Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. nóv. 1956
MORGVNULAÐ1Ð
13
Rey k javikurbréf:
Tvær myndir - Samúð Alþingis -Ólíkl hðfumst við að - „Samlaka nú"
Laugardagur 10. nóvember
Riltengsl stjórnarblaðanna -
Ráðherrastólamir auðir - Lítið geS guma - Tímamenn skjótasl á - Hverjum til góðsl - Ólíkir stjómarhættir.
Ungversk móðir með börn.
Tvær myndir
FYRIR síðustu helgi voru menn
enn. óvissir um úrslit frelsisbar-
áttu Ungverja. Rússar höfðu gef-
ið svo skýra yfirlýsingu um brott
flutning hersveita sinna, að
Þjóðviljinn sagði á sunnudags-
morguninn:
„ —hlýtur sovétstjórnin sam-
kvæmt þessari yfirlýsingu sinni
að fallast á, að þær verði fluttar
á bi-ott.“
En áður en þessi boðskapur
Þjóðviljans væri borinn til
Reykvikinga höfðu Rússar ráðist
á Ungverja með óvígum her.
Um þá hörmungaratburði, sem
síðan hafa gerzt þar í landi, þarf
ekki að ræða. Fyrir réttri viku
var á þessari síðu birt mynd af
skriðdrekum Rússa í Budapest. í
dag er Vnrt mynd af móður, sem
með barnahópinn sinn flýr land
undan þessum „friðardúfum“
Rússa. Myndirnar tvær sýna bet-
ur en orð fá lýsí hvað gerzt
hefur.
Samúð Alþingis
ÓHÆTT er að segja, að langt er
síðan nokkrir atburðir hafa snert
hugi íslendinga dýpra en þess-
ir. —
Einlæg samúð með örlögum
hinnar hugprúðu nngversku
þjóðar hefur komið fram með
ýmsum hætti, sem hér yrði of
langt upp að telja. Engum hefði
þó staðið nær að lýsa aðdáun
sinni á frelsisbaráttu Ungverja
en Alþingi íslendinga, sem ætíð
hefur verið útvörður frelsisþrár
og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn-
ar.
Þingflokkur Sjálfstæðismanna
taldi þess vegna sjálfsagt, að
þessarra tíðinda yrði minnst,
þegáf* Alþingi kæmi saman til
fundar á mánudag. Þegar í ljós
kom, að hvorki þingforsetar né
ríkisstjórn höfðu hug á þessu,
kvöddu því talsmenn Sjálfstæð-
isflokksins sér hljóðs í báðum
deildum.
Ótíkt höfumst við að
1 EFRI DEILD var Jóhanni Þ.
Jósei'ssyni umyrðalaust veitt orð-
ið og leyft lögum samkvæmt að
flytja fram ósk um að fella þing-
fund niður í því skyni að votta
ungversku þjóðinni einlæga sam-
úð.
Segja má, að illa sé komið,
þegar í frásögur þykir færandi,
að forseti Alþingis leyfi að slík
ósk sé borin fram. Þó verður
það Bernharð Stefánssyni ætíð
til lofs, að hann fylgdi um þetta
réttum þingsiðum. Bernharð er
hinn mætasti maður, enda með-
al þeirra Framsóknarmanna, sem
Hermann Jónasson hefur ætíð
haft einna minnstar mætur á.
í neðri deild var öðru vísi far-
ið að. Þar er í sæti forseta Einar
Ogeirsson, prúður maður í dag-
fari utan ræðustóls, en einn harð-
svíraðasti kommúnisti á landinu.
Hann vildi ekki með neinu móti
eiga á hættu, að Alþingi vottaði
undir hans forsæti Ungverjum
samúð. Þess vegna þóttist hann
ekki heyra, þegar Olafur Thors
kvaddi sér hljóðs, heldur þuldi
í ákafa og ærið niðurlútur venju-
legar tilkynningar og sleit síðan
fundi í skyndi, að eigin sögu sam
kvæmt ósk ríkisstjórnarinnar.
„Samtaka nú“
Engum duldist, að Einar
heyrði til Ólafs. Pallagestir
heyrðu og þegar Einar hvarf úr
flokksherbergi kommúnista rétt
fyrir fundinn, að hann sneri sér
við í dyrunum og sagði:
„Allir stundvísir. Samtaka
nú.“
Liðið átti að vera til taks svo
að setning fundar þyrfti ekki að
dragast og allt væri yfir staðið
áður en menn áttuðu sig.
Annað eins ofbeldi og Einars
er áður óþekkt á Alþingi, þó að
Einari hafi þótt það í samræmi
við starfshætti kommúnista.
