Morgunblaðið - 18.04.1957, Side 17

Morgunblaðið - 18.04.1957, Side 17
Fimmtudagur 18. apríl 1957 MORCVlSTtL AÐIÐ vr Ung hjÓD hlutu hæsta vinninginn, kr. 75 þús. í happdrættisláni ríkissjóðs, er dregið var 15. þ. m. — Þeim var afhentur vinningurinn í gær. Ungu hjónin, Margrét Björnsdóttir og Sigurgeir Jónasson, •jást til vinstri á ínyndinni, en Ásta Magnúsdóttir, ríkisféhirðir, afhendir frúnni ávísun fyrir fjárhæð- inni. Til hægri stendur Ásta Valdemarsdóttir, sem dró vinningsnúmerið. —Ljósm. :Ó1. K. M. HEF OPNAÐ v lœkningastofu í Vesturbæjarapóteki — sími 80530. Sérgrein: Handlaekningar. Viðtal: Mánudaga og miðvikudaga kl. 1,30—2,30 og eftir umtali. RICHARD THORS læknir. Opnum ó luugurdug nýja verzlun að Laugavegi 81. Skóverzlunin HECTOR HF. Mafá eignum vegna skatts á stóreignir Úr greinargerb trv. HÉR FARA á eftir þau atriði gréinargerðarinnar, er fylgdi frv. ríkisstjórnarinnar um stóreigna- skatt, sem snerta mat á fasteign- um: Fasteignir skal telja með því nýja fasteignamatsverði, sem á- kveðið verður samkvæmt lögum nr. 33/1955, að viðbættri 200% hækkun. Samkvæmt lögum nr. 33/1955 tim samræmingu á mati fasteigna hefur sérstök landsnefnd unnið að endurskoðun fasteignamatsins frá 1942 og aukafasteignamats, sem síðan hefur farið fram. Nýj- ar framkvæmdir hafa verið metn ar eftir sömu grundvallarreglum og matið frá 1942 var byggt á. Samkvæmt 6. gr. nefndra laga hefur nefndin síðan skipt fast- eignunum niður í flokka og á- kveðið hækkun eða lækkun mats ins í hverjum flokki. í þeim flokki fasteigna, sem hækkar mest, er álagið á gamla matið 400%, en það hámark var ákveð- ið í lögunum. Skal hér sýnt með dæmum, hvernig mat fasteign- anna verður samkvæmt þessu frumvarpi, í samanburði við mats verð þeirra 1942. Er útreikning- urinn miðaður við eignir, sem þá voru metnar á 10 þúsund krónur. 1. dæmi: I. flokkur. Fasteignamat 1942 .... 10.000 Hækkun landsnefndar- innar, samkv. lögum nr. 33/1955, 400% ........ 40.000 Nýtt fasteignamat 50.000 Álag samkv. frumv. 200% 100.000 Kr. 150.000 Hér er því matsverð 15 sinn- um hærra en fasteignamatið 1942. 2. dæmi: V. flokkur. Fasteignamat 1942 .... 10.000 Hækkun landsnefndar 200% 20.000 Nýtt fasteignamat 30.000 Álag samkv. frumv. 200% 60.000 Kr. 90.000 Hér er gamla matið 9-faldað. 9. dæmi: VIII. flokkur. Fasteignamat 1942 .... 10.000 Hækkun landsnefndar 100% 10.000 Nýtt fasteignamat 20.000 Álag samkv. frumv. 200% ................ 40.000 Kr. 60.000 Þetta dæmi sýnir 6-földun á gamla matinu. Þess má geta, að fasteigna- matið, sem gekk í gildi 1942, var miðað við verðlag áranna 1939 og 1940. Vegna þ.ess, hvað langt er liðið síðan sá grundvöllur var lagður, sem fasteignamatið byggist á, má gera ráð fyrir, að nú sé orðið ó- samræmi í mati á lóðum á þétt- býlustu stöðunum og mati ann- arra fasteigna. Þykir því rétt að láta endurskoða sérstaklega mat á einstökum lóðum og leiðrétta það, ef fram kemur við athug- un, að það sé nú orðið í ósam- ræmi við mat á öðrum fasteign- um. Er þetta verkefni falið lands nefndinni, sem