Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 14
14 MORGVHBLAÐ1Ð Sunnudagur 11. nóv. 1956 Hlutur Frumsóknur i hugsmunu- múlum bændu er næst smúr Telur þó mal Sjálfstœ&is flokksins sér til tekna Mynd þessi er tekin, þegar til óeirða kom íyrir framan rússneska senðiráðið í Kaupmannahöfn. Mannfjöldinn ætlaði að gera aðsúg að sendiráðinu i mótmælaskyni við atburðina í Ungverjalandi, en lögreglan tók í taumana. — Á myndinni sést, hvar ung stúlka hefir dottið og iiggur undir framfótum eins lögregiuhestsins. Hreyftisbílsfjórar fefla við fögregfu- og slökkviliðsmenn AÐALFUNDUR Taflfélags s.f. Hreyfils, var haldinn 24. október s.l. í skýrslu gat formaður helztu atriða í starfi félagsins síðast- liðið starfsár, en þau voru innanfélagsmót er háð var, er Hoskuldur Jóhannesson vann, og hraðskákmót er Þórður Þórðarson vann. Á báðum mótunum var teflt í þrem flokkum og voru veitt verðlaun í öllum flokkunum. Einnig háði félagi skákkeppnir við VBS Þrótt, Skákfélag Hafnafjarðar og bankamenn í Reykjavík. TÍMINN birti sl. íöstudag ræðu Halldórs Sigurðssonar sem á að nokkru leyti að vera svar við ræðu Ingólfs Jónssonar um fest- ingu kaupgjalds og verðlags. í ræðunni kemur fram nokkur van þekking á verðlagningu land- búnaðarvara. Halldór fullyrðir að útilokað sé að vita fyrirfram hvert verði útborgunarverð til bænda. í sambandi við verðlagstöíur þær, sem Ingólíur Jónsson hefir birt, má fullyrða að það eru hámarkstölur að óbreyttri verð- lagningu. Hins vegar má vera að nokkur kaupfélög eða aðrir sláturleyfishafar eigi erfitt með að borga svo hátt verð sem um hefir verið rætt, en ef svo væri, yrði það ekki til þess að bæta málstað Framsóknarmanna eða hnekkja þvi sem Ingólfur Jóns- son hefir haldið f-ram lun verð- lagninguna. FRAMSÓKN í AFTURFÖR Ræðumaður talar mikið um fortiðina og reynir að nefna nokltur framfaramál, sem Fram- sóknarflokkurinn hafi beitt sér fyrir og unnið að. Ekki er óeðli- legt þótt ræðumaður tali frekar um fortíðina en nútíðina, því ólíkt var Framsókr.arflokurinn betri hér áður, heldur en hann er í dag. Má sérstaklega minn- ast nokkurra mála fyrir 1934, sem stefndu til hagsbóta fyrir bændastétt landsins. Ræðumaður gekk ekki svo langt í því að eigna Framsóknarmönnum lög- gjöf til framfara landbúnaðinum að hann eignaði honum jarð- ræktarlögin frá 1923. Hefði það þó verið í samræmi við ýmislegt sem fram kemur í ræðunni. Þess má geta, að Framsóknarflokk- urinn hefir tvisvar spillt þessari gagnmerku löggjöf, í fyrra skipt- ið 1928 með því að setja há- mark á styrk til jarðræktar. Var nauðsynlegt að áliti Framsóknar- manna að setja hemil á fram- kvæmdimar til þess að ræktun- in yrði ekki of mikil. í síðara sinnið 1936 með hinni illræmdu 17. grein, sem smeygt var inn í jarðræktarlögin. Mátti þá segja að komnir væru tvöfaldir hemlar á og hraðinn í ræktunarmálun- um í samræmi við það sem að va.r stefnt. 