Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 6
MOR C V /V ni/AfílÐ Sunnudagur 11. nóv. 195S / fáum orðum sagt: 5 frTVVTTVTTYt fTTTTTTT^TT1 Rabbctð við rektor um erfiðum iímuxn rrÞó að útfitið sé ekki sem bezi í dag, má æskan ekki giafa veninni m befri framííð og bjarfari heim" ÞEGAR rektor Háskólans, dr. Þorkell Jóhannesson, ílutti setningarræðu sína fyrir skömmu, komst hann m.a. svo að orði: „Á okkar dögum rita mörg skáld og spekingar allt frá tvítugu til sextugs cins og þeir séu staddir í miðju ragnarökkri, allt sé á hraðri leið norður og niður. Trú- ið laust slíkum mönnum og sízt Jjeim ungu, því þeir hafa í raun- inni er.n rninni aísökun en Iiin- ir“. _ ★ ★ ÞESSI orð Háskóiarektors vöktu allmikla athygli og mér lék forvitni á að vita, hvort hann hefði ekki hug á að ræða þessi mál frekar. Rektor færðist að vísu ekki undan, en kvaðst hafa litlu við að bæta, sagði þó: — Þetta eru varla ákjósanlegir tímar til að ræöa um bjartsýn- ina. Ef maður ætlar að leggja út af henni, er viðlcunnanlegra að velja þá stund, þegar einhvers staðar sér til sólar. Nú hefur heimurinn breytzt á stuttum tíma vegna þeirra hörmulegu at- burða sem gengið hafa yfir. Við- horfin eru sennilega ekki þau sömu nú og þegar ég flutti mína skólasetningarræou. BJARTSÝNI NAUÐSYNLEG — En hvað bjó að baki orðum yðar, rektor, þegar þér fiuttuð ræðuna í hátíðarsal? — Ja, mig langaði að segja ur.ga fólkinu að bjartsýnin sé UtvarpiS h&íur mmegt dagskrá sína aS mun Y TTVARPIÐ hefur nú í vetur lengt dagskrá sína, einkum á mið- ÁJ degisútvarpinu og tekið upp ýmsa nýja þætti. Meðal þeirra er „Á bókamarkaðinum" og verður sá þriðji í dag kl. 16.30. Blaðið hefur spurzt fyrir um það, hvað í þessum þætti verður. Fyrstur mun tala í þættinum Ragnar Jónsson hæstaréttarlög- maður, formaður Bóksalafélags- ins. Næstur talar Pétur Ólafsson. Þá verður þáttur um Matthías Jochumsson, þá frá Bókmennta- félaginu og lesið úr annálum, einnig úr Nýjum sagnablöðum. Eiríkur Hreinn Finnbogason les úr Ugluspegli, aðrir lesarar eru Inga Huld Hákonardóttir og Þor- valdur Steingrímsson og loks ræðir Hafsteinn Guðmundsson prentsmiðjustjóri um bókagerð og bókaskraut. Fjölbreyttir tónleikar eru í dag. „Hljómplötuklúbburinn“ verður einnig í dag kl. 18.30 og „Um helgina“ kl. 20.20 og þriðja er- indi Jóns Jóhannessonar próf., „Um réttindabaráttu íslendinga", verður kl. 13.15. Á morgun byrjar Haíldór Kilj- an Laxness að lesa Gerplu. Á þriðjudaginn hefjast erindi dr. Hannibal Valdemars sen letSrétllr „Frjálsa þjóð" HANNIBAL Valdemarsson sendi blaðinu í gær langa greinargerð Hallgríms Helgasonar um íslenzk þjóðlög og þá talar Eysteinn Tryggvason einnig um Norður- ljós. Þýtt og endursagt verður á fimmtudaginn. Lestur Grettissögu hefst á mið- vikudaginn og les dr. Einar Ól. Sveinsson. Heimilisþáttur verður síðdegis á laugardaginn, sinfóníu- tónleikar á íimmtudag og leik- ritio „Æskuvinur" á laugardag. Á miðvikudaginn verður píanó- einleikur Guðmundar Jónssonar og kynning á tónverkum Bjarna Böðvarssonar á fimmtudaginn. nauðsynleg, — og ef til vill nauð- synlegasti þáttur í lífi okkar. Ég sagði að lífið væri staðreynd og það væri heimskulegt að láta sér leiðast staðreyndir. Og menn mega ekki missa sjónar á þeim sannleik, hvernig svo sem allt veltur nú, að við íslendingar höfum aldrei átt kost á öllu betri veröld en við liíum nú í. Þrátt fyrir allt. Við eigum þess kost að leita nýrra viðfangsefna og glíma við þau og aldrei liöfum við haft betra tækifæri til að bæta hag okkar en einmitt nú. IÍUNNA EKKI VIÐ SIG — Og yður finnst ungu skáldin of svartsýn — liafa of mikla til- hneigingu til að einblína á dökku hliðarnar? — Ja, ég veit nú ekki, hvað skal segja, þekki það ekki of vel. — En áhriíin séu neikvæð? — Ég veit satt að segja ekki, hvaða áhrif ungu Ijóðskáldin hafa. Það þekkið þér betur. Ég hef nú ekki mikla trú á að þau hafi mikil áhrif. Ég skoða ungu