Mynd Sú, sem birt var fyrir fá-
um dögum hér í blaðinu af þeim
félögum Karli Guðjónssyni for-
manni fjarveitinganefndar og
Einari Olgeirssyni eftir þennan
verknað, sýnir óafmáanlega,
hvernig þeim var þá innan-
brjósts. En þessa tvo menn hef-
ur stjórnarliðið einmitt valið til
þess að ráða mestu um vinnu-
brögð Alþingis.
Rittengsl
stjórnarblaðanna
ÆTLA hefði mátt, að hvað sem
öðru liði, mundu lýðræðismenn
sameinast um að fordæma of-
beldi Einars Olgeirssonar. Dóm-
ur almennings er og ótvíræður
en bæði Tíminn og Alþýðublað-
ið reyndu að bera í bætifláka
fyrir hina óafsakanlegu fram-
komu Einars.
Leynir það sér ekki, að oft
á tíðum er náið samráð haft
um túlkun atburða í stjórnar-
blöðunum þremur, og eru þau
rittengsl oft ærið spaugileg. Öll
miða þau að því að hjálpa nú-
verandi ríkisstjórn og forða
henni úr vanda, enda segir Her-
mann Jónasson fyrir um hvað
skrifa skuli.
Hefði það áreiðanlega einhvem
tíma þótt ótrúlegt, að Alþýðu-
blaðið gengi fram fyrir skjöldu
til þess að bjarga kommúnist-
um frá þeirri algeru einangrun
sem þeij- mundu nú lentir í og
ekki eiga sér undankomu auðið
úr, ef stjórnarsamstarfið hlífði
þeim ekki. Hermann veitir þeim
nú alla þá vernd sem hann
megnar, og þarf ekki að útskýra
ástæðurnar til þess.
Ráðherrastólarnir
auðir
AUÐU ráðherrastólarnir á mánu-
daginn og slit þingfundar án þess
að þingmenn fengi að tala voru
við það miðuð, að auðvelda Her-
manni að segja ekkert um heims-
málin fyrr en hann hefði sam-
þykki kommúnista til þess, sem
hann sagði.
Sjálfur hefði hann ekki þurft
svo langan tima til stefnu, því
að hann ræddi að eigin sögn
málið að nokkru á fundi úti á
landi, þar sem hann var stadd-
ur, „þegar fréttir tóku að skýr-
ast“ af atburðunum. Nú er að
vísu erfitt að skilja við hvað er
átt með þessu, því að ekki er
kunnugt um annan fund en Vík-
ur-fundinn á laugardag, sem
Hermann hafi verið á um þá
helgi. En það var ekki fyrr en
á sunnudag, sem almenningur
fékk fréttimar um árás Rússa
þá í dögun.
Sumir telja, að Hermann sé
maður forvitri og hefur það e. t.
v. sannast hér. Ef svo er, átti
honum að vera því auðveldara
að mæta á Alþingi eftir hádegi
á mánudag og láta alþjóð heyra
þaðan til sín tun þessa ógnar-
atburði.
Lííið geð guma
í ÞESS stað voru ráðherrastól-
arnir tómir á meðan var verið
að finna lausn, sem kommúnist-
ar gætu unað við. Hún fannst
og var lesin í ræðu forsætisráð-
herra íslands um kvöldið.
Björgunarbelti kommúnista var
að jafna sem mest saman þjóðar-
morði Rússa á Ungverjum og
árás Breta og Frakka á Egypta-
land. Ekki þarf að eyða orðum
að þvi, að sú árás er óafsakan-
leg en þó engan veginn sam-
bærileg við grimmdaræði Rússa
í Ungverjalandi. Enginn hefur
sýnt það betur en Hermann
Jónasson sjálfur, að hann taldi
árás Breta og Frakka ekki kalla
á sérstök mótmæli ríkisstjórn-
ar sinnar umfram atkvæða-
greiðslu íslands í Sameinuðu
þjóðunum, því hann lét vikuna
líða án þess að fara í útvarpið
til að mótmæla þeim aðgerðum,
þangað til hann þurfti að nota
þær til að friða kommúnista
vegna óhjákvæmilegra mótmæla
við hermdarverkum Rússa.
Sjálfsagt þykir Framsóknar-
mönnum, sumum, hér mjög með
klókindum farið, en lítið gerist
þá geð guma, þegar farið er að
verzla með slíkar samúðaryfir-
lýsingar. Þau viðskipti eru svo
ógeðfelld, að naumast tekur því
að benda á, að óþarft hefði ver-
ið að sitja til kvölds yfir komm-
únistum síðasta mánudag. Þeir
urðu þá að fallast á hver skil-
yrði, sem þeim voru sett, svo yfir
sig hræddir og þeir voru um að
lenda aftur I sinni gömlu ein-
angrun.
