Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 20
26 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 11. nðv. 1956 jT 33 u LOUIS COCHRAN: SONUR HAMANS Framhaldssagan 73 líta sannarlega vel út, mamma. Ég gæti áreiðanlega étið fulla tunnu af þeim, eins banhungrað- ur og ég er“. „Hérna er svo eplamaukið", sagði móðir hans og setti krukk- una á borðið, en fór svo aftur í rúmið: „Svona, flýttu þér nú að borða og farðu svo í bólið. Þú endist ekki til þess að vera á fót- um allan sólarhringinn, án þess að hvílast á milli. Hvar varstu?“ Lije sötraði í sig úr bollanum, áður en hann svaraði: „O, ég var svona hér og hvar á flækingi. Fortenberry er að bíða eftir vél- unum og þær eru enn ekki komn- ar. Þess vegna getum við ekki gert neitt meira á meðan“. „En þú hefur verið að drekka“, sagði móðir hans. „Ég fann það strax á lyktinni, þegar þú komst inn. Lije, þú drekkur alltof mik- ið eins og Dink segir. Þú ætt- ir....“ „Já mamma, ég veit það“. — Lije varð strax gramur í skapi þegar móðir hans nefndi knæpu- eigandann á nafn. „Ég ætti að vera orðinn fær um að neyta þess eða neita því. Gott og vel, ég er það líka. Ég er bara eins og Dink og þeir hinir. Ég kæri mig ekkert um að neita mér um vínið. En ég verð aldrei drukk- inn, eða a.m.k. mjög sjaldan". „Já, þú passar þig“, sagði móð- ir hans sefandi. „Ég var bara svo- lítið áhyggjufull. Ég bjóst við þér heim í kvöldmatinn og beið með hvítu tvíbökurnar og það allt". Lije skammaðist sín skyndi- lega fyrir önuglyndi sitt: „Já mamma, ég veit það. Ég hefði átt að koma heim. En....“ Hann hikaði eitt andartak og beit rösklega í tvíbökuna. „Jæja, ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá var ég að masa við hana UTVARPIO Sunnudagur 11. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 11.00 Messa í Laugarneskirkju; — nýtt pípuorgel vígt og tekið til notkunar (Prestur: Séra Garðar Svavar3sort. Organleikari: Krist- inn Ingvarsson). 13,15 Erindi: — Réttindabarátta íslendinga í upp- hafi 14. aldar; III. (Jón Jóhannes son prófessor), 15,15 Fréttaút- varp til íslendinga erlendis. 15,30 Miðdegistónleikar. 16,30 Veður- fregnir. — Á bókamarkaðnum: — Lesendur, útgefendur og höfundar (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri). 17,30 Bamatími (Baldur Pálmason). 18,30 Hljómplötuklúbb urinn. — Gunnar Guðmundsson við grammófóninn. 20,20 Um helg- ina. — Umsjónarmenn: Bjöm Th. Björnsson og Gestur Þorgrímsson. 21,20 Islenzku dægurlögin; — nóvemberþáttur S.K.T. 22,05 Dans lög (plötur). 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 12. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Búnaðarþáttur: Kjarnfóður notkun (Arnór Sigurjónsson ritstjóri). 18,30 Skákþáttur (Guð- mundur Arnlaugsson). 19,10 Þing fréttir. — Lög úr kvikmyndum (plötur). 20,30 Útvarpshljómsveit- in; Þórarinn Guðmundsson stj). 20,50 Um daginn og veginn (Séra ar (plötur). 21,30 Útvarpssagan: Syeinn Víkingur). 21,10 Tónleik- „Gerpla" eftir Halldór Kiljan Laxness; I. (Höfundur les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Náttúrlegir hlut- ir (Guðmundur Þorláksson kand. mag.). 