17. greininni var ætl- að að ná því marki að gera allar jarðir að rikiseign. Jarðræktar- styrkurinn var skráður sem fylgifé og skuld á viðkomandi jarðeignir. Fyrir ötula baráttu Sjálfstæðismanna tókst að fá 17. gr. burtnumda 1942 og ákvæðið um hámark styrks á hverja jörð hefir einnig verið afnumið. Síð- an hafa bændur getað unnið eins og frjálsir menn að ræktunar og umbótamálum eftir því sem fjár- hagsgeta hefir leyft. FRAMSÓXN AFLABI LÍTILS FJÁR í RÆKTUNARSJÓ® Ekki gekk ræðumaður heldur svo langt að eigna Framsóknar- flokknum setningu laga um ræktunarsjóð. Ræktunarsjóður var stofnaður með lögum 1925 og fór íhaldsflokkurinn þá með völd í landinu. Ræktunarsjóður hefir verið geysimikil lyftistöng fyrir landbúnaðinn, ekki að- eins í ræktunarmálum, heldur einnig í byggingamálum sveit- anna. Það verður svo að viðurkenna að ræktunarsjóður hefir alltaf frá því hann var stofnaður haft of lítið fé til umráða. Sannast það bezt á frásögn Tímans 9. júní sl. en þar er birt tafla um lánveitingar úr ræktimarsjóði. í þessari töflu segir að rækt- unarsjóður hafi aðeins lánað fyr- ir kr. 70.500 1944, sem stafar vit- anlega af því, að sjóðurinn hefir haft lítil fjárráð. Það er svo ó- frambærilegt hjá ræðumanni að kenna stjórn Sjálfstæðismanna um það hversu lítið var lánað til landbúnaðar á árinu 1944, þar sem sú stjóm kom til valda mjög seint á því ári og hafði þess vegna engin áhrif á framkvæmd- ir eða fjáröflun til hans fyrir það ár. En það er svo skýr saga um framkvæmd Framsóknar- manna á fjáröflun til rækt- unarsjóðs að ekki var meira fé fyrir hendi eftir 17 ára stjóm Framsóknarmanna í landbúnaðarmálunum. STEFNUBREYTINGIN VARdÐ í Tíö STJÓRNAR SJÁI.FST/EBISMANNA Það er mikil rökvilla hjá ræðumanni þegar hann talar um stefnubreytingu á árinu 1947 eft- ir að Framsóknarmenn höfðu aftur komizt í ríkisstjóm. Það sem gerðist á árinu 1947 í fjár- öflun til bygginga og ræktunar- sjóðs er beint framhald af laga- setningu Péturs Magnússonar um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveitum. Með þeirri lagasetningu var stærsta sporið stigið til framkvæmda og fram- fara í íslenzkum landbúnaði. — Þessi lög tryggðu lánasjóðum landbúnaðarins 50 millj. kr. láns- fé, 5 millj. á ári í 10 ár. Þessi lög voru samþykkt á Alþingi 1946 fyrir forgöngu Sjálfstæð- ismanna. Ræðumaður gekk ekki svo langt að eigna Framsóknar- flokknum lög um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum, en þau lög voru samþykkt á Al- þingi 1945. Á árunum 1945—47 voru stofnuð 60 ræktunarsam- bönd, en nú munu alls vera starf- andi yfir 70 ræktunarsambönd í landinu. í sambandi við þetta var gerð heildaráætlun um véla- þörf og nauðsynlega ræktun i landinu. Með því að tryggja fjár- magn samkv. þeim lögum, sem áður voru nefnd og samþykkt voru 1946, gátu ræktunarsam- böndin hafizt handa um véla- kaup og allsherjarræktun um landið allt. VERÖLAGNING LANDBÚNABARAFURDA Ræðumaður gcrir að umtals- efni verðlagsmálin í fyrri tíð. Hann talar um búnaðarráðið, en búnaðarráðið var skipað 25 bændum, sem höfðu það verkefni að ákveða verð á landbúnaðar- afurðum. Búnaðarráðslögin voru til bóta frá því sem áður hafði gilt. — Verðlagsmálin