra ára í kosningum, sem fram fóru jafax hliða forsetakosningunum. Valdimar var eini repúblikan- inn, sem náði kosningu og er þetta því mikill persónulegur sigur hans. Hinir ráðherrarnir eru allir úr hópi demókrata, svo og fylkisstjórinn. Valdimar hlaut 693.000 atkvæði og hafði tvö þús. atkvæða fram yfir keppinaut sinix. Ósföðug tíð í Mývatns- sveit MYVATNSSVEIT, 29. okt.: — Tíðarfar hefir verið óstöðugt, en jörð má þó heita snjólaus. Aðeins örþunnur ísskæningur er á Mý- vatni og þarf ekki nema lítinn hlákublota til þess að hann brotni af. Sauðfé hef-ur hvergi verið tekið í hús, og á það mjög gott í heiðarlöndum. Heyfengur hefur orðið mjög nærri meðallagi og nýting sæmi- leg. Þurrkar sem komu seinast í ágúst, entust svo fram á haustið að allur heyfengur náðist með sæmilegri verkun. Uppskera garðávaxta var rýr, en þó mjög misjöfn. Úr nokkrum görðum fékkst sæmileg upp- skera. Dilkar reyndust misjafnlega t-il frálags. — Úr suðurafnétt (-þ e. afréttinni suður af Mývatni), reyndist fé betur ea af Auetvir- fjöUvwn og er það óveojulegt. MINKUR VIÐ LAXÁ Þegar snjóföl kom í haust, kom í ljós að nokkuð myndi vera af minkum meðfram Laxá, einkum frá Arnarvatni og niður í Laxár- dalinn norður frá Helluvaði. — Einnig varð þeirra vart við vest- anvert rrvidvatn og niður að Hól kotsgili við Laxá. Er hætt við að þeim fjölgi mjög ef ekki tekst að ráða niðurlögum þeirra í vetur. Er þá allt hið fjölbreytta og fá- gæta fuglalíf Mývatnssveitar voða. Engir minltahundar eru til í Mývatnssveit og gerir það sók-nina gegn þeim erfiðari, en reynt verður eftir mæt-ti að halda þessum óvættum í skefjum. Rjúpurnar ex*u nú mjög dreifð ar um fjöll og 1-jórxstyggar, »vo lítið er bú um rjúpnaveiðar. í september v-ar fjöldi af þekn heima við hús og bæi og virtust engan mann óttast. —Jóhannes. Kommúnistar og „forn- helgar hugsjónir krist- innar kirkju“ Kommúnistablaðið er i gær mjög reitt yfir því að Ásmundur Guðmundsson biskup hefur skor- að á presta hinnar íslenzku þjóð- kirkju að minnast ungverskn þjóðarinnar og frelsisbaráttu hennar í bænum sínum í dag. Kemst „Þjóðviljinn“ í þvl sam- bandi að orði á þessa leið: „--------Víst er um það at hinar takmörkuðu bænir biskups- ins yfir Islandi eru í litlu $am- ræmi við hinar fornhelgu hug- sjónir kristinnar kirkju uu mannhelgi og siðgæði og jafn- rétti, þótt kirkjan hafi að vísu ekki ævinlega kunnað að haga sér í samræmi við þser á um- liðnum öldum“. Verkin sýna merkin Þetta fer ekkert á milli mála. Kommúnistablaðið telur sig þess umkomið að gagnrýna ósamræmi miili orða biskupsins og „forn- helgra hugsjúna kristinnar kirkju um mannhelgi og siðgæði ug jafnrétti“. Hafa ekki kommúnistar talað manna mest um „mannhelgi og siðgæði og réttlæti“? Hafa þeir ekki haldið því fram að kjarni stefnu þeirra væri einmitt bar- átta fyrir þessu þrennu? Vissulega. En hvernig hafa þeir fylgt þessari stefnu fram, t.d. í Ungverjalandi? Þar sýna vevkin merkin. ,.Æði eiiokennileg frétt“ Kommúnistablaðið segir einnig I gær um þá frétt ríkisútvarpsins, að uppreisnarmenn hafi eyðilagt úraníumnámurnar hjá Pees, að hún sé „æði einkennileg". Af þessu dregur „Þjóðviljinn" þá ályktun að „hæpið sé að treysta öllum þeim fréttum, sem nú berast frá Ungverjalandi . . .“ Með þessum orðum kommún- istablaðsins er það enn einu sinni sannað, að það leggur sig allt fram um, að breiða yfir glæpa- verk Rússa gagnvart ungversku þjóðinni. Það er að vísu vitað, að Rauði herinn hefur lokað fyrir frjálsan fréttaflutning frá Ung- verjalandi. Þrátt fyrir það hafa erlendir frétamenn getað smygl- að töluverðu af frétt-um út úr landinu af ógnarástandinu þar. Og um skeið höfðu bæði ríkis- stjórn Nagys og forusíumenn frelsishreyfingarinnar útvarps- stöðvar á valdi sínu og gátu til- kynnt hinum frjálsa heimi um það, sem var að gerast. Loks hafa tugir þúsunda af Ungverjum sloppið úr landi. Það fóik hefur sagt umheiminum af hinum fá- heyrðu grimmdarverkum, sem Rússar hafa framið þar. En „ÞjóðvHjanum“ finnst þess- ar fréttir „æði einkennilegar". Ástæða þess er einfaldlega sú, að hemmúnistar vilja breiða yfir glæpi og illvirki Rússa í lengstu lög. Forsætisráóherrann sera aðstoðarmaður En látum það vera þótt komm- únistar vilji breiða yfir glæpi „félaga“ sinna. Látum það vera þótt þeir upphefji Kvislinginn Janos Kadar sem þjóðhetju og bjargvætt Ungverja. Hitt er verra að forsætisráöherra íslands, Her- mann Jónasson skuli telja það skyldu sína að hjálpa kommúnist- um á íslandi til þess að breiða yfir þá skikkju hræsni og yfir- drepsskapar, eins og hann gerði í útvarpsávarpi sínu. Það er e. t. v. ljótasti Mettur- xnn á rikisstjorn íslands í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.