Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 12
MORGVrfBT/AÐIÐ
Sunnudagur II. n<5v. 1956
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkvaemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargj ald kr. 25.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 1.50 eintakið.
UTAN UR HEIMI
og tillogur
Sjálistæðismonna
SJÁLFSTÆÐISMENN á Alþingi
hafa nú lagt fram tvær þings-
ályktunartillögur varðandi end-
urskoðun varnarsamningsins.
Önnur tillagan er þess efnis „að
Alþingi álykti, að vegna hinna
ógnþrungnu atburða, sem sýna að
enginn er lengur öruggur, og
kalla á éndurmat þjóðarinnar á
alþjóðasamskiptum, skuli fyrir-
huguð endurskoðun varnarsamn-
ingsins framkvæmd með það fyr-
ir augum, að nauðsynlegar varn-
ir landsins séu tryggðar, jafn-
framt því sem bætt sé úr göllum
þeim, er fram hafa komið á
samningnum".
Hin tillagan er á þá leið að
Alþingi álykti „að kjósa með
hlutfallskosningu í sameinuðu
þingi fimm menn til þess undir
forystu utanríkisráðherra að
semja af íslands hálfu um endur-
skoðun á varnarsamningnum við
Bandaríkin".
Þegar þingsályktunin frá 28.
marz s.l. var samþykkt var það
gert að óathuguðu máli. fslenzki
utanríkisráðherrann hafði alls
ekkert aðhafzt í þá átt að kynna
sér ástand alþjóðamála til undir-
búnings því alvarlega skrefi, sem
þá var tekið. Tillaga Sjálfstæðis-
manna, þar sem farið var frem
á að ráðherrann kynnti sér til-
tekin atriði og gæfi Alþingi
skýrslu um niðurstöður sínar var
felld. Álits Atlantshafsróðsins var
heldur ekki leitað. Það var því
af fullkomnu fyrirhyggjuleysi
sem þingsályktunartilagan var
samþykkt. En það er svo önnur
saga, sem ekki verður rædd hér,
en þingsályktun Sjálfstæðis-
manna er fram komin til þess að
málið verði nú tekið upp að nýju
og athugað í Ijósi þeirra atburða,
sem gerzt hafa á siðustu tímum
og með tilliti til þess álits meðal
íslenzks almennings, sem skapazt
hefur við þá atburði og stað-
reyndir í alþjóðamálum,
fram eru komnar.
Það er viðurkennt af málgögn-
um tveggja stjórnarflokkanna að
viðhorf í alþjóðamálum séu nú
ískyggileg. Þau tala um að „á-
sýnd heimsins hafi breytzt", „það
sem nú hafi gerzt kalli á endur-
mat á viðhorfi allra þjóða á al-
þjóðasamskiptum“ og að „öllum
sé Ijóst að enginn sé öruggur". I
Slík ummæli benda til þess að
menn innan hinna tveggja stjórn-
arflokka séu sízt af öllu fjarri
því að láta fara fram „endur-
mat“ á sjálfri þingsályktunartil-
lögunni frá 28. marz s.l.
Endurreisn hins
fyrra samstarfs
Það, sem mestu máli skiptir er
þó það, að engum dylst að al-
menningsálitið hér á landi telur
að útlitið í alþjóðamálum sé nú
mjög ískyggilegt. Það er alveg
vafalaust stórmikill meirihluti fs-
lendinga, sem telur það nú full-
komið glapræði að varpa frá sér
vörnum landsins. Þeir menn inn-
an lýðræðisflokkanna, sem leidd-
ust til þess að trúa gyllingum
um hinn „friðvænlega heim“,
eins og þær voru settar fram í
kosningabaráttunni, hafa nú orð-
ið að játa þá hryggilegu stað-
U,
austurrísku Habsborgarættarmn-
ar.
mg,uerýar
róátuócunci
„dddamlland ridcL
u
ara
ei^a
ÓÖCýU
löýjrœÍln^a
E
ngverska þjóðin, sem Króatar, Rúmenar, Serbar, Sló-
reynd að heimsfriðurinn er valt
ur, það hangir oft á biáþræði
hvort stórfelld vopnaviðskipti
kunna að verða eða ekki.
Þeir einu, sem berjast gegn
þessum staðreyndum, þó þeir auð
jvitað játi þær með sjálfum sér,
eru kommúnistar. í yfirlýsingu
sinni frá 5. nóv. s.l. heldur Al-
þýðubandalagið enn fast við hina
fyrri afstöðu um algert varnar-
leysi íslands. Ef nokkur hefur
verið í vafa um að afstaða komm-
únista miðast við það eitt að
brjóta niður varnir landsins, hvað
sem ástandinu í alþjóðamálum
líður, þá getur hann ekki verið
það lengur.