lýrikkina sem nokkurs konar einstaklingsfyrirbrigði. Mér virð- ist þessi ungu skáld einna helzt vera eins og menn sem kunna ekki við sig og láta sér allt vaxa í augum. Það er nóg að slíku fólki í kringum mann. HJÁRÓMA RADÐIR — En finnst yður íslenzk æska yfirleitt vera heltekin af svart- sýni? — Nei, það er ekki hægt að segja, ég skil ekki í því. En svart- sýnin er víða í skáldskapnum. Hún er sennilega í tízku. Hún er ekki nýtt fyrirbrigði þar. — Satt að segja finnst mér þessar svart- sýnisraddir vera heldur hjáróma. Við erum að byggja fyrir fram- tíðina og miðar furðanlega áfram. Þróunin heldur alltaf áfram, þó að hún leggi stundum lykkju á leið sína. Um aldamótin voru menn fullir af bjartsýni, trúou á framtíðina. Þá fannst mönnum Háskólarektor: lífið einfalt og framtíðin björt og glæsileg. Svo kom styrjöldin og blóðsúthellingar og önnur styrj- öld og nýjar hörmungar. Menn sáu skyndilega að' þeir voru enn staddir í miðaldamyrkrinu. Þetta hefur auðvitað dregið úr lífsgleð- inni. En ungt fólk má ekki láta það á sig fá um of, þó að aítur- kippur verði. Það er auðvitað eðlilegt að mönnum verði dimmt fyrir augum, þegar þylirnir ganga yfir. En þróunin heldur áfram, og þó að útlitið sé ekki sem bezt í dag, má æskan ekki glata voninni um beíri framtíð og bjartari heim. ★ ★ VIÐ fórum að minnast á atburði síðustu daga, og einkum þær hörmungar sem gengið hafa yfir ungversku þjóðina. Rektor benti á að lítill munur væri á Rúss- landi kommúnismans og Þýzka- landi nazismans. Ég var sam- mála, gerði þá játningu að aldrei úr simfar daglega lífinu Böm í fóstur IGÆR fékk ég bréf frá ungum guðfræðinema. Hann brýtur þar upp á merlcilegu efni sem margir munu hafa hugleitt und- anfarna daga þótt ekki hafi það sézt rætt í blöðum enn sem kom- ið er. Guðfræðineminn skrifar: „Mig langar að biðja þig að koma þeirri hugmynd á fram- færi að ungverskum flóítamönn- um verði geíið landvistarleyfi á íslandi. íslenzka þjóðin býr óum- deilanlega við svo góð kjör nú, að það er beinlínis skylda hennar til leiðréttingar á ummælumjað láta aðra njóta þess að ein- „Frjálsrar þjóðar“ um afstöðu hverju leyti. Ennþá að minnsta Alþýðusambandsins til Ungverja- ..__... . : ,, - , Ritvelamalið j oruggri lands og atburðanna þar. höfii í greinargerð þessari er vakin ís ó.^"uðmundsson hringdi athygh á þvi, að Aiþyðusambands mín skýrði mér f'T Ve« r t TnTna svo frá að eftir að þingsályktun- fyrstu til þess að taka þatt. i Ung , artill Jónasar Árnasonar um verjalandssöfnun. Enn fremur hafi hún beint tilmælum til verka lýðsfélaganna um að þau tækju þátt í þessari fjársöfnun. Enn- fremur segir í greinargerðinni um afstöðu Alþýðusambandsstjórn- ar til 5 mínútna vinnustöðvunar í samúðarsltyni við ungversku samræmingu á leturborðum rit- véla hefði verið samþykkt 1952 hefði ríkisstjórnin beðið hann að gera tillögur um samræminguna. Haíði Elís samráð við innflytj- endur ritvéla um málið og skil- aði tillögum sínum 19. júní 1953. Ríkisstjórnin skrifaði innílytjend þjóðina, að tilmæli um hana frá j um skömmu síðar um málið og Alþjóðasambandi frjálsra verka-. sendi þeim hið samræmda letur- lýðsfélaga hafi borizt svo seint,: borð. Hefir það síðan verið notað að ekki haíi verið unnt að ná | á langflestum þeim ritvélum, sem saman sambandsstjórnarfundi j fluttar hafa verið inn í landið og nægilega snemma! I er gott til þess að vit^. kosti getum við boðið þessum hrjáðu mönnum upp á að setjast að í þjóðfélagi þar sem frelsi ríkir. Ég hef ekki þá þekkingu til að bera, að ég geti borið fram nýtar tiliögur um tilhögun, ef úr þessu yrði, en ekki er ósennilegt að einhverjir yrðu til þess að taka börn í fóstur og vinnufæru fólki er vonandi unnt að fá eitt- hvað að starfa. Ég er ekki í nein- um vafa um að það yrði þjóð- inni til blessunar að gera þetta góðverk“. Skuld okkar EG vil taka undir þessi orð. Það er sannarlega ástæða til þess að við