Morgunblaðið - 18.04.1957, Blaðsíða 16
MORCTJNPr 4 f>if)
Flmmtudagur 18. aprí] 1957
n
Fuglalifið við
Reykjavikurtjörn
^LLUR þorri baejarbúa mun
hefir nokkurn áhuga á
fuglalífinu á Reykjavíkur-
tjörn. Það ber t. d. ekki sjald-
an við, að í blöð bæjarins sé
skrifað hitt og þetta um fugla-
lífið. Þetta er ekki nema'
eftlilegt, enda kunna fáir að
meta fegurð og fjölbreytni
náttúrunnar betur en þeir,
sem í borgum búa. Þessi al-
menni og vaxandi áhugi mun
meðal annars hafa átt mikinn
þátt í því, að Gunnar Thor-
oddsen, borgarstjóri, hefur
beitt sér fyrir því, að þessi
þáttur í fegrun bæjarins verði
tekinn fastari tökum en verið
hefur. Hefur hann í því skyni
falið Hafliða Jónssyni, garð-
yrkjuráðunaut bæjarins, að
hafa urnsjón með fuglalífinu
á Tjörninni og hafa með hönd
um allar framkvæmdir, er
lúta að eflingu þess.
Þessar línur eru þó ekki sam-
tal við hann, heldur við þann
mann; sem nú á síðustu árum hef-
ur verið kallaður til sem ráðu-
nautur um leiðir til þess að auka
fuglalífið á Tjörninni og gera það
íjölbreyttara — það er dr. Finn
Guðmundsson.
Um daginn lagði ég leið mína
suður í vinnustofur hans í í>jóð-
minjasafnsbyggingunni, en þar
hefur Náttúrugripasafnið fengið
bækistöðvar til bráðabirgða. Við
ræddum ekki um Náttúrugripa-
safnið, því að um það fannst mér
óþarfi áð tala, eins og nú er að
því búið, en þeir sem vilja kynna
sér það geta skroppíð þangað síð-
degis einhvern sunnudag og skoð-
að sýningarsal þess, sem enn er í
safnahúsinu við Hverfisgötu.
1 ÞORFINNSTJÖRN
Við Finnur ræddum um fugla-
lífið á Tjörninni. — Þú manst eft-
ir því, sagði Finnur, að seinni-
hluta sumars í fyrra var 120 ung-
um fjögurra andartegunda sleppt
á Þorfinnstjörn í Hljómskálagarð
inum. Þessar tegundir voru rauð-
höfðaönd, grafönd, litla gráönd
og urtönd. Eggjum þessara teg-
unda hafði Kristján Geirmunds-
son á Akureyri safnað í Mývatns-
sveit og í Aðaldal, klakið þeim
út í útungunarvél og síðan alið
ungana unz þeir voru fluttir suð-
ur. Þessar aðkomuendur voru
vængstífðar, en nú í sumar, þeg-
ar þær hafa fellt fjaðrir, verða
þær fullfleygar. — Og síðan hélt
hann frásögn sinni áfram. — Nú
er spurningin sú, hvort þær fást
Samtal við dr. Firm Guðmundsson, sem
telur skilyrði mjög góð bar til oð koma
upp fjölbreyttu fuglalifi
til að verpa hér í vor og hvort
þær verða með því vísir að anda-
stofni, sem yrði „heimilisfastur" á
Tjörninni. Það er staðreynd, að
hvergi eru lifsskilyrði fyrir end-
urnar betri en einmitt þar.
Til þess að fá þær til að
verpa þarf að gera ýmsar ráð-
staíanir, en mest veltur þó á
hinum mörgu vinum hinna
norðlenzku anda, sem vitja
þeirra til að gefa þeim. Girð-
sjóinn með þetta. En þetta er til-
raun, sem ég tel sjálfsagt að gera.
Ef vel tekst, vex hér upp ný
kynslóð, sem eflaust mun halda
tryggð við Tjörnina í framtíðinni.