Gagnvart þessari rödd komm-
únistanna, sem krefst varnarleys-
is, stendur allur almenningur,
sem óttast það. Andspænis komm
únistum standa nú langflestir lýð
ræðismenn í landinu.
Þegar á þetta er litið er það
eðlilegt, að Sjálfstæðismenn
gangi nú fram og bjóði lýðræðis-
flokkunum tveimur samvinnu við
þá samningsgerð, sem fram á að
fara við Bandaríkin og afdrifa-
rík getur orðið. Sjálfstæðismenn
slitu ekki samstarfi lýðræðis-
flokkanna í utanríkismálunum
og þeir telja að þetta samstarf
eigi að taka upp á ný. Þegar
varnarsamningurinn var gerður
1951 átti núv. utanríkisráðherra
sæti í samninganefndinni sem full
trúi Alþýðuflokksins, þó hann
væri í stjórnarandstöðu þá.
Til þess að gera nú aðstöðu ís-
lands sem sterkasta við þessa
samninga býður Sjálfstæðisflokk
urinn fram þátttöku sína.
Eins og vænta mátti hefur Þjóð
viljinn tekið tillögum Sjálfstæð-
ismanna ilia. Alþýðublaðið í gær
sýnir þeim ekki beinan fjand-
skap en telur að stjórnarflokk-
arnir þrír séu einfærir um að
sem [ ráða fram úr þessu máli. „Tím-
inn“ sagði hins vegar ekkerl
og er vafalaust að Framsóknar-
menn bíða eftir endanlegri af-
stöðu kommúnista, sem eru nú
húsbændur þeirra.
Nú er eftir að sjá hvort Fram-
sókn og Alþýðuflokkurinn þora
að ganga í berhögg við almenn-
ingsálitið í Iandinu og slá um leið
á framrétta hönd þess flokks,
sem hafði að baki sér framt að
helmingi kjósenda í vor og er nú
vafalaust orðinn miklu mann-
fleiri en þá.
síðustu dagana hefur unnið sér
óskipta aðdáun allra frjálsra
manna, er hraust þjóð gædd ríkri
réttlætiskennd. Bismarck sagði
einu sinni um Ungverja, að þeir
væru „sambland af riddurum og
lögfræðingum", og þykir það lýsa
þeim vel. Ungverjaland er rúm-
lega 90.000 ferkílómetrar að
stærð, og þar búa nú um 10
milljónir manna. Saga þessara
manna hefur verið viðburðarjk
venar og Rúthenar.
M,
agyarar voru villtir
og herskáir riddarar og fóru
margar herferðir til nágranna-
landanna, eftir að þeir höfðu
setzt að í Ungverjalandi. En eft-
ir hinn hræðilega ósigur við
Lechfeld ákváðu þeir að taka
upp friðsamlegri hætti, og smám
ftir 1820 vaknaði þjóð
erniskennd Ungverja, og átti
Széchényi mestan þátt í því. Ár-
ið 1825 hélt fulltrúi Magyara í
fyrsta sinn ræðu í þinginu við
mikil fagnaðarlæti fólksins. 1844
’’ varð tunga Magyara hið opinbera
mál stjórnarinnar í stað latínu.
í febrúarbyltingunni varð Ferd-
inand V. (1835—48) að setja á
laggirnar ungverska ríkisstjórn.
Leiðtogi" hennar varð Bathyany,
sem bannaði eignarhald á mönn-
um, innleiddi trúfrelsi og innlim-
aði Transsilvaníu í Ungverjaland.
Króatar og Slóvenar gerðu upp-
reisn gegn Magyörum, og var
þá settur á stofn ríkisher.
Þegar Frans Jósef (1843
til 1916) varð Austurríkiskeisari,
sendi hann her gegn Ungverj-
um, sem biðu nokkra smærri
ósigra, en unnu lokasigur og
ráku Habsborgarættina frá völd-
um. Þá gerðust atburðir, sem um
margt svipar til síðustu atburða
í Ungverjalandi. Austurríki fékk
Rússa í lið með sér, og Ungverj-
ar biðu ósigur í ágúst 1849. Eftir
það varð landið austurrískt hér-
að. f kjölfari þessara atburða
fór ógnaröld í Ungverjalandi.
Ýmsar umbætur voru úr gildi
numdar, og flestir af foringjum
uppreisnarinnar voru teknir af
lífi. Það var ekki fyrr en 1860,
að Ungverjar fengu takmarkaða
sjálfsstjórn aftur.
E,
Frá Búdapest, borgiuni fögru, sem nú brennur.
og stórbrotin. Ríkjandi þjóð-
flokkur Ungverjalands kom þang
að árið 894, þegar hinir finnsk-
úgrísku Magyarar ruddust inn í
landið og sló eign sinni á það.
