Morgunblaðið - 18.04.1957, Síða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtiidagur 18. apríl 1957
Heræíin<gar „alþýðuherganna
ii
Um þessar mundir fara fram víðtækar heræfingar hinna dyggu og velþjálfuðu „öryggissveita verka-
Iýðsins" í Austur-Þýzkalandi. Myndin sýnir „hina hraustu syni alþýðunnar" búa sig undir að fást
við uppreisnaröflin, sem þá og þegar kunna að láta til sín taka í Austur-Þýzkalandi engu síður en í
Ungverjalandi. Að sjálfsögðu vita mennirnir á myndinni, að hér er aðeins um æfingu eða „leik“ að
ræða. Að öðrum kosti mundu þeir líklega vera tregari til að hætta höfði sínu fyrir kommúnistafor-
ingjana. Myndin er tekin með mjög sterkri aðdráttarlinsu frá Yestur-Berlín, en æfingarnar fóru
fram á svæði Rússa í borginni.
Hans Schuster liðforingi og Lisa
Haubrock aðstoðarforingi fylgj-
ast hreykin með heræfingum „al-
þýð<uhersveitanna“. Þau eru að
fylgjast með skotæfingu unglinga
bæði pilta og stúlkna. Ekki er
þess getið, að friðardúfur hafi ver
ið á sveimi þar.
Húseigendafélag
slofnað á Akureyri
AKUREYRI, 17. apríl: — 1 gær-
* kveldi var haldinn fundur hér til
stofnunar húseigandafélags, er
starfa skal á sama grundvelli og
Fasteignafélag Reykjavíkur. —-
Flutti Páll S. Pálsson hrm. fram-
kvæmdastjóri F.R. framsöguer-
indi á fundinum þar sem hann
m.a. skýrði frá starfsemi slíkra
félaga á Norðurlöndum og í
Reykjavík. Kvað hann nú víða í
kaupstöðum landsins áhuga á
stofnun slíkra félaga.
Að ræðu hans lokinni voru lögð
fyrir fundinn drög að félagslög-
um er samþykkt voru á fundinum
með lítilsháttar breytingum. 50
fundarmenn innrituðu sig í félag-
ið. 1 stjórn þess voru kjörnir
Jónas G. Rafnar hdl. formaður,
Stefán Reykjalín, byggingarmeist-
ari, Guðmundur Skaftason hdl.
Eyþór Tómasson framkvstj. og
Björn Guðmundsson varðstjóri.
— JOB.
Margþœtt starfsemi
Ísl.-ameríska félagsins
AÐALFUNDUR fslenzk-ameríska
félagsins var nýlega haldinn í
Reykjavílk. Starfsemi félagsins
var fjölþætt á s. 1. ári, en aðal-
verkefni þess hefur verið, eins
og undanfarin ár, að hafa milli-
göngu um útvegun námsstyrkja
í Bandaríkjunum fyrir íslenzka
námsmenn. Veittir voru 7 styrkir
til háskólanáms, þar af 4 til
framhaldsnáms. Þá útvegaði félag
ið 6 íslendingum verknámsstyrki
í Bandaríkjunum í samvinnu við
American Scandinavian Founda-
tion í New York.
Auk þeirra styrkja, er að fram-
an getur, þá hefur íslenzk-
ameríska félagið haft hönd í
bagga með námsstyrki þá, sem
Bandaríkjamaðurinn T. E. Britt-
ingham veitti nýlega 5 ungum
íslendingum. Ennfremur mun
félagið hafa milligöngu um út-
vegun styrkja til handa 5 gagn-
fræða- og menntaskólanemend-
um á skólaárinu 1957—58. Eru
námsstyrkir þessir veittir fyrir
tilstilli félagsskapar í Banda-
ríkjunum, er nefnist American
Field Service.
Þrír skemmtifundir voru haldn
ir á árinu, og voru þeir allir
prýðisvel sóttir. Þá hefur félagið
efnt til kvikmyndasýninga einu
sinni í mánuði yfir vetrarmánuð-
ina. Hafa þar verið sýndar
fræðslu- og skemmtimyndir, og
hefur aðsókn verið mjög góð,
enda njóta þessar kvikmynda-
sýningar félagsins mikilla vin-
sælda meðal almennings.
Á s. L vori gekkst íslenzk-
ameríska félagið, í samvinnu við
Tónlistarfélagið, fyrir hljómleik-
um í Reykjavík, þar sem fram
kom hinn víðfrægi bandaríski
Robert Shaw kór. Skömmu fyrir
jól sá félagið um kynningu is-
lenzkra listamanna í sjónvarps-
Á sjötta hundrað marins hafa
séð sýningu Baldurs og 14 mynd-
ir selzt. — Sýningin er opin dag-
lega kl. 2—10 e.h.
BALDVR EOW’VSS:
„Finnskur celioIeikari“.
dagskrá varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli. Listamennirnir,
sem komu fram í sjónvarpinu
voru Þuríður Pálsdóttir, Guðm.
Jónsson og Fritz Weisshappel.
fslenzk-ameríska féldgið hefur
ýms verkefni á prjónunum, m. a.
er ráðgert að hingað komi í vor
þekktur bandarískur kjarnorku-
vísindamaður, dr. John Dunning,
prófessor við Columbia-háskól-
ann. Mun hann flytja fyrirlestra
á vegum félagsins um hagnýt-
ingu kjarnorkunnar. Er í ráði,
að fleiri þekktil* fyrirlesarar
komi hingað til lands á vegum
félagsins síðar á árinu.
Stjórn Íslenzk-ameríska félags-
ins skipa nú: Dr. Sigurður Sig-
urðsson, formaður, Gunnlaugur
Pétursson, varaform., Gunnar
Sigurðsson, ritari, Ólafur Hall-
grímsson, gjaldkeri, Daníel Gísla
son, spjaldskrárritari og með-
stjórnendur: Björn Thors, E.