voru áður í höndum 5 manna nefnda. Voru 2 nefndarmenn fulltrúar bænda, 2 fulltrúar neytenda og oddamaðurinn skipaður af land- búnaðarráðherra. Með því fyrir- komulagi réðu bændur engu um verðlagningu landbúnaðarafurða þegar í séeti oddamannsins var maður, sem ekki var hlynntur bændum. Reynslan talar átakan- lega sínu máli. Ræðumaður talar um afurða- sölulögin og gerir lítið úr hlut Sjálfstæðismanna í því efni. — Sannleikurinn er sá að Sjálf- stæðismenn voru á móti ýmsu í framkvæmd laganna, þótt þeir gætu samþykkt lögin eins og þau voru fram sett. Fram- kvæmdavaldið getur haldið þannig á málum að sæmileg lög- gjöf geti ekki notið sín. ÁBl/RÐARVERKSMIDJA FRAMSÓKNAR Ræðumaður talar lítils háttar um áburðarverksmiðjuna Var helzt á honum að skilja að hlut- ur Sjálfstæðismanna væri ekki sem beztur í því máli. Það verð- ] ur þó ekki rengt að Sjálfstæðis- menn beittu sér fyrir víðtækri athugun á því máli, sem leiddi til þess að verksmiðja var byggð, sem hentaði íslenzkum landbún- aði, en verksmiðjukrili það sem Framsóknarmenn vildu byggja sá ekki dagsins ljóe. Framsóknannenn vildu byggja verksmiðju, sem gat framleitt árlega 3000 tonn af köfnunarefnisáburði. Ef það hefði verið gert hefði íslenzk- ur landbúnaður orðið að búa við áburðarskort eða nota út- lendan áburð þar sem áburðar notkun á yfirstandandi ári var yfir 16000 tonn af köfxmnax- efnisáburði. Sannleikurinn er sá, að Sjálfstæðismenn hafa frá því fyrsta unnið af heiium huga að áburðarverksmiðju- málinu og munu eftirleiðis vinna að því ásamt öðrum, sem þar vilja leggja hönd að verki, vinna að aukningu á- burðarverksmiðjunnar svo að áburðarþörfinni verði að öllu leyti fullnægt með innlendum áburði. Ræðumanni Framsóknarflokks ins verður fátt annað tiltækt til að bera blak af flokknum og eigna honum ýmislegt af þeim málum, sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefir unnið að og komið í höfn. HVÍ FLÆMDUST BEZTU MENN ÚR FRAM- SÓKNARFLOKKNUM? Fróðlegt væri að vita hvort ræðumaður hefir gert sér grein fyrir því hvers vegna Tryggvi Þórhallsson, Jón í Stóradal, Þor- steinn Briem og ýmsir fleiri mæt ir menn, sem voru í Framsókn- arflokknum og vildu vinna að hagsmunum bændastéttarinnar hrökkluðust úr flokknum eða voru reknir þaðan. Ef ræðumað- ur veit ekki ástæðuna eða hefir ekki gert sér grein fyrir henni þá er hægt í stuttu máli að fræða hann á því. Framantaldir menn og þeir sem fylgdu þeim að málum vildu vinna að málefnum bændanna, en töldu að Framsóknarflokkur- inn gerði það ekki með þeim vinnubrögðum, sem hann við- hafði. BÚNAÐARMÁLASJÓÐUR FÆR FÉ SITT FRÁ BÆNDUM Ró&ðumaður minntist á búnað- armálasjóðinn. Er að heyra að hann telji þá lagasetningu nokk- urt afrek. Sannleikurinn er sá að gjald það, sem greitt er til búnaðarmálasjóðs er tekið af bændastéttinni. Verður tæplega hægt að stæra sig af því þótt lögfest sé gjald af landbúnaðar- vörum. Vitanlega hefðu bændur getað lagt þetta gjald fiam án lagasetningar frá Alþingi. Er enginn vafi á því, að íslenzk bændastétt er það þroskuð, að