íslendingar liggjum ekki á liði okkar, þegar ranglætið hef- ur farið eldi og brennisteini um heilt þjóðland og lagt í rúst eina af ágætustu menningarþjóðum álfunnar. Hér skortir sífellt vinfiuafl, við höfum verið að flytja inn þýzkt og skandinaviskt verkafólk og því frekar er ástæðá til þess að bjóða flótíamönnum hæli hér. En ekki er síður nauðsynlegt að taka ungbörn þau sem heimilislaus hafa orðið eða munaðarlaus, í íóstur, enda munu þeir margir íslendingarnir sem myndu vilja gera slikt góðverk. Það er ekki ábyrgðarlaust að lifa við þá ham- ingju að hafa aldrei átt í styrjöld og aldrei á síðustu árhundruð- um þurft að draga sverð úr slíðr- um til þess að verja írelsi eða sjálfstæði ættjarðarinnar. Við þá hamingju höfum við á þessu landi búið og eigum skuld okkar fyrir það enn ógoldna. Hún verð- ur bezt greidd með því að styrkja og styðja þær þjóðir sem áþján og hörmungum sæta og í fram- kvæmdinni þannig að taka í fóst- ur ungversk börn ef nauðsyn krefur. Þau eru okkar frelsislaun. Mál þetta yrði auðvitað að fram- kvæmast í samráði við Rauða krossinn og fyrir milligöngu hans. Samúðaralcla SAMÚÐARALDA hefur gripið um sig meðal þjóðarinnar vegna hryðjuverkanna sem fram in hafa verið í Ungverjalandi. Ég man ekki eftir því að þjóðin hafi fyrr fyllzt slíkri hluttekningu, mér liggur við að segja, slíkri þjóðarsorg, nema ef vera kynni um veturinn þegar Rússar réðust á Finna. í gær hringdu fimm menn til mín og báðu mig að koma því á framfæri að ungversk hljómlist yrði leikin í útvarpið. Það sýnir hve þjóöin fylgist vel með því sem austur þar gerist og tekur ríkan þátt í hinum válegu örlög- um ungversku þjóðarinnar. „Lífið er staðreynd“. hefði neinn atburður fengið eins mikið á mig og ofbeldið í Ung- verjalandi. En, bætti ég við, það getur verið að það sé vegna þess að ég hef fylgzt með þeim dag og nótt. Það er starf blaðamannsins að kynna sér atburðina eftir beztu getu, hann verður að sökkva sér niður í þá, fylgjast með þeim, lifa sig inn í örlög heillar þjóðar. Stundum er ástæða til að gleðjast, stundum til að gráta. Þegar skeytin bárust frá Ungverjalandi, var okkur grátur í huga. Og þó: Eigi skal gráta Björn bónda, heldur saína liði. — — Já, sagði rektor, en aðalatrið ið er að vera í jafnvægi, fremja engin spjöll. Ég vissi að hann tal- aði við gamlan nemanda, og mér þótti vænt um að hafa ekki alvar- leg spjöll á samvizkunni. Síðan barst talið aftur að aldamótaár- unum og rektor fór að ræða um gróskuna í íslenzku þjóðlífi á þeim árum. — Hún kom einnig fram í skáldskapnum, bætti hann við. Lítið þér bara á Aldamóta- kvæði Hannesar Hafsteins. Ég held alls ekki að hann hefði get- að ort það kvæði 10 árum fyrr. Ég spurði rektor, af hvaða skáldi unga fólkið ætti einna helzt að læra hið rétta og heil- steypta viðhorf til lífsins. Hann svaraoi: •— Það er ekki rétt að ráðleggja unga fólkinu neitt í þeim efnum. En ef ég ætti að benda á einhvern einn, þá væri það Stephan G. Stephansson. Ilann var aldrei neinn svartagallsmaður, þótt hann væri ætíð mjög næmur fyr- ir því sem gerðist; t.d. hafa íáir orðið íyrir eins miklum áhriíum af styrjöldinni og hann. En trúin á manninn bilaði aldrei þrátt fyr- ir styrjöldina. Hann orti þau dómadagskvæði um stríðið, bæði „Transvaal“ og „Pétursborg“, svo að dæmi séu nefnd — og hann hefði áreiðanlega haldið áfram að yrkja í líkum anda, ef liann hefði lifað. En þetta raslcaði samt ekki trú hans á lífið og framtíð- ina, og mætti unga fólkið — og ekki sízt ungu skáldin — minn- ast þess. Og ég vil bæta því við að lokum að ég sé enga ástæðu til þess að afturkalla það sem ég sagöi í setningarræðunni. Það er skiljanlegt að þeir verði svart- sýnir sem hafa beðið skipbrot. En það.er voðalegt að tapa trúnni á líiið. — Já, hugsa ég með mér, um leið og ég kveð, lífið er staðreynd — en stundum er það hörmuleg staðreynd. v >1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.