áður er nefnd, en lagt til, að yfirnefnd, kjörin og skipuð eins og segir í frumvarps- greininni, fjalli um kærur út af matinu og úrskurði þær. Sérákvæði er um mat á frysti- húsum, sláturhúsum og öðrum húseignum, sem notaðar eru fyrir vinnslustöðvar sjávaraf- urða og landbúnaðarafurða. Frá matsverði þeirra, þ. e. nýja fast- eignamatinu, skal draga 20%, en við matsverðið, þannig lækkað, bætist svo 200% álag, eins og við matsverð annarra fasteigna. Af þessum eignum hefur verið heim- ilt að reikna fyrningu samkvæmt lögum nr. 59/1946, um sérstakar fyrningarafskriftir. Sérstök ákvæði eru um mat á skipum og flugvélum. Er þar lagt til grundvallar vátrygging- arverð, en ákveðinn hundraðs- hluti dreginn frá vátryggingar- verðinu. Er sá frádráttur 20% af vátryggingarverði flugvéla og skipa, annarra en fiskiskipa. Frá vátryggingarverði fiskiskipanna er frádrátturinn nokkru meiri, eða 33 % %. Er sá munur gerður vegna þess, að síðustu árin hafa fiskiskip yfirleitt ekki verið eins arðvænleg eign og kaupskip, og má því ætla, ef sölur hefðu átt sér stað, að söluverð fiskiskip- anna hefði verið nokkru lægra en hinna ,miðað við vátrygging- arverðið. Ný skrifsfofa Flugfél. KAUPMANNAHÖFN, 17. apríl. — Flugfélag íslands opnar skrif- stofu sína í nýjum og rúmgóðum húsakynnum hér í borg hinn 26. apríl n.k. Sigurður Nordal sendi- herra verður meðal viðstaddra við opnunina. Um matsverð á öðrum vélum, tækjum alls konar og öðru lausa- fé, sem talið er í c-lið 19. gr. laga nr. 46/1954, verði settar sér- stakar reglur. í þeirri reglugerð sé heimilt að ákveða álag á bók- fært verð þessara eigna, enda verði álagið þannig takmarkað, að matsverðið fari ekki fram úr því verði, sem ætla má að eign- irnar séu seljanlegar fyrir, og sé þar höfð hliðsjón af ákvæð- um laganna um tekjuskatt og eignarskatt viðkomandi mati á slíkum eignum til eignarskatts. Laugavegi 81 — Laugavegi 11. Skúrbygging í Kópavogi, við Hafnarfjarðarveg til sölu. Upplýsingar í skrifstofu KRON. | MISS UNIVERSE Alheims fegurBarsamkeppni Long Beach, Kalifornía, 11.-21. júli Reykjavík, júní 1957 VERÐLAUN AÐ UPPHÆÐ 2'A MILLJÓN KRÓNA Allir þátttakendur hljóta verðlaun sem viðurkenningu yrir þátttöku í keppnfnrrf f Kalifoxníu. — Ennfremur hafa allar stúlkurnar möguleika á að fá kvikmyndasama- ing í Hollywood. FEGURÐARDROTTNING ÍSLANDS 1957 sem verður fulltrúi íslands í Miss Universe keppninni, verður kjörin í Rqykjavik í júní næstkomandi. 1________ 5 verðlaun __________________________ 1. Ferð til Kaliforníu, allt frítt, kvöld- og kokkteil-kjól- ar, sundföt ásamt farareyri o.fl. 2. Ferð til Evrópu ásamt þátttöku í Miss Europe. keppninni. 3. Flugferð til Lundúna. 4. Gullúr. 5. Snyrtivörur frá Max Factor. Öllum íslenzkum stúlkum á aldrinum 17—28 ára, ér heimil þátttaka í fegurðarsam- keppninni, sem fram fer í Reykjavík í júní. Ábendingar um væntanlega þátttakend ur óskast sendar umboðsmönnum Miss Universe keppninnar á íslandi í pósthólf 368, Reykjavík, hið allra fyrsta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.