22,25 Kammertónleilcar — (plötur). 23,05 Dagskrárlok. Carrie Finney. Hún er alls ekki svo slæm og hún gaf mér svo- litla lögg að drekka. Ég vissi ekki að þú myndir bíða með kvöldmatinn handa mér“. Nancy Smith reis upp við dogg í rúmi sínu og starði á soninn með vanþóknunarsvip. „Þú veizt það vel, Lije, að ég vil ekki að þú sért að bendla þig við þessa — þessa dækju.... Já“. Hún flýtti sér, þegar hún sá mótmæla- svipinn á andliti sonar síns. „Það er einmitt það sem hún er og þú veizt það. Þarna er þér rétt líst: Annað kvöldið með Elizabeth Fortenberry og hitt kvöldið með Carrie Finney. ’Slíkt er ekki hægt, drengur minn“. „Hvað myndir þú segja ef ég skýrði þér frá því, að Lizabeth Fortenberry hefði stranglega bannað mér að koma nálægt sér og heimili hennar?“ sagði Lije hægt. „Hvað myndir þú segja við því?“ „Hvers — hvers vegna?“ Móðir hans starði á hann í orðvana undrun. „Þessi heimska tildurs- drós gæti ekki leyít sér annað eins og það. Hún bara gæti það alls ekki“. „Jæja, en mamma hennar gerði það nú a.m.k.“ Móðir Lijes settist alveg upp í rúminu og hendur hennar kreistu og hnoðuðu hornið á rekkjuvoðinni, án þess að konan virtist vita af því sjálf. „Segðu þessu gamla foraði, að þú sért fyllilega jafnoki hennar og frí- lega það. Segðu henni að þú sért mörgum sinnum betri en hún: Pabbi þinn var.... góður mað- ur“. Hún var orðin svo óðamála að hún rétt tæpti á orðunum. „Og ég var falleg, þegar ég var ung, jafnvel þótt ég verði nú að þræla, eins og ég veit ekki hvað“. Lije lét bollann niður á borðið og talaði rólega, næstum áhuga- laust, að því er virtist: „Hver var pabbi minn, mamma? spurði hann: „Þú hefur eiginlega aldrei sagt mér neitt um hann. Ég hef ekkert á móti þvi, að vita eitt- hvað svolítið meira um hann“. Móðir hans sneri andlitinu að veggnum, eins og hún væri eitt- hvað að lagfæra koddann og rödd hennar var óvenju óskýr, þegar hún svaraði syni sínum: „Ég hef sagt þér, að hann hét Henry Smith, góður og vandaður maður, jafnvel þótt mér finnist stundum að hann hefði átt að hengjast í hærri gálga, en Haman á sínum tíma“. „Hvaða Haman?" spurði Lije forvitinn. „Ég hef aldrei heyrt þann náunga nefndan á nafn“. „0“. Svarið kom hægt og íhug- ult. „Ég hef stundum heyrt pré- dikara segja frá honum, Hann var maöur, í Biblíunni, sem reyndi að gera öðrum manni tjón en það komst upp og hann náðist og var hengdur í sama trénu og því, sem hann hafði ætlað að j hengja hinn manninn í. En — en -----“ Hún reyndi að hlæja, en sú tilraun misheppnaðist alger- lega og röddin varð að lágværu hvísli: „Pabbi þinn var ekkert líkur þessum Haman“. „Þú átt við það, að ekki hafi komizt upp um hann“, sagði hann óþýðlega. „Það er ekki svo að skilja, að mig langi til að reka nefið í einkamál þin, mamma, en þetta snertir mig einnig að nokkru leyti. Og ég hélt að kannske — einhvern tíma.... “ Hann þagnaði og leitaði að orðum, til að milda merkinguna. Holur, hrjúfur hlátur, eitthvert mannlegt hljóð, sem bæði átti skilt við grát og glens, brauzt fram á varir konunnar í rúminu: „Ég veit hvað það er, sem vakir fyrir þér. Og þú hefur alveg rétt fyrir þér. Þú átt heimtingu á því, að fá að vita allan sannleikann. Ég hafði líka ætlað mér að segja þér það, einhvern tíma, en ein- hvern veginn hafði ég mig aldrei í það. En nú ert þú orðinn full- tíða maður og það er ekki víst að samverustundirnar verði svo margar, hér eftir....