Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.11.1956, Blaðsíða 24
Búizf var við um 20 þús. tn. Faxasíidar á land í gærdag Mikil síld á stóru svæði, segja sjómenn IGÆR var mesti afladagurinn á sildarvertíffinni hér viff Faxa- fióa á þessu hausti, og töldu margir annan eins afladag ekki hafa komiff hér viff Faxaflóa frá því 1950. Ekki mun fjarri lagi aff áætla meffalaflann á bát kringum 200 tunnur. I gærkvöldi var unniff aff sölíun síidar í öllum verstöffvum. Var taliff, aff er söltun lyki, myndi Faxasíldarsöltunin vera komin upp í kringum 80.000 tunnur. Það er ekkert einsdæmi að sild- in „flæði“ *vona inn á miðin, sagði Sturlaugur Böðvarsson út- gerðaramaður á Akranesi í sím- tali við blaðið í gærkvöldi. Svona var það í fyrravetur, að þeir fáu bátar, sem héldu út allt fram til jóia, en þeir voru kringum 15, voru alltaf með feiknmikinn afla. Ég man það, sagði Sturlaugur, að er við hættum þessum veiðum á Þorláksmessu í fyrra, þá komu 5 bátar frá okkur með alls 1000 tunnur. Þó var veiðin skörpust um mánaðamótin nóv.—des. Útkoma bátanna á þessari ver- tíð hér syðra, hefur verið slæm vegna ógæfta. Þessi róður var farinn eftir 5 daga landlegu, sagði Sturlaugur. A STÓRU SVÆÐI Síldin er mjög mikil á miðun- um og á stóru svæði, segja sjó- menn. Er þetta falleg söltunar- síld. — Sturlaugur Böðvarsson skýrði frá því, að dagurinn í gær myndi verða mesti söltunardagur fyrirtækisins, með alls um 1000 uppsaltaðar tunnur. Heildarafli Akranesbáta var hátt upp í 4000 tunnur. í KEFLAVÍK Fréttaritari Mbl. í Keflavík sagði: Það er ekki hægt að gefa neina heildartölu yfir löndun síldarinnar, því að bátarnir eru enn að koma að. Saltað verður hér mikið í kvöld og nótt. Nær 40 bátar voru komnir að, sagði fréttaritarinn, og voru þeir með alls nokkuð á sjöunda þús. tunn- ur síldar. Var meðalaflinn hjá þeim bátum, sem komnir voru, um 150 tunnur. Einn bátanna, Steinunn gamla, var ekki komin að landi með hátt á fimmta hundrað tunnur síldar, en það mun vera mesti aflinn á bát í gær. HAFNARFJÖRÐUR Allir bátar voru á sjó héðan í gær og öfluðu mjög vel. Mestan afla höfðu Hafnfirðingur og Faxa BORGARLÆKNIR, dr. Jón Sig- urðsson, sagði Mbl. í gær, að í öllum skólum bæjarins væri nú verið að bólusetja nemendurna í annað sinn. Á mánudaginn hefst svo bólusetning barna innan skólaskyldualdurs. Sagði borgar- læknir, að nær því hvert einasta barn og ungmenni á bólusetning- araldri hefði verið bólusett við fyrstu bólusetningu. Þessi tala bólusettra er kring- um 20,000, sagði læknirinn. Sem fyrr segir er önnur bólu- setning hafin í skólum bæjarins og á morgun, mánudag, hefst svo í Heilsuverndarstöðinni við Bar- ónsstíg bólusetning barna innan skólaskyldualdurs. Þessari bólu- setningu á að vera lokið næst- borg, 300—400 tunnur hvor. Aðrir höfðu milli eitt og tvö hundruð. Flestir þeirra fóru út aftur í gær. Surprise er væntanlegur frá Þýzkalandi eftir helgina, en þar seldi hann núna í vikunni fyrir 116 þúsund mörk, sem er ágæt sala. í Grindavík voru 14 bátar með alls 1970 tunnur og var hæsti bátur, Fjalar, frá Vestmanna- eyjum með 217 tn. í Sandgerði var einnig mjög mikil söltun í gær og bárust alls um 2000 tunnur á land. Sandgerðisbátar voru allir með hlaðafla og var þar mikil söltun og frysting í gær. Mun heildar- aflinn hjá fiotanum hafa verið um 2000 tunnur. 