Varptími andanna er í maí-júní,
en þegar kemur fram í ágúst er
hugmyndin að sleppa þeim út í
aðaltjörnina, hvort sem þær
verða þá með unga eða ekki.
En nú er auk þess í ráði, að
fá Kristján Geirmundsson til að
upp norður á Akureyri, eins og í
fyrra, en síðan verður þeim
sleppt á Þorfinnstjörn, væntan-
lega um mánaðamótin ágúst-
september í haust.
Dr. Finnur kvað skilyrði til
þess að koma upp fjölbreyttu
fuglalífi á Reykjavíkurtjörn
mjög góð. Já, ég tala nú ekki
um ef úr því verður, að gerð-
ar verði nýjar tjarnir í Vatns-
mýrinni, svo sem komið hefur
til tals að gera, enda er mýr-
in sunnan Hringbrautar og alit
suður að Tívóli ekki til ann-
ars betur fallin. Aðalerfiðleik-
arnir, sem mér virðast nú vera
á því, að hægt sé að koma hér
upp skemmtilegu og fjöl-
breyttu fuglalífi, eru að halda
opnum nægilega stórum vök-
um á Tjörninni á veturna. í
vetur tókst að halda opinni
vök á Þorfinnstjörn með því
að halda vatningu í stöðugri
hreyfingu, en þelta auðasvæði
reyndist fulllítið vegna þess,
ltve gífurlega mikil stokk-
andamergð sótti á það.
VAKIR OG SKAUTAÍS
Það er að vísu ekki neinum
teknískum erfiðleikum bundið að
halda stærri svæðum á Tjörninni
auðum á veturna, en það strand-
ar enn sem komið er á því, að
inni vök í krikanum við Bún-
aðarfélagshúsið og jafnvel allt út
að Tjarnarhólmanum. Auk þess
yrði svo haldið opinni vök á Þor-
finnstjörn, eins og í vetur sem
leið, fyrir ungfuglana, sem koma
að norðan í haust. Með þessu
myndi tvennt vinnast. Fuglalíf-
ið myndi flytjast meira inn í mið-
bæinn, þar sem fólk á greiðari
aðgang að fuglunum til að gefa
þeim, og létta myndi mjög á
sókn fullfleygra anda á vökina í
Þorfinnstjörn, sem eiginlega er
fyrst og fremst ætluð hinum
ungu aðkomuöndum meðan þær
erú að laga sig að nýju umhverfi.
EKKI AÐEINS INNLENDAR
— Hér á landi, sagði dr. Finn-
ur, eru 16 tegundir anda, og mun
ekki miklum erfiðleikum bundið
að fá flestar þeirra til að setjast
að á Reykjavíkurtjörn. En auk
þess er ekkert því til fyrirstöðu,
að hægt verði í framtíðinni að
fá erlendar andartegundir til að
lífga upp á andahjörðina á Tjörn-
inni. Slíkar tegundir myndum við
meðal annars geta fengið úr hin-
um mikla andagarði Peter Scotts,
sem tvívegis hefur komið hingað
til þess að merkja heiðagæsir
í Þjórsárverum við Hofsjökul. —
Hann hefur nú í andagarði sín-
um 140 tegundir andafugla hvað-
anæva að úr heiminum. Ef þú
margir telja Reykjavíkurtjörn * 1 verður einhvern tíma á ferð í Eng
landi þá ættirðu að bregða þér
til Scotts og skoða anaagarðinn
við ósa Svernárinnar. Félagsskap
ur hefur nú verið stofnaður um
rekstur andagarðsins, sem er hin
merkilegasta stofnun, sagði dr.
Finnur.
með öllu óslítandi úr tengslum
við vetraríþróttaiðkanir og þar af
leiðandi megi ekki halda stórum
svæðum á Tjörninni opnum fyrir
fuglana. Hér er ég á annarri skoð
un en unnendur skaútaíþróttar-
innar, þó ekki beri að skilja það
svo, að ég sé á móti þeirri göf-
ugu íþrótt. Eg tel, að vegna um- Eg hefði gjarna viljað, sagði
hleypingasamrar veðráttu hér á J Finnur, að þú minntist í þessu
Mývatnsendur á Þorfinnstjörn. 1 miðið rauðhöfðaendur( steggur
' miðið og önd til hægri). Til vinstri litlu gráendur.