henni var vel treystandi til þess að sjá fjármálum sínum þannig borgið án þess að lög frá Alþingi kæmu til. Ef búnaðarmálasjóði væru tryggðar tekjur með fjár- framlagi frá öðrum en bændun- um sjálfum, t. d. ríkissjóði, hefði ræðumanni fyrirgefizt þótt hann hefði viljað þakka flokki sínum nokkuð vegna þessa máls. Leitt er til þess að vita að ræðumaður reynir að falsa um- mæli Ingólfs Jónssonar eins og Tíminn jeyndar tvisvar hefir gert. Er fengin önnur merking í ummæli hans með því að slíta úr samhengi það sem sagt var. Er þetta gert til þess að telja fólki trú um að Sjálfstæðismenn vinni gegn því að núverandi ríkisstjórn fái erlend lán. Stór- mannlegt er það ekki en þó ýmsum Framsóknarmönnum til þess trúandi að saka Sjálfstæð- ismenn um það ef ríkisstjóminni tækist ekki að ná í erlend lán. ÞAKKAÐI SKÁK- MÖNNUNUM Formaður þakkaði þeim 10 skákmönnum félagsins er fóru til Ósló og Kaupmannahafnar sl. sumar og tefldu þar við spor- vagnastjóra, með góðum árangri. í vetur hyggst félagið haga starfsemi sinni líkt og að undan- HEFIR EKKI TRAUST Sjálfstæðismenn vilja halda framkvæmdum áfram í landinu. Til þess þarf fjármagn. Ef fjár- magnið ekki fæst er það vegna þess að rikisstjórnin hefir ekki traust, hvorki innanlands né er- lendis. Það hefir þegar komið í ljós að núverandi rikisstjóm hefir ekki traust almennings í land- inu og sannast það bezt á því að myndun sparifjár er nú eng- in. Fyrstu 7 mán. ársins var sparifjáraukningin 136 millj. kr. og svarar það til að sparifjár- aukningin hefði getað orðið á þessu ári um 230 millj. kr. ef í landinu væri stjóm, sem fólkið bæri traust til. Við myndun þeirrar rílcisstjómar, sem nú sit- ur hvarf sparifjáraukningin al- gerlega og meira en það. Útlit er fyrir að sú aukning, sem varð fyrri hluta ársins, verði með öllu upp étin við næstkomandi ára- mót. Það er raunalegt ef mynd- un núverandi ríkisstjórnar leiðir til kreppu, atvinnuleys- is og stöðvunar á uppbyggingu atvinnuveganna. Fyrir slíkt verða allir landsmenn að gjalda og verður að segja að förnu og er eitt af fyrstu verk- efnunum, að efna til skákképpni við lögreglumenn og slökkviliðs- menn í Reyltjavík. Fer sú keppni fram í dag. STJÓRNIN Stjórn félagsins er þannig skip- uð: Formaður Þorvaldur Jó- hannesson, ritari Þórður Þórðar- son, gjaldkeri Þorvaldur Magn- ússon. Meðstjórnendur eru Vagn Kristjánsson og Jónas Kr. Jóns- son. Felldu ekki eins mörg hreindýr og leyft var SEYÐISFIRÐI, 7. nóv. — Ákveð- ið var í haust, að Austfirðingar, mættu skjóta 600 hreindýr, þann tíma sem hreindýraveiðar ern leyfilegar. Þeim mun nú lokið, en menn hafa ekki notað sér allt leyfið og munu ekki nema um 400 hreindýr hafa verið felld. Slátrun sauðfjár er nú lokið. Var slátrað talsvert fleira fé en í fyrra, en fé fer mjög fjölgandi hér. Meðalþungi sláturfjár var góður. Aðalslátrunin fór fram hjá Kaupfélagi Héraðsbúa, en frá því er síðan slátrað á þrem öðrum stöðum, Fossvöllum, Egilsstöðum og á Reyðarfirði. —Benedikt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.