115.000 TUNNUR Áætlað er að salta 115.000 tunn ur Faxasíldar og hefur þetta magn hækkað nokkuð vegna þess hve Norðurlandssíldin hefur geng ið saman. í söltunarstöðvunum eru nú alls um 122.000 tunnur til afnota fyrir saltendur, en þeir áttu sjálfir nokkrar birgðir í ver- tíðarbyrjun. Guðsþjónustur í DAG verður minnzt hetjubar- áttu ungversku þjóðarinnar við guðsþjónustur í öllum kirkjum, sem messað verður í, og beðið fyrir henni og friði á jörðu. Hér í Reykjavík verður ár- degismessa kl. 11 í Dómkirkj- unni, Hallgrímskirkju og Laug- arneskirkju. Kl. 2 verða messur í þessum kirkjum: Bústaðasókn, Háteigssókn, Nesprestakalli, Frí- kirkjunni, Elliheimilinu, Frí- kirkjunni í Hafnarfirði, Innri- Njarðvíkum, Hvalsneskirkju, Kálfatjörn kl. 2,30. Kl. 5 verður messað í Dómkirkjunni, Hall- grímssókn og í Keflavíkurkirkju. komandi föstudagskvöld. Sami háttur verður hafður á og við frumbólusetningu, að börnin eiga að koma til bólusetningar eftir því hvar þau eiga heima og verð- ur farið eftir stafrófsröð gatn- anna. Að þessari bólusetningu lok- inni verða látnir líða 7 mánuðir og allt upp í rúmt ár, þar til þriðja bólusetningin verður fram kvæmd. Borgarlæknir sagði að lokum, að hann vænti þess að foreldrar og aðstandendur þeirra barna er bólusett verða í Heilsuverndar- stöðinni næstu daga, gæti þess að láta börnin koma á tilsettum tíma, svo bólusetningin geti geng- ið sem allra greiðlegast. Veixlan, sem aldrei var haldin í MANNÞRÖNGINNI fyrir utan rússneska sendiráffiff á miffvikudaginn heyrffi Haukur Snorrason til Péturs Benedikts sonar, sem stóff yzt í hópnum efff norffanverffu, er hann sagffi viff kunningja sinn: „Viff hitt- umst í Sjálfstæffishúsinu í kvöld“. En þít átti þá aff vera affalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur, sem auglýstur hafffi veriff í blöffum og út- varpi. Enda var fundurinn og hófst kl. 8,3« og sóttu hann nokkur hundruff manns. Hauki Snorrasyni hefur aug ljóslega veriff ókunnugt um Stúdentafundinn, og meff því aff manninum hefur veriff orff- iff kalt í rigningunni og lang- aff í kaffisopa, hefur haun tafarlaust ályktaff, aff nú ætti „Heimdallarskríllinn“ allur aff fá kaffi í Sjálfstæðishúsinu. Þess vegna sagði hann frá þessu atviki í Tímanum dag- mn eftir á þessa leiff: „En í Sjálfstæffishúsinu var kaffidrykkja fyrir þá, sem höfffu veriff í stríffinu. Bauff Pétur bankastjóri til hennar hátt og snjallt, og hefir vafa- laust haldiff ræffu yfir banda- mönnum. En af þeirri sam- komu eru ekki enn fregnir". Á Stúdentafélagsfundinum voru ýmsir þekktir Framsókn- armenn og var einn þeirra kosinn í stjórn. Hann og affr- ir geta frætt Tírnann um, aff á fundinum var ekkert kaffi veitt og væri raunar ekki í frá- sögur færandi, þótt svo hefffi veriff gert. En rittengslin milli Tímans og Þjóffviljans leyna sér ekki. Strax sama daginn hefur saga Hauks tekiff í Þjóðviljanum á sig þessa mynd: „Þegar hvítliðarnir höfðu unnið afrek sín í Túngötu var þeim öllum boffiff í Sjálfstæð- ishúsiff, þar sem þeir fengu veitingar á kostnaff Sjálfstæff- isflokksins. Var þar m.a. stadd ur Bjarni Benediktsson, sem tók svo mikinn þátt í undir- búningi þessara óeirffa, aff hann hefur ekki mátt vera aff því aff sinna þingstörfum tvo daga“. í Þjóðviljanum í gær segir loks: „Bjarni Benediktsson útbýr þeim dýrlega veizlu í Sjálf- stæðishúsinu að afrekum lokn um“. Lengra skal sagan ekki rak- in aff sinni, en af alveg sama toga eru spunnar sögurnar um „samræmdar affgerffir", „liff- safnaff“ og annað slíkt. Allt uppspuni frá rótum. Þaff sama gerffist í Reykjavík og í flest- um öðrum höfuffborgum heims, að gremja alþjóðar gegn kommúnistum brauzt út, og m. a. s. meff mildari hætti hér en víffast annars staffar. En frófflegt verffur aff sjá, hvort Haukur Snorrason skammast sín og birtir leiff- réttingar í blaði sínu effa hvort hér hefur fæffzt nýr „Tíma- sannleikur“, sem hampaff verff ur árum saman. Kviknar í FjalKossi AKUREYRI, 10. nóv.: — Kl. 3,20 í morgun var slökkviliðið kallað að skipinu Fjallfossi, er lá hér við bryggju. Hafði