Einlægnin á bak við yfirlýs-
ingu kommúnista út af Ung-
verjalandi sást svo af því, að
Lúðvík Jósefsson fór í veizlu-
fagnað Rússa hinn 7. nóv., þótt
allir hinir ráðherramir hefðu
komið sér saman um að fara
hvergi nema utam-íkisráðherra,
sem eins og á stendur, varð að
fara vegna embættisskyldu sinn-
ar og með öllu er ástæðulaust að
víta fyrir þá sorgargöngu. Hugur
Hannibals Valdemarsson birtist
hins vegar í því, er hann neitaði
að Alþýðusambandið beitti sér
fyrir 5 mínútna vinnustöðvun
sl. fimmtudag, eins og önnur
frjáls verkalýðssambönd gerðu.
Tímamenn skjótast á
HJÁLPARSTARF Tímans við
kommúnista heldur áfram dag
frá degi. Einn daginn er fölsuð
fyrirsögn yfir mótmælum
Menntaskólanemenda. Annan
daginn er því sleppt úr frásögn
af játningum Halldórs Kiljans
Laxness hinn 7. nóv., er mestu
máli skiptir, sem sé að eftir allt
saman er Halldór jafn-gallharður
„dialektiskur marxisti" og hann
nokkru sinni hefur verið. En
það er einmitt sú manntegund,
sem Tíminn öðru hvoru að und-
anförnu hefur í senn talið var-
hugaverðasta og úreltasta.
Klofningurinn í „sálarlífi"
Tímans er raimar augljós hverj-
um þeim, sem les það blað með
athygli. Ekki varð t. d. um það
villst, hvert var stefnt áminn-
ingunni um að láta ekki „fjör-
brot gamalla nýlenduþjóða"
draga athyglina frá hinum „ógn-
þrungnu staðreyndum“ í Ung-
verjalandi. Þetta var sagt sama
dag og ræða Hermanns Jónas-
sonar og ályktun ríkisstjórnar-
innar var birt annars staðar í
blaðinu.
Þegar samflokksmenn skjótast
á með þessum hætti innan garðs
er ekki við því að búast, að and-
stæðingunum séu vandaðar send-
ingarnar. Til þess mætti þó ætl-
ast að látið væri nægja að ráð-
ast á þá fyrir það, sem þeir í
raun og veru segja og gera. Ætti
það og að vera hægurinn hjá
fyrir Tímann um Sjálfstæðis-
menn, svo slæmir sem blaðið seg-
ir þá vera.
Hverjum til góðs?
EN ÞAÐ er eins og Tíminn ótt-
ist, að ef sannleikurinn sé sagð-
ur, þá muni lýsingarnar verða á
annan veg en þar eru gefnar.
Þess vegna er ræðum og gerð-
um Sjálfstæðismanna iðulega al-
veg snúið við.
Frásögn Tímans af ræðum
Sjálfstæðismanna í dýrtíðarmál-
unum er gott dæmi um þetta en
því miður ekki einstakt. Þar er
t. d. ein setning tekin úr ræðu
Ingólfs Jónssonar og hún túlkuð
svo sem hann hafi haldið þver-
öfugu fram við það, sem hann
gerði. Um aðra er ekki einu
sinni svo mikið haft við að reynt
sé að finna ósannindunum stað
heldur skrökvað frá rótum.
Ekki tekst betur til, þegar bor-
ið er á Sjálfstæðismenn, að þeir
hafi sagt ósatt, en sjálfur for-
sætisráðherrann endar svo með
því að birta vottorð sem sannar,
að hann hafi sjálfur „misþyrmt
sannleikanum" eins og hinn orð-
vari maður, Jón á Reynistað,
réttilega tók til orða.
Af hverju viðhafa sumir Fram-
sóknarmenn slíkan málflutning
æ ofan í æ? Hverjum eru því-
lík vinnubrögð til góðs? Engum
öðrum en þeim, sem vill allt
vinna til valdanna, jafnvel að
njóta þeirra í skjóli kommúnista
á þeim tímum, þegar allar lýð-
frjálsar þjóðir telja sjálfsagt að
halda þeim í algerri einangrun.
Ólíkir stjórnarhættir
SVO ömurlegir sem þessir starfs-
hættir eru, þá verður þó að játa,
að þeir eru hátíð hjá blóðsút-
hellingum og kúgun kommúnista,
þar sem þeir eru einráðir.
Lélegasta lýðræði er betra en
blóði drifin harðstjórn. Og þótt
margt megi að lýðræðinu finna
verður að muna, að stjórnarhætt-
ir þess eru tiltölulega nýir og
í örum þroska, þar sem rúss-
neska aðferðin er hið ævafoma
einveldi, sem lengst af hefur ríkt
í heiminum, og menn smám sam-
an hafa vaxið frá.
Það stórveldi, sem lengst hefur
búið við lýðræði eru Bandarík-
Framh. á bls. 23.