(Ljósm. Björn Björnsson).
ingin umhverfis Þorfinns-
tjörn verður nú lagfærð og
styrkt, og veltur á miklu, að
fólk fari ekki inn fyrir girð-
inguna. Um varptímann þarf
að ríkja fullkominn friður í
Þorfinnshólma og sefinu og
runnunum innan girðingar-
innar. Gömlu álftahjónin hafa
nú verið sett út fyrir girðing-
una og er í ráði að farga þeim
til útlanda, enda eru þau orð-
in mjög erfið í sambúð. I vetur
var, eins og þér mun kunnugt
um, haldið opinni vök á Þor-
finnstjörn, og fór þar vel um
endurnar, ekki aðeins hina
nýju innflytjendur heldur líka
stokkendurnar, sem til
skamms tíma hafa ráðið ríkj-
um á Tjörninni allri ásamt
kríunni.
NÝ KYNSLÓÐ
Vonandi er, að þessi tilraun
til þess að fá hinar fallegu Mý-
vatnsendur til þess að verpa hér
hjá okkur takist vel, en satt að
segja rennum við alveg blint í
klekja út eggjum 4—5 andarteg-
unda til viðbótar. Verða það lík-
lega duggönd, skúfönd og húsönd,
og svo sjálfur æðarfuglinn, en
ekkert virðist vera því til fyrir-
stöðu, að hægt verði að koma upp
dálitlu æðarvarpi við Tjörnina.
Ungana ætlar Kristján svo að ala
Suðvesturlandi og hlýnandi lofts-
lags síðustu áratugina, geti
Reykjavíkurtjörn aldrei orðið sá
vettvangur vetraríþrótta, sem
margir vilja vera láta. Það er
i t. d. miklum mun verri aðstaða
til að iðka skautaíþróttir á Tjörn-
inni nú en fyrir einum 30—40 ár-
um. Eg held því, að fyrir skauta-
fólk sé enginn framtíð í því, að
hugsa sér ísinn á Tjörninni sem
aðalskautasvell bæjarbúa. Eg
held, að allir hljóti að sjá þetta,
ef þeir hugsa svolítið um stað-
reyndirnar. Og minna má á, að
í vetur er leið var gert skauta-
svell á sjálfum íþróttavellinum,
sem mjög var sótt, og nóg var
rýmið.
Eg myndi leggja til, að næsta
vetur yrði reynt að halda op-
samtaU okkar þeirra manna, sem
sérstaklega hafa tekið sig fram
urri að vekja áhuga manna á
fuglunum á Tjörninni. Dettur
mér þá fyrst í hug Kjartan Ólafs-
son brunavörður, sem alltaf hef-
ur haft mikinn, áhuga á því, að
búa vel í haginn fyrir Tjarnar-
endurnar og látið befur mjög til
sín taka einmitt í Mbl. með grein-
um um þessi efni.
Eg verð að segja það eins og
er, að mér er það mikið gleði-
efni, að nú skuli fuglalífinu á
Tjörninni loks hafa verið búin
örugg framtíð, því mér er kunn-
ugt um, að Hafliði Jónsson, garð-
yrkjuráðunautur hefur mikinn
hug á að gera sitt til þess, að
Tjörnin geti orðið að sannri para-
dís fuglanna. Sv. Þ.
Ungling
irantar til blaðburðar við
Laugarnesvegi
J^ormtnKaíií*
— Bezt að auglýsa i Morgunblaðinu —
Við þessa tjörn vonast maður til að Mývatnsendurnar verpi nú í vor, og friða þarf því svæðið. Hér
eru þeir að ræða saman dr. Finnur Guðmundsson, hái maðurinn, og Hafliði Jónsson, garðyrkjuráðu-
I nautur, sem falið hefur verið umsjá með fuglalífinu á Reykjavíkurtjörn (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M4