Borup, Daníel Jónsson og Njáll
Símonarson. í varastjórn eru:
Halldór H. Jónsson, C. Linde og
Sigurður Ólafsson.
Fimmtugur á morgun:
Kjartun J. Jóhtmnsson
alþingismaður
KJARTAN J. JÓHANNSSON,
læknir og alþingismaður ísafjarð
arkaupstaðar, á fimmtugs afmæli
á morgun, föstudaginn 19. apríl.
Mun það koma mörgum er til
hans þekkja næsta á óvart. Svo
unglegur er hann að ýmsir
mundu telja hann áratug yngrL
Um svo unga menn tekur naum
ast að skrifa langar afmælisgrein-
ar og rekja æviferil þeirra, enda
þótt ágætir séu af verkum sínum
og mannkostum. Verður það held
ur ekki gert hér, aðeins stiklað
á nokkrum aðalatriðum.
Kjartan er Reykvíkingur að
ætt, sonur Jóhanns Ármanns Jón-
assonar kaupmanns og Ólafar
Jónsdóttur konu hans. Lauk hann
stúdentsprófi 18 ára gamall og
embættisprófi í læknisfræði árið
1931. Var þá um hríð settur hér-
aðslæknir á nokkrum stöðum úti
á landi, en sigldi síðan til Þýzka-
lands og dvaldi þar um skeið við
framhaldsnám. Haustið 1932 kom
hann til Isafjarðar og hefur vevið
þar læknir síðan, ýmist sjúkra-
hússlæknir eða „praktiserandi“
læknir. Hann hefur því dvalið
réttan helming ævi sinnar á Isa-
firði. Þar hefur hann getið sér
frábært orð sem læknir og borg-
ari. Mun vart geta vinsælli mann
í byggðarlagi sínu en Kjartan
lækni á ísafirði. Liggja rætur vin
sælda hans fyrst og fremst í hæfni
hans sem læknis, hjálpsemi hans
og ljúflegrar umgengni. Hann er
hið mesta prúðmenni og glæsi-
menni í allri framkomu.
Kjartan J. Jóhannsson stundaði
sjómennsku að staðaldri á skóia-
árum sínum. Var mörg ár á tog-
urum og kynntist lífi og starfi ís-
lenzkra sjómanna af eigin sjón og
raun. Hefur það síðan orðið hon-
um til mikils gagns í margþæt.tum
afskiptum hans af atvinnumálum
og opinberu lífi.
• Hann hefur tekið mikinn þátt í
félagslífi og atvinnumálum á ísa-
firði. Alþingismaður ísafjarðar-
kaupstaðar var hann kosinn sum-
arið 1953 og endurkosinn með öfl-
ugu fylgi á sl. sumri.
Kjartan J. Jóhannsson er hug-
kvæmur og farsæll maður, að
hvaða starfi sem hann gengur.
Framkoma hans mótast ávallt af
persónulegri góðvild og einlæg-
um vilja til þess að styðja hvert
mál, er til heilla horfir, hvort
heldur er fyrir bæjarfélag hana
eða þjóðfélag.
Hann er kvæntur Jónu Ingvars
dóttur úr Hafnarfirði, ágætri og
dugandi konu. Eiga þau hjón
fimm myndarleg börn, 3 syni og
2 dætur. Hafa tveir sona þeirra
þegar hafið háskólanám.
fsfirðingar munu á morgun
hylla sinn vinsæla þingmann og
lækni fimmtugan. Vinir hans og
samstarfsmenn biðja hann lifa
vel og lengi.
S. Bj.
Sýning Baldurs Edwins
Baldur Edwins hefur ekki sýnt
myndir sínar áður hérlendis, en
hefur nú efnt til sýningar á verk
um sínum í Bogasal Þjóðminja-
safnsins, og er það fyrsta sjálf-
stæða sýningin, er málarinn hef-
ur haldið.
Yfir 50 myndir eru á þessari
sýningu: málverk, vatnslitamynd
ir og teikningar, allt unnið á sein
ustu árum. Fyrirmyndir sínar
sækir Baldur mestmegnis til
suðurlanda, enda hefur hann dval
ið þar langdvölum og nú seinustu
árin á Spáni. Hinir heitu litir
Spánar hafa auðsjáanlega haft
mikil áhrif á málarann, og hon-
um er ljúf verkefni þar að sunn-
an. Einnig hefur hann notað fyr-
irmyndir frá París og Suður-
Frakldandi. Nokkrar myndir eru
frá íslandi, en þær eru þó í miki-
um minnihluta.
Ekki verður það sagt, að Bald-
ur sé átakamaður í myndlis't.
Hann brýtur ekki nýjar leiðir,
og umbrot og galsa er hvergi að
finna í verkum málarana. Hann
virðist heldur hlédrægur, og það,
er hann lætur frá sér fara, er yf.
irlætislaust og ekki hávaðasamt.
Nokkuð er sýningin misjöfn:
sumt geðþekkt, annað lakara.
Litameðferð er ekki óþægileg, en
það vantar einhvern kraft og til.
þrif til að raunverulegum til-
gangi sé náð og verkin verði eft-
irminnileg, en hver er sinnar
gæfu smiður, og listamenn verða
að velja og hafna samkvæmt
sannfæringu og þeim skilningi,
er þeir leggja í myndlist.
Sýning Baldurs verður opin yf-
ir bænadagana, en henni lýkur
þann 25. þ.m. Áð lokum óska ég
Baldri til hamingju með sýning-
una. Það eru alltaf viss tímamót
hjá málara, sem heldur sína
fyrstu sjálfstæðu sýningu.
Valtýr Pétursson.