kviknað þar í smurningsforhitara. Fljótt tókst að slökkva eldinn, en nokkrar skemmdir munu þó hafa hlotizt af. —job. Mœnasóttarhólusetningin : 20.000 btírn og ungmenni voru bolusett Stúdentar á Suðurlandi rœða Ungverjalandsmál Fundur á Selfossi á þriðjudagskvöld Á ÞRIÐJUDAGINN boffar Stúdentafélag Suðurlands til almenns borgarafundar á Selfossi og er fundarefnið hörmungar ung. versku þjóffarinnar og öryggisleysi smáþjóffa. MARGIR RÆÐUMENN « Fundarstjóri verður Páll Hall- grímsson sýslumaður en fram- söguræðumenn eru allmargir. Það verða þeir dr. Sveinn Þórð- arson skólameistari að Laugar- vatni, sr. Jóhann Hannesson Þing völlum, Þorsteinn Sigurðssoon bóndi að Vatnsleysu, sr. Sigurð- ur Einarsson í Holti og Sigurður Greipsson skólastjóri, Haukadal. Á fundinum verður gengizt fyrir samskotum til Ungverja. Verður fundurinn haldinn í Sel fossbíói og hefst hann kl. 8,30. Engin ný tilfelli SKÝRT var frá því hér í Morg- unbl. fyrir nokkrum dögum, að vart hefði orðið mænusóttar. Var síðast þessara tilfella 29. fyrra mánaðar. Ekki er kunnugt um ný tilfelli síðan. Þess skal getið, að enginn mænsóttarsjúkling- anna, sem nú liggja í Heilsu- verndarstöðinni, en þeir eru fjór- ir, höfðu verið bólusettir gegn veikinni. Dauðaslys á þýzka togar- anum Koblenz í fyrradag Háseti fluttur höfuðkúpubroti nn tii Pafreksfjarðar, þar $m hann lézf liilu síðar. Patreksfh-ði, 10. nóvember. LAUST eftir kl. 15 í gær kom hingað þýzki togarinn Koblenz fré Norddeutsche Hochseefischerei Cuxhaven, með mikið slas- aðan mann.. Hafði skipstjórinn haft samband við héraðslækninn hér um læknishjálp áður en skipið kom hingað. Maðurinn lézt hér á sjúkrahúsinu skömmu eftir að hann var flut-tur þangað. FÉLL Á SÍÐUPOLLANN Slysið vildi til um 9-leytið í gærmorgun. Var togarinn þá staddur út af Jökli. Var úfinn sjór og norðaustan stormur. Tog- arinn var að kasta vörpunni. Var hann búinn að láta pokann fara. Hélt maðurinn við stertinn, en bragð af kaðlinum komst á hand- legg hans, þegar skipið tók snögga veltu, með þeim afleið- ingum að maðurinn skall með höfuðið á síðupollann. Við það losnaði bugtin af, en annars myndi maðurinn hafa farið út- byrðis. KOMST ALDREI TIL MEBVITUNDAR Blæddi allmikið úr vitum mannsins eftir höggið og var hann meðvitundarlaus, er lagt var af stað með hann til Patreks- íjarðar. Eins og fyrr segir tók læknirinn strax á móti hinum ilasaða og var hann þegar fluttur á sjúkrahúsið. Andaðist hann þar milli kl. 17—18, án þess að kom- ast til meðvitundar aftur. Var maðurinn höfuðkúpubrotinn og hafði blætt inn á heilann. VERÐUR SÓTTUR EFTIR VIKU Koblenz mun koma hingað aft- ur eftir viku til þess að sækja lík mannsins. Maðurinn, sem var há- seti, var 52 ár gamall og lætur eftir sig konu og börn. Hann var að sögn skipstjórans mjög dug- legur og vanur sjómaður. — KarL Brjóstmyíid af K. Zimsen borgarstj. •Á FUNDI bæjarráðs er haldinn var á föstudaginn, var samþykkt að láta gera brjóstmynd af Knud Zimsen borgarstjóra. Var ákveð- ið að fara þess á leit við Sigur- jón Ólafsson að gera mynd þessa af hinum vinsæla borgarstjóra, er lét af störfum 1932, eftir langt starf. Bílhappdrætfi S jálfstæðisflokks- ins Dregið verður á mánudagskvold NÚ VANTAR affeins herzlumun- inn aff allir miffar seljist upp. Enn hafa þeir tækifæri til aff freista gæfunnar, sem ekki hafa þegar keypt sér miða. Hver vill ekki eignast svo stórglæsilega nýtizku flóksbifreiff sem vinningurinn í happdrættinu er? Tækifæriff er affeins í dag og á morgun! Dregiff verffur annað kvöld. Tryggiff yffur miffa strax! Þeir eru seidir í happdrættisbílnum sjálfum, er stendur í Aust- urstræti. , -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.