“ Nú varð löng þögn, líkast því sem gamla konan væri að safna kjarki, til að mæta hinu óhjákvæmilega. — „Pabbi þinn og ég vorum ekki gift, ef það er það sem þig lang- ar til að vita. Ég hef ekki séð hann í fimmtán ár“. Lije saup aftur á kaffinu og svipur hans bar merki um þá meðaumkun, sem í huga hans bjó. Svo tók hann tvíböku, braut hana í tvennt og dýfði öðrum helmingnum niður í stóra boll- ann. „Eiginlega vissi ég þetta allt saman, mamma“, svaraði liann „og það breytir sosum engu“. — Hann hikaði aftur, bar gegn- gleyttan tvíbökuhelminginn að vörum sér og beit í hann. „Mig — mig langaði bara til þess að þú segðir mér allt saman sjálf, einhvern tíma. Það er að segja, ef þú vildir — eins og — eins og þú hefur sagt Dink....“ „Ég hef ekki sagt Dink neitt", svaraði konan stutt í spuna. „Ég kom hingað á undan honum og sagði fólki að ég væri ekkja. Það voru fáir sem lögðu trúnað á það og þó sérstaklega konurnar. En mér stóð alveg á sama. Ég hafði þig og eiginlega stóð mér á sama um allt annað“. Lije sat þögull, en æðarnar á hálsi hans þrútnuðu og hann var orðinn órór í sætinu. Tvíböku- bitinn datt aftur niður í bollann. „Og þú varst svo yndislegur drengur“, hélt móðirin áfram, eins og hún væri að tala við barn. „Feitur eins og smjörkúla alveg Ironrile AUTOMATIC IRONER sjálfvirka sfrauvélin léttir yður ótrúlegt erfiði ★ ★ Sennilega er ekkert heimilisverk eins erfitt qg strauning með handstraujárni Kona, sem straujar þvott af fjögra manna fjölskyldu, hefur lyft samtals 4000 kg. af málmi þegar hún leggur frá sér straujárnið að lokinni strauningu. Til þess að létta konunni þetta ótrúiega . erfiói, þá höfum vér nú á bo'ðstólum sjálívirku strauvélina Kynnið yður hina fjölmörgu kosti Ironrile Sýnikennsla í búðinni. á mánudag og þriðjudag kl. 3—6. Gjörið svo vel að líta inn Tfekla Austurstræti 14 — sími 1687 * Aukið þægindin * þvðfitavélÍll * Eignist Rondo * hefir um árabil notið mikilla vinsælda meðal húsmæðra . . . og nú í vaxandi mæli. Jfekla Austurstræti 14 sími 1687 M ARKÚS Eftir Ed Dodd v** I FONVILLE, I WANT VOU TO IMEET THE GANG...TWEY CALL THEMSELVES THE 'BARKEATERS ~.THIS 15 Tl/V\ ACREE, AND SCOTTY QUICK, AKID JOHNNY 1) Markús: Finnur, ég ætla að kynna þið fyrir piltunum. Þeir kalla sig „Barkarætur". Þetta er Tommi, þetta er Siggi, þetta er Jón og þetta.... 2) Markús: Frú Manley hérna skal ég láta yður hafa áætlun- ina okkar, ef þér skylduð hafa gaman af að fylgjast með, hvar við erum hverju sinni. 3) Markús: Jæja, strákar, þá erum við tilbúnir. Jón, þú verður með Bert, og Tommi, þú verður með Finni. 4) Tommi: Ó, Markús, verð ég endilega að vera með honum? —■ Markús: Já, ég vil að Finnur kynnist því, hvernig sérfræðing. ur stjórnar eintrjáningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.