Smám saman samlöguðust frum-
byggjar landsins hinni nýju þjóð.
Nú eru 92,9% þjóðarinnar Magy-
arar, 5,1% Þjóðverjar, 0,8%
Slóvakar, og auk þess eru npkk-
ur smærri þjóðabrot: Zígaunar,
saman náði kristin trú tökum á
þjóðinni. í stjórnartíð Stefáns I.
(hins heilaga) var kaþólskum
sið þröngvað upp á þjóðina með
valdi. Stefán I. var krýndur
kringum árið 1000 og reyndist
mikill konungur. Eftir hans dag
var Ungverjaland öldum saman
bitbein nágrannaríkjanna og inn
I ftir ósigur Austurrík-
is fyrir Þýzkalandi 1866 fékk
Ungverjaland fullveldi, en var
áfram undir austurrísku krún-
unni. Árið 1875 varð Tisza for-
sætisráðherra og kom á stórkost-
legum framförum í landinu. Hann
var foringi Frjálslynda flokksins,
sem hélt völdum til 1905. 1910
breytti Tisza Frjálslynda flokkn-
um í Þjóðlega verkamannaflokk-
inn og var aftur forsætisráðherra
árunum 1913—17. Hann stóð
fyrir þátttöku Ungverja í fyrri
heimsstyrjöld, en var vikið frá
völdum af hinum unga keisara
Karli VI. (1916—18). Þegar stríð-
ið var tapað og Ungverjar höfðu
misst Króatíu og Slavóníu, var
gerð bylting og Tisza myrtur 30.
okt. 1918. Karolyi varð forsætis-
ráðherra, og 8. nóv. var samið
vopnahlé. Ungverjar voru a-f-
vopnaðir, Rúmenar tóku Transsil
vaníu, Tékkar norðurhluta lands-
ins og Serbar suðurhlutann. í
sama mánuði varð Ungverjaland
lýðveldi. í janúar 1919 var
Karolyi kosinn forseti, en varð
að segja af sér eftir friðarskil-
mála bandamanna, og kommún-
istinn Bela Kún tók völdin.
•úmenar tóku landið,
og Bela Kún flýði í ágúst. Karolyi
og Horthy flotaforingi mynduðu
hvítliðasveitir og tóku höfuð-
borgina. Á pappírnum var Ung-
lendra valdamanna, en í byrjun verjaland áfram konungsdæmi,
16. aldar lenti það í höndum
Olympíueíéurinn lotfaða
þrátt íyrir re&n og storm
Olympíiueldurinn er kominn
til Ástralíu. Hann var tendr-
aður á Olympíu í Grikklandi,
borinn af íþróttamönnum til
Aþenu, en þaðan var flogið
með biysið til Ástralíu.
Á föstudaginn hófst boð-
hlaupið nrikla með blysið frá
borg í Queenslandi til Mel-
bourne. Það er 4500 mílna
vegalengd. Þá leið bera blys-
ið 3750 íþróttamenn.
Fyrsti áfanginn 58 mílur,
var farinn á föstudaginn. Þá
var úrhellisrigning og slag-
veður. En veðurofsinn megn-
aði ekki að slökkva hinn
olympska eld.
Blysið er þannig út búið, að
í skapti þess er fyrirkomið
eldsneytistöflum, sem með
sjálfvirkum útbúnaði er skot-
ið 'upp í eldhólfið jafnskjótt
og töflurnar brenna út.
Þúsundir manna söfnuðust
víða saman á leið þeirri er
blysið var borið á föstudag-
inn. í regni og stormi logaði
þessi eldur sem tendraður var
af sólarljósi suður við hið
fornfræga Olympos í Grikk-
landi.
og var Horthy skipaður ríkis-
stjóri 1920. Við friðarsamningana
í Trianon 4. júní 1920 fengu Tékk-
ar, Rúmenar og Júgóslavar tvo
þriðju landsins 1 sinn hlut. Karl
VI. gerði árið 1921 misheppnaða
tilraun til að ná undir sig krún-
unni, og árið 1923 gengu Ung-
verjar í Þjóðabandalagið. Stjórn-
arskipti voru tíð, og um sinn var
Gömbös eins konar einræðis-
herra. Hann lézt 1936, og árið
eftir voru völd Horthys stórauk-
in.
I
verjar
marz 1939 sendu Ung-
Tékkum úrslitakosti og
kröfðust þeirra landssvæða, sem
byggð voru Ungverjum. Möndul-
veldin studdu þessar kröfur, og I
þakklætisskyni gengu þeir í and-
Framh. á bls. 15